Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993
C 3
Norræn ljóðahátíð
í New York
Hallberg Hallmundsson,
Matthías Johannessen og Steinunn
Sigurðardóttir fulltrúar íslands
Kíigmir Ingi Aðalsteinsson
Hvernig hefur þér fundist staðið
að kennslu fornsagna í grunnskól-
um hér?
„Ég hef kennt mest í efri bekkj-
um grunnskóla og þar hef ég kennt
fornsögur að litlu leyti. Til dæmis
kenndi ég Gísla sögu Súrssonar á
hveiju ári og hafði gaman af.
Það varð mér umhugsunarefni
fyrir nokkrum árum, þegar ég
kenndi Hrafnkelssögu í 7. bekk -
sem nú er 8. bekkur - að krakkarn-
ir skildu ekki textann; þau náðu
engu sambandi við söguna. Þetta
-^var í stórum skóla í Reykjavík og
krakkarnir vildu heilshugar lesa
þetta, sýndu ótvíræðan áhuga og
voru að baksast í þessu eins og
þeir gátu - en náðu einfaldlega
ekki sambandi við textann. Mér
varð þetta mikið umhugsunarefni,
því ég hef sjálfur alltaf haft mikið
dálæti á Hrafnkelssögu. Ég hugsaði
mikið um hvernig hægt væri að
koma þessum yndislega texta til
skila til þeirra - og annarra krakka
á þessum aldri. Upp úr því fór ég
að vinna að útgáfu í því formi sem
Eiríks saga víðförla birtist nú.“
En hvers vegna Eiríks sögu víð-
förla?
„Ég kynntist þeirri sögu þegar
ég var að útskrifast úr Kennarahá-
skólanum. Mér fannst hún mjög vel
til þess fallin að umskrifa hana fyr-
ir grunnskóla. Þegar ég svo fór til
Bandaríkjanna fyrir tveimur árum,
ákvað ég að sækja um styrk til að
vinna þetta verk. Ég fékk ríflegan
styrk - fjögurra mánaða laun og
þau mun hærri en ég hafði áður
fengið í kennslunni. Ég tók með
mér hundrað kíló af bókum til
Bandaríkjanna, settist að í íbúðinni
okkar í Evanstolne og byijaði að
skrifa. Aðalatriðið var að finna leið
til að koma bömunum inn í text-
ann. Ég hef stundum orðað þá að-
ferð sem ég nota þannig, að ég
hafi tekið söguna og hellt úr henni.
Eftir sem áður eru óteljandi atriði
í textanum sem hægt er að vinna
út frá. Síðan vona ég að með því
að virkja þau við vinnu í textanum,
komist þau betur inn í hann - þvi
það hef ég þó lært af kennslunni
að krakkar hafa svo gaman af að
vinna; þeim finnst það miklu
skemmtilegra en að hlusta, en það
verður að vanda til verkefnanna.
Þau mega hvorki vera of þung -
svo þau missi móðinn, né of létt til
að þau nenni að vinna þau.“
Ér þessi bók komin inn á náms-
skrá?
„Kennurum í grunnskólum er
nokkuð í sjálfsvald sett hvað þeir
kenna. Þeir ráða nánast hvað þeir
taka. Ég athugaði í fyrrasumar,
áður en farið var út í útgáfuna,
hvort kennarar hefðu áhuga á
henni. Ég fékk mjög góðar móttök-
ur í 20 skólum, sem keyptu hana
óséða. Ég held mér sé óhætt að
segja að ég hafi fengið geysilega
góðan stuðning frá skólafólki. Þeg-
ar ég svo sneri mér til útgefand-
ans, gat ég sýnt fram á 500 eintök
seld, áður en bókin var gefin út.
Þetta er stuðnngur sem ég gleymi
aldrei og var mér ákaflega mikils
virði."
Verður framhald á þessari vinnu
þinni?
„Það vona ég. Það er draumur
minn að geta haldið þessari vinnu
áfram, því nú kann ég aðferðina.
