Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 B 9 T rúarleg tónlist- arsókn I ÞEIM eilífðarslag sem poppútgáfan er gleymist iðulega að sitthvað meira er að seljast en það sem helst er hampað í fjöl- miðlum. Nægir þar að nefna trúarlega tónlist, en það vill gleymast þegar fjálg- lega er rætt um mest seldu plötur á Is- landi að þar raða sér ofarlega á lista plöt- ur með trúartónlist sem selst hafa í þús- undatali. Trúarleg tónlist er vissulega víða til, en úrvalið jafnan lítið, svo þeir sem að henni leita gera vel í að leita í plötuverslun Fíladelfíumanna, Jötuna, en nýr fram- kvæmdastjóri hennar Friðrik Baldursson, hyggst auka veg verslunarinnar til muna. Friðrik leggur áherslu á að trúarleg tón- list keppi við venjulega tónlist á jafnréttis- grundvelli, hvað varðar allan umbúnað, laga- smíðar og flutning. „Vitanlega verður tónlist- in ekki skilin frá boðskap hennar, sem er jákvæður og ætlað að vera það, en þar með er ekki sagt að tónlistin sé bara fyrir trúaða." Morgunblaðið/Júlíus Jákvæður boðskapur Friðrik Baldursson. Friðrik segist vilja auka sölu á trúarlegri tónlist til muna og liður í því er að lækka plötuverð og stórauka úrvalið, en hann er einnig með á prjónunum ýmar leiðir til að ná til þeirra sem kaupa myndu vilja tónlist- ina hefðu þeir að henni aðgang. „Eg er ekki að segja að ég vilji keppa við stórverslanirn- ar, enda ræ ég á allt önnur mið en þær,“ segir hann, „þó vissulega geti nánast allir fallið fyrir tónlistinni, ef þeir gefa sér tíma til að hlusta." Þunglynd sýra Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ er mikil uppsveifla í íslensku rokki með enskum textum, þá helst í kjölfar velgengni Jet Black Joe á síðustu misserum. Ein sveita sem haslað hafa sér völl er Viridian Green, sem tekur upp kröftugt starf um þessar mundir eftir sumarfrí. Viridian Green er ársgöm- ul rokksveit, sem leikur þunglynda sýru, segir einn sveitarmanna, en aðrir mót- mæla því harðlega að þeir séu þunglyndir, en ná saman um að þeir séu gefnir fyrir róleg lög, „við erum miklir ballöðu- boltar“. Þeir félagar byijuðu ferilinn á að spila í Hlégarði, „kunnum ekkert að spila" segja þeir og kíma að minn- ingunni. Drifkraftur Viridian Green er að það sé ágæt afsökun fyrir að vera atvinnulaus að vera í hljómsveit, „að vera tónlistarmaður og þurfa ekki að vinna“, segja þeir félagar í hálfkæringi, en bæta svo við Ballöðuboltar Viridian Green. að mikið þurfi að vinna í tón- listinni ef vel eigi að vera. „Við megum ekki trufla heila- sellumar með því að vera að pæla í einhveiju öðru.“ Viridian Green lék í Tveim- ur vinum í síðustu viku, og leikur á Hressó á fimmtudag. T rans- danssveit DÆG1IRTONLIST Hvab er Móeidur ad bralla? Lögin við vinnuna ÞAÐ er almennt vitað að Móeiður Júníusdóttir er snjöll söngkona, enda hefur hún víða sungið undanfar- in misseri. Fátt hefur þó verið um söng hennar á plöt- um, en hún hefur verið iðin við að troða upp og sung- ið jassdægurlög úr ýmsum áttum, íslensk sem erlend, þar á meðal lög sem Billie Holiday söng á sínum tíma. Fyrir skemmstu hljóðritaði Móeiður úrval af tónleika- dagskrá sinni og Smekkleysa gefur út á plötu, Móa syngur - Lögin við vinnuna, á næstu dögum. eftir Árna Matthíosson Móeiður Júníusdóttir vakti fyrst verulega athygli þegar hún sigraði í söngkeppni framhaldsskól- anna fyrir margt löngu. Síðan hef- ur hún sungið flestar gerðir tón- listar, þar á meðal í dúettnum Bong, sem hún skipar með kærasta sínum Eyþóri Arnalds, og skemmst er að minnast lags þeirra á Núlldisknum. Móeiður hef- ur þó öllu meira gert af því að syngja jassdægurlög við góðan orðstí, með ýmsum undirleikurum og það getur því ekki komið á óvart að hún hljóðriti plötu með slíkri tónlist. Móeiður segir að upptök- ur á plötunni hafi verið gaumgæfilega undirbúnar. Hljómsveit, sem skipuð var auk hennar Kjartani Valdi- marssyni píanóleikara, Matthíasi Hemstock trommuleikara, Þórði Högnasyni kontrabassa- leikara og Jóel Pálssyni saxófónleikara, kom saman og æfði af kappi þau lög sem taka átti upp og hún segir að útsetningar hafi mótast á þeim æfingum. Þegar hljómsveitin var vel samæfð var öllu stillt upp í Gerðubergi og tuttugu