Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Afturgöngur Ibsens frumsýndar hjá Frú Emilíu í slagtogi með framtíðinni Ingibjörg Marteinsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Lára Rafnsdóttir Pálshátíð Minningartónleikar vegna aldarafmœlis Páls ísólfssonar í íslensku óperunni í dag Tónleikar, í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Páls ísólfssonar, verða haldnir í íslensku óperunni í dag, laugardaginn 9. október. Tón- leikarnir hefjast klukkan 15 og eru fiytjendur þau Ingibjörg Marteins- dóttir, sópransöngkona, Þorgeir J. Andrésson, tenórsöngvari og Lára S. Rafnsdóttir, píanóleikari. Tónleik- arnir hafa verið lengi í deiglunni, því „tríóið“ sem stendur að þeim, hefur þegar flutt þá utan Reykjavík- ur. Fyrstu tónleikarnir voru á Stokkseyri sem þeim Ingibjörgu, Þorgeiri og Láru fannst viðeigandi, þar sem Páll ísólfsson fæddist og ólst upp. Einnig hafa tónleikarnir verið fluttir í Borgarfírði. í fram- haldi af tónleikunum í Reykjavík, verða þeir fluttir á Neskaupstað 16. október, Egilsstöðum 17. október, Vestmannaeyjum 20. október, ísafirði 23. október og á Akureyri 13. nóvember. „Það gladdi okkur mikið, þegar okk- ur var sagt að sóknarnefndin í Vest- mannaeyjum ætlar að bjóða öllum eldri borgurum á tónleikana," segja þau Ingibjörg, Þorgeir og Lára. „Það er í tilefni af ári aldraðra. Þetta finnst okkur líka mjög svo skemmti- leg hugmynd, vegna þess að eldri borgarar er einmitt fólkið sem þekkti tónlist Páls og var samtíða tilurð þessara verka. Það ólst upp með þeim.“ Á efnisskránni kennir margra grasa. Fyrir hlé verða flutt Máríu- vers, Blítt er undir björkunum, Hrosshár í strengjum, Söknuður, Heimir, Söngur völvunnar, Ég heyri ykkur kvaka, Grundar dóma, Jarpur skeiðar fljótur, frár, Dagurinn kem- ur og Söngvar úr Ljóðaljóðum (sex ljóð). Verkin verða ýmist sungin af Ingibjörgu eða Þorgeiri, en eftir hlé leikur Lára Rafnsdóttir „Þrjú píanó- stykki op. 5,“ eftir Pál; Burlesca, Intermezzo og Capriccio. Þá flytja þau Víst ertu, Jesú, kóngur klár, í dag skein sól, Frá liðnum dögum, Vögguvísu, Kossavísu og Sáuð þið hana systur mína. í vandaðri efnisskrá ritar Jón Þórarinsson nokkur orð um Pál ísólfsson og segir: „Þegar Páll Isólfsson var að alast upp var tónlist- arlíf á landinu afar fábreytt og for- ystumennirnir flestir sjálfmenntaðir að mestu. Þegar Páll kom heim frá löngu námi og starfí í Þýskalandi og settist að í Reykjavík 1921, bar hann því höfuð og herðar yfir aðra sem að þessum málum störfuðu. En þá var ekki meira um að vera á tónlistarsviðinu en svo, að fyrir hann var ekkert starf að hafa, nema reit- ingssama og illa launaða kennslu í einkatímum. Fyrsta fasta starfið fékk hann fyrir forgöngu tveggja lækna í bæjarstjórn Reykjavíkur, sem beittu sér fyrir því að hann var ráðinn stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur 1924. Þegar nýtt orgel kom í Fríkirkjuna 1926 var hann ráðinn organleikari þar og síðan í Dómkirkjunni þegar Sigfús Einars- son féll frá 1939. Þá hafði hann fundið þann stað sem honum hæfði best.“ En svo fáir voru þeir menn á þeim tíma sem gátu greint hismið frá kjarnanum þegar tónlistin var annars vegar að Páll varð fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann var tónlistarráðu- nautur Ríkisútvarpsins og skipaði heiðurssess á Alþingishátíðinni 1939, þar sem hann hlaut verðlaun í samkeppni um hátíðarkantötu. Það er óhætt að segja að Páll ísólfsson hafí verið frumkrafturinn í þeirri tónlistarbyltingu sem átt hefur sér stað hér á landi á þessari öld. Hann kenndi, stjórnaði, ruddi brautir, spii- aði og samdi auk þess ótrúlegt safn tónsmíða og því hefur ekki verið einfalt að velja verk til flutnings á tónleikum sem helgaðir eru minn- ingu Páls. „Við völdum verkin í samráði við dóttur hans, Þuríði Pálsdóttur, óperusöngkonu," segir Þorgeir, „við völdum verk sem gefa sem breiðasta mynd af honum; sum