Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1993 12 C dagskrá J Ríkustu konur í Hollywood ekki á nástrái LISTI YFIR tíu ríkustu konur í skemmtanaiðnaðinum vestra var birtur nýlega í bandaríska tímaritinu People og kennir þar ýmissa grasa. Flest nöfnin eru vel þekkt hér á Fróni eins og Madonna, Barbra Streisand, Dolly Parton, Goldie Hawn, Jane Fonda og síðast en ekki síst Elísabet Taylor. Hinar konurnar eru minna þekktar hérlendis en það eru þáttarstjórnandinn Oprah Winfrey, leikkonan Mary Tyler Moore, Linda Bloodworth-Thompson sem framleiðir þættina „Designing Women“ og Fólkið í Forsælu og Marcy Carsey, framleiðandi þáttanna um Cosby-fjölskylduna og einnig Roseanne. Þegar People fór að sanka að sér upplýsingnm um ríkustu konurnar var ákveðið að skilja þær konur út- undan sem höfðu erft auðæfi, gifst ríkum eiginmönnum eða skilið við þá. í staðinn voru aðeins bornar sam- an konur sem hafa unnið hörðum höndum fyrir auðæfum sínum. og er óhætt að fuliyrða að þær eru ekki á flæðiskeri staddar. Vei skóuð og með báða fætur á jörðinni Þáttarstjórnandinn Oprah Winfrey ber höfuð og herðar yfir hinar kon- umar á listanum. Eignir hennar eru metnar á 200 milljónir Bandaríkja- dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Oprah er 39 ára gömul og hefur efnast vel á þætti sínum „The Oprah Winfrey Show“ þar sem hún hefur öll tögl og hagldir við gerð hans. En Oprah er einnig örlát á peningana sína og sem dæmi má nefna að þegar einn af lykilmönnun- um við gerð þáttarins gekk í hjóna- band borgaði hún brúsann. Þrátt fyrir ríkidæmið er hún enginn eyðslu- seggur og á hún það til að velta verði á vöru fyrir sér fram og til baka. Eins og einn vinur hennar seg- ir: „Hún er enn með báða fætur á jörðinni, hún er bara íklædd betri skóm.“ Eignir Mary Tyler Moore eru metnar á 125 milljónir dollara, tæpa níu milljarða króna. Hún auðgaðist mjög á gamanþáttunum sem gerðu hana fræga vestra, „The Mary Tyler Moore Show“. Hún og þáverandi eig- inmaður hennar stofnuðu fyrirtækið MTM Enterprices, sem framleiddi þættina og síðar einnig þætti á borð við „Hill Street Blues“. Hún segir fyrrverandi mann sinn eiga allan heiðurinn af Velgengninni, hennar hlutur hafi einungis verið að lána upphafsstafina MTM í nafn fyrirtæk- isins. Leiga nafnsins borgaði sig svo sannarlega því þegar fyrirtækið var Þáttastjórn- andinn Oprah Winfrey ber höfuð og herðar yfir hinar á lista yfir þær 10 konur sem auðgast hafa mestá skemmtana- iðnaðinum Barbra Streisand - Nýr samningur við Sony góð búbót. Elísabet Taylor Safnað milljörðum til alnæmisrannsókna. selt árið 1988 var hennar hlutur metinn á 113 millj- ónir dollara. Þijár kvennanna á list- anum eru metnar á 100 milljónir dollara, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Fyrsta ber að nefna söng- og leikkonuna Bar- bru Streisand. Nýlega und- irritaði hún plötusamning við Sony og fær Streisand 60 milljónir dollara (4,2 milljarða króna) fyrir sinn snúð. Þetta er það mesta sem söngkonu hefur verið greitt fyrir plötusamning, ef frá er talin Madonna. Madonna - Yngsta konan í hópnum. Linda Bloodworth- Thompson - Styrkir konur til háskólanáms. Oprah Winfrey - Hún hefur auðgast á viðtals- þætti sinum. Marcy Carsey Cosby-þættirnir voru feitur biti. Goldie Hawn - Hefur gott viðskiptavit. Mary Tyler Moore - Upphafsstafimir færðu henni mikinn auð. Dolly Parton - 2 millj- ónir manna heimsækja Dollywood árlega. Jane Fonda - Líkams- ræktin gaf vel af sér. í Forsælu, Linda Bloodw- orth-Thompson, á eignir metnar á 50 milljónir