Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 6

Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 LÆKNISFRÆÐI/^) láta tsig mixtúrur ... Lyflæknir á 17. öld FYRSTU læknaskólar í Evrópu urðu til um þær mundir sem forfeður okkar frá Noregi höfðu hreiðrað um sig hér á landi. Fátt bendir til þess að læknis- iistinni hafi fleygt svo mjög fram á næstu öldum þar á eftir en kenningar Hippókratesar og einkum þeirra sem á eftir honum komu verið meginþráður fræðanna. Hægt og hægt breyttust við- horfin samt og á seytjándu öld- inni komu tíl sögunnar menn sem með ýmsu móti höfðu heillavænleg áhrif á nám og störf læknastéttarinnar. Einn þeirra var Thomas Syden- ham. Hann fæddist í Suður-Eng- landi árið 1624 og var sendur til náms í Oxford seytján ára gam- all. En dvöl hans í háskóla í það sinn varð endaslepp. í landinu voru harðvítug pólitísk átök milli þings og þjóðhöfðingja, stytjaldarástand. Faðir Tómasar var höfuðsmaður í her þingsins og ungi maðurinn kaus að taka sér vopn í hönd fremur en liggja yfir námsbókum. Fimm árum síð- ar kom hann aftur til Oxford og tók nú að leggja stund á læknis- fræði og Iauk prófi. Honum dvaldist enn um skeið í háskóla- bænum en ekki leið á löngu uns hann staðfesti ráð sitt, fluttist til London og fór að praktísera. Eft- ir nokkurra ára starf hélt hann til Frakklands og stundaði fram- haldsnám við háskólann í Montp- ellier, einn af elstu læknaskólum álfunnar. Þegar hann sneri aftur heim fékk hann fljótlega orð fyr- ir að vera einhver besti og dugieg- asti læknirinn í allri Lundúna- borg. Stundum kvartaði hann undan að andstæðingar hans í stjómmálum ættu sök á því að hann kæmist ekki til þeirra met- orða sem hann verðskuldaði, en hann hafði vissulega nóg að starfa og einatt meira en heilsan leyfði. Hann þjáðist mikinn hluta ævinnar af sjúkdómi sem nú á dögum er nefndur þvagsýrugigt en áður fyrr var hér á landi kall- aður heldri-manna-gigt. Við henni kunnu jafnvel bestu ly- flæknar þeirra tíma engin ráð. Hvað var það sem bar hróður Sydenhams svo vítt að hann hef- ur oft verið nefndur „sá enski Hippókrates“? Líklega helst það að skoðanir hans og boðskapur gengu í megindráttum þvert á ríkjandi stefnu og kennslu í lækn- isfræði. Hann vildi læra af reynslu en ekki bókum, vildi læra við sjúkrabeð en ekki af fræði- kenningum. Þegar nemandi hans bað hann að benda sér á góða kennslubók í læknisfræði svaraði hann: „Þú getur lesið Don Kíkóta eða hvaða bók sem verkast vill. Það verður enginn læknir af lestri bóka.“ En þótt hann í orði kveðnu fyrirliti bókleg fræði skrifaði hann sjálfur bækur um reynslu sína af lækningum og þá þekk- ingu sem hann hafði safnað í sarpinn með því að skoða sjúkl- inga, túlka einkenni þeirra, tengja þau saman og draga af því ályktanir og lærdóma. Árið 1665 þegar drepsótt geisaði í London flúði Sydenham með fjöl- skyldu sína upp í sveit og fékk þá næði til að vinna úr minn- isblöðum sínum og skrifa bók á latínu um hitasóttir. Ellefu árum síðar kom svo út hans stærsta og þekktasta ritverk „Gaum- gæfni læknisins". Þar kennir margra grasa; hann dregur skýrt og ákveðið fram þann mun sem er á einkennum skarlatssóttar og mislinga, lýsir blóðkreppusótt, lungnabólgu, bijósthimnubólgu, malaríu og svo mætti áfram telja. Árið 1683 eða sex árum fyrir dauða sinn birti hann merkilega ritgerð um þvagsýrugigtina, sem lengi hafði verið fylgikona hans og leikið hann grátt. Þar leggur hann áherslu á að hún sé kvilli sem hagi sér gjörólíkt þeim sem oftast valda liðaverkjum. Sydenham fékkst ekki við skurðaðgerðir; þess háttar lækn- ingar voru í verkahring bartsker- ans. Þess vegna er breskur skurð- læknir enn í dag ávarpaður mist- er en ekki doctor. Lyflæknirinn Sydenham gaf