Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 6
1 6 C
+1
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER 1993
__________________ _______________________________________________________________________ f
rBI
Konur kjósa Kðreu
KVENKYNS ferðamenn kjósa í
auknum mæli að heimsækja Kóreu
og á síðasta ári voru konur tæp-
lega 30% erlendra ferðamanna
þar.
Hlutfall erlendra ferðamanna til
Kóreu eykst jafnt og þétt og í upplýs-
ingariti ferðamálaráðs þar segir að
áberandi sé fjölgun kvenna í þeim
hópi. Árið 1990 komu rúmlega 750
þúsund erlendar konur til Kóreu en
þær fóru yfir 900 þúsund á síðasta
ári.
Ferðamálaráð Kóreu stefnir að því
að árið 2000 komi að jafnaði um 7
milljónir ferðamanna þangað á ári,
en þeir námu tæpum 4 milljónum á
síðasta ári. Að sögn verður mikil
áhersla lögð á landkynningu á næstu
árum auk þess sem unnið verður að
víðtækari ferðaþjónustu. Þá er ætl-
unin að draga úr vegabréfsáritunum
og „opna“ þar með landið.
í ritinu segir jafnframt að í ljósi
þessarar þróunar sé ætlunin að
byggja upp ferðaþjónustu sem í
auknum mæli taki mið af óskum og
þörfum kvenna, en ekki er tekið fram
í hveiju þær séu frábrugðnar óskum
og þörfum karla. ■
Morgunbladið/EPá
Farangurínn innpakkaður
LÁTIÐ verja farangurinn ykkar, stendur stórum stöfum á skilti við
færiband í brottfararsal Orlyflugvallar í París. Það væri ekki ónýtt
því oft hafa góðar töskur fengið skrámur eða eyðilagst í meðförunum
á flugleiðum. Boðið er upp á að láta pakka töskunum inn í mjúkt loft-
bóluplast fyrir 30 franka eða 360 kr. áður en þær eru skráðar inn og
sleppt af þeim hendinni.
Innpökkunin er mjög handhæg og
tekur örstutta stund. Taskan, kass-
inn eða hvað sem maður er með er
lagt á færibandið, rétt eins og hand-
farangur á öryggisbelti, og það renn-
ur í gegn og kemur út vel inn pakk-
að og innsiglað. Á skiltinu stendur
að tösku, sportpoka, pappakassa
o.s.frv. sé pakkað inn í mjúkt bólu-
plast, sem má endurvinna og ekki
inniheldur eiturefni. Það komi í veg
fyrir að hægt sé að stela úr töskun-
um og hlífi þeim fyrir óhreinindum,
rispum eða að þær rifni og spryngi.
Og loks er fullyrt að landamæralög-
regla og loftferðalögregla hafí gert
á þessu tilraunaprófanir.
mm $s
Atlasklúbhnrinn dregur
út búnusferöir vetrarins
DREGNAR voru út nýlega Vetrar-
bónusferðir Atlas-klúbbs FÍF og var
myndin tekin þegar handhöfum Atl-
as-korts var afhentur þessi óvænti
glaðningur. Að þessu sinni leggja
Flugleiðir til alla vinningana sem
féllu þannig: Edda M. Jensdóttir,
Reykjavík, ferð fyrir tvo til Glasgow,
Silja Dröfn Sæmundsdóttir, Selfossi,
ferð fyrir tvo til London, Sigurbjöm
Bjömsson, Akranesi, ferð fyrir tvo
til Kaupmannahafnar, Sigurður Þór-
arinsson, Borgamesi, ferð fyrir tvo
til Hamborgar, Þorsteinn Þórhalls-
son, Kópavogi, ferð fyrir tvo til Balti-
more, og Snorri Hjartarsson, Akra-
nesi, ferð fyrir tvo til Amsterdam.
Með vinningshöfurium á myndinni
em Grétar Iiaraldsson, fulltrúi
Eurocard, Pétur Ómar Agústsson,
fulltrúi Flugleiða, og Karl Sigurhjart-
arson, fulltrúi Félags íslenskra ferða-
skrifstofa. Þetta er í fimmta sinn sem
Bónusvinningar Atlas-klúbbsins eru
dregnir út. Sumarbónusferðir, sam-
tals 7 ferðavinningar, verða dregnir
út í apríl nk.
Hversu margir búa þar?