doll- ara líkt og Elísabet Taylor. Hún hefur einnig verið rausnarleg á fé sitt, til dæmis gaf hún allar tekjur sínar af þáttaröðinni „De- signing Women“ sem hún framleiddi, í háskólasjóð til handa konum frá dreifbýl- um héruðum í Missouri- ríki, en þaðan er Linda ættuð. Fyrrverandi eiginmenn kostnaðarsamir Það besta í heiminum er að eiga peninga Madonna er yngsta í hópnum og hefur hún lengi haft orð á sér fyrir að hafa gott viðskiptavit. Auðæfin hafa kostað hana mikla vinnu og sem dæmi má nefna að síðastliðin tíu ár hefur hún aðeins farið þrisvar sinn- um í stutt frí. En henni finnst vinnan og árangurinn vel þess virði. „Það besta sem til er í heiminuum er að eiga peninga," segir hún. Síðasta konan í 100-milljóna-doll- ara-hópnum er Marcy Carsey. Hún var lengi framleiðandi þáttanna um Cosby-fjölskylduna og nú í seinni tíð hefur hún framleitt þættina um Roseanne. Stærstur hluti auðs henn- ar er tilkominn vegna Cosby. Þegar þættirnir voru seidir til dreifingar fékk hún væna sneið af þeim 7.000 milljörðum dollara sem fyrir þá feng- ust. Eignir sveitasöngkonunnar Dolly Parton eru metnar á 70 milljónir dollara (5 milljarða króna). Nýiega varði hún 6,5 milljónum dala til að gera upp skemmtigarðinnn Dollywo- od sem er í heimafylki hennar, Ten- nessee. Garðurinn hefur verið opinn í átta ár og árlega heimsækja hann um tvær milljónir manna. Elísabet Taylor er önnur tveggja á listanum með eignir metnar á 50 milljónir dollara (3,5 milljarða króna). Hin síðari ár hefur hún verið dugleg við að leggja líknarstarfi lið og ber þá líklega hæst vinnu hennar í þágu alnæmisrannsókna. Undan- farin ár hefur henni tekist að safna 40 milljónum dollara (2,8 milljörðum króna) í þágu rannsóknanna. Hún er einnig þekkt fyrir ríkulegan lífs- stíl og fyrir að eiga glæsilegt safn skartgripa. Framleiðandi þáttanna um Fólkið Lestina á listanum reka svo þær Goldie Hawn og Jane Fonda. Báðar eiga þær eignir metnar á 40 milljón- ir dollara (2,8 milljarða króna). Goldie Hawn þykir hafa gott við- skiptavit. Hún er eina leikkonan í Hollywood sem hefur tekist að fá borgað hlutfall af hagnaði myndar, líkt og svo algengt er með karlkyns- leikara þar á bæ. Henni hefur að vísu mistekist, til dæmis þurfti hún á sínum tíma að borga tveimur fyrr- verandi eiginmönnum háa fjárhæð er hún skildi við þá. Stærsti hluti auðæfa Jane Fonda er ágóði af líkamsræktarmyndbönd- um hennar og meðfylgjandi bókum. Einnig er hún framleiðandi kvik- myndanna Níu til fimm og „On Gold- en Pond“ sem báðar gáfu vel í aðra hönd. Hún hefur fjárfest vituriega í fasteignum og keypt arðbær hluta- bréf. BÍÓIIM í BORGIIMIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Flóttamaðurinn ★ ★ ★ Dr. Kimble, flóttamaðurinn frægi frá árdögum sjónvarpsins, mættur til leiks í nýjum búningi. Tekst enn á ný eink- ar vel að hafa ofan af fyrir áhorfend- um. Denni dæmalausi ★ ★ Vi Denni dæmalausi er skaðræðisgripur af guðs náð eins og þessi ágæta skemmtun frá John Hughes sýnir. Walter Matthau er frábær sem aum- ingja Wilson. Veiðiþjófarnir ★ ★ Vi Ágætlega gerð og spennandi ævin- týramynd fyrir unglinga um þijú ung- menni sem leggja á flótta yfir Kala- harí-eyðimörkina í Afríku. Tina (sjá Bíóhöll) Orlando ★★★‘/2 Frábær mynd Sally Potter um 400 ár í lífi aðalsmanns sem skiptir um kyn. Yndislegur leikur og falleg kvik- myndataka og bráðskemmtileg úttekt á kynferðinu. BÍÓHÖLLIN Fyrirtækið ★★'/2 Ungur lögfræðingur blindast af gróða- von um sinn. Langdregin, brokkgeng en óaðfínnanleg útlits. Betri skemmt- un þeim sem enn