Morgunblaðið - 23.10.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.10.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 D 7 UM HELGINA MYNDLIST Rósa Ingólfsdótt- ir sýnir í Kaffi 17 Farandsýning Rósu Ingólfsdóttur teiknara sjónvarps, landnára- iðnaður- sjávarútvegur opnar í dag, laugardag- inn 23. október kl. 14 f sýningarsal tískuverslunarinnar 17, Laugavegi 91. Um er að ræða 9 silkiprent. Sýningin stendur yfir í 2 vikur. Síðasti sýningardagur Ernu íksýningu Braga Ásgeirssonar. Magda- lena Margrét Kjartansdóttir grafík- listamaður kynnir dúkristu á morgun, sunnudag kl. 15-17. Sýningu Zachariasar að ljúka Sýningu Zachariasar Heinesen lýkur á morgun sunnudaginn 24. október í Gallerí Borg. Zacharias sýnir 18 nýleg málverk. Sýningin eropin frá kl. 14-18. TONLIST Páls ísólfssonar minnst á Isafirði Sýningu Ernu Guðmarsdóttir á silki- myndum lýkur í dag, laugardag í Sneglu, Grettisgötu 7. Sýningin er opin frá kl. 12-18 virka daga og laugar- daga kl. 10-12. Sigrid Valtingojer í Listasafni ASÍ Sýning á grafíkmyndum eftir Sigrid Valtingojer verður opnuð í dag í Lista- safni ASÍ kl. 16. Sýningin er 10. einka- sýning hennar, auk þess sem hún hef- ur tekið í ijölda samsýninga og verið þátttakandi í alþjóðlegum grafíksýn- ingum víða um heim. Verkin á þessari sýningu eru nær. öll unnin á þessu ári. í verkum sínum lýsir hún áhrifum sínum frá íslensku iandslagi. Sýning Sigrid Valtingojer er í boði Listasafns ASl. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19. Lokað er á mið- vikudögum. Sýningin stendur til 7. nóvember. Síðasta sýningarhelgi í Nýiistasafninu Sýningum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Elísabetar Norseng og Péturs Magnússonar í Nýlistasafninu lýkur á morgun sunnudag. Á efri hæð- um sýnir Pétur Magnússon skúlptúra, í forsal safnsins sýnir Elísabet Norseng frá Noregi teikningar og í Gryfjunni sýnir Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir skúlptúra. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Grafíkverkstæði í Listasafni íslands Grafíkverkstæði hefur verið sett upp í kjallara safnsins í tengslum við graf- ísfirðingar halda árlegan tónlistar- dag í dag, laugardag með minningar- tónleikum um Pál Isólfsson tónskáld og organista. Á efnisskránni eru 22 sönglög eftir Pál og þrjú píanóverk. Tónleikarnir verða í sal grunnskólans og hefjast kl. 15. Þrír tónlistarmenn, þau Ingibjörg Marteinsdóttir sópran, Þorgeir J. Andr- ésson tenór og Lára Rafnsdóttir píanó- leikari koma fram á tónleikunum. Með- al verka á efnisskránni er I dag skein sól og Maríuvers. Páll ísólfsson var fæddur 12. októ- ber 1893 og varð um daga sína eitt þekktasta tónskáld þjóðarinnar og frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi. Þau Ingibjörg, Lára og Þorgeir hafa undir- búið þessa dagskrá og flutt hana nokkrum sinnum syðra og fengið góða dóma að sögn Jónasar Tómassonar tónskálds og framkvæmdastjóra Tón- listarfélags Isaflarðar sem stendur fyr- ir tónleikunum. Tónleikar í Garðinum Allir tónlistarskólarnir á Suðumesj- um halda sameiginlega tónleika í hinu nýja íþróttahúsi í Garðinum f dag, laug- ardag kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Á tónleikunum munu nemendur leika og syngja. Vegna stærðar hússins hef- ur aðaláhersla verið lögð á samleiksatr- iði og i tilefni íslensks tónlistardags verður íslensk tónlist í fyrirrúmi. Á Suðurnesjum eru fimm tónlistar- skólar; í Keflavík, Njarðvík, Sand- gerði, Garði og Grindavík. I þeim eru um 600 nemendur og mun um