Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 llm 13 milljónir manna á heimssýningu í Suður-Knreu HEIMSSÝNINGUNNI Expo 93 í borginni Taejon í Suður-Kóreu sem opnuð var í ágústbyijun lýkur um næstu helgi en alls er gert ráð fyrir að yfir 13 milljón- ir manna sæki sýninguna. Tíu milljónasti gesturinn kom á sýn- inguna seint í október þegar blaðamenn frá íslandi litu þar við í boði Hyundai fyrirtækisins en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir um 10 milljón gestum. Sýningarsvæðið nær yfir nærri milljón fm svæði og er um fjórð- ungur þess undir þaki. Með því að halda Expo 93 eru Kóreumenn að staðfesta það sem hófst með Ólympíuleikunum 1988, að þeir séu iðnaðarþjóð en ekki þróunarþjóð og hafi ýmislegt að sýna og leggja til mála í hópi iðnv- æddra ríkja. Þeir segjast gera sér grein fyrir ýmsum fylgifiskum og vandkvæðum iðnvæðingar og mengunar og var á sýningunni víða Qallað um umhverfismál og minnt á hvemig þjóðir verði að taka sig saman um að nýta auð- lindir á skynsaman hátt. Þá vilja kóreumenn sýna að þeir kunni að skipuleggja sýningar og aðra at- burði sem þennan. Enda segja þeir að eftir Ólympíuleikana hafi ijöldi ferðamanna margfaldast þeir ætla sér stóra hluti með ferðaþjónustu sinni. Borgin Taejon sem hýsir Expo 93 er eins konar tæknimiðstöð því þar eru helstu menntastofnanir á tæknisviði og eitt af markmiðum sýningarinnar er að ýta undir tækniáhuga ungs fólks til að skapa meiri möguleika og fjölbreytni í rannsóknum og þróun á öllum hugsanlegum tæknisviðum. Talið er að sýningin skapi 217 þús. störf heima fyrir og skilji eftir 1,6 millj- arða bandaríkjadala í tekjur. Þama sýndu 109 lönd, 33 alþjóðasamtök og 60 einkafyrirtæki. Má segja að þarna hafi öllu ægt samari: Sýn- endur lögð áherslu á að sýna sög- una og rætur sínar t.d. sýna gam- alt handverk eins og prentlist, málun og leirkeragerð og tengdu við nútíðina og létu tölvur vinna lágmyndir af sýningargestum eftir einfaldri skissaðri mynd og reyndu þannig að skyggnast inn í framtíð- iria. Byggðir voru 62 sýningarskál- ar og munu margir þeirra standa áfram sem rannsóknastöðvar og hluti svæðisins er skemmtigarður, tívolí af stærri gerðinni með öllu tilheyrandi, og það mun áfram þjóna borgarbúum og ferðamönn- um. Ný tækni I járnbrautarsamgöngum Ekki er hægt að sjá allt á hrað- ferð gegnum sýningu sem þessa en við litum t.d. inn í skála þar sem frætt var um helstu orkugjafa heimsins. Sýnt var á myndrænan hátt hvernig olía myndast og er unnin, hvernig beisla má raforku, jarðvarma og sólarorku og hvemig hafa þarf í huga að ekkert _er óend- anlegt í þessum efnum. í öðrum sal var kynnt ný tækni við jám- brautarsamgöngur sem eru seg- ulknúnar lestir. Hyundai fyrirtæk- ið hefur síðustu árin tekið þátt í þróun slíkra vagna en slíkar til- raunir hafa einnig farið fram t.d. í Japan, Englandi og Þýskalandi. Þessir rafsegulknúnu vagnar svífa ofaná brautarteinunum en em að öðm leyti ekkert frábmgðnir venjulegum lestarvögnum og er með þessu verið að reyna að nýta „hreinni" orkugjafa. Þessir vagnar ná 150 km hraða en vagninn á sýningarsvæðinu ók á 50 km hraða, hljóðlaus og þægilegur. Mikið var um hvers konar þraut- ir og gátur sem sýningargestum gafst kostur á að leysa og keppa til verðlauna og má segja að þessu hafi einkum verið beint til skóla- barna sem flæddu um svæðið í stórum flokkum. Var okkur tjáð að gmnnskólanemar sæktu þessa sýningu mikið með kennumm sín- um. Sýningargestir á Expo 93 vom fyrst og fremst Kóreumenn og Asíubúar úr nálægum löndumT Morgunblaðið/jt Gífurlegur mannfjöldi hefur sótt Expo 93 á degi hverjum og voru þúsundir teknar að safnast saman við hliðin löngu áður en opnað var á morgnana. ÖIl mannvirki sýningarinnar voru hin glæsilegustu eins og t.d. þessi skúlptúr yfir aðalinn- gangi svæðisins. Evrópubúar voru greinilega sjaldséðir þarna því við Islendingarnir