Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993
Frá næturljósum
til náinnar snertingar
FJÖLDI rita hefur verið gefinn út um svokölluð UFO-fræði, en
sú bók sem mest er stuðst við á námskeiði Handmenntaskóla
Islands er eftir bandaríska stjörnufræðinginn dr. J. Allen Hyn-
ek, sem út kom árið 1972. Hynek, sem nú er látinn, var ráð-
gjafi bandaríska flughersins um 22 ára skeið, frá 1947-1969,
og hafði það hlutverk með höndum að finna viðhlítandi stjarn-
fræðilega skýringu á einkennilegum loftfyrirbærum.
Hann starfaði m.a. sem að-
stoðarforstjóri Smithsonian-stjarn-
eðlisfræðistofnunarinnar í Cam-
bridge. Hann stjórnaði rannsókn-
um á ferli gervitungla fyrir stofn-
unina á vegum NASA og var m.a.
forstjóri Lindenheimer-stjömu-
fræðirannsóknarstöðvarinnar við
Northwestern-háskólann í Evans-
ton í Illinois-fylki. Þá var hann
einn helsti ráðgjafi við gerð kvik-
myndar'Stevens Spielberg, „Close
encounters of the third kind“ eða
„Náin kynni af þriðju gráðu“, sem
frumsýnd var í Bandaríkjunum
1977. í bók sinni leggur Hynek
hvorki dóm á fyrirbærin né reynir
að skýra þau sem slík, heldur fjall-
ar bókin fyrst og fremst um flokk-
un þeirra og álit vísindamanns á
vísindalegum vinnubrögðum varð-
andi nýja mannlega reynslu.
Persónuleg afstaða Hyneks til
málsins breyttist mikið eftir því
sem á leið og eins og hann segir
sjálfur var hann í byijun eins og
„saklaus áhorfandi, sem varð fyrir
skoti“. Smám saman varð það hans
sannfæring að lýsing sjónarvotta
væri raunveruleg reynsla og því
unnt að skoða hana í samræmi við
vísindalegar leikreglur. Hann hafði
aðgang að öllum þeim rúmlega 12
þúsund skýrslum, sem bandaríski
flugherinn safnaði í 22 ár. í bók
sína valdi hann úr tilfelli, sem hann
rannsakaði sjálfur og tók aðeins
með fyrirbæri, sem fleiri en eitt
vitni sáu, og aðeins þau fyrirbæri,
sem reyndust óskýranleg, eða
flokkuðust undir UFO. Um 25%
umræddra skýrslna reyndust þess
eðlis og fyrirbærunum skiptir hann
niður í sex flokka:
Næturljós eru lang algengasti
flokkurinn, hreyfingar ljóss á
himni, sem ekki falla að neinum
þekktum náttúrufyrirbrigðum.
Samhliða hreyfingunum verður
vart litabreytinga ljóssins.
Diskar í dagsljósi. Einkenni
fljúgandi diska eru óskiljanlegar
hraðabreytingar, en þeir hreyfast
líkt og fallandi lauf eða „sikk-
sakk“ í 90 gráðu hornum. Samfara
hreyfíngunum er alls enginn há-
vaði þrátt fyrir ofsahraða. Diskun-
um er oftast lýst silfurlituðum og
stundum virðast þeir hafa dökka
rák á sér miðjum.
Radarathugun samhliða sjón.
Þessi fyrirbrigði eru eins og hin
tvö fyrri, en hér við bætist sam-
hliða radarathugun sérfræðinga.
Nokkuð oft kemur þó fyrir að rad-
ar sýni ekki neitt þó að fyrirbrigð-
in sjáist á himni.
Náin snerting — fyrsta gráða.
Náin snerting skiptist í þijár gráð-
ur, fýrstu, aðra og þriðju. Fyrsta
gráða er þegar UFO er séður í
næstu nálægð, án annarra áhrifa
á umhverfið en ótta þess er fyrir
slíku verður. Fjarlægðin er þá frá
tíu metrum upp í 200 metra. Lýs-
ing sjónarvotta nær þá til smáatr-
iða, eins og leturs, glugga, að-
greinanlegra ljósa og lita, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Önnur gráða er lík hinni fyrstu
nema hvað hér verða umhverfis-
merki t.d. á dýrum, jarðvegi og
tijám. Einnig stöðvast vélar og
rafkerfi fara úr skorðum um
stundarsakir.
