Morgunblaðið - 23.10.1993, Page 2

Morgunblaðið - 23.10.1993, Page 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Glataði sonurinn(l889) á víti, en hann var álíka svartsýnn og skáldið frá Flórens. í Hliði vítis kemur sköpunarkraftur listamanns- ins berlega í ljós. Verkið verður honum óþijótandi uppspretta forma allt til hinsta dags. í því gafst Rod- |n færi á að-myndskreyta alþekktar írásagnir, en einkum þó ástríður tnannsins og þjáningar. Myndirnar sýna þær vítiskvalir sem hinir dæmdu verða að líða. Hann var kominn vel á veg með Hliðið 1884, en það var svo dýrt að steypa það í brons að því var slegið á frest og því fór Rodin að sinna öðrum pönt- unum sem lágu fyrir: Minnismerki ím borgara í Calais, pöntun frá íinu opinbera um minnismerki um Victor Hugo og frá Félagi áhuga- nanna um bókmenntir um minnis- nerki um Balzac. Hneykslaði Rodin reynir að ná fullkomnun í verkum sínum og kærir sig kollótt- ann um það hvort smáatriðin séu nákvæmlega rétt eð_a hvort verkin kunni að hneyksla. í þessum anda vinnur hann á árunum 1880 - 1898, en síðarnefnda árið sýnir hann Kossinn og Balzac. Félag áhuga- manna um bókmenntir afneitar styttunni af Balzac þegar til kem- ur. Rodin fjarlægir styttuna af sýn- ingunni og hún er ekki steypt í brons fyrr en 1936. Um þetta leyti slítur listamaðurinn líka endanlega sambandinu við Camille Claudel. Rodin beitir sér í félagsmálum listamanna og kemst til frama á því sviði. Á heimssýningunni í Par- ís aldamótaárið 1900 opnar hann sýningu á 150 verkum og öðlast við það heimsfrægð. Hver sýningin tekur við af annarri: 1901 í Feneyj- um og í Berlín, 1902 í Prag, 1904 í Lundúnum. Hann hittir hertoga- ynjuna af Choiseul og er í tygjum ýið hana til ársins 1912. Rodin gegnir æ mikilvægara hlutverki í í listaheiminum. Hann gerir fjöldann allan af mannamynd- um, jafnt af vinum sínum sem þekktu fólki úr heimi bókmennta óg lista, stjórnmála og utanríkis- þjónustu. Allt fær persónulegt og mannlegt yfirbragð, sama hver á í hiut. Eftir 1908 er hann hugfanginn áf nýju viðfangsefni, dansinum við líkama sem hreyfast, sem fijálsleg- astar hreyfingar og stellingar. Hann fer að ráðum ritara síns, skáldsins Rainers Maria Rilke, og kemur sér fyrir á Hótel Biron, enda þótt hann búi áfram í Meudon. Árið 1916 gefur hann franska rík- inu öll verk sín gegn því skilyrði að komið verði á fót Rodinsafni í Hótel Biron og garðinum umhverfís það. í janúarmánuði 1917 gengur hann að eiga Rose Beuret. Hálfum mánuði síðar deyr hún og Rodin í nóvember sama ár. Þau eru jarð- sett í garðinum við Villa des Brillants í Meudon þar sem Rodin hafði vinnustofu. Yfír þeim vakir Hugsuðurinn. Hamingja og kvöl Með Rose Beuret eignaðist Rodin soninn Auguste-Eugene 1866. Hann skaddaðist á heila eftir byltu og náði aldrei heilsu. Rose flutti til Rodins í Brussel 1872 og var sonur- inn skilinn eftir í umsjón frænku Rodins. Næstu fimm ár voru mestu hamingjuár þeirra Rose og Rodins, sérstaklega minntust þau langra Skugginn(l 902-3) gönguferða í skógunum við Soig- nes. Rodin kynntist Camille Claudel, systur skáldsins Paul Claudel, 1883. Hún var tuttugu árum yngri en hann. Fljótlega gerðist hún aðstoð- armaður hans og ástkona, en hún var framúrskarandi myndhöggvari sem tók meistarann sér til fyrir- myndar og hann lærði líka af henni. Ástríðufullt og náið samband þeirra var dæmt til að misheppnast. Rodin var ekki reiðubúinn að snúa baki við Rose. Camille fór frá honum og jafnaði sig aldrei eftir það. Ofsókn- arhugmyndir sóttu á hana og hún endaði ævi sína á geðveikrahæli. Minning Camille Claudell er svo sterk í hugum fólks að stundum þykir hún skyggja á meistarann. Gerð