Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
Bær í Borgarf irði
státar m.a. af elstu
kirkjuklukku
landsins.
Þar býr hinn ágæti
sögumaður Ólafur
Þórmundsson
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
BÆR í Borgarfirði er sögufrægur staður. Þar var stofnað fyrsta klaustur á íslandi. Það
gerði Hróðólfur biskup frá Rúðuborg, sem að undirlagi Olafs helga kom hingað árið 1030
til þess að vinna að framgangi kristinnar trúar á íslandi. Hróðólfur flutti hingað gras-
lauk, sem hann notaði til lækninga og enn vex í Bæ og kirkjuklukku úr kopar sem nú
stendur þar í kirkju. „Klukkan er hljómlaus núna, það kom einn fallegur hljómur og svo
sprakk hún þegar hringt var til útfarar Björns Blöndals rithöfundar og veiðimanns í
Laugarholti, eins virtasta sonar þessarar sveitar," segir Ólafur Þórmundsson, bóndi í Bæ
og meðhjálpari í kirkjunni. „Mér þykir vænt um þessa klukku og vil þess vegna láta gera
við hana. Hingað komu danskir menn sem sögðu að til væru aðeins fjórar slíkar klukkur
i Evrópu og buðust til að láta gera við klukkuna í Þýskalandi en Þór Magnússon þjóð-
minjavörður lagðist gegn því að klukkan yrði send úr landi, óttaðist að hún kæmi ekki
aftur.“
Þessi þögla klukka hefur
horft uppá margt, svo
sem þegar rofin voru
kirkjugrið í hinum
fræga Bæjarbardaga
1237. Kannski hefur hún hringt
yfir einhvetjum þeirra 32 manna
sem féllu við þetta valdabrölt Stur-
lu Sighvatssonar, þegar hann lagði
undir sig goðorð Þorleifs Þórðar-
sonar. Þá var klaustur löngu aflagt
í Bæ. Sagt er að Hróðólfur trúboðs-
biskup hafi farið úr landi árið 1049
og skilið þá eftir fjóra munka, en
sú ráðstöfun dugði skammt. Kirkja
hefur hins vegar verið í Bæ fram
á þennan dag. Það var Halldór
H. Jónsson arkitekt sem teiknaði
kirkjuna sem þar stendur nú og
vígð var árið 1967. „Safnaðarfé-
lagar lögðu fram í vinnu og pening-
um tvo þriðju af þeirri einni milljón
króna sem kirkjan kostaði og er
þá ekki talin með vinna Halldórs
arkitekts, sem tók ekkert fyrir sitt
verk,“ segir Ólafur. „Halldór lét
kirkjuna njóta þess að afi hans og
amma áttu Bæ og dóu þar.
Baðið örlagaríka
Foreldrar mínir keyptu Bæ af
Birni Þorsteinssyni afa hans látn-
um og Guðrún Jónsdóttir amma
hans var hjá foreldrum mínum þau
12 ár sem hún átti ólifuð; hún vildi
ekki fara frá Bæ. Meðal barna
hennar var Þorsteinn sem er mér
minnisstæður. Hann þótti sér-
kennilegur í tiltækjum og svörum.
Hann var stór og myndarlegur
enda kominn í beinan karllegg frá
Snorra á Húsafelli. Ekki var hann
vinnufús en skáldmæltur og
greindur vel, cand. theol. og prest-
ur um tíma vestan hafs. Þar gift-
ist hann kanadískri stúlku og setti
á stofn nuddstofu sem hann rak
með preststörfunum. Sú starfsemi
fékk þann endi að Þorsteinn bland-
aði einhveiju sinni svo heitt bað-
vatn fyrir einn af máttarstólpum
samfélagsins að maðurinn hljóp í
kvölum sínum upp úr baðinu og
datt út um glugga á fjórðu hæð
og lét þar líf sitt. Með aðstoð góðra
vina komst Þorsteinn heim til ís-
lands en hjónabandi hans lauk
skömmu síðar. Nokkrum árum
seinna barst Þorsteini það til eyrna
að þýskar, velefnaðar ekkjur hefðu
auglýst eftir eiginmönnum. Hann
dreif sig út til Þýskalands til þess
að líta á ekkjurnar. Hann ákvað
að giftast einni þeirra en ekki var
það þó girndarráð. „Hvernig lítur
konan út,“ spurði mamma hans.
„Þetta er svona kvenmannsbelgur
eins og Magga systir,“ svaraði
Þorsteinn. „Varla er hún þá mjög
óásjáleg ef hún er lík henni,“ svar-
aði móðir hans. „Fátt er fallegt
við Margréti," svaraði þá Þor-
steinn.