lög hljóðrituð á fjórum tímum, en eftirá voru síðan sextán lög valin á sjálfa plötuna. Flest laganna eru í fyrstu upptöku og fyrir vikið má segja að í raun sé platan tónleikaplata. Til að ná svo fram réttum andblæ fengu þau hljóðnema lánaða í Útvarpinu, fjörgamla lampahljóðnema, sem er mikið rarítet. Móeiður segist hafa verið að syngja mörg laganna síðastliðin þtjú ár, „og þegar ég var búin að vera að syngja þessi lög þetta lengi þá lang- aði mig að koma þeim almennilega frá mér og plata er besta leiðin til þess“. Hún segir að plat- an hafi átt sér langan aðdraganda, en ákvörð- unin sjálf hafi verið tekin skyndilega. Ekki finnst henni erf- þau lög sem mér fínnst skemmtileg.“ Eins og áður segir átti Bong-dúettinn lag á Núlld- isknum svonefnda og á reyndar annað lag á óútgef- inni safnplötu sem Spor gefur út. Margur myndi halda að mikil gjá sé á milli svo ólíkrar tónlistar, en Móeiður er á öðru máli. „Mér finnst þessi tónlist ekki langt frá danstónlist- inni. Mér finnst jass standa nálægt danstónlist og lúta sömu lögmálum. Ég geri ekki upp á milli, mér finnst jafn gaman að syngja hvort tveggja, en það er vitanlega meira spennandi að vera að skapa eitthvað sjálf, eins og við Eyþór gerum í Bong.“ Móeiður segist breyta lögunum mikið eftir stemmningunni hvert sinn og þau séu í raun aldrei eins. „Með þessari plötu er ég búin að festa lögin með þessum hóp eitt ákveðið kvöld og við eigum vísast eftir að spila þau eitthvað öðruvísi þegar við förum að kynna plötuna á út- gáfutónleikunum á Borginni og væntan- lega víðar.“ ÞAR kom að því að dans- sveitin góðkunna Pís of keik lyki við breiðskífu, en líklega hefðu þau lög fyllt á aðra breiðskífu sem sveit- in hefur sent frá sér á safn- plötum undanfarin misseri. Upptökur allar gengu vel, svo vel reyndar að platan var tilbúin tveimur vikum á undan áætlun. Pís og keik gerði samning við Spor hf. í vor, fyrsta sveitin sem samdi við það fyrirtæki, og platan, sem kemur út á næstu dögum, er afrakstur þess samnings. Að sögn Mána Svavarssonar, tónlistarstjóra sveitarinnar, tóku liðsmenn upp ellefu lög, samtals um klukkustund af tónlist. Hann segir að sveitin hafi stigið skref í átt að harð- ari danstónlist; „það má helst kalla þetta transtónlist, en þó það séu á plötunni eitt eða tvö róleg lög, þá er öllu minna sungið nú og tónlistin harð- ari. Siggi Flosa lyftir síðan Ijósmynd/Björg Sveinsdóttir Danstrans Ingibjörg Guð- mundsdóttir, söngkona Pís of keik. einu lagi á æðra plan þegar hann tekur magnað jasssaxó- fónsóló ofan á danstakt, ætli það sé ekki rétt að kalla það jasstrans," segir Máni og kímir. Það sem sungið er á plöt- unni er á ensku, ólíkt fyrri útgáfum Pís of keik, en Máni segir að það sé engin launung að sveitin stefni stíft á er- lendan markað fyrir tilstilli Spors. Plötuflóð PLÖTUÚTGÁFA verður blómlegri nú en oft áður og niargar merkar plötur væntanlegar. Fyrsta „stór“plat- an, plata Bubba Morthens, er komin út og komin á toppinn, en á næstu vikum rekur hver platan aðra. ur Pláhnetuna sér til halds og trausts við kynningu á sinni plötu og byijar af krafti á næstu dögum, Todmobile, sem er á mikilli yfirreið um landið, og Kær- íeikssafnplata í umsjá Jóns Olafssonar. itt að syngja lög sem söng- konur eins og Billy Holiday og álíka söngstjörnur hafi gert fræg, „þetta eru bara lög, uppáhaldslög mín í mörg ár og sem mér finnst skemmtileg. Ég syng bara. Þó plata Bubba hafi verið fyrsta stórsöluplatan hafa fjölmargir sent frá sér plötur nú þegar og margar hafa selst þokkalega. Þar má nefna Hörð Torfason, Harald Reynisson, Orra Harðarson, Árna Johnsen og danssveitina góðkunnu Bubbleflies. Meðal platna sem vænt- anlegar eru í vikunni eða upp úr næstu helgi eru plöt- ur Móeiðar Júníusdóttur, Nýdanskrar, Pís of keik, Herberts Guðmundssonar, sem lítið hefur heyrst frá undanfarin ár, Rabba, sem verður með útgáfutónleika á miðvikudag, P.S. & Co., einskonar safnplata með nýjum lögum í bland, Stef- áns Hilmarssonar, sem hef- Stakur Stefán Hilmarsson sendir frá sér sína fyrstu sóló- skífu á næstu dögum. Ljósmynd/Eiður Snom Dægurjass Móeiður Jún- íusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.