Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
STRNGVEMÐI/Hvenœr varfyrstfarid að stundafiskircekt á íslandif
Flutningurá hrognum í Vatnið í
Svartárkoti ur Mývatni 1883
Klakþróin í Mylhilæknum.
ÞANNIG hljóðar fyrirsögn frá-
sagnar Jóns Einarssonar bónda
í Reykjahlíð í Mývatnssveit af
því þegar hann, tólf ára gam-
all, var sendur eftir fijóvguðum
silungshrognum úr Mývatni til
að setja í Svartárvatn í Bárðar-
dal fyrir réttum 110 árum. Jón
var sonur Einars Friðrikssonar
sem bjó í Svartárkoti í Bárðar-
dal 1871-1895, en þá fluttist
hann með fjölskyldu sinni að
Reykjahlíð, þar sem ættmenn
hans hafa síðan búið. Ýmsir
hafa velt því fyrir sér hvenær
farið var að stunda klak hér á
landi og með því fiskirækt. Það
er því fengur að fá ferðasögu
Jóns til birtingar, en hann festi
hana á blað nokkru áður en
hann dó árið 1950.
Eins og ég hef áður getið var
faðir minn mjög natinn við
allan veiðiskap, minna gefinn fyrir
fjárhirðingu.
Strax á fyrstu árum í Svartár-
koti kom hann sér
upp dráttarneti og
yar dráttarveiði
eftir það stunduð
árlega, aðallega
þann tíma meðan
vatnið var stíflað
upp á Tengurnar.
Var nú aldrei nein
stórveiði samt.
Hann veiddi aldrei riðsilung og ef
gálur fóru í lagnet seinni part
sumars var þeim sleppt.
Eins og kunnugt er gerði hann
fyrstur á Islandi tilraun til að flytja
fijóvguð hrogn milli vatna og þótti
það merkilegt á þeim tíma. Það
vill nú svo einkennilega til að það
var ég sem bar þau hrogn og
ætla ég að segja frá þeirri ferð.
Það var í nóvember 1883 að
faðir minn sendi mig út í Mývatns-
sveit að sækja hrogn sem Árni í
Garði átti að frjóvga. Þá var ég á
tólfta ári. Út í sveit varð mér sam-
ferða Anna Jónsdóttir, hún var
fóstra Jóns Árnasonar læknis á
Kópaskeri. Hún var ljósa 6 systk-
ina minna. Hún var að fara kynnis-
ferð í Gautlönd, þar hafði hún
verið vinnukona í ungdæmi sínu.
Við gistum fyrstu nóttina í
Baldursheimi. Þaðan fór ég daginn
eftir í Garð. Árni lagði net um
kvöldið. Fór ég með honum morg-
uninn eftir að taka nú á móti ef
hrogn kynnu að fást til fijóvgunar
en fékk ekkert.
Þetta var á sunnudag og bjóst
Árni ekki við að draga en sendi
mig út í Geiteyjarströnd, hélt þeir
myndu draga þar á mánudaginn.
Þar var þá staddur Halldór Stef-
ánsson, mágur hans á líkum aldri
og ég og urðum við brátt góðir
kunningjar. Hann átti heima á
Strönd, var að nokkru leyti alinn
upp hjá Sigurði og Rósu, og var
nú að fara heim til sín og urðum
við samferða. Þar var ég um nótt-
ina.
Þar var margt fólk og ekki skil
ég nú hvernig það fólk gat komist
fyrir í svo lítilli baðstofu sem mér
fannst þar vera. Ekkert man ég
neitt sérstaklega eftir Hólmfríði
sem síðar varð konan mín.
Ekki ætluðu þeir að draga um
daginn, fór ég því strax um morg-
uninn til baka fram í Garð. Þegar
ég kom þangað var Árni búinn að
draga og veiða og fijóvga það af
hrognum sem nægja myndi í ílátið
sem ég hafði. Það var tveggja
potta kútur og annar botninn sleg-
inn úr.
Við fórum nú að búa um hrogn-
in og stoppa í hann með blautum
mosa. Síðan lagði ég á stað og
stefndi í Gautlönd, þar ætlaði ég
að gista um nóttina. Ég þekkti þar
engan nema Jón Gauta (ég hafði
verið í skóla hjá honum veturinn
áður, tvær vikur í Víðikeri).
Ég kom við á Sveinsströnd, hitti
mann úti, sagðist hann heita Sig-
fús. Bað ég hann að vísa mér til
vegar í Gautlönd sem hann gerði
mjög greiðlega.
