Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 dagskrá C 5 LAUGARPAGUR 23/10 MYNDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson GERSEMAR HVÍTA KYN- STOFNSINS DRAMA Romper Stomper k kl/i Leikstjóri og handritshöfundur Geoffrey Wright. Tónlist John Clifford White. Aðalleikendur Russell Crowe, Daniel Pollock, Jacqueline McKenzie, Alex Scott. Áströls. Seon Films 1992. Há- skólabíó 1993. 89 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Maður dáist að þeirri fijósemi sem einkennt hefur ástralska kvikmyndagerð um langt árabil. Holljrwood gleypir hvern hæfileikamann- inn á fætur öðr- um en þá koma fram í dagsljósið nýir með fersk- ar, forvitnilegar myndir. Romper Stomper er athygl- isverð frumraun leikstjórans Ge- offreys Wrights. Dökk og blóði drif- in innsýn í líf ungs utangarðsfólks í Melbourne í Ástralíu. Nánartiltek- ið lífshættulegra afstyrma sem fá útrás fyrir hatur sitt í garð samfé- lagsins og almennan aumingjaskap og kvalalosta undir merkjum nýnas- ista. Þessir snoðklipptu djöflamerg- ir leggjast á innflytjendur af asíu- ættum sem safna liði og ganga á milli bols og höfuðs á andskotum sínum, snúa vörn í sókn. Vægast sagt óhugnanleg og grimm mynd sem viðkvæmar sálir ættu að varast í lengstu lög. Það er ekki verið að skafa af óþokka- brögðum hinna krúnurökuðu Hitl- ersunnenda og reynir leikstjórinn og handritshöfundurinn Wright ekkert til þess að vekja samúð manns með þessum skrípum. Ekki heldur afvegaleiddri stúlku (Jacqu- eline .McKenzie), sem leiðst hefur á villigötur vegna siíjaspells, en er einkar óaðlaðandi persóna á alla lund. Meginskúrkarnir tveir eru leiknir með afbrigðum vel af Russ- ell Crowe og Daniel Pollock (sem er nýlátinn úr ofneyslu heróíns) en þessar þijár persónur skapa einnig þríhyrning í veikburða ástarsögu innan myndarinnar. Romper Stom- per hefur vakið mikið umtal hvar- vetna sem hún hefur verið sýnd, ekki að undra því hér er um ógn- vænlega og óvenju miskunnarlausa skoðun á skuggahliðum mannlífsins að ræða. DJÖFULL í BARNSMYND HROLLVEKJA Mikey kVi Leikstjóri Dennis Dimster-Denk. Handrit Jonathan Glassner. Að- alleikendur Josie Bissett, Lyman Ward, John Diehl, Brian Bonsall. Bandarísk sjónvarpsmynd. Imp- erial Ent. 1992. Myndform 1993. 92 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Þegar drengurinn Mikey (Bons- all) er níu vetra er fjölskylda hans myrt á hroðalegan hátt. Stráksa er komið fyrir hjá fóst- urforeldrum, Rachel og Neil. Þau eru elsku- legasta fólk en verða fyrir barð- inu á stjúpsynin- um sem reyndar er ekkert annað en sendiboði Kölska. Þetta er gömul uppskrift, fengin að láni m.a. úr hinni afbragðsgóðu Omen (sem batnar með árunum), en kemst ekki með hornin þar sem Damien litli hafði klaufirnar. Engu að síður er það ætíð áhrifaríkt að stilla upp Satan og sakleysinu upp- máluðu, enda er Mikey virkilega ónotaleg á köflum þó um sé að ræða heldur slaka B-mynd fyrir imbakassann. Og Bonsall litli hinn ískyggilegasti smáskratti. SÁPUÓPERA EFTIR SHELDON DRAMA Sidney Sheldon’s A Stranger in the Mirror kVi Leiksfjóri Charles Jarrott. Hand- rit Sterling Silliphant, byggt á metsölubók Sidneys Sheldons. Aðalleikendur Perry King, Lori Loughlin, Christopher Plummer. Bandarisk sjónvarpsmynd. Worldvision 1993. Myndform 1992. 