Alþýðublaðið - 19.11.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.11.1920, Síða 1
Alþýðublaðið Creíið át ai ádþýduflokknumt. 1920 Föitudagina 19. nóvember. 267 tölubi. Síldarmálið. Hý leið út úr öngþveitinu? Eunþá hafa síldarútgerðaraienn íekið sig áþreifanlega á það, hve skaðleg og fjarri öllu lagi sú „frjálsa" samkepni er á síldar- markaðinum. Hve skaðlegt það er, ekki aðeins fyrir hvern ein- stakan síldarkaupmann, heldur fyrir þjóðina í heild sinni, að hver bauki í sínu horni og reyni að skara eld að sinni köku, án þess að skeyta hið minsta um það, hvernig öðrura reiðir af. Það hefir sýíst sig, einkum þessi tvö síðustu ár, að síldarsaian er óframkvæm- anieg, meðan allir og enginn seiur síldina út úr landinu. Sildarspekú- lantarnir geta verið nógu séðir innanlands, en þegar út fyrir landsteinana kemur, reka þeir sig á það, að þeir eru of ókunnugir markaðinum til þess, að geta kept við þaulæfða erlenda braskara, sem svífast einskis og eta með glöðu geði höfuðið af „litla bróð- air“ — íslenzka síldarspekúiaatinum. Það er líka svo að sjá, sem .augu íslenzkra útgerðarmanna séu að opuast, og er það vel farið, þegar málgögn þeirra eru farin að ræða landsverzlun með síld í fuilri ;alvöru. En þetta hefðu þeir góðu rnenn átt að sjá, eða öllu heldur finna, áður en búið var að gefa þeim snoppung í fcvö skiíti. Skað- inn gerir menn hyggna, en gróð- inn fégjarna. Þegar landið tók að sér síldar- söluna, stórgræddu útgerðarmenn, og hefðu átt að hegða sér eftir því, ea þeir sáu eftir þeim fáu aurum sem runnu í landssjóð og venuðu að þeir gætu komist að eins góðum kjörum og landið, En þar skjátlaðist þeim. Vafalaust hafa þeir samt margir séð það, sem þeir sjá nú, að eina leiðin til þess að tryggja síldarmarkaðinn er, að salan sé á einni hendi, og þá helst landsins. En fégirndin réði meira en skynsemi þeirra; því er ver og miður. Hætt er við að einhver fótur sé fyrir því, að íslenzka sfldin hafi ekki verið eins vel verkuð í sum- ar og hægt hefði verið. En auð- vitað er hitt jafn víst, að sænskir síldarkaupmenn og ójafnaðarmenn nota hvert tækifæri sem gefst, til þess að ófrægja íslenzku síldina, jafnvel þó þeirra eigin síld sé verri vara, til þess eins að fá hana fyrir sem allra lægst verð Þegar þeir í vor og sumar gerðu samninga við ýmsa síldarútvegs- menn, höfðu þeir Eystrasaltsmark- aðinn í huga, en hann brást, og þá var ekki í annað hús að venda en Svíþjóð. En vegna þess, að nægileg hvað þá of mikil sfld á markaðinum þar í landi dró úr stórgróða þeirra, urðu þeir að taka til þess ráðs, sem nú er alkunn- ugt orðið, að láta dæma megnið af íslenzku síldinni ótæka verzi- unarvöru. En að þeir voru ekki í sumar öruggir um að þetta mætti tak ast, má sjá af því, að þegar sú frétt barst til Siglufjarðar, að land- ið mundi taka að sér síidarsöluna, voru sænsku sfldarspekúlantarnir á náium, og spurðu mjög eftir því hvort þetta væri satt. En er þá engin leið til þess að bjarga við siidarsölunni í ár, og er ekki sjálísagt landsins vegna að gera alt sem hægt er til þess að reyna að selja alla þá óskemda síld, sem til er nú óseld á mark- aðinura? Vissulega. Þd betri er hálfur skaði en aliur. Eða eru kaupsýslumenn vorir yfirleitt svo hugsunarlausir, að þeir vilji held- ur fara á höfuðið en brjófca odd af ofiæti sínu og bjarga með því sóma sínum. Við sjáum hvað setur. Eins og kunnugt er, eru mjög öflug kanpfélög í Svíþjóð, og al- gerlega fjárhagslega óháð. Þessi félög, eða formaður þeirra, hefir Iátið í ijósi, að kaupfélögin mundu kaupa íslenzka sfld, ef þeim gæf- ist kostur á að kaupa hana beint frá framleiðendum, svo framarlega að um góða vöru væri að ræða. Síðasta tilraunin til þess, ad koma íslenzku sfldinni á markað- fnn, með sæmilegu verði, er þá í stuttu máli: að ýara þess á leit við sænsku kaupýél'ógin, að pau kaupi pað aý síldinni, sem hægt er að telja verzlunarvóru, eða acf pau taki síldina i umboðssölu. Til þess að hrinda þessu áleiðis, þarf annaðhvort að senda dugandi mann til Svíþjóðar, eða það sem eg hygg að betur mundi reynast, að fá íslenzku samvinnufélögin til þess að verða meðalgöngumenn. — Hér er svo raikið I húfi, að hagur ein* staklingsins, eða skoðanir hans á verzlunarmálum, verður að láta £ minni pokann fyrir heilbrigðri skynsemi. Að endingu skal eg taka það fram, að eftirspurn eftir íslenzkri sfld í smásölu í Svíþjóð er mikil, þó síldarhringurinn vilji ekki láta undan, því honum er alvars að drepa ísl. sfldarútveg. /. 7. Hreyfanleg báthengi. Nýlega hafa Norðmenn fundið upp hreyfanlega standa (stativ) fyrir báthengi (davider). Er talia mikil bót að þessu, einkum er skip eru stödd í sjávarháska. Má þá aka bátunum til eftir þilfarinu f báthengjunum, og láta þá á flot þeim megin skipsins er bezt hent- ar. Norðmenn eru þegar farnir að nota þessi tæki á skipum sínum. Sá kostur er meðal annars við þessi bátahengi, að hægt er að koma þeim í lóðrétta stöðu, enda þótt skipið hallist, og má með því móti setja bátana á sjóinn, þd allmikill halli sé á skipinu. Samskotin til Karls Helga Árnasonar, Ianda okkar í Fær- eyjum, hafa gengið fremur öllum vonum, og voru honum í gær sendar 1300 kr., sem safnast hafa.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.