Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 B 11 framvegis og gekk svo vel með Bein leið, sem áður er getið, að ýmsir fóru að ráð- um hans, þó þeir hafi gengi mislangt í þeim efnum. Hann segist reyndar kunna því vel ef hann sé fyrir- mynd fólks í því að gera það sem það vill gera. „Ég er mjög ánægður ef ég get verið fyrirmynd í því að viðskipti fari fram á sann- gjarnan hátt. Ég vildi bara óska að ég gæti verið fyrir- mynd í því að fólk komi vel fram hvert við annað og sé ekki að stela peningum og reyna að plata annað fólk. Músíkantar pæla bara í músíkinni og vilja bara pæla í henni, en plötufyrir- tæki hafa lítinn áhuga á músík og draga frekar nið- ur og kæfa listamennina en að örva þá. Það sem þau kalla örvun er að fá þá til að gera eitthvað sem þeir eru búnir að gera, helst fyrir jól svo það selj- ist. Það er annað ef maður er farinn að gera þetta bara til að græða pening. Sumir myndu eflaust kalla mig hræsnara fyrir að vera að gera það sama, en ég byggi mína útgáfu á því að fólk er að sýna mér virðingu með því að vilja kaupa plöturnar mínar og mér finnst ég verða að gefa út þessa plötu og gera hana eins vel og ég get.“ í vinnu hjá fólkinu En eru útgefendur og auglýs- ingamenn ekki nauðsynlegir fyrir músíkantana? „Ef þú tekur upp plötu og gefur hana út til að einhver hlusti á hana þá er það fólk að borga sem kaupir plötuna til að hlusta á tón- listina, það er fólkið sem heldur okkur uppi. Það er eina.fólkið sem við í raun og veru erum í ein- hverju samstarfi við, við erum í vinnu hjá þessu fólki. Fólkið hefur frjálst val að koma á tónleika, það velur það sjálft og eins fólkið sem kaupir plötuna og því hef ég viss- um skyldum að gegna gagnvart þessu fólki. Sumir segja að það sé í lagi að gera hvað sem er, en ég vona að ég eigi ekki eftir að lenda í því að vera auglýsing fyrir ein- hveija sykurleðju. Líklega er ég þó orðinn of gamall til þess að það eigi eftir að gerast,“ segir Kristján og hlær. „Það er alltaf verið að bjóða mér peninga fyrir hitt og Björgvin, Kristján, Þorleifur, Kormákur og Pét- ur Gíslason fyrir utan Loeo hljóðverið. Hlustað á spóahljóð í Loco hljóðverinu. Kristján, Björgvin, Kormákur, Þorleifur, enskur starfs- maður hljóðversins og Tómas. þetta sem hefur ekkert með músík- ina að gera heldur á að nota mús- íkina til að selja eitthveija óvið- komandi vöru, plata fólk,“ segir Kristján og bætir við í játingartón, „ég skal segja þér að ég er alltaf með smá samviskubit yfír því að fá eins vel borgað og ég fæ fyrir vinnu sem ég hef eins gaman af og er mér eins létt. Það eimir allt- af eftir af því að ég hélt, líkt og Þórbergur, að eftir því sem vinnan væri þægilegri væri kaupið lægra. Þannig hélt ég eins og hann að þeir sem sætu í upphituðum kran- anum væru á lægra kaupi en þeir sem væru klakabrynjaðir á hafnar- bakkanum. En það er víst öðru nær.