94 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Þetta er mynd manna með feril sinn í rúst. Eitt sinn var höfund- urinn, Sheldon, nokkuð læsilegur höfundur afþreyingarsagna; leik- stjórinn Jarrott hefur ekki borið sitt barr síðan hann gerði sápuóper- una The Other Side Of Midnight (sem einnig var gerð eftir vellusögu eftir Sheldon). Aðalleikarinn, Perry King, missti allt niður um sig er hann lék öfug- uggann í The Choirboys, Chri- stopher Plumm- er tekur enginn orðið alvarlega — utan sviðsins og það örlar hvergi á þeim Silliphant hér sem m.a. skrifaði handrit myndar- innar In the Heat of the Night, sem færði honum Óskarsverðlaunin. Þetta er enn ein Hollívúdd lumm- an um metnaðargjarna grínistann (King) sem vill verða frægur og tekst það og hinsvegar hina frama- gjörnu Loughlin sem endar leiklist- arferil sinn í klámmyndum og ger- ist frú King. Eingöngu fyrir svæsnustu Sheld- on-aðdáendur. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Bíóið - Matinee kk'A Gamansöm úttekt á þijúbíó- stemmningunni, því merkilega fyr- irbrigði. Ódýr og skemmtilegur vís- indaskáldskapur frá Joe Dante með hinum bráðhressa John Goodman í fararbroddi. FÓLK ■ Þegar upptökum á nýjustu mynd Toms Cru- Ise, Fyrirtækinu, lauk gleymdi hann óvart skítugum nærbuxum í klæðaskáp sínum á upptökustað. Hreingerninga- kona sem þreif herbergið eftir dvöl stjörnunnar þar, hirti brækurnar og seldi á uppboði fyrir rúmar 14.000 krónur. ■ Sherilyn Fenn, leikkonan úr þáttunum Tvídrangar sem fram- leiddir voru af David Lynch, á von á sínu fyrsta barni í desember. ■ Kathleen Turner lék fyrir skömmu í nýjustu mynd furðufugls- ins John Walters, en hann er þekkt- astur fyrir kvik- myndir þar sem klæðskiptingurinn Divine fór með aðalhlutverkið. Nýja myndin ber nafnið „Serial Mom“ og segir frá móður sem of- verndar börnin sín, en Kathleen fer með hlutverk móðurinnar, Turner Cruise Konuilmur - Sjáanlegur munur var á viskímagni í glasi Pacinos þegar hann fyrst hitti Chris O’Donnell. Klaufaleg mistök við gerð Konuilms FASTUR dálkur í bandaríska kvikmyndatímaritinu Premier er þáttur sem ritstjórarnir kalla „Gaffe Squad“, sem útleggst líklega „mistakalöggan“ á íslensku. Ein leikkonan var stundum með eyrnalokka og stundum ekki í sama atriðinu í þessum dálki eru tínd saman ýmis atriði í kvikmyndum þar sem gætir ósamræmis, til dæmis á milli atriða. Lesendur blaðsins taka eftir því sem betur mætti fara og láta ritstjórn tímaritsins vita af mistök- unum. Nýlega var fjallað um myndina Konuilm þar sem A1 Pacino lék aðal- hlutverkið. Fyrir hlutverk sitt í myndinni sem blindur herforingi kominn á eftirlaun fékk Pacino Ósk- arsverðlaunin síðastliðið vor. Það var aðeins einn glöggur les- andi sem benti á að í einu atriðinu þar sem Pacino dansar við mótleik- ara sinn, Gabrielle Anwar, er hún stundum með eyrnalokka og stund- um ekki. Þegar leikstjóra myndar- innar, Martin Brest, var bent á þessi mistök varð hann mjög undrandi. Hann sagði að líklega hefði leikkon- an tekið af sér eyrnalokkana milli taka og gleymt að setja þá á aftur. „Það tók okkur heilan mánuð að klippa saman þetta atriði,“ segir hann. „Við fórum yfir atriðið aftur og aftur. Enginn sem kom nærri þeirri vinnu virðist hafa tekið eftir þessu.“ Ansi margir sem sáu myndina tóku hins vegar eftir því að í atrið- inu þar sem Pacino hittir fyrst Chris O’Donnell er mismunandi mikið viskí í glasi hans. Að vísu var hann ekki með viskí í glasinu heldur blöndu af diet-kók og vatni. Klipparar myndarinnar höfðu þetta að segja um þessi mistök: „Það eina sem skiptir máli í atriði eins og þessu er hvernig leikurinn er.“ UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.55 Bæn. 7.00 Fréttir. Söngvoþing. Svalo Nielsen, Jóhann Daníelsson, Sigurveig Hjaltested, Jóhonn Mór Jóhonnsson, Árnesingakórinn i Reykjovik, Guðmundur Jónsson, Sðngfé- lagor Einn og ótta, Karlakór Reykjovík- ur, Róbert Arnfinnsson, ingibjörg Guð- mundsdóttir og Þokkobót syngjo. 7.30 Veðurfregnir. Söngvaþing heldur éfram. 8.00 Fréttir. 8.07 Músik oó morgni dags. Umsjón: Svonhildur Jukobsdóttir. 9.00 Fréttir. 9.03 ilr einu í annoð. Umsjón: Önundur Björnsson 10.00 Fréttir. 10.03 Þingmól. 10.25 i þé gömlu góóu. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 I vikulokin. Umsjón: Póll Heiðor Jönsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dogskró laug- ordugsins. 12.20 Hódegisfrétlir. 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingur. 13.00 Fréttanuki ó laugardcgí. 14.00 Hljóðneminn. Umsjón: Stelón Jök- ulsson. 16.00 Fréttir. 16.05 islenskt mól. Umsjón: Jón Aðol- steinn Jónsson. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Hódegisleikrit liðinnur viku: „Mut- reiðslumeistorinn" eftir Morcel Pognol Fyrti hluli. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Sunna Borg á Rás 1 kl. 23.00. Þorsteinn Ö. Stephensen, Volur Gislason, Helga Bachmann, Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason og Þóra Borg. (Áður útvarpoð I nðv. 1970.) 18.00 Djassþóttur. Umsjón: Jón Múli Árna- son. (Einnig útvarpað ú þriðjudagskvöldi kl. 23.15.) 18.48 Dónarfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. Veðurfregnir. 19.35 Fré hljémleikahöllum heimsborga: Þýskt kvöld i tali og tðnúm Fró tónlistar- hótiðinai í Muenchen. Tðnlist fró Þýska- londi- Forleikurinn að Meistarasöngvur- unum eflir Richard Wagner, Konsert fyr- ir fiðlu og selló í a moll opus 120 eft- ir Johannes Brahms, Sinfónfa no. 3 í Esdúr opus 55, Eroico eftir Ludwig van Beelhoven. Útvarpshljómsveitin í Bæjara- landi leikur. Einleikarar: Andreas Röhn og Wen-Slnn Yang. Stjórnondi: Seymon Bychkov. 23:00 Þýsk bökmenntaperla: Ævintýr af Eggerti Glóa eftir Ludwig Tieck. Lagl úr þýsku af Jónasi Hallgrims- syni og Konráð Gisiasyni. Sunna Borg les. 24.00 Frélfir. 0.10 Dustað af donsskónum létt lög í dagskrárlok. 1.00 Næturútvarp ú samfengdum rúsum fil morguns. Fyrsli vetrordagur RÁS 2 FM 90,1/94,9 8.05 Morguntónar. 8.30 Dótoskúffan. El- isabet Brekkan og Þórdís Arnljótsdóttir. 9.03 Lougardogslíf. 13.00 Helgarútgáfan. Umsjún: Lisa Pólsdóttir. Uppi á teningnum. Fjallað uiti menningarviðburði. 14.00 Ekki fréttoouki ú laugardegi. 14.30 Leikhús- geslir. Gestir af sýningum leikhúsanna lita inn. 15.00 Hjartans mál. Ýmsir pistlahöf- undnr svara eigin spurningum. Tilfinningo- skyldon o.fl. 16.05 Helgarútgófan heldur áfrom. 16.31 Þarfaþingið. Umsjón: J6- honna Harðardóttir. 17.00 Vinsældorlisti Rásar 2. Umsjén: Snorri Sturluson. (Einnig útvarpað i Næturútvarpi kl. 2.05.) 19.00 Kvöldfrétlir. 19.32 Ekkifréttaauki endur- tekinn. 20.00 Sjónvarpsfréttir. 20.30 Engispreltan. Umsjón: Steingrimur Dúi Mós- son. 22.10 Stungið af. Umsjón: Darri Ólo- son/Guðni Hreinsson. (Frá Akureyri) 0.10 Nælurvakl Rásar 2 í umsjá Sigvaldo Koldal- óns. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fráttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. NiETURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt Rásar 2 held- ur áfram. 2.00 Frétlir. 2.05 Vinsældalisti Rásar 2. Umsjón: Snorri Sturluson. (Endurtek- inn þáttur frá faugardegi.) 