sjúklingum sínum margvísleg meðul og misjafnlega blönduð, en sögur herma að oft hafí þau reynst krassandi fyrir bragðlaukana. Upp í hugann læðast fyrstu hendingar kvæðis sem var ort í öðru landi og á öðrum tíma: Að láta í sig mixtúrur læknanna gengur oft dræmt, sem líka er hreint ekki skrýtið, því bragðið að þeim er oftast nær álíka slæmt eins og gagnið er lítið. eftir Þórarin Guðnoson TÆKNI/Erum vib að missa stjóm á tölvunni? Ekkert manttanna verk er'JuUkomnara en maðurinn sjálfur ÖLL könnumst við það að geimferð sé frestað vegna bilunar í tölvubúnaði. Þá er ekki um að ræða að reykur standi út úr tækinu og úr því heyrist sprengingar eins og í klassískri kvikmynd um uppfinningar undratækja, heldur er villan í hugbúnaði, sem sé í forritun tölvunnar. Ekkert mannanna verk er fullkomnara en maðurinn sjálfur. Þetta kemur síður fram í efnisgerð tölvunnar (e. hardware) en í upplýsingum sem maðurinn bætir inn í hana, forritinu o.fl. (e. software). Nú orðið er farið að eyða miklum kröftum og peningum í að ráða bót á hugbúnaðarvillum í stórum stjórnforritum. Tölvur eru farnar að stýra öllum stórum tæknikerfum nútímans, flugvélum, járnbrautametum, geimförum, og kjarnorkuverum, að ógleymdri stærstu hervél fyrr og síðar, hervél Bandaríkjanna. \ fleiðingar bilunar í tölvubún- eru ekki aðeins glötuð mannslíf þeirra sem næst eru, ef um er að ræða kjarnorkuver, stórt SvvVt', íy *'£^*^ /WÍt-....■■•■iíí. tMHVTL’RTlSMfcL/Þarftimbur tilpappírsgerbar? Pappír ENGIN TEGUND jarðargróðurs er lífi á jörðinni jafn mikilvæg og skógarnir. Hverfi þeir af yfirborði jarðar er fátt eitt sem getur haml- að gegn allsherjar uppblæstri, eyð- ingu jarðvegs og annars gróðurs. Viðvörunarorð um þetta hafa lengi verið ofarlega á blaði í umræðunni um umhverfismál og hafa haft áhrif á viðhorf almennings. Sums staðar tekst að sporna við eyðingu skóga, en hún heldur samt áfram með geigvænlegum hraða. Málið verður líka flóknara vegna þess að mismunandi forsendur eru fyrir því hvernig að varðveislu skóga skuli staðið. Það sem við á í einum heimshluta er tómt mál að tala um í öðruin. Sjálfbær nýting nytjaskóga meðal þjóða sem hafa af honum helstu þjóðartekjur er að sjálfsögðu stöðugt í gangi, rétt eins og íslendingar fjalla sýknt og heilagt um fiskistofninn. Pappírsnotkun á nútímavísu blandast í þær umræður þar sem pappír í hinum iðnvædda heimi er að langmestu leyti unninn úr trjákvoðu úr þessum nytjaskógum. I upplýsingaþjóðfélagi nútímans er mikil pappírsþörf og sú þörf mun aukast í framtíðinni. Engan þarf því að undra þótt verið sé að skoða annað hráefni en afurðir skóga til pappírsframieiðslunnar. Isögu mannsins hefur ýmis efnivið- ur úr jurtaríkinu verið notaður tii að varðveita með myndmáli eða skrift uppiýsingar og frásagnir. Forn-Egyptar gerðu pappír úr pap- ýrus-plöntunni og þaðan kemur nafn- ið. Á 3. öld gerðu Kínverjar pappír úr línurt og klifurr- unna sem heitir vistería. Japanir notuðu hamp til hins sama á 8. öld og Spánverjar not- uðust við bómull til pappírsgerðar. Pappír úr þeim efnivið sem hér er upptalinn ku endast margfalt á við þann úr tijákvoðunni. I dag er líka margskonar hráefni notað til pappírsgerðar. í Kína er töluvert notað hismi af hrísgijónap- löntum og byggi, í Mexíkó og á Ind- landi er notað hýðið af sykurreyr, í Víetnam bambusstönglar og í Ástr- alíu er gerður pappír úr plöntum af stokkrósarætt sem heitir kenaf. En á þessarri öld hefur pappír úr tiják- voðu verið langalgengastur á heims- markaðinum. Arlega eru höggnir 4 miljarðar fullvaxinna tijáa til fram- leiðslunnar. Þar er þó ekki að finna höfuðorsök skógareyðingarinnar í dag. En þegar eftirspurn eftir tiják- voðu vex í velferðarríkjunum, verður skógum meiri hætta búin. Þá hækk- ar verðið á kvoðunni og um leið freistast menn til að ganga harðar að skógunum. Áætlað er að pappírs- þörf á heimsmarkaðinum muni tvö- faldast frá því sem nú er og fram til ársins 2010. Samkvæmt því þyrfti að tvöfalda umfang ræktaðra skóga fyrir þann tíma. Til að svo megi verða þarf slíkur nytjaskógur að þekja 13 milljónir ha, og er þá gengið út frá því að 70% af pqppír á heimsmarkaðinum verði unninn úr tijákvoðu. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall lækki í 55% fyrir árið 2010 þegar hlutfall endur- unnins pappírs eykst. Ef anna á eftir- spuminni án þess að ganga á skóg- ana, þyrftu þeir að þekja 23 miljónir ha. Planta þyrfti þá til nýskóga í 10 miljónir ha árlega, en eins og kunn- ugt er þurfa skógartré 7-30 ár til að ná hagkvæmri stærð til vinnslunn- ar. Pappírsskortur hlýtur því að vera orðinn verulegur um næstu aldamót. Hvað er til ráða? Ýmislegt kemur til greina. Rósarunnategundin kenaf, sem áður var nefnd, er skjótvaxinn runni og af honum fæst ferfalt magn tijákvoðu á hvern ha samanborið við það sem fæst af hveijum ha í furu- skógi. Kenaf-kvoðan hefur alla þá hæfileika sem til pappírsgerðar þarf samkvæmt tilraunum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og Jap- an. Sömu sögu má segja um hamp- inn, en hamprækt er víða bönnuð vegna þess að úr honum má vinna vímuefni. Kostirnir við ræktun slíkra plantna til pappírsgerðar eru þeir að árleg uppskera fæst af ökrunum og land- þörf er minni en fyrir nytjaskóga. Þar að auki nýtist úrgangur sem nú verður eftir á ökrunum eftir upp- skeruna. Á Indlandi nemur úrgangur af hrísgijónaekrum árlega 100 millj- ónum tonna. Ef onninn væri pappír úr honum, mundi magnið nægja pappírsþörfínni þar í landi fimmtán- falt. Þetta eru því vænlegar horfur. Tölur sýna að tijákvoðupappírinn hefur hopað á heimsmarkaðinum á síðasta áratug. Notkunin hefur að vísu aukist á heildina litið vegna vaxandi eftirspurnar um 22% en pappír úr öðru hráefni hefur aukist miklu meira eða um 74%. Árið 1992 var metár í sölu á tijákvoðupappír. Hins vegar dróst sú framleiðsla sam- an þar sem um aðra valkosti var að ræða. I Bandaríkjum Norður-Ameríku eru skógar ekki á undanhaldi. Þar hefur sú skoðun ríkt að tijákvoða sé best til pappírsframleiðslu. Annað hráefni sé lélegra. En svo er ekki. Vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði og efnt hef- ur verið til svo finna megi vistvænni aðferðir til iðnframleiðslu, hafa leitt í ljós að ekki er um lélegri vöru að ræða þótt unnin sé úr öðrum tegund- um plönturíkisins en skógartijám. Frá Kína berast þær fréttir að kvoða úr kenaf kosti aðeins 1/3 af því sem innflutt tijákvoða til pappírs- gerðar kostar. Og tijákvoðulaus pappír hefur verið notaður með góð- um árangri víða. í Finnlandi vinna nú 3oo pappírsverksmiðjur úr slíku hráefni. Sú afurð er og sýnu betri en tijákvoðupappírinn, rifnar síður í stórvirkum prentvélum og er í eðli sínu nægilega hvít svo óþarft er að nota bleikiefni. Við þá framleiðslu þarf líka minni orku. Ekki er þó allt jákvætt í þessu máli. Ýms vandamál koma upp í tengslum við geymslu á kenaf og flutningar á þessu hráefni eru erfið- ari en á tijákvoðunni. Og kenaf-ið þarf að vera tiltækt allan ársins hring. Á hinn bóginn eru kenaf, sisal og hampur niturbindandi plöntur sem skila jarðveginum auðugri eftir upp- skeruna. Hampur víkur ekki fyrir ill- gresi, svo engin þörf er á illgresi- seyði. Hins vegar er ekki komin reynsla á hvaða áhrif þessi ræktun hefur til lengri tíma. Það ætti hins vegar ekki að hindra að iðnríkin sem standa framarlega í pappírsfram- leiðslu úr trjákvoðu, tækju upp þess- ar nýju aðferðir til hliðar við þá gömlu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.