Algería 22.971.000
Bahamas 231.000
Egyptaland Kanada 51.897.000 26.726.000
Kenía 21.061.000
Kúba 10.121.000
Nígería S-Afríka 94.316.000 34.799.000
Haiti 6.758.000
Mexíkó 82.737.000
Argentína Kolumbía 29.013.000 29.325.000
Afganistan Kína 18.590.000 1.096.140.000
Japan Indland 120.835.000 766.515.000
Andorra 18,463.000
Belgía 8.976.000
Þýskaland 78.350.000
Grænland 52.000
Ítalía 57.942.000
Mónakó 26.000
Spánn 28.313.000
Svíþjóð 8.258.000
Sviss Bretland 6.490.000 55.600.000
LAHDKYNHIMG
Ú MYUDBANH
ÚT HAFA verið gefnir nokkrir landkynningarþættir á myndbandi.
Þættirnir eru upprunalega bandarískir en fyrirtækið Ax film gefur
þá út hér á Iandi með íslensku tali. Ferðablaðið skoðaði tvo þætti
fyrir skemmstu, annan um Spán og hinn um Skotland, og hafði gam-
an af.
Eftir að hafa hagrætt mér í sóf-
anum með Rioja í glasi og nokkra
osta á bakka fór myndbandið um
Spán að rúlla. Þetta er tæplega
klukkustundarlangur þáttur um land
og þjóð þar sem fjallað er um nokkra
eftirsóknarverða áfangastaði ferða-
manna. Lítil áhersla er lögð á sólar-
strandimar Costa del sol og Costa
Brava en því meiri á möguleika sem
þeir ferðamenn hafa sem koma á
sólarstrandir í tvær til þijár vikur.
Ég átti hálfpartinn von á að mynd-
bandið væri stútfullt af fallegu bros-
andi fólki á þéttlegnum ströndum
og auglýsingamyndum frá túrista-
bömm, þar sem þjónar slá um sig á
norrænni tungu. Þess vegna kættist
ég þegar brot úr sögu og menningu
þjóðarinnar mnnu um sjónvarps-
skjáinn ásamt fróðleik um sérkenni
hirina ýmsu héraða, og að það skyldi
gert á kostnað innantómra lýsinga
á tilbúnum heimi. Inn á milli er sleg-
ið á létta strengi svo myndbandið
er hin ágætasta afþreying um leið
og það er prýðisgóð kynning á land-
inu Spáni og þjóðinni Spánveijum.
Skotland
Myndbandið um Skotland er að
mínu mati enn betra en hið spænska
því að það er heilsteyptara og hveiju
umfjöllunarefni er betur fylgt eftir.
Þar em m.á. kynntar borgirnar
Glasgow og Edinborg, sem mörgum
Islendingum em kunnar, en væntan-
lega er þar sagt frá ýmsu sem gjarn-
an fer fyrir ofan garð og neðan ef
einblínt er á Skotland sem hagstæð-
an stað fyrir búðaráp.
Menning á skosku eyjunum er
kynnt og til að mynda sagt frá safni
á Skye-eyju, sem oft er kölluð Þoku-
eyjan. Viskí og framleiðsla þess
kemur nokkuð við sögu og vitaskuld
einnig hinn heimsþekkti sekkjapípu-
leikur Skota. í myndinni er meðal
annars spjallað við sekkjapípusmið
sem sagður er einn sá færasti í fag-
inu og farið er nokkrum orðuiri um
dulúð Skotlands, þjóðtrú Skota og
þjóðsagnir þeirra.
Spjallað er við bónda nokkum sem
ræktar skoska fjárhunda og þjálfar
þá upp með þeim hætti að hrein
unun er að horfa á hundana reka
fé bóndans. Líkast til hefðu íslensk-
ir fjárhundar gott af kennslustund
hjá bóndanum.
Þá er sögð saga um uppmna golf-
íþróttarinnar, en eins og við var að
búast eigna Skotar sér hann. Þeir
segja að skoskir fjárhirðar hafi fyrr
Verslunarborgin Trier meö
söguna skriíaöa í hvert hus
ÞEIR íslendingar sem leggja leið sína til Trier hvort sem er í inn-
kaupaleiðangur eða nota borgina sem áfangastað lengra inn í Evrópu
ættu ekki að láta framhjá sér fara skoðunarferð um borgina undir
leiðsögn.
Allar helstu minjar borgarinnar
eru í göngufæri og kostar tveggja
tíma skoðunarferð 8 mörk hvort sem
um fullorðna eða börn er að ræða.