Ég ætla að sjá hvernig bókin reyn-
ist í kennslunni, fá ábendingar -
því sjálfsagt er margt sem betur
má fara; ýmislegt sem má taka út
og annað sem má bæta inn í. En
mig langar til að vinna fleiri sögur
- svo þær verði sjálfsagður hluti
af krökkunum þegar fram h'ða
stundir. Það má kannski kalla það
framsóknarmennsku eða aldamóta-
hugsunarhátt, jafnvel ungmennafé-
lagsgöngulag, en ég fer aldrei ofan
af því að sjálfstæði okkar sem þjóð-
ar er komið undir því að við þekkj-
um þessa menningararfleifð okkar.
Annars gætum við .þessvegna verið
Danir; þeir eru ágætir, en við erum
íslendingar."
Súsanna Svavarsdóttir
ILOK október verður haldin
mikil ljóðahátíð í New York,
þar sem koma fram fimmtíu
norræn ljóðskáld. Meðal annarra
gesta verður ljóðskáldið og Nó-
belsverðlaunahafinn Derek Walc-
ott, rithöfundurinn Anthony
Burgess og leikarinn Max von
Sydow, sem mun taka þátt í upp-
lestri ljóðanna. Hugmyndin er
komin frá ungum Svía, Ernst
Malmsten, sem áður hefur séð um
ljóðahátíð í Lundi og víðar, auk
þess sem iiann rekur bókaútgáfu
í- Svíþjóð. Ýmsir aðilar styrkja
hátíðina, meðal annars norræni
menningarsjóðurinn, norræna
ráðherranefndin og Norræna hús-
ið í Reykjavík.
Ljóðahátíðin er nokkurs konar
framhald af ljóðahátíðum, sem
Ernst Malmsten hefur séð um í
Lundi. Malmsten er aðeins rúmlega
tvítugur, hefur lagt stund á bók-
menntir í Lundi og fór svo að sjá
um ljóðahátíðir þar sem hafa vaxið,
þar til hann ákvað að New York
væri góður vettvangur. Lítið hefur
verið þýtt af norrænni ljóðlis.t á
ensku og norræn skáld lítt þekkt
þar. Hátíðin á að vekja athygli á
norrænni ljóðlist, en verk skáldanna
sem taka þátt hafa einnig verið
sett saman í bók, Nordic Poetry
Festival Anthology, sem Malmsten
og samstarfskona hans Kajsa Le-
ander hafa tekið saman.
Malmsten og Leander hafa sjálf
valið skáldin sem koma fram. Eins
og Leander sagði í samtali við
Morgunblaðið þá hefði það verið of
þungt í vöfum að setja niður nefnd
í hveiju landi, en þau leituðu eftir
ábendingum. Þungamiðjan í hátíð-
inni eru verk eftir sænska ljóða-
skáldið Tomas Tranströmer, sem
samkvæmt Leander er eitt mest
þýdda norræna Ijóðskáldið. Frá
Danmörku koma meðal annars
Thorkild Björnvig, Inger Christen-
sen, Klaus Rifbjerg og Pia Tafdrup.
Frá Færeyrum koma Carl Jóhann
Jensen og Rói Patursson, frá Finn-
landi Claes Andersson og Tua
Forsström, frá Grænlandi Jessie
Klemman, frá Noregi Östein
Winggard Wolf, frá Svíþjóð Gunnar
Harding, Stig Larsson, Göran
Sonnevi, Birgitta Trotzig og Tomas
Tranströmer, sem áður er nefndur,
svo einhver þeirra fimmtíu skálda
sem koma á hátíðina séu nefnd.
Frá íslandi taka þátt Steinunn
Sigurðardóttir, Matthías Johannes-
sen og Hallberg Hallmundsson.
Steinunn og Matthías þarf vart að
kynna. Hallberg er fæddur 1930,
en hefur búið í New York síðan
1960. Hann hefur skrifað greinar
í bandarísk rit og tímarit og gefið
út sex ljóðabækur á íslensku. Sú
nýjasta heitir Skyggnur og kom út
í ár. Hann hefur þýtt verk ýmissa
norrænna skálda á ensku og segir
Leander að hann sé frábær þýðandi.
Skáldið Derek Walcott hefur
stutt dyggilega við bakið á skipu-
leggjendum Ijóðhátíðarinnar og
mun taka þátt í að flytja ljóð nor-
rænu skáldanna. Um íjórðungur
ljóðanna verða flutt á frummálinu,
en afganginn lesa þýðendur, ljóð-
skáld og leikarar, meðal annars
Max von Sydow. Dagskráin stendur
í tvo daga, 30.-31. október frá
hádegi fram til kl. 20, í merkri
byggingu, sem heitir Cooper Union
við samnefnda götu í stórborginni.
