Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 14
14 B
MORGDNBLÁÐIÐ FOLK I FtíSrnMsMJMm 24. OKTÓBER 1993
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson form. sambands sveitarféiaga gægist
ofan I tösku Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, en Davíð Odds-
son forsætisráðherra biður þá að gæta stillingar.
SENDLAR
Hvað er í
töskunní Friðrik?
Þessi skemmtilega mynd kom í
leitimar fyrir skemmstu. Hún
var reyndar tekin í tilefni þess að
þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Davíð Odsson og Friðrik Sophus-
son voru allir sendlar hjá Oskari
í Sunnubúðinni, sem rétt glittir í
fyrir aftan Friðrik. Þótti okkur
myndin skemmtileg, einnig ef litið
er á hana út frá sameiningu sveit-
arfélganna. Formaður sambands
sveitarfélaga athugar innihald
rukkaratöskunnar hjá fjármála-
ráðherra, en forsætisráðherra bið-
ur þá að gæta stillingar.
Pálmi Gíslason lætur nú um
helgina af starfi formanns
Ungmennafélags Islands á sam-
bandsþingi UMFÍ sem haldið er á
Laugarvatni. Pálmi hefur verið
formaður í fjórtán ár. „Þetta hefur
verið skemmtilegur tími og starfið
gengið vel. Gott fólk hefur valist
til starfa hjá ungmennafélags-
hreyfíngunni og starfíð verið í góðu
lagi allan þennan tíma,“ sagði
Pálmi í samtali við Morgunblaðið.
Hjóluðu um landið til að hvetja
fólk að velja íslenskt
Pálmi hefur alltaf haft sérstakan
áhuga á umhverfis- og útivistar-
málum og að hreyfíngin reyndi að
leggja íslenskri framleiðslu lið.
Taldi hann að átakið „Eflum ís-
lenskt" sem UMFÍ stóð fyrir á 75
ára afmælisári sínu 1982 væri eitt
af minnisstæðustu verkefnunum á
formannsferli hans. Þá var hjólað
hringinn í kringum landið í þeim
tilgangi að hvetja fólk til að velja
íslenska framleiðslu. Af vettvangi
umhverfísmálanna nefnir hann tvö
verkefni, „Tökum á - tökum til“
og „Fósturbörn“. í fyrmefnda
verkefninu sem var 1989 hreins-
uðu 8.000 ungmennafélagar með-
úmm^aKÍ
Átak í
fitubrennslu
LOKA
FITU BREIUIUSLA
SÍÐUSTU KÍLÓIN
Þetta námskeið er tilvalið fyrir
sem hafa stundað leilcfimi áður
Lokaður hópur •
Fitumæling í byrjun •
og lok námskeiðs •
Vigtun og mæling •
Matarlisti •
Persónuleg framfarabók •
Stuðningsviðtöl •
Grindabotnsæfingar •
Fræðsla og fyrirlestrar •
Engin hopp •
atak
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
FÉLAGSSTÖRF
Pálmi Gíslason hættir
sem formaður UMFI
GIFTING
Brúðkaup í
vændum í Mónakó
Frönsk blöð hafa skýrt frá því
að Rainer Mónakófursti hafi
gefið samþykki sitt fyrir því að
Karólína prinsessa megi giftast
Vincent Lindon. Hann hefur verið
unnusti hennar undanfarin tvö ár,
þó svo að hann hafi ekki verið sam-
þykktur opinberlega ennþá, að
minnsta kosti ekki fram til þessa.
Talað er um að brúðkaupið verði í
byijun næsta árs. Sögusagnir
gengu í sumar um að- einhveijir
brestir væru komnir í sambandið,
en trúlega hefur ekki verið fótur
fyrir því.
Það sem virðist hafa gert útslag-
ið um viðurkenningu Rainers er að
Vincent, sem er gyðingur, hefur
samþykkt að taka kaþólska trú eins
og furstafjölskyldan. Þá eru böm
Karólínu, Andrea 9 ára, Charlotte
7 ára og Pierre 6 ára, sögð vera
mjög hrifín af Vincent. Síðsumars
eyddu Karólína, Vincent og börnin
þijú nokkrum tíma á heimili móður
hans á frönsku Rivierunni.
Vincent var orðinn þekktur sem
leikari áður en hann hóf samband
sitt með Karólínu. Nú er hann sagð-
ur standa einna fremst meðal fran-
skra leikara. Furstafjölskyldan fær
því enn á ný leikara inn i fjölskyld-
una með giftingu þeirra Karólínu
og Vincents.
Kynningarfundur verður haldinn
laugardaginn 30. okt. á milli kl 10-13.
1 S. STRAX
*S. 65 22 12
HRFSS
IJKAMSRÆKT OG LJÓS
BÆJARHRAUNI 4 /VIÐ KEFtAVlKURVEGINN/SlMI 65 22 12
Pálmi Gíslason formaður UMFÍ segir að eitt af minnisstæðustu verk
efnunum hafi verið átakið „Eflum íslenskt" sem fram fór árið 1982.
fram um 6.000 km af vegum lands-
ins. Sagði Pálmi að það hafi valdið
ákveðinni hugarfarsbreytingu hjá
fólki, minna af drasli hefði verið
hent úti í náttúrunni fyrstu árin á
eftir.
Landsmót á Laugarvatni
Hann nefndi einnig landsmótin
sem eru hápunkturinn í starfí ung-
mennafélaganna og hreint ævin-
týri í sjálfu sér. A þeim fjórtán
árum sem Pálmi hefur verið for-
maður hefur hann sótt vel á þriðja
hundrað þing og aðalfundi ung-
mennasambanda og yfír 600 fram-
kvæmdastjómarfundi hjá UMFÍ.
Hann sagði að gildi landsmótanna
kæmi vel í ljós á þessum þingum,
sérstaklega þegar landsmót væri
að nálgast.
Aðalmálið á þingi UMFÍ um
helgina var undirbúningur næsta
landsmóts sem verður á Laugar-
vatni 14. til 17. júlí í sumar. Pálmi
sagði að undirbúningur gengi mjög
vel. Bygging íþróttavallar stæði
yfír og þegar hann kæmist í gagn-
ið yrði skemmtileg íþróttaaðstaða
á Laugarvatni. Hann sagði að mik-
ill ljómi væri yfír landsmóti á þess-
um stað því landsmótið á Laugar-
vatni 1965 væri mjög eftirminni-
legt. Þangað hefðu komið 25 þús-
und manns í einu besta veðri sem
komið hefði á Suðurlandi.
Brúðkaup Karólínu og
Vincents Lindon verður
væntanlega rétt upp úr
áramótum.
Elísabet:
Það er ekki langt siðan ég byrjaði i Hress en
ég er strax búin að missa nokkur kíló.
Sjálfstraustið hefur aukist og ég ve/t að ég á
eftir að missa fleiri kíló. Það gladdi mig mest
að geta aftur notað fótin sem ég hafði ekki
passað i lengi.
r ~ W 'WSI ' - '«8*.
ATTA VIKNA NAMSKEIÐ
Árangursríkt námskeið fyrir þær
sem vilja betri líðan og breyttan llfsstil
Verð 8.900 kr.
3-5 tímar á viku
Barnagæsla innifalin í verði
Skráning í síma 65 22 12
Sigríður
Einarsdóttir
Iþróttakennari
Rósa Björg
Karlsdóttir
(Didda)
Iþróttakennari