Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 20

Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 Ast er... Með morgunkaf&nu táknmál TM Reg. U.S Pat Off.—aJI rights reserved ° 1993 Los Angetes Times Syndicate ttfáHr Ég held að mamma ætti frekar að skrifa þakkar- bréfið til Gunna frænda Ekki núna Hans. Ég er með höfuðverk. HÖGNI HREKKVÍSI , l 1 j! li i ’j i - sr~~ 2J- í' SKÖLA- \ ,1 |! VÖKU A l' 1 • J / j. /, þAKtcA/" JHtogtutftfafetó BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Sumarís og sjónvarpsfréttir Frá Þðr Jakobssyni: Föstudaginn 15. október sl. birtist í Morgunblaðinu bréf um hafís og veðurfréttir frá Vernharði Bjarna- syni framkvæmdastjóra. Vernharður gerir í bréfí sínu athugasemd við ummæli veðurfræðings sem sá um veðurfréttir sjónvarps 30. september 1993 og telur fullmikið gert úr haf- ísnum í sumar miðað við fyrri ára- tugi. Nú var það reyndar svo að veðurfræðingurinn nefndi aðeins að þann dag lyki „hafísárinu“ frá októ- ber 1992 til september 1993, en minntist ekki á hina miklu útbreiðslu íss í sumar og haust. Það var hins vegar gert í sjónvarpsfrétt þetta sama kvöld. Þetta leiðréttist hér með. Þar sem ég tel mig eiga nokkra sök á því hve örstuttur umráðatími fréttamannsins nægði skammt að segja alla söguna um hinn óvenjulega útbreidda sumarís í Grænlandssundi og við strendur íslands þetta árið bið ég Morgunblaðið fyrir nokkur orð um sumarísinn árið 1993. Um mánaðamótin maí/júní er meginjaðar hafíss í Grænlandssundi alla jafna miðja vegu milli Islands og Grænlands. Þá snarminnkar hann venjulega næstu mánuði og segir yfírleitt fátt af hafís þar til í upp- hafí vetrar er hann tekur að aukast við Grænland. Þó er ísrek við ísland framan af sumri ekki óalgengt. Is- lenskir sjómenn eru því yfírleitt ekki marga mánuði fjarri lónandi ísnum, þeim ýmist til trafala — eða fagnað- arefni ef vel veiðist í grennd við jað- arinn. Hafísrannsóknadeild Veðurstofu íslands fylgist með ísnum eins og kostur er með því að afla upplýsinga úr ýmsum áttum. Hafsvæðið sem haft er gát á er af eðlilegum ástæð- um vesturhluti og norðurhluti efna- hagslögsögu landsins, en reyndar berast til deildarinnar fyrirspumir um hafís á fíarlægum slóðum, allt frá ströndum Nýfundnalands og austur í Karahaf norður af Síberíu. Einstaka sumur er óeðiilega mikill hafsís við ísland og nú í sumar brá svo við að meginís í Grænlandssundi hélst við þótt júní kæmi og júlí og var hann í fréttum allt sumarið. Hafís hélst við frarn. eftir sumri af sömu sökum og réð köldu tíðarfari á Norðurlandi. I ágúst bættu suð- vestlægar áttir ekki úr skák og breiddu enn úr ísnum austur á bóg- inn norður af landinu. Fyrri hluta september komust skip ekki leiðar sinnar einungis tug sjó- mílna frá landi og fresta þurfti al- vanalegum hafrannsóknum sem stundaðar eru á íslausum hafsvæðum haustsins skammt vestur og norður af landinu og enn fíær í Grænlands- sundi. Og iðulega allt sumarið fram á haust var hafís á siglingaleiðum norður af Vestfíörðum og í Húnaflóa. Fregnir bárust því af hafís nær og fíær og var því lýst í allmörgum viðtölum við fréttablöð fyrir sunnan, vestan og norðan og við aðra fíöl- miðla hversu óvenjuleg dreifingin var. Það kom í ljós við athugun í hafísskýrslum og öðrum gögnum, að Frá Ragnari Fjalari Lárussyni: Mér hefur borist til eyrna að fíöl- miðlar hafí að undanförnu rætt um opnunartíma kirkna, bæði á lands- byggðinni og hér á höfuðborgar- svæðinu. Eins og gefur að skilja eru kirkjur á landsbyggðinni ekki opnar nema eftir samkomulagi. Það er ekki for- svaranlegt að hafa kirkjur opnar án eftirlits, en slíkt eftirlit er mjög dýrt og ofviða fátækum söfnuðum. En á höfuðborgarsvæðinu og öðr- um þéttbýlisstöðum gegnir öðru máli, enda munu flestar kirkjur þar opnar reglulega einhvern ákveðinn tím_a í viku hverri. Ég tek til máls um þetta efni, þar sem mér skilst að í umræðunni hafi sumarið (júní til og með september) 1993 virðist framarlega í flokki mestu ísasumra aldarinnar (en þar teljast 1929, 1971, 1975, 1984, 1986). Hafísskýrsla verður samin, eins og venja er, um þetta harla óvenju- lega tímabil, hafísárið frá október 1992 til september 1993. En hafís- rannsóknadeild Veðurstofu íslands vinnur jafnframt um þessar mundir að því að auka við safn upplýsinga um hafís við Island á 20. öld, einkum þó áratuginn frá 1916 til 1924 sem ekki var gerð fyllilega skil á sínum tíma. En hvort sem um þann áratug ræðir eða ekki er vissulega mikill fengur að vitneskju og lýsingum gerhugulla og áhugasamra manna á borð við Vemharð Bjarnason. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur, deildarstjóri hafísrannsóknadeildar Veðurstofu íslands. verið gagnrýnt að kirkjur væru of sjaldan opnar og hvergi hafí komið fram að Hallgrímskirkja í Reykjavík er opin alla daga allt árið um kring; á sumrin frá kl. 10-18 og á veturna á sama tíma nema á mánud. þá frá kl. 13.30-17. Frá því á morgnana fram undir kvöld er því kirkjan opin og þangað eru allir velkomnir, hvort sem þeir koma til þess að eiga kyrrláta stund til bænagjörðar eða til þess að skoða fagran helgidóm, sem oft býður upp á orgeltónlist. Verið velkomin í Hallgrímskirkju, hún er opin alla daga. RAGNAR FJALAR LÁRUSSON, Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkj a er opin alla daga ársins Víkverji skrifar Skattsvik og svört atvinnustarf- semi hafa verið ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðu síðustu vik- urnar. Item fríðindi þess fólks í efstu lögum framkvæmdavalds og ríkisbú- skapar sem dálkahöfundur Tímans kallar „nómenklatúru“. Að ógleymd- um átökum nokkurra menningar- og mannúðarforkólfa um hveijir megi og hvernig eigi að blóðmjólka spilafíkn náungans. Nefnd, skipuð í fyrravetur, hefur skilað áliti um standið í svörtuskóg- um hagkerfisins sem og tillögum um viðbrögð gegn skattsvikunum. Helztu niðurstöður hennar eru þær að árlegt tekjutap ríkis og sveitarfé- laga sé um 11 milljarðar króna. Kúfurinn færi af ríkissjóðshallanum og opinberar skuldir hlæðust naum- ast jafn hratt upp ef undandráttur- inn kæmist til síns heima! í byrjum þessa árs tók til starfa embætti Skattrannsóknarstjóra rík- isins. Fjármálaráðherra hefur heitið því að styrkja myndarlega þessa starfsemi og fjölga starfsmönnum sem rannsaka sérstaklega svarta atvinnustarfsemi. Ekki mun af veita. Þeir vinnusömu og skattaskilvísu Jónar Jónssynir, sem bera uppi ís- lenzka ríkisbúskapinn og svokallað velferðarkerfí með hækkandi skött- um í rýrnandi kaupmætti, og vafðir eru opinberum skuldafíötrum til langrar framtíðar, una ekki lengur óbreyttu ástandi. Herða verður róð- urinn á skattsvikamið! XXX Yíkverji sá það í Hagvísi Þjóð- hagsstofnunar að fjárfesting hér á landi, sem hlutfall af lands- framleiðslu, hefur snarminnkað næstliðin ár. Frá 1945 talið, eða langleiðina í hálfa öld, hefur fíárfest- ing numið að meðaltali 25% lands- framleiðslunnar. Áætlað er að fjár- festing fari niður í um 15% á þessu ári og lækki enn á því næsta. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekk- ist í iðnríkjunum. Hagvísir segir um þennan framkvæmdadoða: „Þetta er áhyggjuefni því arðsöm fí'árfesting er undirstaða framtíðar- neyzlu. Fjárfesting um þessar mund- ir er ekki nægileg til að standa unir viðunandi hagvexti í framtíðinni". Við íslendingar virðumst ekki þjóð meðalhófsins. Við vöðum annað hvort í ökla eða eyra! Sú var tíðin að hér var fjárfest meir af kappi en forsjá. Af því súpum við nú skulda- seyðið. Nú sitjum við á hinn bóginn með hendur í skauti í stað þess að hanna betri og bjartari morgundag. Fyrr má nú rota en dauðrota - sjálf- an sig - með uppdráttarsýkinni einni saman. Svo sakar ekki að leiða hugann að því, þótt annar handleggur sé, að árið 1963, fyrir einum þrjátíu árum, unnu tæplega tíu af hveijum hundrað vinnandi landsmönnum hjá því opinbera, ríki og sveitarfélögum, en tæplega tuttugu af hveijum hundrað nú. XXX Orðið einmuna merkir það sem alltaf verður munað. Það er því ef til vill full fast að orði kveðið að tala um einmuna veðurblíðu í september- og októbermánuðum þetta árið. En fágætt hefur þetta haust verið hvað veður áhrærir. Það er á hinn bóginn ekki ein- stætt að haust séu björt og ljúf, jafn- vel betri en undanfarandi sumur. Ljóðmæringurinn Stefán frá Hvítad- al komst þann veg að orði fyrir margt löngu: „Undir septembersól, brosti sumarið fyrst“! Síðsumarið og haustið hefur brosað við landsmönn- um undir september- og októbersól. En nú er vetur genginn í garð, samkvæmt dagatalinu. Vetrardag- urinn fyrsti hefur heilsað. Með hon- um hófst gormánuður að fornu tíma- tali og stendur fram undir nóvember- lok. Þá er stutt í jólaföstuna og sjálfa hátíð ljóssins, sem lýsir upp hugar- heim okkar og skammdegið. Þá taka við áramótin, þorrablótin og árshá- tíðirnar, sem stytta okkur stundirnar unz sól boðar vor og sumar á nýjan leik. Það er aldrei of snemmt að byrja að hiakka til vorsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.