eru dramatísk, sum létt - ljúflingslög. Þetta eru einsöngslög og sum þeirra eru mjög þekkt, önnur nánast óþekkt. Það sem sérstaklega hefur vakið athygli eru „Ljóðaljóðin," sem Ingibjörg, syngur og ég man ekki eftir að ann- að íslenskt tónskáld hafi samið tón- list við þennan texta úr Biblíunni." En hvernig kom samstarf ykkar þriggja til? „Við Ingibjörg vorum með skóla- kynningu; það er að segja listkynn- ingu í skólum á vegum Reykjavíkur- borgar og vorum að segja frá Páli,“ segir Lára. „Þetta var í fyrra og við áttuðum okkur á því að fyrir dyrum stæði aldarafmæli hans. Okkur datt í hug að gaman gæti verið að setja saman tónleika sem gæfi yfirlit yfír verk hans. Við fengur Þorgeir til samstarfs við okkur, leituðum til Þuríðar, sem hefur veitt okkur mik- inn stuðning, auk þess sem Jón Þór- arinsson var okkur innan handar. Þar fyrir utan fengum við styrk frá Félagi íslenskra tónlistarmanna sem gerði okkur kleift að gefa út vand- aða efnisskrá." Hvað greinir Pál helst frá tónlist- armönnum hans tíma? „Það vilja margir meina að Páll hafi verið háklassískur í sínum tón- smíðum og það er ljóst jið hann var af þeim skóla. Hans aðalstarf var sem organisti, en í rauninni er hann fyrst og fremst brautryðjandi, þann- ig að það má kannski orða það þann- ig að hann hafí flutt klassíkina hing- að frá Evrópu, opnað okkur skilning á henni og þar með lagt grundvöll- inn að því ríkulega tónlistarlífí sem við njótum í dag.“ ssv AÐ HORFAST í augu við sannleikann og þora að fylgja sinni eigin innri sannfæringu. Ekki því sem búið er að kenna og kannski segja í áraraðir að sé rétt. Þetta er mönd- ullinn í leikriti Henriks Ibsens, Aft- urgöngum, að áliti Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur sem setur það á svið í Héðinshúsinu í Reykja- vík með aðstoð Nialls Rea sem hannar leikmynd og búninga. Leik- húsið Frú Emilía hefur tekið sér þar bólfestu til tveggja ára og frumsýn- ir Afturgöngur á miðvikudaginn kemur. Ibsen sagði á sínum tíma að aldrei hefði verið skrifað leikrit jafn snautt af persónulegum skoð- unum. Hann vildi vekja spurningar fremur en dæma. Það tókst honum með slíkum ágætum að úlfaþyt vakti í Noregi þegar verkið kom út árið 1881 og enn velta menn fyrir sér sömu málum eftir að öld er lið- in og gott betur. Leikritið er víðar á fjölunum um þessar mundir, norður á Akureyri og úti í löndum, enda hreyfir það málum sem verið hafa í brennidepli að undanförnu. Þó væri einföldun að nefna aðeins ólæknandi sjúkdóm, sifjaspell og stöðu konunnar. Einnig að segja eins og einn leikaranna að verkið taki á stórum og miklum til- finningum, þótt vissulega eigi Afturgöngur það sammerkt með öðrum öndvegisleikritum. Leikstjór- anum Sigríði fannst þáttur verksins um alvarlegan sjúkdóm athyglis- verður í ljósi eyðnivanda sam- tímans. Og við nánari lestur leikrits- ins komu íjölmargir aðrir fletir í ljós. Hún segist enn vera að sjá í því eitthvað nýtt skömmu fyrir frum- sýningu, textinn veki til umhugsun- ar og hafi margar víddir. Samt sé hann auðskilinn og aðgengilegur, oft kómískur þótt efnið sé íjarri því léttvægt. Sögusviðið er heimili frú Alving, sem Margi-ét Ákadóttir leikur, ein- hversstaðar í gráleitri og regn- blautri norskri sveit. Unga fólkið í húsinu er stofustúlkan Regína Eng- strand og sonur frúarinnar, Osvald, sem lagt hefur stund á málaralist í París. Þau eru leikin af Jónu Guð- rúnu Jónsdóttur og Ara Matthías- syni. Á heimilið kemur Engstrand smiður, sem sopið hefur brennivín úr hófi, og séra Manders sem er fulltrúi reglu og þess siðgæðis sem tekur mið af ríkjandi viðhorfum. Sigurður Skúlason leikur Engstrand og Þröstur Guðbjartsson prestinn. En hvaða afturgöngur þvælast fyrir þessu fólki? Því svarar Helena Álving, sem er hætt að láta aðra stjórna því hvernig hún hugsar og berst við að breyta þá eftir sannfær- ingu sinni: „Ég held að við séum öll afturgöngur. Það er ekki aðeins arfurinn frá feðrum okkar og mæð- rum sem gengur aftur í okkur. Það eru alls kyns gamlar dauðar skoðan- ir og hvers kyns gömul og úr sér gengin trú. Við gerum okkur ekki grein fyrir því en þetta situr samt í okkur og við getum ekki losnað við það.