Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
Ég þakka hlýjar kveðjur, er mér bárust, á 75
ára afmœlisdegi mínum 16. október sl.
Pétur Pétursson,
þulur..
Nóvembertilboðin byrjuð
Vikan 8.-12. nóvember:
Peysur - 25% afsláttur.
Iw B-P a ItB 9 r Grænatúni 1,
lívl AVlli Kópavogi.
- NAMMCO -
Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið
Samkeppni um merki NAMMCO
10.000 norskar krónur fyrir bestu tillöguna
Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið - NAMMCO - býður
fram verðlaun að fjárhæð NKR 10.000 fyrir bestu tillögu að
merki stofnunarinnar. Verðlaunamerkið verður sniðið til notk-
unar á öll opinber NAMMCO skjöl.
NAMMCO var stofnað með samningi sem undirritaður var
í Nuuk árið 1992 af Færeyjum, Grænlandi, íslandi og Noregi.
Tilgangur NAMMCO er að stuðla að verndun, skynsamlegri
stjórnun og rannsóknum á sjávarspendýrum í Norður-Atlants-
hafi með svæðisbundnu samstarfi. Sem ný alþjóðleg stjórnun-
arstofnun fyrir sjávarspendýr hefur NAMMCO að markmiði
sínu að viðhalda skynsamlegri afstöðu til nýtingar sjávarspen-
dýra á Norður-Atlantshafi, afstöðu sem byggir á reglunni um
sjálfbæra nýtingu, styðst við áreiðanlegar vísindarannsóknir
og tekur tillit til alls vistkerfisins.
NAMMCO óskar eftir merki sem endurspeglar tilgang og hlut-
verk stofnunarinnar, en er jafnframt svo einfalt í gerð sinni
að því verði auðveldlega umbreytt til notkunar á margskonar
skjöl og annað efni sem tengist stofnuninni.
Tillögur óskast sendar fyrir 10. desember 1993 til:
NAMMCO Secretariat,
c/o Department of Arctic Biology,
University ofTromsö - 9037 Tromsö -Norway.
SIÐFRÆÐI/V/vemig veröur hann til?
SiÖleysinginn
SPURNINGARNAR „hvernig er virkilega siðlaus maður?“ og „hvern-
ig verður hann til?“ eru viðfangsefni pistilsins. Það er nefnilega jafn
áhugavert'að íhuga hvernig best sé að vera og hvernig menn eigi
alls ekki að vera.
Siðleysinginn dýrkar sjálfan sig
og beitir blygðunarlaust öllum
brögðum til að ota sínum tota. Viðm-
ið réttlætiskenndar hans er eigin
vellíðan og megin-
hugsunin sem ligg-
ur á bak við gerðir
hans, er eigin frami
og aðdáun annarra.
Einkenni hans er
að skeyta ekki um
líðan samstarfs-
manna sinna.
Viðmið góðmenns-
kunnar er: Allt er gott sem kemur
mér vel. Hann veigrar sér ekki við
að beita blekkingum til að notfæra
sér aðra. Þó er hann jafnan sakleys-
ið uppmálað.
Viðmið ábyrgðarkenndarinnar er
skyldan gagnvart sjálfum sér. Skaði
annarra vegur ekki þungt á metun-
um. Siðleysingja skortir samúðartil-
fínninguna. Hann kann ekki að finna
til með öðrum. Samviskan mælir
aðeins eigin gróða og tap. Hann
getur því ekki fengið samviskubit
þegar hann brýtur á öðrum. Það eina
sem skiptir máli er að öðlast sem
mest sjálfur, og allt sem hindrar út-
rás eigin hvata er sem þyrnir í aug-
um. Ef hann setur sér siðareglur
snúast þær um að ótakmarkað frelsi
hans sjálfs og takmarkað frelsi ann-
arra.
Hættulegur siðleysingi er aðlag-
andi. Hann kemst langt í lífinu því
hann hefur persónutöfra og þokka-
lega greind. Enginn er betri lygari.
Lygin er allrabesta tækið til að fá
aðra til að þjóna sér. Hann villir á
sér heimildir og leggur sig í fram-
króka að sýnast einlægur. Æðstu
dyggðir eru aðeins skemmtilegur
leikur til að snúa á aðra. Ástin er
góð blekkingaraðferð, því flestir eru
veikir gagnvart ástúð og það er auð-
velt að draga þá á tálar. Flestir vilja
vera elskaðir og að virðing sé borin
fyrir þeim. Siðleysinginn notfærir sér
það til hins ýtrasta. Ef réttlæti er
mikils metið, þá þykist hann éinfald-
lega vera réttlátur. Markmið hans
er þó ávallt skýrt: Að vera ríkur,
valdamikill, frægur og dýrkaður.