4.00 Næturlög 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög holda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með fREE. Fréttir gf veðri, færð og flugsamgöngum. 6.03 Ég man þó tið. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. (Endurtekið af Rós 1) (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30) Morguntónor. ADALSTÖÐIN 90,9 / 103,2 10.00 Sigmar Guðmundsson leikur lélta tónlist. 13.00 Radíus. Davíð Þór og Steinn Ármann. Radíusflugur á sveimi. 16.00 Ásdis Olgeirsdóttir. 18.00 Ténlistardeild Aðalstöðvarinnar. 22.00 Hermundur leikur tónlist fyrir þá er heima sitja. 2.00 Tánlist- ardeild Aðaistöðvarinnar til morguns. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Margunútvarp á laugardegi. Eirikur Jónsson. Fréttir kl. 10, 11 og 12. 12.00 Fréttovikan með Holl- grimi Thorsteins. 13.05 Ágúst Héðinsson. Létt og vinsæl lög, ný og gömul. Fréftir af iþróttum og atburðum helgarinnar og hlustað er eftir njartslætti mannlífsins. Frétt- ir kl. 13, 14, 15, 16. 16.05 íslenski list- inn. Jón Axel Ólafsson. Dagskrágerð: Ágúst Héðinsson. Framleiðandi: Þorsteinn Ásgeirs- son. Fréttir kl. 17. 19.00 Gullmolar. lén- list fró fyrri árum. 19.30 19:19. Fréttir og veður. Samsend útsending frá fréttastofu Sföðvar 2 ag Bylgjunnor. 20.00 Halldór Bockman. Helgarstemning é lougardags- kvöldi. 23.00 Hafþér Freyr Sigmundsson. Hressilegt rokk fyrir þú sem eru að skemmfa sér og öðrum. 3.00 Næturvaktin. Sftlm Ármann á Aáalstöðlnni kl. ■13.00. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt ByIgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnorson og Rúnar Rafns- son. 23.00 Gunnor Atli með portývokt. Simian í hljóðstofu 93-5211. 2.00 Sam- tengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 9.00 Jön Gröndot. 13.00 Böðvar Jónsson og Páll Sævar Guðjónsson. 16.00Kvik- myndir. Þórir Tello. 18.00Sigurþór Þórar- insson. 20.00 Ágúst Magnússon. 0.00 Næturvaktin.4.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Lougatdagur i lit. Bjöm Þór Sigur- þjömssons, Helga Sigrún Harðardóttir, Ivar Guðmundsson og Steinar Viktorsson. 9.15 Farið yfir viðburði helgarinnar. 9.30 Gefið Bakkelsi. 10.00 Afmælisdagbékin. 10.30 Getraunahornið. 10.45 Spjaílað við lands- byggðina. 11.00 Farið yfir iþróttoviðburðði helgarinnar. 12,00 Brugðið á leik með hlust- endum. 13.00 Íþróttafréttír. 13.15 Laug- ardagur i lit helaur áfram. 14.00 Afmælis- bam vikunnor. 15.00 Viðtal, vikunnar. 16.00 Sveinn Snorri. 18.00 íþróttafrétt- ir. 19.00 Sigurður Rúnarsson. 22.00 Ásgeir Kolbeinsson. 23.00 Dregið út partý kvöldsins. 3.00 Tónlist. SÓLIN FM 100,6 10.00 Þeir skiptast á að skemmta sér og skipta þvi með vðktum. Biggi, Moqgi og Pétur. 13.00 Hann er mættur í frakkanum frjólslegur sem fyrr. Arnar Bjarnasan. 16.00 Méður, mðsondi, magur, minnstur en þó mennskur. Þór Bæring. 19.00 Nýsloppinn út, blautur á hak við eyrun, á bleiku skýi. Ragnar Blöndal. 22.00 Brasilíubaunir með betrumbættum Bimi. Björn Morkús. 3.00 Ókynnl tónlist fil morguns. Bsnastund kl. 9.30. STJARNAN FM 102,2 eg 104 9.00 Tónlist. 12.00 Hódegisfréttir. 13.00 20 The Countdown Magozine. 16.00 Natan Harðarson. 17.00 Siðdegis- fréttir. 19.00 islenskir fónnr. 19.30 Kvöldfréltir. 20.00 Dreifbýlistónlistorþáttur Les Roberts. 1.00 Dagskrórlok. Banastundir kl. 9.30 og 23.15. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvorp TOP-Bylgjon. 11.00 Samtengl Bylgjunni FM 98,9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.