urðum að gefa eiginhandarárit- anir á báða bóga. Meðal tækninýjunga á sýn- ingunni var þessi rafseg- ulknúna járnbraut frá Hy- undai fyrirtækinu svífur ofan á teinunum. Greinilegt var að Evrópubúar vom sjaldséðir því bæði var okkur Is- lendingunum heilsað í tíma og ótíma og jafnvel beðnir um eigin- handaráritun. Væri það ekki gert í laumi og í miklum flýti safnaðist fljótlega að okkur sægur bama sem öll vildu fá nöfn okkar útlend- inganna. ■ Jóhannes Tómasson Vaxtabroddur í hótelbygginguni í Tætandi Skamstafanir flugvalla AMM Amman, Jórdanía ASP Alice Springs, Ástralia BCN Barcelona, Spánn BKK Bangkok, Tæland BOS Boston, Bandarikin BOM Bombey, Indland BRU Brussel, Belgía CPH Kaupmannahöfn, Danmörk CCS Caracas, Venezuela DEL Delhí, Indland EDI Edinborg, Bretland FCO Róm — Da Vinci, Ítalía GGT Georgetown, Bahamas GLA Glasgow, Bretland GVA Genf, Sviss HAM Hamborg, Þýskaland IBZ Ibiza, Spánn JRS Jerúsalem, ísrael KUL Kuala Lumpur, Malasía LAS Las Vegas NY, Bandarikin LGW London Gatwick, Bretland LHR London Heathrow, Bretland LXR Lúxor, Egyptaland JFK New York, Bandaríkin, MIA Miami, Bandaríkin NRT Tókýó, Japan SAL San Salvador, El Salvador SOF Sofia, Búlgaría SYD Sydney, Ástralfa - VIE Vín, Austumki YUL Montreal Quebec, Kanada ZHR Zurich, Sviss Feröafélag íslands Sunnud. 7. nóv. eru tvær ferðír kl. 13. Gengið verður á Helgafell og í Gullkistugjá. Á Helgafell er greið leið og auðveldast er að ganga á fjallið norðaustur frá. Þaðan er útsýni gott. Á sama tíma er önnur ferð sem er hellaskoðunarferð í Dauðadalahella sem eru í Skúlatúnshrauni skammt frá vestari Bláfjallavegi. Brottför er í ferðirnar frá Umferðar- miðstöðinni austanmegin og Mörkinni 6. Miðvikud. 10. nóvember verður myndakvöld í Sóknar- salnum í Skipholti. Myndir úr ferðum, kaffi og meðlæti. Loks skal minnt á aðventu- ferð í Þórsmörk helgina 26.-28. nóv. ■ FJÖLDI hótela og gistirýma eykst stöðugt í Tælandi. Þar voru á síðasta ári skráð 4.251 hótel sem gátu hýst rúmlega 205 þús- und manns í einu. Flest eru hótelin í Chiang Mai, 303 talsins en þegar litið er til gistiplássa er Bangkok í farar- broddi, því alls eru 34.611 hótel- herbergi í borginni á 155 hótelum. endurskipulögðum hótelum sem þegar hafa verið reist. Holiday Inn hyggst bæta hlekkjum í keðju sína í Tælandi og reisa þar nokk- ur hótel. Þá hefur tælensk hótel- keðja, sem heitir því alþjóðlega nafni Felix komið fram á sjónar- sviðið og hefur yfirtekið rekstur nokkurra hótela í landinu. Að sögn ferðamálaráðs verður enn eitt glæsihótelið opnað í Bangkok í kringum kínverska nýárið, í febrúar á næsta ári. Það er Amari Watergate hotel, sem að sögn ferðamálaráðs verður í háuma gæðaflokki. Herbergin verða tæplega 600 og 40 fermetr- ar hvert um sig. Sumir sem vel þekkja til, segja að Hong-Kong búar standi aðallega fyrir þessum hótelbyggingum. Þeir vilji koma fjármagni út úr Hong Kong fyrir 1997 þegar Kínveijar taka við stjórn þar. ■ Morgunblaðið/Sverrir Fró Tætandi, þar sem ennn er verið að bæta við tals- verðu gistirými á hótelum Þúsundasta Boeing 747 vélin í loftié MIKIÐ var um dýrðir í Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum þegar ekið var út úr flug- skýli þúsundustu Boeing 747 vélinni sem þar er framleidd. Nokkrum dögum seinna var hún afhent nýjum eigendum, Singapore Airlines, og hlaut nafnið Albert feiti. Um þessar mundir eru 25 ár síðan fyrstu Boeing Þetta kemur fram í frétta- bréfi tælenska ferðamála- ráðsins. Þar segir jafn- framt að ætl- unin sé að fjölga gisti- rýmum enn frekar og í árs- lok verði alls um 40 þúsund hótelherbergi í höfuðborginni. Hið aukna gistirými verð- ur bæði í ný- byggingum og 747 vélamar voru teknar í notkun. Á þeim tíma hafa þær flutt 1,4 milljarða farþega 18 milljarða mílna. Það samsvarar 40 þúsund ferðum til tunglsins og heim aftur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.