Ég gisti á Gautlöndum um nótt-
ina og er mér það minnisstætt
hvað Jón tók mér vel. Um morgun-
inn var hríðarveður og ætlaði ég
að fara sem leið liggur í Stórás
og Engidal. Var leið sú vel vörð-
uð. Þegar ég ætlaði að fara á stað
man ég það vel að fram í bæjardyr-
um fór Anna að tala um það við
Jón Sigurðsson alþingismann
hvort það myndi vera óhætt að
sleppa mér á heiðina í svona hríð-
arveðri og hélt hann það.
„Mér sýnist á honum að hann
muni ekki vera neinn rati,“ sagði
hann.
Lagði ég á stað með vörðum
og hafði gaman að fara með þeim,
sá oftast 2-3 vörður í einu. Gisti
í Víðikeri um nóttina. Daginn eft-
ir komst ég heim með kútholuna
og voru hrognin sem skjótast látin
í Vatnið austur við Höfða, í gijót-
byrgi sem til þess voru gerð.
Það sást strax um veturinn og
vorið að hrognin höfðu fijóvgast
því fljótlega sáust í þeim augu og
seinast lifandi seiði með kviðpoka.
Flest árin sem faðir minn dvaldi
í Svartárkoti eftir þetta voru flutt
fijóvguð hrogn úr Mývatni suður
en það kom brátt í ljós að illt var
að veija þau fyrir fuglum við Höfð-
ana. Var því búið til nokkurs kon-
ar klakhús við botninn á Myllu-
læknum og þar voru hrognin látin
klekjast út og stundum var verið
að reyna að tína ónýt hrogn burtu.
Áður en sandinn fór að bera í
vatnið hjá Gamlabænum voru víða
hrygningarstaðir þar en aldrei í
þessum læk og var svo þau 24 ár
sem faðir minn dvaldi í Svartár-
koti enda voru þá allir hrygningar-
staðir þar horfnir en árin eftir að
við fluttum burt fór silungur,
bleikja, að ganga til hrygningar í
þessum læk. Það er óræk sönnun
þess að silungur gengur á þá staði
þar sem hann hefur klakist út eins
og nú er líka vísindalega sannað.“
eftir Gylfa
Pólsson
menn láta hendur standa rösklega
fram úr ermum, hafa gert nærri
þúsund lifrarskipti á þeim aldar-
fjórðungi sem þeir hafa stundað
þá iðju.
Tvær dýrategundir virðast helst
koma til greina: apar og svín.
Aparnir eru skyldari okkur og
kynnu því að reynast viðráðan-
legri kostur. Fyrir tæpum áratug
var apahjarta grætt í litla stúlku
sem var að dauða komin og hún
lifði í þijár vikur eftir aðgerðina.
f í fyrra voru apalifrar græddar í
tvo sjúklinga og annar þeirra lifði
í níu vikur. Við krufningu sást
fátt sem benti til höfnunar en samt
virtist apalifrinni ekki hafa tekist
að snúa taflinu sjúklingnum í hag.
Spekingarnir sem þinguðu í
Cambridge setja allt sitt traust á
svínin og eru bjartsýnir; segjast
þó ekki geta lofað neinu í bráð.
En margvíslegar tilraunir er verið
að gera, og víðar en á einum stað,
til þess að rugla mótefni manns-
líkamans í ríminu svo að hann
láti það afskiptalaust þótt aðskota-
dýr setjist að á hans landareign.
Aðrir stefna að því að breyta gen-
um þeirra svína sem eiga að skaffa
varahluti; ýmist með því að bæta
við eða taka burt, hvort sem kynni
að henta betur. — Vonandi liafa
þeir erindi sem erfiði.
!
Nýtt útbob spariskírteina
ríkissjóbs fer fram
mánudaginn 8. nóvember
A morgun kl. 14:00 fer fram nýtt
útboð á spariskírteinum ríkissjóðs.
Um er að ræða hefðbundin,
verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi
flokkum:
Flokkúr Lánstími Gjalddagi
2.fl.D 1993 2.fl.D 1993 5 ár 10 ár 10. okt. 1998 10. okt. 2003
Þessir flokkar em skráðir á Verðbréfa-
þingi íslands og er Seðlabanki íslands
viðskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin veröa seld meö tilboðs-
fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa-
fyrirtækjum, verðbréfamiðlumm,
bönkum og sparisjóöum gefst einum
kostur á að gera tilboð í spariskírteinin
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að
nafnverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í
spariskírteinin em hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilboðsgerð fyrir
þá og veita nánari upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að
hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir
kl. 14:00 á morgun, mánudaginn
8. nóvember. Tilboðsgögn og allar
nánari upplýsingar eru veittar hjá
Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.