“ Dómgreindin eitt af því fyrsta sem menn glata Eins og áður segir spá flestir því að plata KK Bands eigi eftir að seljast mest allra í haust, en Kristján segist ekki velta því mik- ið fyrir sér og tekur ekki undir það að það sé mikil pressa á þá félaga vegna velgengni Beinnar leiðar. „Það er ákveðin pressa, þegar fólk sém kemur að hlusta á okkur á tónleikum kemur til okkar og þakkar fýrir síðustu plötu og biður okkur um að halda áfram. Það er ekki ijárhagsleg pressa, en þegar við erum að gera plötu verðum við að vera vissir um að við séum að gera rétt, að halda hugsjóninni og það getur þú ef þú heldur dómgreind- inni. Reyndar er dóm- greindin eitt af því fyrsta sem menn glata því það kemur svo margt í staðinn. Það er til að mynda tölu- verð pressa á hljómsveitir að halda ákveðnum staðli og þá fara menn að hugsa meira um það að halda vin- sældunum og missa dóm- greindina fyrir vikið. Sem betur fer er ísland lítið land og ég get verið rólegur á meðan ég verð ekki heims- frægur því þá fyrst verða menn vitlausir, ekki tónlist- armennirnir, heldur fólkið sem er í kringum þá sem sér peningana og vill kom- ast í þá. Þess vegna verður maður að koma sér í þá aðstöðu að láta það duga sem maður hefur, að byggja ekki utan á sig og lenda í þeirri að- stöðu að verða að halda uppi dýrum ávana. Það er þó alltaf spurningin hvenær er nóg komið. Það hlýtur þó að vera nóg þegar maður getur farið til útlanda að taka upp plötu, eins og við erum að gera.“ Agjarnan vantar allt Bein leið var seld á sínum tíma á lægra verði en aðrar söluháar plötur, enda segir Kristján að hon- um hafi þótt hann .græða fullnóg á hverri seldri plötu og segist enn vilja lækka verðið. „Ég er til í að lækka hlutfallslega mína prósentu ef aðrir sem dreifa plötunni og selja hana lækka sína prósentu samsvarandi, því mér finnst þessir diskar allt of dýrir. í fyrra vorum við með diskinn á lægra verði og samt borgaði hann sig vel. Ágirnd- inni fylgir sá löstur að menn eiga aldrei nóg. Það er sagt að örbirgan vanti margt, en ágjarnan allt. Það er bara þessi leiðinda víta- hringur, þessi jólamarkaður. Allt í einu fínnur maður sig í því að vera að gera plötu og gefa út af því að það eru að koma jól og allt í einu fannst mér ég vera lentur í krísu, ég gat ekkert sameinað það sem ég var að syngja í lögun- um mínum og gera. Það pæla kannski fáir í því, en mér fínnst það skipta miklu máli að vera sjálf- um sér og hugsjónunum trúr.“ Kátír dagar og afslöppun í IVesbúð NESBÚÐ, gistí- og veitíngastaður á Nesjavölluni við Þingvallavatn. Fjölbreytt dagskrá fyrir eldri borgara frá mánudeginum 8. nóvember til fimmtudags 11. nóvember. Síðustu Kátu dagar fyrir áramót. Nokkur herbergi laus þessa viku. Boðið verður upp á hollan, góðan mat, morgunverð, léttan hádegisverð og kvöldverð, morgunleikfimi, gönguferðir, skemmtidagskrá, félagsvist, bingó, kvöldvökur og dans. Flutt verða fræðsluerindi, tískusýning og danssýning. Gestgjafi á staðnum verður Hermann Ragnar. Hægt er að dvelja í eins og tveggja manna herbergjum með góðum rúmfötum. Heitt og kalt vatn, baðherbergi og heitur pottur. Heitur lækur í 100 metra fjarlægð. NESBÚÐ er aðeins 45 km frá Reykjavík. Nýi Nesjavallavegurinn er að verða malbikaður alla leiðina, en hægt er að fara Þingvallaveginn um Grafning og tekur sú leið um 1 klst. í akstri. Þátttakendur geta komið sér á staðinn og til baka að eigin vild. Séð verður fyrir hópferð frá Umferðarmiðstöðinni á mánudag kl. 11.00 ef með þarf og til baka frá Nesbúð kl. 11.00 á fimmtudag. Verð fyrir þrjá sólarhringa með öllu er kr. 10.800,-. Veitingabúð er opin á staðnum, kaffi, kökur og aðrar veitingar. Þeir sem þegar hafa bókað sig heyra frá okkur símleiðis