Fyrri daginn verður dagskrá helguð
Tomas Tranströmer, þar sem koma
fram Derek Walcott, Czeslaw Mi-
losz auk annarra og væntanlega
Tomas Tranströmer sjálfur, þó
hann sé annars yfirleitt lítið gefinn
fyrir að koma fram. Áuk ljóðalest-
urs báða dagana verða umræður
um norrænar bókmenntir frá ensk-
bandarísku sjónarhorni, þar sem
Anthony Burgess er einn þátttak-
enda. Kjell Espmark sem situr í
sænsku Nóbelsnefndinni heldur auk
þess fýrirlestur um Nóbelsverðlaun
í bókmenntum.
Sigrún Davíðsdóttir.
in á Sheng: „Þjóðlag" frá Yimeng-
fjöllum í Austur-Kína og „Lestin
brunar inn í bæinn Dong“, þjóðlag
frá Dong-þjóðflokknum í Suðvestur-
Kína. Lagið, sem er útsett af hljóð-
færaleikaranum, lýsir tilfínningum
íbúanna þegar járnbrautin var tekin
í notkun og þeir sáu fyrstu lestina
koma brunandi.
Eftir hlé verður einleikur á Dizi:
„Wu Bang Zi“ og „Söngur hjarð-
mannanna". Þá verður einleikur á
pípu: „Snjór á sólríku vori“, og „Fyr-
irsát á alla vegu“, þjóðlag sem lýsir
orrustu milli tveggja kinverskra ríkja
fyrir um 2500 árum. Fiðrildi lýsir
orrustunni; heyra má gnegg hest-
anna og skrölt stríðsvagnanna,
spjótalögin og sverðaglamrið.
Að lokum verða flutt fjögur hljóm-
sveitarverk: „Bu Bu Gao“, þjóðlag
frá Kanton, „Gleði og kyrrð“,
„Glaumur og gleði“, þjóðlag frá
Shanxi-fylki, og „Dansandi gullsnák-
ur“, hátíðartónlist.
Flytjendurnir
Allir hljóðfæraleikararnir eru sér-
fræðingar í kínverskri tónlist, hver á
sitt hljóðfæri:
Zhou Yaokun er á meðal fremstu
tónlistarmanna í Kína sem leika á
tveggja strengja fíðluna Erhu. Hann
fæddist í Jiangxi-fylki árið 1945.
Hann er konsertmeistari hinnar þjóð-
legu, kínversku ríkishljómsveitar og
er félagi í Samtökum kínverskra tón-
listarmanna. Hann hefur farið í tón-
leikaferðir víða um heim; hefur með-
al annars heimsótt Noi-ður-Evrópu,
Filippseyjar, Hong Kong, Japan, Sin-
gapúr, Þýskaland, Bretland, Grikk-
land og Spán. Hann hefur samið og
útsett um 30 einleiksverk fyrir Erhu
og hljóðritað fjölda verka fyrir út-
varp og sjónvarp, bæði í Kína og
erlendis.
Jian Guangyi fæddist árið 1944 í
Sichuan-fylki. Hann er fyrsti Dizi-
flautuleikarinn í Hinni þjóðlegu
hljómsveit kínverska ríkisútvarpsins
og á aðild að kínversku tónlistar-
mannasamtökunum. Hann hóf nám
í Diziflautuleik þegar hann var á 10.
aldursári og er nú gestafýrirlesari
við tónlistarháskóla í Kína þar sem
kennd er hefðbundin tónlist. Hann
hefur haldið tónleika í Japan, Þýska-
landi, Ítalíu, Júgóslavíu, Rúmeníu,
Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Hong Kong
og víðar. A árunum 1987-1992
stundaði hann framhaldsnám í tón-
listarfræðum í Frakklandi. Á meðan
á námsdvöl hans stóð hélt hann tón-
leika fyrir Franska ríkisútvarpið.
Árið 1990 hélt hann tónleika í Bret-
landi sem voru hljóðritaðir af Breska
útvarpinu. Þessi hljóðritun hefur
einnig verið leikin í ýmsum kínversk-
um útvarpsstöðvum.