Hvernig verðursiðleysinginn til?
Siðleysinginn er góð eftirherma
og oft getur verið erfítt að sjá í
gegnum leikaraskapinn. Nú vaknar
spurningin: Hvernig verður hann til?
Hann skortir ást, samvisku og samúð
með öðrum. Hann hefur ofgnóttir
sjálfselsku og dýrkunar. Spjótin
hljóta að beinast að uppeldinu. Börn
læra að gera það sem ber árangur
og hætta að gera það sem engan
árangur ber eða hefur slæmar afleið-
ingar. Foreldrar eru kennarar barna
sinna. Námið getur mistekist. Ég
ætla að nefna nokkur atriði sem
geta farið úrskeiðis:
1. Samviskubit: Foreldrar eiga að
kenna bömum sínum muninn á réttu
og röngu. Samviskan mótast nefni-
lega að miklu leyti þegar bömum er
umbunað eða refsað fyrir það sem
þau gera. Ef þau meiða eða stela
reyna flestir foreldrar að gera þeim
ljóst að það sé rangt að valda öðrum
sársauka. Þeim er kennt að hugsa út
í hvernig þolandanum líður. Þannig
læra þau að setja sig í spor annarra.
2. Lygin: Börnum er eðlilegt að þylja
upp afsakanir þegar þau þurfa að
svara til saka. Flestir foreldrar sjá í
gegnum það, en ekki allir. Voðinn
er vís ef falskar afsakanir eru látnar
standa sem góðar og gildar. Þannig
fær lygin verðlaun.
3. Fyrirgefningin: Hún er meðal
göfugustu hugtaka siðfræðinnar.
Foreldrar geta komið henni vitlaust
til skila. Börn geta upplifað að það
sé nóg að segja „fyrirgefðu" til að
sleppa við refsinguna. Slík fyrirgefn-
ing er tóm, því það vantar iðrunina.
Barn sem sífellt kemst upp með að
leika iðrandi syndara fær umbun
fyrir leikinn en ekki fyrir að iðrast
í raun.
4. Ofdekur: Foreldrum hættir til að
Khomení, erkiklerkur.
ofdekra böm sín. Dekrað bam þarf
ekki að hafa fyrir hlutunum. Það fær
allt upp í hendumar. Dekrað bam
kann ekki að neita sér um hlutina
enda fær það allt sem það óskar
sér. Það lærir ekki að standast freist-
ingarnar. Að neita sjálfum sér um
eitthvað gimilegt er höfuðatriði and-
legs þroska. Eða hafa ekki allir
helstu spekingar mannsandans orðið
víðfrægir fyrir að afneita veraldleg-
um gæðum?
5. Ofvernd: Foreldrar geta hlíft
börnum sínum um of. Þeir geta falið
dauðann, sorgina og þjáningu ann-
arra. Þeir geta falsað sannleikann
með þvi að ofvemda bamið gagnvart
heiminum, og láta eins og það lifí í
allt öðmm heimi. Þetta kemur í veg
fyrir að þau seti sig í spor annarra,
og að þau fái að taka þátt í erfiðleik-
um foreldra sinna við að ná endunum
saman. En fátt þroskar hraðar en
þjáningin.
Engir foreldrar eru fullkomnir og
eitthvað hlýtur að fara úrskeiðis hjá
öllum. Sum börn geta unnið það sem
á vantar upp síðar meir. Siðleysingi
getur hugsanlega orðið til þegar of-
angreind fimm atriði fara saman.
En að sjálfsögðu er ekki til nein
pottþétt uppskrift á siðleysingja.
Mannlífið er of flókið. Ofangreind 5
atriði eru tilgátur um hvemig siðleys-
ingi geti orðið til.
Speki: Uppskrift að siðleysingja:
500 g sjálfselska, 250 g lygi, 1 dl
ofvernd, 2 tsk ofdekur, 250 gr sam-
viskuleysi og 1 msk gervi-fyrirgefn-
ing. Bleitt í með fölskum persónu-
töfmm. Hrært vel saman við ást-
leysi. Kælt í frystikistu mannlegra
tilfinninga.
eftir Gunnar
Hersvein
LÆKNISFRÆÐI/7>Atf ad færa út kvíamar?