Það er þess virði, því ótrúlegur fróð-
leikur fæst í staðinn. Hveijum hefði
til dæmis dottið í hug að skemmti-
saga væri á bak við St. Peters gos-
bmnninn, sem stendur á miðju
markaðstorginu og sjálfsagt margir
hafa dáðst að?
Borgarstjóri nokkur vildi láta
byggja gosbmnn til minningar um
sjálfan sig, en var ekki vel liðinn af
öllum bæjarbúu/n, þar á meðal hönn-
uðinum. Við fyrstu sýn er hér ein-
ungis um að ræða hið fegursta
mannvirki með dyggðunum fjórum
í kvenlíki. En þegar nánar er að
gætt sjást apar í ýmsum háðugleg-
um stellingum fyrir aftan hveija
dyggð og heldur hver um sig á
spegli. Voru þetta skilaboð hönnuð-
arins hvaða augum líta ætti borgar-
stjórann.
Inngangangur uppi á 2. hæð
Þegar gengið er eftir göngugöt-
unni frá Porta Nigra er hús á vinstri
hönd sem fólk hefur kannski ekki
veitt athygli, nema e.t.v. þeir sem
hafa fengið sér hressingu á Café
Bley á jarðhæðinni. Húsið heitir
Drei Königenhaus og var byggt árið
1230. Það merkilega við það er að
inngangurinn er uppi á annarri hæð.
Skýringin er sú, að þarna bjó fólk
vel efnum búið, en mikil óöld ríkti
með tilheyrandi ránum á þeim tíma.
Auk þess var gatan fyrir neðan hús-
ið ekki geðsleg, þar sem fólk gerði
þarfir sínar í næturgagn og fleygði
því síðan út um gluggann. Var því
sá hátturinn hafðu á að þegar ein-
hver vildi komast inn var hringt
bjöllu og stigi látinn síga niður.
Fyrsti vísir að Trier varð til 16
f.Kr. og héldu Trier-búar því upp á
2.000 ára afmæli sitt árið 1984.
Mikil hátíð er einnig í vændum á
næsta ári. Á valdatímum Júlíusar
Sesars sá Ágústus keisari nýja
möguleika á að þenja út Rómarveldi
á norðurslóðum og valdi Trier til
þess. Einmitt vegna aldurs síns eru
margar athyglisverðar minjar í borg-
inni, sem varðveist hafa ótrúlega
vel. Sumar þeirra eru svo til nýupp-
götvaðar eins og freska af Jesú.
Samsetning myndarinnar tók um tíu
ár og var henni ekki lokið fyrr en í
kringum 1980. Þá mynd ásamt öðr-
um helgimunum er að finna í safni
við hliðina á dómkirkjunni.
Breytti Porta Nigra í kirkju
Rústir borgarhliðsins Porta Nigra
fara ekki framhjá neinum sem kem-
ur til Trier. Þykir mönnum það mik-
ið mannvirki, enda var það eitt af
fjórum hliðum borgarinnar. Þegar
útskýrt hefur verið að ræningjar
hirtu hvern einasta stein af hinum
þremur hliðunum og aðeins með
kænsku var hægt að bjarga þessu
síðasta hliði vex áhuginn enn frekar.
Helgur einbúi, Simenon, settist
að í lokuðu herbergi í öðrum turnin-
um. Vegna þess að hann var helgur
maður þorðu steinræningjarnir ekki
að halda áfram iðju sinni. Simenon
hafði ekki samneyti við neinn en
fékk mat í gegnum örlitla rifu og
við þessar aðstæður bjó hann í sjö
Drei Königenhaus þar sem inn-
gangurinn var hafður á 2. hæð. Á
síðari tímum var neðstu hæðinni
breytt.
ár. Var hann síðar gerður að dýrl-
ingi.
Árið 1037 lét Poppo erkibiskup
byggja klaustur við hlið borgarhliðs-
ins og breytti Porta Nigra í tveggja
hæða kirkju með því að nota uppi-
stöðurnar. Efri kirkjan var notuð
fyrir kirkjufólk en neðri kirkjan fyr-
ir almenning.
Síðan gerðist það að Napóleón
Bonaparte kom til Trier upp úr 1800.
Hann kærði sig ekki um kirkju á
þessum stað en vildi varðveita borg-
arhliðið eins og það var. Hann lét
sig ekki mun um að láta bijóta nið-
II
I