Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 C 3 Baráttukona fyrir breyttum sambýlisháttum segir nauðsynlegt að konur og karlar flækist ekki um of í veröld hvors annars DANSKA skáldkonan Susanne Brogger hefur verið einn atkvæða- mesti rithöfundur Norðurlandanna í tvo áratugi. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stöðu kvenna og fjölskyldunnar, um kynferðismál og frelsisbaráttu Tíbeta, svo fátt eitt sé nefnt. Skoðan- ir hennar hafa oftar en ekki stangast á við það sem er viðtekið, ekki síst vegna þess að hún hefur verið óhrædd við að hefja um- ræðu um þau mál sem legið hafa í þagnargildi. Ýmislegt hefur breyst eftir að Susanne eignaðist barn og sænska blaðakonan Annika Person heim- sótti Brogger í sumar til að heyra hveiju það breytti í lífí rithöfundar- ins sem lagði til atlögu gegn kjama- fjölskyldunni. Bækur Susanne Brogger hafa jafnan vakið mikið umtal, svo og konan sjálf, sem hefur verið sögð athyglissjúk. Hún neitar því ekki, en segir þörfína fyrir að láta á sér bera hafa minnkað með árunum. Brogger, sem á eitt ár í fimmtugt, býr nú ásamt sambýlismanni sínum og sjö ára dóttur íýrir utan Kaup- mannahöfn. Sambúð þeirra er þó ekki eins og flestir eiga að venjast, því húsið er þrískipt, í konu- og karlhluta og sameiginlegt rými. í bókum sínum hefur Brogger verið óhrædd við að segja frá eigin reynslu, hún fjallar um kynlíf og kynlífsdrauma, um ferðalög og mannleg samskipti. Síðustu tvær bækurnar eru hins vegar bama- bækur, tilraun til að svara spum- ingum dótturinnar, Luziu. „Heimur minn í hnotskum“ em stuttar frá- sagnir fyrir böm af fyrirbrigðum og margs konar menningu víðs veg- ar um heiminn. „Magi paradísar" er frásögn fósturs sem talar frjáls- lega úr maga móður. Gefum börnum frelsi Móðurhlutverkið hefur umsnúið veröld Brogger. Hún hefur í ræðu og riti velt fyrir sér ýmsum vanda- málum sem upp koma í uppeldinu, ekki síst hvað varða frelsi bama og hversu erfítt það sé fyrir for- eldra að sleppa takinu. Brogger telur að börn eigi erfíðara með að gera uppreisn gegn foreldram sín- um en þegar hún var ung. „Allir vilja að bömin þeirra verði sjálfstæð en á sama tíma beita foreldrar ýmsum aðferðum til að bindast bömum sínum. Ekki síst þeirri að vera félagar bamanna. „Við eram jöfn, við eram vinir á jafnréttis- grandvelli.“ Foreldrarnir axla ekki alltaf ábyrgð á börnum sínum, bera það fyrir sig að þau deili einnig ábyrgðinni. Eg held að það sé miklu erfíðara að gera uppreisn við þvílík- ar aðstæður. Vinskapurinn krefst tryggðar og samstöðu og er hárfín og afar nýtískuleg aðferð foreldra til að gera börnin háð sér. Það var miklu auðveldara að gera uppreisn gegn hinum drottnandi föður og móðurinni sem átti sér samastað í eldhúsinu." Brogger telur ekki að hægt sé að hvetja börn til að gera uppreisn gegn foreldranum. „Maður á smátt og smátt að reyna að sleppa hend- inni af barninu frá því að það er lítið, á þann hátt sem það óskar sjálft. Þetta er ótrúlega erfitt, því maður elskar barnið sitt og er bund- inn því, en verður að láta það fara sínar eigin leiðir. Þetta er erfið ást.“ Aðskilin veröld karla og kvenna Brogger gerir stóran greinarmun á hlutverki föður og móður. Fyrstu árin sé samband móður og bams afar náið, faðirinn komi ekki til sögunnar fyrr en bamið vaxi úr grasi. Fyrstu árin sé hann móður- inni stoð og stytta, síðar „upp- götvi" barnið föðurinn, hann sé nokkurs konar „aukaglaðningur". Mikilvægt sé að móðirin kynni dótt- ur sinni hið kvenlega, svo sem það að standa fyrir framan spegilinn og mála sig, en faðirinn vígi soninn inn í veröld karlanna, fari á veiðar o.s.frv. „Mér fínnst mikilvægt að til sé kvennaveröld og karlaveröld og svo staður þar sem kynin mæt- ast. Það á einnig við um heimilið. Nauðsynlegt er að konan eigi sér athvarf og karlinn sömuleiðis, svo að þau flækist ekki um of í veröld hvors annars." B Milljónir manna dreymir eingöngu um góðan nætursvefn Ljósmynd/Öijan