þriðj- ungur þeirra koma við sögu í dag. Eftir tónleika verður foreldrafélag tónlistarskóians í Garði með kaffisölu. Til sjós og lands Bókmenntir Erlendur Jónsson Pétur J. Hraunfjörð: SPÁNAR- FERÐ. Draumar og ljóð. Ólöf P. Hraunfjörð sá um útg. 1993. Pétur J. Hraunfjörð var Snæfell- ingur, fæddur 1885. Hann ólst upp við strit og allsleysi eins og þá var tíðast, for ungur til sjós, lærði sjó- mannafræði en var lengst af verka- maður í Reykjavík. Pétur hefur verið greindur,- athugull, trúhneigð- ur tilfinninganæmur og opinskár. Slíkir eru alla jafna opnir fyrir straumum síns tíma. Því var síst að furða þótt Pétur yrði snemma snortinn af spíritismanum sem kalla mátti tískustefnu á fyrstu áratug- um aldarinnar. Við sósíalismann og rússnesku byltinguna batt hann líka vonir eins og fleiri. Þeir póiitísku stormar sem skóku heiminn fyrir stríð og í heimsstytjöldinni síðari orkuðu þar af leiðandi sterkt á Pét- ur. Samtíðarmenn hans, þeir sem voru sama sinnis, töldu sig ekki vita betur en Sovétríkin væru land friðar og frelsis og hvaðeina stefndi í sólarátt austur þar. í rauða hern- um sáu þeir hið frelsandi afl á jörð. Viðhorf þessi koma glögglega fram í kvæðum þeim sem Pétur lét eftir sig, en hann var skáldmæltur vel. Annað meginefni bókar þessarar eru svo dagbækur sem Pétur skráði í Spánarferð 1917. Pétur sigldi þangað sem háseti á skipinu All- iance. Ferð til svo fjarlægs lands taldist þá til ævintýra nánast. Það var því síður en svo ófyrirsynju að farmað- urinn kveddi föðurland sitt með söknuði því »Guð einn veit hvort við sjáum það aftur.« Á Spánar- strönd lá svo við að ungi maðurinn fengi sig fullsaddan af forvitni sinni og hrifnæmi því sannarlega kom þar æðimargt spánskt fyrir sjónir. Pétur J. Hraunfjörð Úr fjarlægð að sjá heillaði dýrð borgarinnar. Nærmyndin reyndist þó blendnari. Félagarnir teygðu Pétur inn á skemmtistað þangað sem farmenn munu gjarnan hafa lagt leið sína. Þegar inn var komið reyndist þetta ósvikið pútnahús. íslendingurinn hafði ekki fyrr aug- um litið þvílíkt og annað eins, forð- aði sér í ofboði og slapp með skrekk- inn. Að athuguðu máli sýndist fleira að varast í hafnarborginni: »Hér ægir öllu saman, svikum, lýgi, þjófnaði, manndrápum, hóruskap og allra handa prettum af versta sniði. Falskir peningar eru hér, svo það er ómögulegt að kaupa nokkuð af neinum. Allt er jafn svikið, sem sagt er það lífshættulegt að fara frá skipinu, að manni verði ekki stolið blátt áfram sjálfum.« Jafnaðarmanninum þótti líka stinga i augu hve lífsins gæðum virtist misskipt, »sumir hafa allt of mikið, aðrir allt of lítið, hvergi er jafnt«. Nú er kynslóð Péturs öll horfin af sjónarsviðinu. Réttlætiskennd hennar og trú á einn ósvikinn mál- stað telst einnig til liðna tímans. Reynslu- og hugarheimur Péturs lýsir veröld sem var. næsta vetur. Síðan teljast þeir hljóð- færaleikarar sem spila á hveijum vetri, meðlimir í Kammersveitinni. En þótt það sé breytilegt frá ári til árs, er samt viss kjarni sem spilar alltaf. í gegnum árin hafa á annað hundrað hljóðfæraleikarar og söngvarar komið fram á vegum Kammersveitarinnar og þótt þetta sé ótrúlega mikil vinna, er þetta alveg einstakt tækifæri fyrir okkur hljóðfæraleikarana til að kjmnast og glíma við skemmtileg verkefni. Kammersveitin á ennþá ekki niikla peninga, þótt við getum borg- að nokkrar krónur fyrir hveija tón- leika núna - en það skemmtilega er að það hefur aldrei orðið til þess að fólk vilji ekki spila. Tónlistar- menn eru kannski eins og aðrir listamenn og meta mikils það sem þeir fá út úr samstarfi á borð við þetta - þótt vissulega sé sú tíð liðin að tónlistarmenn geti gefið vinnu sina.