Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
B 15
Hér hefst ævintýraferð Lúlla.
Signrður Hólm á heilt
Legoþorp, sem hann hefur
byggt á undanförnum árum.
Fyrir utan þorpið eru svo
riddararnir í sérstöku þorpi.
VÖRN
Julia Roberts
eignast byssu
LYLE Lovett færði konu sinni Juliu
Roberts gjöf fyrir nokkru, sem sjálfsagt
er ekki í frásögu færandi, nema vegna
þess að þetta var Smith & Wesson byssa.
Hann gaf þá skýringu að þau byggju á
bóndabæ í Texas, sem væri langt frá
borginni. Sagði hann jafnframt að
ræningjar og annar óþjóðalýður í
borgunum fengi að vera í friði fyrir
skötuhjúunum, en öðru máli gegndi ef
þeir legðu leið sína á bóndabæinn.
Strax er farið að velta fyrir sér hvort hjóna-
kornin séu farin að hugleiða barneignir
en hvorugt þeirra segir að það sé á dagskrá.
Julia er 25 ára en Lyle 35 ára. Móðir Lyles
segir að hann sé ennþá í skýjunum og þau
séu ákaflega hamingjusöm.
Nýlega hefur verið lokið við upptökur á
myndinni „The Pelican Brief“, en þar leikur
Julia eitt af aðalhlutverkunum. Myndin er
byggð á sögu rithöfundarins Johns Grishams
þess sama og skrifaði bókina „The Firm“.
Julia Roberts
Candita
Sveppaóþol - Hátíðarmatur
Hefst 16. nóv. 4. skipti
Hefst 22. nóv. 4. skipti
Heilsuskóli N.L.F.Í. býður upp á námskeið í mat-
reiðslu hátíðarrétta úr hráefni, sem er laust við syk-
ur, ger og óæskileg aukaefni.
Einnig verður kennt að baka hollustutertur, smákökur
ogbökur, að ógleymdum hátíðardrykkjum.
Verð kr. 6.900 krónur.
Heilsuskóli
Náttúrulækningafélags íslands
Sími14742
l *
Viðskiptavaki
ríkisverðbréfa
Kaupþing hf. hefur gerst viðskiptavaki eftir-
farandi flokka ríkisskuldabréfa og húsbréfa frá
og með 1. nóvember.
Spariskírteini
1993 í. flokkur 5 og 10 ára
1993 2. flokkur 5 og 10 ára
Ríkisbréf með gjalddaga 30.09 1994
Húsbréf 4. flokkur 1992
Húsbréf 1. flokkur 1993
Húsbréf 2. flokkur 1993
Kaupþing hf. er með þessu mótkað stuðla að
sýnilegri markaði með verðbréf. Fyrirtækið
vill færa viðskipti í ríkari mæli inn á Verð-
bréfaþing fslands og taka með virkari hætti
þátt í myndun vaxta á markaði.
KAUPÞING HF
löggilt verðbréfafyrirtæki
- aðili að Verðbréfaþingi íslands
Sími 689080, Fax 812824 og 689022