Gran Bragger hefur ævinlega vakið at- hygli fyrir útlit sitt og hefur verið sögð athyglissjúk, Skoöanir dönsku skáldkonunnar Susanne Brogger á fjölskyldunni teljast tæplega viðteknar. VILTU GRENNAST? Zero 3 kúrinn er árangursríkur og sívinsæll megrunarkúr. Nú einnig í endurbættum útgáfum Zero 3 - sá eini sanni Zero 3 - með C vítamini Zero 3 Taille - árangursrlkara Zero með aukajurtakrafti Zero 3 Forte- sterkur, fyrir mikla matmenn Svensson® heilsubúðin í Mjódd, Opiö mánud. - föstud. kl. 13-18 Pöntunarsími 667580 MILLJÓNIR manna um heim all- an þjást af svefntruflunum og því er góður nætursvefn eitt- hvað, sem marga íbúa þessa heims dreymir um. Ekki hefur það þó verið mælt niður í kjölinn hver efnahagsleg áhrif svefn- leysis eru enda fæstir þeir, sem eiga við þetta hvimleiða vanda- mál að etja, sjúkdómsgreindir. „Fæstir gera sér grein fyrir því að svefntraflanir hafa ekki aðeins áhrif á þá, sem þurfa að vaka með þessu vandamáli, heldur einnig á aðra, sem í kringum þá eru. Marg- ir, sem þjást af svefnleysi, eru til dæmis óhæfir ökumenn og valda því frekar árekstrum í umferðinni en aðrir. En því miður er ekki nógu mikið vitað hvað veldur svefntrufl- unum og svefnleysi," segir Colin Shapiro, prófessor í geðlækningum við Toronto-háskóla. Gregory Stores, sem m.a. hefur stundað rannsóknir á svefntruflun- um við Oxford-háskóla, segir að menntun á þessu sviði sé af skorn- um skammti, jafnvel í Bandaríkjun- um, þar sem áhugi fyrir efninu hafí stóraukist á síðustu 10-15 árum, að minnsta kosti meðal hjúkrunarfólks og sálfræðinga „Við eigum þó enn langt í land þótt vandamálið sé útbreytt." Hrotur, martraðir og svefngöng- ur teljast til svefntruflana og þó mók sé tiltölulega fátítt fyrirbæri miðað við annars konar svefntraf- lanir, en þó mun algengari en t.d. Parkinsons-veiki, veit almenningur mun meira um áhrif Parkinsons- veiki en áhrif svefnmóks á líkam- ann. Talið er að svefntruflanir hrjái 10-12% mannkyns varanlega og allt að þriðjung mannkyns tíma- bundið á hveiju ári. Einnig hefur verið látið að því liggja að svefn- truflanir geti verið jafnmikill áhættuþáttur og 'offíta og hefur forseti Bandaríkjanna nýlega undir- ritað lög, sem kveða á um að kom- iðverði ujip sérstakri „svefn“-stofn- Sængur ogkoddar Umboðsmenn um land allt Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Góða nótt og sofðu r SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 un í þessu tilliti í henni Ameríku. Afleiðingar svefntruflana eru ekki að fullu kunnar, líklega vegna þess að ekki er enn með vissu vitað hvers vegna við þurfum yfir höfuð að sofa. Hjarta- og æðasjúklingar eru þó í meiri hættu ef þeir hijóta þungum og erfiðum hrotum en aðr- ir. Afleiðingar svefnleysis birtast m.a. í minni virkni einstaklinganna, geðtruflunum og óhöppum hvers konar. _ Sérfræðingar eru sammála um að nokkur þróun hafí átt sér stað í meðferðarúrræðum. Hins vegar væru læknar mjög fljótir til að skrifa upp á svefntöflur fyrir ein- staklinga, sem þjást af svefnleysi. Ekki væri boðið upp á aðrar aðferð- ir, einfaldlega vegna ónógrar þekk- ingar. „En svefntöflur geta hæg- lega gert illt ástand verra," segir Stores. Meðferð við sjúkdómi hlýtur að fara eftir eðli hans og því segja sérfræðingar að grannt verði að skoða þær ástæður, sem liggja að baki svenleysinu þar sem til sé önn- ur og virkari meðferð en pillur, t.d. sálfræði- og lyfjameðferð vegna kvíða og þunglyndis eða breytinga í nánasta umhverfí. ■ JI sterkari B-vítamín Guli miðinn tryggir gæðin. Fœst í apðtekum og beilsubittum matvöruverslana. elsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 B-SÚPER inniheldur 11 náttúruleg B-vítamín. Þau eru mikilvæg fyrir efnaskipti líkamans, heilbrigða starfsemi ýmissa líffera, tauganna og húðarinnar. Einnig nauðsynleg fyrir heilbrigðan hárvöxt og til blóðmyndunar. B-SÚPER er sterk blanda allra B-vítamína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.