miðvikudaginn 27. október. UPPLÝSINGAR eru gefnar í síma 98-23415 daglega í Nesbúð hjá Guðmundi Halldórssyni framkvæmdastjóra eða hjá Hermanni Ragnari í síma 643340. Sjúkraþjálfunarstöðin hf. Háteigsvegi 3, sími 14646. Höfum opnað sjúkraþjálfunarstöð að Háteigsvegi 3, við hlið Austurbæjarapóteks. Tímapantanir og nánari upplýsingar í síma 14646. Ásdis Kristjánsdóttir, Laufey Árnadóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, ______löggiltir sjúkraþjálfarar. ^ÞJÓNUSTANHF. MANNYIRKJAÞING1993 Byggingariðnaður án landamæra Holiday Inn, Rvík. dagana 28. okt. og 29. okt. nk. DAGSKRÁ FIMMTUDAGINN 28. OKT.: Ráðstefnustjóri: Form. Arkitektafélags íslands. 11.00 SKRANING, GÖGN AFHENT. 13.00 Ráðstefnan sett. 13.05 Ávarp Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra. 13.20 Fjárfesting í mannvirkjum, ástand og horfur Þórður Frið- jónsson, forstöðum. Þjóðhags.stofn. 13.40 Fyrirhugaðar vegaframkv. Jón Birgir Jónsson, aðst. vega- málastjóri. 14.00 Orkumál Halldór Jónatansson, forstj. Landsvirkjunar. 14.20 Framkvæmdir Pósts og síma Ólafur Tómasson, póst- og símamálastj. 14.40 Framkvæmdir hins opinbera Magnús Pétursson, ráðuneyt- isstjóri fjárm.ráðun. 15.00 UMRÆÐUR. 15.15 KAFFi. Ráðstefnustjóri: Form. Verkfræðingafélags íslands 15.30 Framkvæmdir Reykjavíkurborgar Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur. 15.50 Framkvæmdir stærri sveitarfélaga Guðrún Hilmisdóttir, Samband ísl. sveitarfélaga. 16.10 Staða og framtíð ísl. bygg.iðn. Sigurður Jónsson, Svæðis- skrifstofa iðnaðarins, Akureyri. 16.30 Menntun í byggingariðnaði Ingvar Ásmundsson, skólam. Iðnskólans í Reykjavík. 16.50 UMRÆÐUR. 17.00 DAGSKRÁRLOK. DAGSKRÁ FÖSTUDAGINN 29. OKT.: 09.00 Skoðunarferð um ný byggingarsvæði á höfuðborgarsvæð- inu. Farið verður frá hótel Holiday Inn og komið til baka kl. 12.00 (verð kr. 1.000,-). Framhald ráðstefnu: Ráðstefnustjóri: Form. Tæknifræðingafélags íslands. 13.00 Ný lög, ákvæði og reglugerðir Stefán Thors, skipulags- stjóri ríkisins. 13.20 Evrópustaðlar og ísl. byggingarmarkaður Hafsteinn Páls- son, verkfr. R.B. 13.40 Breyttir tímar í byggingariðnaði Örn Kærnested, form. Verktakasamb. fsl. 14.00 Skipulag nýbyggingarsvæða Bjarni Reynarsson, aðst. for- stöðum. Borgarskipulags Rvík. 14.20 Lækkun Byggingarkostnaðar Ármann Örn Ármannsson, forstjóri. 14.40 UMRÆÐUR 15.00 KAFFI ' Ráðstefnustjóri: Form. Verktakasambands íslands. 15.15 Evrópskt efnahagssvæði og áhrif þess á ísl. byggingariðn- að Hákon Ólafsson, forstj. R.B: 15.35 Samkeppnislög/og samkeppnisreglur á Evrópska efna- hagssvæðinu GuðmundurSigurðsson, Samkeppnisstofnun. 15.55 Framtíðarmöguleikar íslensks byggingariðnaðar hér á landi og erlendis Sigurður E. Guðmundsson, frkvstj. Húsnæðis- stofnunar ríkisins. 16.15 Útflutningur á vísinda- og tækniþekkingu Júlíus Sólnes, próf. 16.35 Markaðssetning ísl. byggingarstarfsemi erlendis Jón Hákon Magnússon, frkv.stj. 17.00 UMRÆÐUR 17.15 Samantekt - þingslit. Hressing í boði iðnaðarráðherra. Skráning fer fram í síma 91-611111. Ráðstefnugjald er kr. 8.500,- Nauðsynlegt er að ráðstefnugestir skrái sig fyrir 27. okt. Þátttakendur utan af landi fá 25% afslátt af fargjaldi með Flugleiðum gegn framvísun tilkynningar. % iL'i M. PimrJS | Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.