hafa ekki lesið bók- ina. Jurassic Park ★ ★ ★ 'h Risaeðlumynd Spielbergs sýnir að hann hefur engu gleymt þegar kemur að spennandi frásögn af furðulegum fyrirbærum. Hann er konungur draumaborgarinnar, sannur Tyranno- saurus rex. Tina ★ ★ ★ 'h Stormasamri sambúð Tinu og Ike Turner gerð glimrandi góð skil í þess- ari frábæru ævisögulegu mynd um „ömmu rokksins". Leikararnir góðir en Laurence Fishburne er stórkostleg- ur sem karlrembusvínið Ike. Flóttamaðurinn (sjá Bíóborgina) Denni dæmalausi (sjá Bíóborgina) Skógarlíf ★ ★ ★ Ein af gömlu Disneyperlunum segir frá ævintýraferð drengsins Mógla úr frumskóginum til mannabyggða. Gamansemi og fjör allan tímann. HÁSKÓLABÍÓ Fyrirtækið ★ ★ Vi Ungur lögfræðingur blindast af gróða- von um sinn. Langdregin, brokkgeng en óaðfinnanleg útlits. Betri skemmt- un þeim sem enn hafa ekki lesið bók- ina. Stolnu börnin ★★★ Átakanleg mynd um ungar hornrekur sem hvergi eiga skjól. Hrópar á áhorf- andann í hljóðlæti sínu. Urga ★ ★ ★ Undarlega seiðmögnuð mynd um tvenna tíma í mannlífinu á gresjum Mið-Asíu. Dragspilið þanið af snilld. Skólaklíkan ★ ★ Ófrumlegt og dáðlaust mennta- skóladrama um gyðingadreng sem á við nokkra andúð skólabræðra sinna að stríða. Indókína ★ ★ ★ Falleg, hádramatísk, frönsk stórmynd um miklar ástir og umbrot í Indókína undir Frökkum. Catherine Deneuve ógleymanleg. Rauði lampinn ★★★ Fínleg, döpur en minnisstæð mynd um tilgangslitla jafnréttisbaráttu kvenna gegn karlaveldinu í Kína. Sliver ★ Óttalega ómerkileg spennumynd um leigjanda á ystu nöf með Sharon Stone í aðalhlutverki. Jurassic Park ★★★'/2 Ein af eftirminnilegu myndunum hans Stevens Spielbergs hefur átt geysileg- um vinsældum að fagna erlendis og byijaði með látum hér heima. Stór- kostleg ævintýramynd og ein af fáum í seinni tíð sem er virkilega nauðsyn- legt að sjá. Við árbakkann ★★★★ Minningarnar frá árbakkanum eru seiðandi óður til mannsins og náttúr- unnar. Tvímælalaust ein af 'bestu myndum ársins. LAUGARÁSBÍÓ Jason fer í víti ★ Síðasta myndin í afleitum hryllings- myndaflokki. Reynslan sýnir þó að maður skyldi aldrei segja aldrei. Hinir óæskilegu ★★★'/! Hreinskilni og vonleysi myndarinnar kemur eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur. Ein sterkasta mynd sem gerð hefur verið um ömurleg kjör og virðingarleysi þeldökkra unglinga gagnvart umhverfi sínu. Tveir truflaðir ★ Vi Hipphopp glæpamynd með heilmikilli tónlist en sáralitlu viti. REGNBOGINN Píanóið ★ ★ ★ Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífi hennar. Gott mál. Áreitni ★ ★ Miðiungsspennumynd um áreitna og ruglaða stelpugálu. Ristir grunnt én aðalleikkonan státar af réttum Lolitu- sjarma. Red Rock West ★ ★ Ekki ólaglega gerð og leikin en spennulítil og fyrirsjáanleg mynd í film noir- stíl. Þríhyrningurinn ★'/2 Ástarsaga um skondið ungt fólk sem snertir mann ekki mikið. Englasetrið ★★★ Bráðskemmtileg mynd um árekstra borgarbúa og sveitavargs í Svíþjóð. SAGABÍÓ Tengdasonurinn ★V2 Borgarviðundur slær í gegn f sveit- inni. Brosleg en pirrandi gamanmynd. STJÖRNUBÍÓ Svefnlaus í Seattle ★★★ Einkar aðlaðandi rómantísk gaman- mynd um samdrátt manns og konu sem teygir sig þvert yfir Bandaríkin. Full af húmor og skemmtilegheitum varðandi ástina og hjónalífið. í skotlínu ★★★'/2 Fyrsta flokks afþreying. Mynd sem gerir fólk að bíófíklum og heldur því ánetjuðu við efnið. Á ystu nöf ★ ★ ★ Spennandi og oft frábærlega vel snið- inn tryllir með Stallone. Margar æðis- legar ijallasenur færa þig fram á ystu nöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.