Þriðja gráða er svo lýsing á
„mann“-verum samhliða UFO-
fyrirbrigði. Slíkt er afar sjaldgæft
miðað við fjölda annarra lýsinga
og er sá þáttur UFO-fyrirbrigð-
anna sem kemur flestum til þess
að afskrifa þau í heild. Hynek
segir að samkvæmt lýsingu vitna
virðist sem um tvær tegundir
„mann“-vera sé að ræða; annars
vegar svokallaða „álfa“, sem eru
í minna lagi, og svo hinsvegar
yfir sex feta háar verur, fagurlim-
aðar mjög. ■
JI
Fljúgandi furðul
og önnur óskýranleg fy
EF SPÁ „fróðra" manna um geimverur rætist, fá íbúar Snæfellsness
heimsókn geimvera í dag. I gær hófst i Háskólabíói alþjóðleg UFO-ráð-
stefna og er meiningin að haida henni áfram á morgun eftir ferð
fundargesta á Nesið í dag. Um 300 útlendingar eru hingað komnir til
að taka þátt í ráðstefnunni, sem fjallar um fljúgandi furðuhluti og
önnur óskýranleg fyrirbæri.
Sumarið 1947 hófst opinber saga
UFO-fræðinnar. Flugmaður sá silf-
urlituð farartæki í flugi og gaf
skýrslu um þau. Þau hegðuðu sér
þannig að um tengsl við þáverandi
tækni og menningu var ekki að ræða.
Þetta kemur m.a. fram í bókinni
„The Secret Life“ frá 1991 eftir dr.
David M. Jacobs. Viðbrögð banda-
rískra stjómvalda voru þau árið 1948
að fela flughemum að rannsaka þessi
fyrirbæri og þá einkum hvort þau
væm hættuleg öiyggi landsins. Með
tímanum tóku landherinn, sjóherinn,
CIA og FBI einnig þátt í rannsókn
inálsins eftir eigin leiðum.
Eftir fimm ára starf varð niður-
staðan sú að þar sem ekki fundust
nein efnisleg sönnunargögn, væru
fyrirbærin ekki hættuleg vörnum
lahdsins. Allt, sem ekki fékkst við-
hlítandi skýring á, var einfaldlega
merkt „óþekkt“, en ekki var rann-
sakað hvað þetta óþekkta var. En
hin opinbera skýring var sú að þetta
væri sálfræðilegt fyrirbæri og því
væru allir, sem sæju slíkt, afbrigði-
legir. Vísindamenn þjóðarinnar
sættu sig við þessa niðurstöðu þó
að enginn gerði neina tilraun til
þess að kanna nákvæmlega sálar-
ástand þeirra sem óviljandi urðu
vitni að UFO-fyrirbærum. Það var
svo árið 1969 að kveðinn var upp
opinber dauðadómur yfir UFO-fyr-
irbærum eftir útkomu svokallaðrar
Condon-skýrslu. Ári áður höfðu Sov-
étmenn sett á fót sérstaka rann-
sóknastofnun í þessu skyni sem enn
er starfandi.
UFO-fræðin er margslungið svið
meðal fræðimanna í flestum vest-
rænt skipulögðum löndum. Þessi
fræðigrein er ekki studd opinberlega
af neinum háskólum eða opinberum
aðilum, enda þótt margir hafi undan-
farna áratugi sýnt þessum málum
fullan áhuga og reynt að koma skilj-
anlegum kenningum yfir það, sem
flokkast undir UFO-fyrirbæri. UFO
er skammstöfun á „unidentified fly-
ing object" eða flugfyrirbæri, sem
ekki tekst að skýra, og var skamm-
stöfunin fyrst notuð meðal flug-
manna, sem stytting, til þess að
gefa til kynna að þeir gátu ekki
borið kennsl á fljúgandi hlut.
Bæði hérlendis og erlendis hafa
ýmsir talið sig sjá fljúgandi ljós á
himni eða upplifað einhverskonar
verur eða aðra torkennilega hluti.
Handmenntaskóli íslands er nú að
hleypa af stokkunum námskeiði í
UFO-fræðum og er Einar Þ, Ás-
geirsson leiðbeinandi. „Sannanir eru
ekki til á neinu þessu viðvíkjandi,
en ég hef áhuga á öllu því, sem vís-
indin hafa hundsað og ekki talið
ástæðu til að rannsaka. Það er ekki
spurning um trú. Innan sálarfræð-
innar er t.d. farið að líta á þetta
alvarlegum augum, sér í lagi með
tilliti til svokallaðs brottnáms, sem
er fyrirbæri innan UFO-fræðinnar
sem fyrst kom fram í kringum 1963
með frásögn Betty og Barney Hill
og gerði NBC sjónvarpsmynd árið
1975 eftir þeirri sögu sem hét „The
UFO Incident“.“ Einar segir að
brottnám felist í því að lágvaxnar
framandi verur taki fólk bæði vak-
andi og sofandi í eins til tveggja tíma
rannsókn inn í framandi farartæki.