hefur verið rómuð kvikmynd um hana og skrifaðar um hana viða- miklar bækur og skáld hafa ort til hennar og í orðastað hennar. Hún eyðilagði stóran hluta verka sinna því að hún óttaðist að Rodin myndi klófesta þau. Þegar samband þeirra Rodins rofnaði einangraðist hún. Ævisaga Camille, það markverð- asta sem um hana hefur verið skrif- að, er eftir fræðikonuna og rithöf- undinn Reiner-Marie Paris, barna- barn Pauls Claudels. Rodin og Rilke Á heimili Rodins, Villa Brillants í úthverfí Meudon, komu margir frægir gestir úr heimi lista og stjórnmála. Meðal listamanna og rithöfunda voru Severine, Isadora Duncan, Loie Fuller, Hanako, Nij- inski og Rilke. Austurríska skáldið Rainer Maria Rilke bjó að mestu í París á árunum 1902-1914. Þýskt forlag fékk hann til að semja bók um Rodin og af því tilefni kynntist hann Rodin 1902. Bókin kom út árið eftir. Rilke hreifst mjög af Rodin, sköpunar- gáfu hans og sérstaklega vinnusemi sem lýsti sér m.a. í því að Rodin lagði sig af alefli fram við undirbún- ing mynda sinna, skoðaði ofan í kjölinn það efni sem hann mótaði. Rilke skrifaði um Rodin að það sem hefði gert þennan mikla listamann svo mikinn væri vinnuharka hans, það að hann gengi algjörlega við- fangsefninu á hönd og hlífði sér ekki: „Að vissu leyti kostaði þetta afneitun lífsins, en einmitt þessi þrautseigja færði honum lífið þvi að heimurinn opinberaðist í verk- færi hans“. Haustið 1905 gerðist Rilke ritari Rodins að ósk myndhöggvarans. Rodin greiddi honum mánaðarlaun, en í starfinu fólst visst frelsi, m.a. til ferðalaga sem skáldið gat ekki verið án. Þrátt fyrir þetta kom upp ágreiningur milli þeirra Rodins og Rilkes sem endaði með vinslitum 1906. Þótt okkur virðist ef til vill Aug- uste Rodin hefðbundinn nú og við- Ieitni hans fólgin í því að líkja hvað nákvæmast eftir fyrirmyndum var hann meðal nýjungamanna síns tíma. Hann vann í líkum anda og impressjónistar málverksins sem vildu fanga andartakið, en hreyf- ingin var honum alla tíð kappsmál, leikur ljóss og skugga sem er ekki síst magnaður í mannamyndum hans. Að dómi margra listfræðinga var andi hans víðfeðmari en sam- tímamanna hans í myndlist og hann sker sig enn úr á okkar tímum. Samantekt/J.H. SAMHLJÓMUR „ALLIR vilja vera einstakir,“ sagði maður í næstu sætaröð við sessunaut sinn, „kannski háir það hljómsveitinni. En svona eru íslendingar." Sinfóníuhljómsveitin var á leið út á flugvöll snemma morguns í miðri síðustu viku og þaðan var haldið beinustu braut til Miinchen. Til að leika íslensk verk eina kvöldstund á evrópskri tónlistarhátíð sem stendur í borginni allan októbermánuð. Að gefa „hinn íslenska tón“ á hátíð sem „endurspeglar litróf tónmenningar í Evrópu og þá um leið séreinkenni þjóðanna,“ svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands í ávarpi hennar við upphaf tónleikanna. Og víst er að viljinn til sérleika aftraði ekki samhljómi þeirra níutíu tónlistarmanna sem spiluðu þetta kvöld við afbragðsundirtektir yfir 1.500 hljómleika- gesta og gagnrýnenda þýskra blaða. Ekki frekar en sér- kenni þjóða hamla samvinnu þeirra í milli. Tónlistarhátíðin í Miinchen er tákn um þetta að sögn upphafsmanns hennar, Pankraz baróns af Freyberg. „Hún hvetur til vináttu með Evrópuþjóðum á þessum blendnu tímum; þegar mikið hefur unnist til einingar og þegar ófriður hrjáir fólk austar í álfu.