Margrét systir Þorsteins þótti
annars myndarleg og dugleg og
þá ekki síður Jón, faðir Halldórs
og Selmu listfræðings. Selma átti
sumarbústað í Bæjarlandi og sýndi
kirkjunni tryggð sína í verki. Hún
lét gera við gÖmlu altaristöfluna
eftir Þórarin B. Þorláksson sem
var í gömlu kirkjunni sem vígð var
1888. Nýju töfluna gerði Karen
Agnete Þórarinsson, kona Sveins
Þórarinssonar málara. Hún er gef-
in til minningar um Guðmund
Jónsson á Hvítárbakka, þann mikla
ágætismann sem átti drjúgan þátt
í að varðveita þann góða sveitar-
anda sem hefur jafnan ríkt hér.
Sveinbjörn Beinteinsson, sem
grúskar í mörgu, segir reyndar að
það þurfi að leita langt aftur í tím-
ann til þess að finna ágreinings-
efni í þessari sveit.“
Þríburafæðingin
Ólafur Þórmundsson og bræður
hans hafa rekið félagsbú í Bæ fram
á þennan dag. Þeir tóku við bú-
skap af föður sínum Þórmundi
Vigfússyni, sem var bústjóri fyrir
baróninn á Hvítárvöllum í eitt ár
og kynntist þá stúlku sem Ólöf
Helga Guðbrandsdóttir hét. Þau
gengu í hjónaband og settu saman
Ólafur Þórmundsson í Bæ.
bú í Langholti í Borgarfirði. í ág-
úst árið 1917 urðu þau tíðindi að
þeim hjónum fæddust þríburar og
áttu þá fýrir 11 börn. „Það var
ekki létt verk að halda á okkur
þríburabræðrum hita fyrsta vetur-
inn sem við lifðum. Við vorum
ekki nema 8 merkur hver og urðum
að mæta sjálfum frostavetrinum
mikla. Við hefðum sennilega allir
dáið strax ef mamma og vinn-
ustúlkur hennar tvær hefðu ekki
skipst á að raða í sífellu kringum
okkur flöskum með heitu vatni.
Við lifðum allir af veturinn en
haustið eftir gekk umgangspest.
Ur henni dó Þórir en ég og Hall-
dór hjörðum af. Halldór lést sumar-
ið 1969, það er í minningu minni
versta sumar sem ég hef lifað,“
segir Ólafur Þórmundsson og rétt-
ir mér mynd sem tekin var af þrí-
burunum ársgömlum ásamt for-
eldrum sínum. „Mamma hafði það
ósköp erfitt. Hún átti bam að heita
mátti á hveiju ári og mjólkaði
stundum tveimur bömum samtím-
is. Þegar hún var sextug lagðist
hún í rúmið vegna langvarandi
þreytu og steig varla aftur á fæt-
urna þau tíu ár sem hún átti þá
ólifuð.
Faðir minn keypti Bæ þegar
hann þurfti að standa upp fyrir
eiganda Langholts. Þegar hann
hætti að búa tókum við Halldór
bróðir við hans parti af jörðinni,
áður hafði hann látið eldri bræður
mína tvo hafa sinn partinn hvorn
af jörðinni. Hér bjuggum við svo
fjórir bræður félagsbúi og giftumst
allir kaupakonum sem hingað
komu í sumarvinnu."
Við töluðum aldrei um vexti
Sú kaupakona sem ég hreppti
heitir Auður Þorbjörnsdóttir og við
hófum búskap árið 1946 og keypt-
um þá kýr af pabba mínum. Ég
var búinn að sækja um jarðarkaup-
alán í Búnaðarbankanum en þurfti
lán þangað til það kæmi. Ég fór
til Þorsteins Jakobssonar veiði-
manns í Þinganesi og stundi upp
að ég þyrfti lán. Þorsteinn vann
og vann en gerði lítið fyrir sjálfan
sig og hafði stundum lánað fólki
peninga. „Ég hef tapað á að lána,
ég er hættur því,“ segir Steini við
mig þegar ég kem til hans. „Þá
nær þetta ekki lengra," segi ég.
Hann ansar því engu en gengur
um gólf með höndurnar fyrir aftan
bak. Svo kemur hann til mín og
segir: „Ég skal lána þér þetta,
greyið mitt, þú mátt taka það út
úr sparisjóðsbók sem er í Kaupfé-
laginu.“ Þakka þér fyrir það Þor-
steinn, segi ég. „En ég vil nú fá
það skriflegt að ég megi taka út
úr bókinni." Hann skrifar á miða
að ég eigi að fá 8.000 krónur, sem
var þó nokkuð mikill peningur árið
1946. Ég vildi láta hann fá skrif-
legt að ég skuldaði honum þetta
en hann sagði: „Þú borgar ekkert
frekar þótt við skrifum eitthvað."
Það var ekkert skrifað. Ég var
ekki búinn að hafa þetta lán lengi
þegar ég fékk jarðarkaupalánið.
Þá fór ég til gjaldkera og bað hann
að reikna út vexti fyrir lánstímabil-
ið og borgaði svo inn á bók Þor-
steins lánið og vextina með. Löngu
seinna hitti ég Þorstein. „Við töluð-
um aldrei um vexti, greyið mitt,“
sagði hann þá töluvert fúll. Ég
Þróun kirkjuklukkna. Lag klukkunnar í Bæ er eins og það t.v.