Síðan sé þeim skilað aftur á þann
stað, sem brottnámið fór fram, en
Lettar hafa
áhuga á auknum
tengslum við Norðurlönd
AHUGI Letta á Norðurlöndunum hefur vaxið mjög eftir að landið
lýsti yfir sjálfstæði árið 1990. Norðurlandaráð hefur sett á fót upp-
lýsingaskrifstofu í höfuðborginni Riga og í október bauð hún tíu
kennurum frá Norðurlöndunum til að kenna á námsstefnu fyrir lett-
neska kennara sem haldin var annars vegar í nýjum norrænum
menntaskóla í Riga og hins vegar í bænum Liepaja. Kirsten Friðriks-
dóttir, dönskukennari við Verslunarskóla Islands var annar tveggja
kennara sem fóru héðan.
Upplýsingaskrifstofan minnir
um margt á Norræna húsið í
Reykjavík, að sögn Kirstenar. Blöð
frá öllum Norðurlöndunum liggja
frammi, komið hefur verið upp vísi
að bókasafni og þar er kennsla í
Norðuriandamálunum. íslenskuna
kennir ungur maður sem var skipti-
nemi hérlendis fyrir nokkrum
árum. „Eftir fall kommúnismans
hafa Lettar reynt að ijúfa tengslin
við Rússland og hafa aðallega beint
sjónum sínum að Norðurlöndum,
vegna nálægðarinnar og vegna
hinnar ríku lýðræðishefðar
Norðurlanda. Lettar hafa verið
undirokaðir um aldir, eina tímabii
sjálfstæðis var frá árunum 1918-
1940. Landið hefur verið undir hæl
Rússa, Pólverja, Þjóðveija og Svía
og verst þykja Lettum yfirráð
Rússa.“
Aukin ðhersla á málakennslu
Auk Kirstenar, sem kennir
dönsku, fór Guðjón Ó. Magnússon,
landa- og jarðfræðikennari við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti til
Lettlands. Námsstefnan fólst í því
að gestakennarar kenndu hópi
nemenda og höfðu 15-35 kennara
sem áhorfendur. Eftir tímann
fengu svo lettnesku kennararnir
tækifæri til þess að spyrja okkur
út úr og gera sínar athugasemdir.
Kennslan í Riga fór fram í norræna
Morgunblaðið/Þorkell
Kirsten Friðriksdóttiir kennir dönsku í Verslunarskóla Islands.
Fjórir af nemendum Kirstenar með Kennaraskólann í Liepaja í baksýn.
menntaskólanum og voru nemend-
urnir úr þeim skóla en í Liepaja
voru fengnir nemendur úr nokkr-
um menntaskólum í borginni, nema
í dönsku- og finnskukennslu, en
þeir nemendur komu með frá Riga.
„Menntaskólinn í Riga er aðeins
2'A árs gamall en nemendur búa
nú þegar yfir þó nokkurri færni í
Norðurlandamálunum og ensku,
sem lögð hefur verið mikil áhersla
á að kenna eftir að landið hlaut
sjálfstæði. Lettarnir ætla sér
greinilega að auka tengslin við
Vestur-Evrópu.
Lettum hefur hins vegar reynst
erfitt að fá kennara, sem mæltir
eru á Norðurlandamál til starfa.
Launin eru lág, um 40-50 dollarar
á mánuði. Okkur var sagt að hægt
væri að skrimta á þeim, en hæstu
laun í landinu fá stjórnmálamenn,
200-250 dollara á mánuði. Fólk
veitir sér þó engan munað, matur
er dýr, máltíð á góðum veitingastað
kostar um 20 dollara. Það virðist
vera nóg til af mat, t.d. kjöti, en
það er dýrt og okkur virtust fáir
hafa efni á því.“
Kirsten segir að þrátt fyrir fá-
tæktina séu Lettar stolt þjóð, þeir
séu einbeittir, ákveðnir og bjartsýn-
ir. Þeir eigi allan heiminn þó að
þeir eigi ekki neitt. Þess séu merki
að landið sé á uppleið, iðnaður sé
að fara af stað að nýju, og byijað
sé að gera upp hús, en húsakostur-
inn sé í mikilli niðurníðslu. „Lettar
vilja gjarnan fá aðstoð en þeir vilja
hjálp til sjálfshjálpar, enga ölmusu.
A mörkuðum var fólk að selja eitt-