“ Forseti íslands flutti á tónleikunum ræðu fyrir íslands hönd. r A„Europa Musicale" tónlistarhá- .tíðinni í Múnchen flytja 33 sin- fóníuhljómsveitir frá 31 landi verk að heiman. Hveiju landi er helgað- ur einn dagur í október, með einum eða fleiri tónleikum. Tónlistin er frá átjándu, nítjándu og tuttugustu öld; alþekkt hljómsveitarverk eða framandi verk öðrum áheyrendum en samlöndum hljómsveitarfólks- ins. Hið seinna á við um tónlistina sem Sinfóníuhljómsveit íslands lék undir stjórn Osmo Vánská á fimmtudaginn í síðustu viku í Gas- teig-konserthöllinnú aðaltónleika- sal hátíðarinnar. Á efnisskránni vorú verk eftir Jón Ásgeirsson, Pál P. Pálsson, Hafliða Hallgrímsson, Jón Nordal og Jón Leifs. Snilldarleg túlkun „Eyja hæfileikanna“ er yfir- skrift gagnrýni í Siiddeutsche Zeit- ung, einu virtasta blaði Þýska- lands. Þar skrifar Claus Spahn að lítið þýði að leita vitneskju um ís- lenska tónhefð í uppflettiritum. Á tónleikunum hafi því gefist færi á að kynnast óvenjulegri tónlistar- menningu. Um Concerto Di Giu- bileo eftir Pál P. Pálsson segir hann að þótt vitnað sé til gamalla íslenskra laga gæti vissra áhrifa sem einnig megi merkja hjá Ma- hler og Strauss. Glæsileg tóna- mynd háfi síðrómantískan endu- róm. Þá segir gagnrýnandinn að Geysir eftir Jón Leifs beri skýrust merki uppruna úr íslenskri nátt- úru, krafturinn tóngerður á áhrif- amikinn hátt og túlkaður snilldar- lega af íslensku hljómsveitinni. Verkið sem hæst bar um kvöldið telur hann hafa verið Poem Hafliða Hallgrímssonar fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit. Fiðluleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur hafi þar ítrekað að á norðurslóðum sé ekki skortur á hæfileikaríkum einleikurum. Laust við þyngsl og væmni Gagnrýnandi Ahendzeitung, Marianne Reifiinger, líkir Geysi Jóns Leifs við tónsmíðar Wagners og segir að verk yngri tónskáld- anna hafi leitt hugann að Alban Berg. Nútímaleg, hvorki með þunglyndi norðursins né væmni, heldur sterkri og öruggri tjáningu tilfinninga. Poem Hafliða Hall- grímssonar hafi náð þessu best. Þar hafi Sigrún Eðvaldsdóttir ásamt hljómsveitinni sýnt hvað ís- lensk tónlist væri og vakið löngun til að heyra meira. í Munchner Merkur byijar Pankraz barón af Freyberg er upphafs- maður hátíðarinnar. Gabriele Luster gagnrýni sína á að segja að þegar ísland sé nefnt hugsi Mið-Evrópubúinn um nátt- úru landsins frekar en menningu. Forseti íslands hafi þó minnt á menningararfleifð þjóðarinnar í ávarpi sínu - á íslensku - sem hljómað hafi eins og fallegt mið- aldamál. En hljómsveitin hafi leik- ið nútímatónlist og verið frábær- Danski ríthöfundurinn fiorm Henrik Rasmussen ALLTAF ER ÞORF FYRIR ÆVINTÝRIÐ Eftir Magnúx Gezzon DANSKA ljóðskáldið og rithöfundurinn Gorm Henrik Rasmus- sen var á ferð hérlendis í september síðastliðnum. Til farar- innar naut hann styrkja frá Dansk-Islandsk Fond og Statens Kunstfond; tilgangurinn var að kynna hérlendum útgefendum íslenska þýðingu á nýrri barnabók hans, Máneknægten. Hún kom út í Danmörku árið 1992 og hefur vakið mikla athygli. Sögurnar hafa m.a. verið lesnar í barnatíma danska útvarps- ins. Auk þess hafa sumar birst í safn- og tímaritum. Gorm hóf feril sinn árið 1973 með ljóðabókinni Luften feder os og í kjölfarið fylgdu Ger dagen sort 1983, Den verden som er 1988, Aalborgdage 1992 og árið 1986 kom út bókin Pinkmoon í minningu enska ljóðskáldsins og söngvarans Nick Drake. Gorm Henrik Rasmussen til- heyrir þeim hópi skálda sem kennd eru við „firserne", þó hefur hann tekið annan pól í hæðina en þorri skálda sem hátt ber af þessari kynslóð. í stað þess að hreinsa úr ljóðum sínum allt sem minnir á daglegt líf, leggur hann meiri áherslu á að ljóðin vísi til raun- veruleikans. Þessi einkenni eru glögg í bókinni Aalborgdage, en hún er gefin út í tilefni af 1300 ára afmæli Álaborgar. Þrátt fyrir þessa raunsæisviðleitni er það ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.