Yi Yongren fæddist 1953 í Pek-
ing. Hann er fyrsti Shengmunnorgel-
leikarinn í Hinni þjóðlegu hljómsveit
Kínverska útvarpsins og er í samtök-
um þjóðlegra, kínverskra hljóm-
sveita. Hann flutti fyrirlestra um
Sheng í Ástralíu árið 1989 og í Bret-
landi árið 1991. Hann hefur haldið
tónleika í Singapúr, Ástralíu, Þýska-
landi, Ítalíu, Bretlandi, Portúgal,
Spáni, Grikklandi, Nýja-Sjálandi,
Japan og Hong Kong. Hann hefur
gefið út mörg tónverk fyrir Sheng
og leikið inn á hljóðsnældur. Einleiks-
verk hans hafa einnig verið hljóðrituð
á vegum hljómplötufyrirtækja, út-
varps- og sjónvarpsstöðva og verið
notuð í kvikmyndum.
Miao Xiaoqin er fædd árið 1967
og er aðal Pipa-leikari Hinnar þjóð-
legu hljómsveitar Kínverska útvarps-
ins. Hún á aðild að samtökum þjóð-
legra, kínverskra hljómsveita og er
vel þekkt um allt Kínaveldi fyrir leik
sinn. Þegar hún var 12 ára gömul
hóf hún nám við tónlistarskóla sem
er í tengslum við Tónlistarháskólann
í Sjanghæ. Hún útskrifaðist frá Tón-
listarháskólanum í Peking árið 1985.
Hún leikur einnig á Guqin, foman,
kínverskan sítar, Liuqin og Ruan, sem
era kínversk strengjahljóðfæri. Árið
1982, þegar hún var 15 ára gömul,
fékk hún önnur verðlaun fyrir Pipa-
leik sinn í keppni ungra hljóðfæraleik-
ara í Sjanghæ sem leggja stund á
hefðbundinn hljóðfæraleik. í ár vann
hún til annarra verðlauna í alþjóð-
legri keppni iðkenda hefðbundinnar,
kínverskrar tónlistar sem haldin var
í Taipei á Taívan. Henni hefur verið
boðið að halda tónleika í ýmsum Asíu-
og Evrópulöndum og snældur hénnar
rehna út í Kína eins og heitar lummur.
Li Ping fæddist árið 1953. Hún
er aðal Yangqin-leikari Hinnar þjóð-
legu kínversku ríkishljómsveitar og
er félagi í Samtökum kínverskra tón-
listarmanna. Hún var tíu ára gömul
þegar hún hóf nám í Yangqinleik,
en Yangqin er eins konar „dulci-
mer,“ sem slegið er á með tréhöm-
rum. Hún hefur hlotið fjölda verð-
launa fyrir hljóðfæraleik sinn. Árið
1988 fékk hún gullverðlaun fyrir leik
sinn á 13. alþjóðahátíð æskunnar.
Hún hefur haldið tónleika víða um
heim, svo sem í Singapúr, Búrma,
Indlandi, Kóreu, Pakistan og Taí-
landi. Hún hefur gefið út margar
snældur með einleik sínum.
ssv/samantekt úr heiniildum
frá Tónlistarfélaginu.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Gunnl. Blöndal, 5 norrænir meistarar,
Hannes Péturss. til 17. okt ■
Listasafn íslands
Bragi Ásgeirss. til 31. okt. Grafík-
verkst. i kj. safnsins Hafdís Ólafsd.
Norræna húsið
Skagenmálararnir til 24. október
Nýlistasafnið
Guðrún gagnarsd., Elisabet Norseng,
Pétur Magnúss. til 24. okt.
Safn Ásgríms Jónssonar
Vatnslitamyndir til febrúarloka
Listasafn Sigurjóns
Hugmynd-Höggmynd fram á vor.
Listmunahúsið
Haukur Dór sýnir til 17. okt.
Ásmundarsalur
Torfi Ásgeirsson sýnir til 24. okt.
Listasalurinn Portið
Jónína B. Gíslad. sýnir í vesturs.
Ljósm.sýn. í austurs. lýkur á morgun.