“ Það virðist líka hafa orðið tölu- verð fjölgun í stétt hljóðfæraleikara á seinustu árum. „Það eru komnir mjög margir gbðir hljóðfæraleikarar núna og það hefur auðvitað_ aukið fjölbreytni í tónlistarlífinu. Á þeim tíma sem við stofnuðum Kammersveitina, fór fólk gjarnan á alla tónleika sem haldnir voru í Reykjavík, en nú þarf fólk að velja og hafna. Nú eru jafnvel tvennir tónleikar á sama tíma, auk þess sem það kostar áheyrendur töluvert mikið að fara á alla tónleika.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Mér fínnst Kammersveitin eiga sinn sess í tónlistarlífinu og þótt mikið hafi breyst á þessum árum, finnum við að það er nóg pláss fyr- ir hana og við munum vissulega halda ótrauð áfram á komandi Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands hóf rauðu tónleikaröðina í Háskólabíói sl. fimmtudag. Á efnisskránni voru verk eftir Grieg, Tsjajkovskí og Uuno Kalervo Klami. Einleikari var Pascal Devoyon og stjórandi Petri Sakari. Tónleikarnir hófust á Sigurði Jórsalafara, eftir Grieg, hugþekkri en frekar rislítilli tónlist, sem var ágætlega leikin. Píanókonsertinn nr. 2, eftir Tsjajkovskí er erfitt píanóverk en sú gerð konsertsins, sem hér var flutt, er frekar laus í formi, sérstaklega tveir fyrstu þættirnir. Annar þátturinn hefur oft verið kallaður „trippelkonsert“, þar sem einleiksfiðla (Guðný Guð- mundsdóttir, konsertmeistari) og selló (Richard Talkowsky 1. selló) mynda eins konar „concertante" tríó með píanóinu. Pascal Devoyon er frábær píanóleikari og lék þenn- an erfiða konsert og sérstaklega „kandensumar“ með glæsibrag, svo og hljómsveitin og strengjadúett- inn, undir öruggri stjórn Petri Sak- ari. Tónleikunum lauk með Kalevala- svítu eftir finnska tónskáldið Uuno Kalervo Klami, sem er fæddur árið 1900 í Virölatti og dó í Helsinki 1961. Eftir tónlistarnám í Helsinki fór hann til Parísar og nam hjá Ravel og Florent Schmitt og síðar til Vínarborgar og þáði leiðsögn af Bruno Walter. Klami var um tíma tónlistargagnrýnandi við Helsinkin Sanomat og var veittur ríkisstyrkur til tónsmíðaiðkana árið 1938. Klami samdi tvær sinfóníur, tvö sinfónísk ljóð, tvo píanókonserta, fiðlukonsert, fantasíu fyrir selló og Pascal Devoyon hljómsveit, píanókvartett og margs konar smáverk fyrir píanó, auk Kalevalasvítunnar, sem hér var flutt. Það er nokkuð sérkennilegt að heyra í fyrsta sinn verk eftir þetta ágæta tónskáld. Verkið er , mjög vel samið og bregður fyrir ýmsu sérkennilegu, einkum í þriðja Soffía Auður er með kandídats- próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla íslands, en hefur undanfar- in ár stundað nám í almennri bók- menntafrææði við háskólann í Suð- Petri Sakari þættinum, sem er dansþáttur og þeim fjórða, sem er sorgþrungin vögguvísa. Pétri Sakari stjómaði verkinu af mikilli innlifun og stýrði hljómsveitinni til skemmtilegra til- þrifa, svo að flutningur verksins var í alla staði mjög vel framfærður af Sinfóníuhljómsveit íslands. ur-Karólínu í Bandaríkjunum. Hún vinnur nú að doktorsritgerð sinni og er jafnframt stundakennari í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands. Rabb um rannsóknir og kvennafræði SOFFÍA Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um hugmyndir tvítyngdra rithöfunda um samband sjálfsvitundar og tungumáls þriðjudaginn 26. október í stofu 311 í Árnagarði kl. 12-13. Soffía mun m.a. tala um danska rithöfundinn Karen Blixen. Rabb- fundurinn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Rodin til 5. des. Listasafn ASÍ Sigrid Valtingojer til 7. nóv. Listasafn íslands Bragi Ásgeirss. til 31. okt. Gallerí einn einn Steingrimur EyQörð, Lars Emil Árnason til 6. nóv. Norræna húsið Skagenrnálararnir, lýkur á morgun. Sólon íslandus Jón Óskar til 8. nóv. Nýlistasafnið Guðrún Ragnarsd., Eiisabet Norseng, Pétúr Magnúss., lýkur á morgun. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitamyndir til febrúarloka. Listasafn Sigurjóns Hugmynd-Höggmynd fram á vor. Ásmundarsalur Torfi Ásgeirsson, lýkur á morgun. Listasalurinn Portið Marc Einar Jóhannsson, Berglind Sigurð- ardóttir tii 31. okt. Listmunahúsið Helga Magnúsdóttir til 7. nóv. Listmunahús Ófeigs Helga Magnúsdóttir til 7. nóv. Hafnarborg 5 ára starfsafm. Hafnarb. til 25. okt. Ráðhúsið Sýn. Félags húsgagna- og innanhússarki- tekta lýkur á morgun. SPRON, Álfabakka Ingiberg Magnússon til 19. nóv. Gallerí Sævars Karls Birgir Bjömsson til 27. okt. „Rjá þeim“ Hjalti Einar Sigurbjörnsson til 26. okt. Gallerí Borg Zacharias Heinesen lýkur á morgun. Onnur hæð Roni Horn sýnir út október. Gallerí Úmbra Ása Ólafsdóttir til 4. nóv. Mokka Bill Dobbins. Ljósm.sýn. til 7. nóv. Gerðuberg Finna B. Steinsson til 14. nóv. Þjóðminjasafnið Sýningin Nútið við fortíð____________ TONLIST Laugardagur 23. okt. Tónl. í Vinaminni kl. 17. Minn.tónl. um Pál ísólfss. t Grunnsk. Isafj. kl. 15. Tónl. í fþróttah. í Garðinum kl. 15. Sunnudagur 24. okt. Sinfóníuhl. Norð- url. í Akureyrarkirkju kl. 17. Kammersv. Reykjav. í Áskirkju kl. 17. Miðvikudagur 27. okt. Vísna og jass- tónl. í Víðihlíð kl. 21. Fimmtudagur 28. okt. Tónl. í Norræna húsinu kl. 20.30. Tóni. Hallfríðar Ólafsd. i Safnaðarh. Akureyrarkirkju kl. 20.30. Laugardagur 30. okt. Styrktarsk. í Fé- lagsh. Hvammstanga kl. 20.___________ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrettánda krossferðin, lau. 23. okt. kl. 20, fös. kl. 20 Kjaftagangur, lau. 30. okt. kl. 20 Dýrin í Hálsaskógi, sun. 24. okt. kl. 14. og 17. Ástarbréf, fös. 29. okt. kl. 20.30, lau. kl. 20.30 Ferðalok, sun. 24. okt. kl. 20.30, fim. kl. 20.30 Borgarleikhúsið Spanskflugan, lau. 23. okt. kl. 20, mið. kl. 20, fim. kl. 20, lau. kl. 20. Elín Helena, lau. 23. okt. kl. 20, sun. kl. 20, mið. kl. 20, fim. kl. 20, fös. kl. 20. lau. kl. 20 Englar í Ameríku, sun. 24. okt. kl. 20, fös. kl. 20 Ronja Ræningjadóttir, lau. 23. okt. kl. 14, sun. kl. 14, lau. kl. 14 Leikfélag Akureyrar Afturgöngur lau. 23. okt. kl. 20.30 Ferðin til Panama sun. 24. okt. kl. 14. og 16 tslenska óperan Fiskar á þurru landi, lau. 23. okt. kl. 20.30, fim. kl. 20.30, fós. kl. 20.30 Coppelía, lau. 30. okt. kl. 20, sun. kl. 17. íslenska leikhúsið Býr Islendingur hér, lau. 23. okt. kl. 20, þri. kl. 20, sun. kl. 20 Nemendaleikhúsið Draumur á Jónsmessunótt, lau. 23. okt. kl. 20, sun. kl. 20, mið. kl. 20, fös. kl. 20, lau. kl. 20. Frú Emilia Afturgöngur, sun. 24. okt. kl. 20, lau. kl. 20 Júlía og Mánafólkið, lau. 23. okt. ki. 11, þri. ki. 10 og 14.30., fim. kl. 10, lau. ki. 11 f.h. Fijálsi ieikhópurinn Standandi pina, sun. 24. okt. kl. 20 KVIKMYNDIR Hreyfimyndafclagið Sýning þriðjud. kl. 9, fimmtud. kl. 5 og helgarsýningar föstudaga kl. 9. Norræna húsið „Mormor og det átte ungene“ kl. 14 MÍR Hvíti hundurinn, leikstjóri Roshal. Upplýsingar um listviðburði verða að hafa borist bréflega á miðvikudögum. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlan 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.