Skortur á varahlutum
HÉR VORU á dagskrá um síð-
ustu helgi flutningar líffæra
milli manna og nýjungar á þeim
vettvangi. En um vandamálin
sem siglt hafa í kjölfar
ígræðsluaðgerða mætti einnig
margt tíunda, þótt nú verði ein-
ungis staðnæmst við þann hörg-
ul sem er á nothæfum og fáan-
legum líffærum í stað þeirra
sem ekki standa nógu vel í
stykkinu og ættu að víkja.
Flest líffæri til ígræðslu eru tek-
in úr líkum þeirra sem hafa
látist af slysförum eða úr sjúkdóm-
um sem valda snöggum dauðdaga
eins og innvortis blæðingu, svo
dæmi sé tekið. Ef
hugsað er til líf-
færaflutnings
verður fyrst að fá
úrskurð um að lífi
væntanlegs gef-
anda sé örugg-
lega lokið, með
öðrum orðum að
hann sé heila-
dauður. Þann úrskurð gefa læknar
sem tengjast ekki málinu að öðru
leyti og taka ekki þátt í aðgerðun-
um, hvorki á líki né sjúklingi. Þeg-
eftir Þórarin
Guónason
ar úrskurðurinn liggur fyrir þarf
að skýra vandamönnum frá honum
og leita samþykkis þeirra um að
eitt eða fleiri líffæri verði gefin
þeim sem bíða eftir slíku og þurfa
sárlega á því að halda. Ef sam-
þykki fæst er næsta skref að losa
þá líkamshluta sem á að nýta og
varðveita þá á fullkomnasta hátt
þar til ígræðslan getur farið fram.
Þegar blóð hættir að streyma um
líffæri taka þau fljótlega breyting-
um sem kalla mætti byijun á
dauða, en kæling dregur úr hraða
þess háttar hrörnunar og einnig
er dælt inn í æðarnar vökva sem
tefur fyrir að illa fari. í þessu
millibilsástandi þarf mörgu að
sinna — flokka vefinn og senda
líffærið að fenginni þeirri niður-
stöðu til þess sjúkrahúss, þeirrar
borgar eða jafnvel til annars lands
þar sem bíður sjúklingur í réttum
vefjaflokki og er manna líklegast-
ur til að njóta góðs af. Aðkomna
líffærið verður að taka til starfa
án tafar þegar búið er að gróður-
setja það á nýja staðnum. Frumur
þess þurfa að vera lifandi og starf-
hæfar þótt fyrri eigandi sé ekki
lengur í tölu lifenda.
Frá upphafi líffæraflutninga
hefur helsti þrándur í götu verið
afneitun og útskúfun húsráðanda
á gestinum. Menn kannast við
svipað fyrirbrigði úr sögu blóð-
gjafa; munurinn er aðeins sá að
einstöku sinnum gekk blóðgjöf
eins og í sögu en oftast fór þó allt
í bál og brand og ráðning gátunn-
ar fékkst ekki fyrr en blóðflokk-
arnir fundust um síðustu aldamót.
Svo tilfínnanlegur skortur er á
líffærum til ígræðslu að mikið
vantar á að hægt sé að fullnægja
eftirspurn. Dæmi: í Bretlandi bíða
hátt í sex þúsund manns eftir líf-
færum af ýmsu tagi, í Bandaríkj-
unum eru 24 þúsund sjúklingar á
biðlistum vegna nýrnaígræðslu
einvörðungu og 16 hundruð bíða
eftir lifrarskiptum. Það er því ekki
nema von að sú hugmynd hafi
skotið upp kollinum að bæta mætti
úr varahlutaskorti mannslíffæra
með því að grípa til parta úr dýrum
og freista þess að græða þá í fólk.
Reynslan sýnir að þvílíkar tilraun-
ir eru dæmdar til að misheppnast,
að minnsta kosti enn um sinn.
Þrátt fyrir að þau sund virðist lok-
uð eins og sakir standa er mikill
hugur í mönnum að leita uppi
færar leiðir. ígræðslufræðingar
víða úr heiminum báru nýlega
saman bækur sínar í Cambridge
á Englandi, en sú borg er ein
þeirra staða þar sem flutninga-