Hafnarborg
5 ára starfsafm. Hafnarb. til 25. okt
SPRON, Álfabakka
Ingiberg Magnússon til 19. nóvember
„Hjá þeim“
Hjalti Einar Sigurbjörnsson til 26. okt
Gallerí Umbra
Hafdís Ólafsdóttir til 13. október
Gallerí Borg
Zacharias Heinesen til 24. okt.
Mokka
Þorvaldur Þorsteinss. Lýkur á morgun.
Önnur hæð
Roni Horn sýnir út október.
Listhúsið í Laugardal
Guðbjörn Gunnarsson, til 23. okt.
Gerðuberg
Myndbandasýn. „Samtal“ og Hrefna
Sigurðardóttir, lýkur á morgun.
Gallerí 11
Guðrún Guðjónsdóttir, til 21. okt.
Mokka
Bill Dobbins. Ljósm.sýn til 7. nóv.
Snegla Iisthús
Ema Guðmarsdóttir, til 23. október
Stöðlakot
Leifur Þorsteinsson. Lýkur á morgun.
Þjóðminjasafnið
Sýningin Nútíð við fortíð
Slunkaríki ísafirði
Högna Sigurðard. til 14. okt.
TONLIST
Sunnudagur 10. október Hljómsv.
Tónlistarsk. í Reykjav. í Langholts-
kirkju kl. 17. Vígslutónl. I Akureyrar-
kirkju kl. 17. Orgeltónl. i Fríkirkjunni
kl. 18. „Kirkjan og rómantíkin" tónl.
f Seljakirkju kl, 20.30.
Mánudagur 11. október Orgeltónl. í
Dómkirkjunni kl. 18.
Þriðjudagur 12. október Fimm
listam. frá Kína i Deiglunni, Akur-
eyri, kl. 20.30.
Föstudagur 15. október Nemenda-
tónleikar í sal Tóntistarsk. á Akureyri
kl. 18.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Spanskflugan, lau. 9. okt. kl. 20, fim.
kl. 20, fös. kl. 20, laugard. kl. 20.
Elín Helena, lau. 9. okt. kl. 20, sun.
kl. 20, mið. kl. 20, fim. kl. 20, fös. kl. 20
Ronja Ræningjadóttir, sun. 10. okt.
kl. 14, sun. kl. 14
Þjóðleikhúsið
Þrettánda krossferðin, fim. 14. okt.
kl. 20. fös. kl. 20
Kjaftagangur, lau. 9. okt. kl. 20 lau.
kl. 20
Ferðalok, mið. 13. okt. kl. 20.30. sun.
kl. 20.30
Ástarbréf, lau. 9. okt. kl. 20.30. fim.
kl. 20.30. lau. kl. 20.30.
Dýrin i Hálsaskógi, sun. 10. okt. kl.
14, sun. kl. 14. og 17
Ungfrú Gamalgeit sun. 10. okt. kl.
14., 15., 16. og 17.
Pé-leikliópurinn
„Fiskar á þurru landi“ í tslensku óper-
unni, lau. 9. október kl. 20.30.
Frjálsi leikhópurinn
„Standandi pina“ í Tjarnarbíói, sun.
10. okt. kl. 20, mán. kl. 20, mið. kl. 20.
íslenska leikliúsið
„Býr íslendingur hér“, lau. 9. okt. kl.
20., þri. kl. 20., lau. kl. 20
Leikfélag Akureyrar
Ferðin til Panama. Ungó Dalv., lau.
9. okt. kl. 14 og 16, Valaskjálf Eg-
ilsst., mán. 11. okt. kl. 15.30 og 17,
Seyðisf. kl. 11. og Skrúð Fáskrúðsf.
kl. 15.30. þri. 12. okt., Egilsbúð Nes-
kaupst. kl. 11 og Valhöll Eskif. kl. 14.
miðv. 13. okt., Vopnaf. fim. 14. okt.
Afturgöngur í Samkomuh. Akureyri
fóstud. 15. okt. kl. 20.30.
KVIKMYNDIR
MIR
„Tengdadóttirin" sun. 10. okt. kl. 16
Hreyfimyndafélagið
Sýning þriðjud. kl. 9, fimmtud. kl. 5
og helgarsýn. fostudag kl. 9
Norræna húsið
Norræn kvikmyndasýning fyrir börn
kl. 14. og kl. 16. Hip hip hurra, sænsk
kvikrn. um listam. á Skagen.