“ Okkar eigin fordómar, það eru afturgöngurnar. „Ibsen hefur skrifað þetta leikrit af elsku á fólki,“ segir Sigríður. „Hann varar við þröngsýni. Við því að láta viðteknar skoðanir bægja frá sjálfstæðri hugsun og heiðar- leika gagnvart eigin samvisku og tilfinningum. Setur fram erfiðar spurningar, eins og hvers vegna hálfsystkin geti ekki gifst, svo tekið sé klárlega afmarkað dæmi. Notar afgerandi atriði til að hreyfa við áhorfendum; skinhelgi, sifjaspell, framhjáhald, óreglu og óskilgreind- an banvænan sjúkdóm. Hann gæti hafa haft í huga kyn- sjúkdóminn sýfilis, að Osvald sé sýktur af honum, en ég held samt að það skipti ekki miklu. Sjúk- dómurinn er að mínu viti tákn hjá höfundinum um sjúkt samfélag. Þar sem fólk bælir hvatir sínar og sitt innra eðli. Nietzche gæti verið einn þeirra höfunda sem frú Alving les, prestinum til skelfingar, til að víkka huga sinn og henda betur reiður á því sem þar brýst um. Hann líkir slæmri samvisku við meðgöngu - eitthvað vex innra með manni og verður að lokum að komast út. Annað er óeðli og endar með skelf- ingu.“ Persónur í leikritum Ibsens líða gjarna fyrir eitthvað sem ekki kemst út. Einhver skammarleg leyndarmál eða bældar hvatir. Andrúmsloftið verður þrúgað og tilfinningar afsk- ræmdar. Sumir kreljast frelsis úr viðjum reglu og viðhorfa samfélags- ins, þyrstir í eitthvað sem erfitt er eða ómögulegt að höndla og hafa andúð á hógværum dyggðum og því að sætta sig við hlutskipti sitt. í Afturgöngum ásakar frú Alving séra Branders fyrir að vísa henni á dyr forðum daga og kasta á glæ Afturgöngur á sviði Samkomuhússins á Akureyri Sigurður Karlsson og Þráinn Karlsson. Morgunbiaðíð/Rúnar Þðr LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir um helgina leikritið Afturgöngur eftir Henrik Ibsen. Enda þótt hér sé um að ræða rúmlega 110 ára gamalt verk þykir það hafa ótrúlega mikla skírskotun til samtíma okkar og þeirra vanda- mála, sem nútímamenn eiga við að etja, og er þessi misserin sýnt víða um veröld. Skammt er þess að minn- ast er Afturgöngur voru sýndar á síðasta ári í Kaupmannahöfn undir stjórn Sveins Einarssonar, en sú sýning hlaut einróma lof og þótti einhver markverðasti atburður í dönsku leikhúslífi það árið. Sveinn Einarsson hefur gengið til liðs við Leikfélag Akureyrar og setur á svið þær Afturgöngur sem leikhúsgest- um í bænum gefst nú kostur á að sjá. Afturgöngur eru fjölskylduharm- leikur sem kom óþægilega við kaun- in í fólki fyrir rúmum 110 árum - og gerir það jafnvel enn. Þama er sagt frá frú Álving, kammerherra- ekkju, syni hennar, Ósvaldi, sem hefur lengi verið erlendis en er ný- kominn heim, Engstrand snikkara og Regínu, dóttur hans, sem er stúlka í húsi hjá frú Alving, og séra Manders, sem heldur vígsluræðu þegar opnað er hæli sem frúin kem- ur á fót í minningu manns síns. Inn í þennan persónuramma dragast þijú stórmál, skelfilegur ónefndur sjúkdómur, uppreisn konu gegn veldi karla og hugsanleg sifjaspell. Hið fyrsta og síðasta eru enn meðal feimnismála og vandamála í sam- tíma okkar og það er öðrum þræði þess vegna sem Afturgöngur eiga erindi við nútímafólk en eru ekki forneskjan ein. Engin ellimörk, öðru nær „Það fer ekki milli mála að Ibsen er faðir leikritunar á tuttugustu öld,“ segir Viðar Eggertsson leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar, „og þetta verk hans, Afturgöngur, er leikrit sem hefur nú síðari árin ver- ið notað sem „erkiverk," það er að segja til kennslu í því hvernig eigi að skrifa gott leikrit. Afturgöngur hafa að vísu legið nokkuð í láginni fram eftir þessari öld en þær hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.