Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
NÓVEMBER
1993
B21„
Nokkur orð um framsögn
KOPAVOGSBUAR
Frá Auðuni Braga Sveinssyni: ,
Að flytja öðrum talað mál er
nokkuð, sem við þekkjum öll. Sú
miðlun, sem fram fer, þegar einn
flytur mál sitt öðrum á opinberum
vettvangi úr ræðustóli, er enn í
fullu gildi, þrátt fyrir alla fjölmiðl-
un. Fyrirlesari í sal, þar sem saman
komið er fólk, mismargt eftir atvik-
um, hefur tekið að sér mikilvægt
hlutverk og þarf þess vegna að
leggja sig fram um efnistök og
ekki síst um framburð.
Sá sem talar upp úr sér eða les
ritaðan texta fyrir áheyrendum, er
ekki að tala við sjálfan sig. Nei,
hann er að flytja öðrum boðskap,
og þarf þess vegna að láta heyra í
sér. Sé röddin veik, á hann að hafa
aðgang að hljóðnema og um leið
hátalara, svo að áheyrendur heyri
mál hans. Ekki aðeins þeir, sem
næst honum sitja, heldur allir sem
í salnum eru, vænta þess að heyra
hvert orð af vörum ræðumannsins.
Ég naut á unga aldri framburðar-
kennslu frábærra upplesara, þeirra
Haralds Bjömssonar og Sigurðar
Skúlasonar. Báðir lögðu þeir mikla
áherslu á, að upplesarinn skilaði
textanum þannig til áheyrenda, að
ekkert orð hans drukknaði, ef svo
má að orði kveða. Áheyrandinn á
kröfu á því, að sá texti sem ræðu-
maðurinn flytur honum, skili sér
að fullu. Hver mundi sætta sig við
það, sem les bók, að mikill hluti
textans væri ólesanlegur vegna
óskýrleika í prentun. Areiðanlega
enginn.
Margar ráðstefnur og mót hefi
ég sótt á langri ævi, og hef þess
vegna reynslu af ræðumönnum og
upplesurum. Því miður hef ég oftar
en skyldi orðið fyrir miklum von-
brigðum með þessa, annars oft
Askorun
til íbúa umhverfis Fossvogsdalinn og
Elliðaársvæðið
Frá Steinunni Bjarman:
Á undanförnum árum hefur fólki
orðið æ ljósara hversu mikil gæfa
það er að á höfuðborgarsvæðinu eru
græn svæði sem íbúarnir eiga greið-
an aðgang að. Fossvogsdalurinn, eða
sá hluti hans sem enn er óbyggður,
er einn af þessum stöðum sem fólk
hefur áttað sig á að er kjörinn til
útivistar. Ég hefi búið á þessum slóð-
um í 25 ár og á þeim tíma fylgst
með sívaxandi byggðinni allt í kring.
Ég hef fylgst með stakkaskiptum
Elliðaársvæðisins og hversu mjög
íbúar þar í nágrenninu kunna að
meta það sem þar hefur verið gert.
Fyrir nokkrum árum sást þar varla
nokkur hræða á göngu, en eftir að
þar voru lagðir göngustígar, byggðar
smábrýr og plantað fleiri tijám iðar
þar allt af lífi. Þegar ég er þar á
gönguferð nú orðið mæti ég hópum
af fólki, börnum, hjólreiðamönnum,
hestamönnum og hlaupurum. Auð-
fundið er að allir njóta þess fjöl-
breytta og friðsæla útivistarsvæðis
og hrósa happi yfir því að eiga það
og þurfa ekki nema rétt að fara út
úr húsi til þess að komast þangað.
Fossvogsdalurinn ætti líka að
verða þess háttar staður og ég geri
ráð fyrir að það sé draumur þeirra
sem búa umhverfis hann. Undanfarin
ár hefur ferðum fólks um dalinn líka
fjölgað töluvert og sl. vetur var tals-
vert um það að skíðafólk væri þar á
ferð. En það er mikið eftir að gera
í dalnum áður en hann verður opinn
griðastaður almennings.
Það er hins vegar ekki nóg að
reyna að vernda dalinn, heldur skipt-
ir töluverðu máli hvernig byggðin er
umhverfis hann. Það hefur verið
óblandin ánægja að fylgj^st með
glæsilegum framkvæmdum garðyrk-
justöðvarinnar Merkur og gerð Vik-
ings-leikvanganna, tennisvallanna
og allra fallegu lóðanna umhverfis
dalinn, bæði í Reykjavík og Kópa-
vogi. En það er nauðsynlegt að vera
sífellt á varðbergi og nú hafa ótrúleg-
ir hlutir gerst. Við Smiðjuveg, á
móts við eitt stærsta opna svæðið
þar sem leiðin liggur inn í Fossvogs-
dalinn að austan, er nýlega tekin til
starfa verksmiðja sem stingur illilega
í stúf við allar hugmyndir um græn
útivistarsævði. Og það sem meira er;
þessi verksmiðja er alveg út við göt-
una rétt hjá strætisvagnaskýli, og
framleiðsla hennar fer að verulegu
leyti fram utandyra. Þama eru mal-
aðir hjólbarðar frá því eldsnemma á
morgnana og langt fram á kvöld.
Hjólbarðaduftið streymir úr rennum
utan á húsinu ofan í poka og gáma.
Allt svæðið er þakið af þessu dufti
og pokar og gámar víðs vegar löðr-
andi af svörtum salla. Bláan reyk
leggur upp úr rennunum og gúmmí-
lykt berst um nágrennið. Eg hugsa
með ugg til stormanna í vetur sem
eru mjög óvægnir á þessum slóðum
og þá á þetta svarta duft greiða leið
yfír Fossvogsdalinn og Elliðaársvæð-
ið. Og ég hlýt að spyija: Ætli þetta
duft sé mjög heilsusamlegt og hafi
góð áhrif á gróðurinn? Var enginn
annar staður í bæjarlandi Kópavogs
heppilegri fyrir þessa framleiðslu?
Vissulega er ekki nema gott eitt
um það að segja ef hægt er á ein-
hvem hátt að koma ónýtum hjólbörð-
um fyrir kattarnef. En af því að ég
kemst ekki hjá því að heyra í vélun-
um sem mala þá frá morgni til kvölds
og fylgist með sóðaskapnum á hveij-
um degi, harma ég þetta umhverfis-
slys á svæðinu þar sem Reykjavík
og Kópavogur mætast og áður var
Fjárborg Reykvíkinga er þótti þegar
óhæf fyrir aldarfjórðungi. Og svona
inni í miðri borg, ég harma það að
bæjaryfirvöld í Kópavogi skuli hafa
verið svo skammsýn og langt á eftir
tímanum að leyfa slíka verksmiðju á
þessum viðkvæma stað.
Ég skora á alla þá sem dreymir
um að Fossvogsdalurinn verði ámóta
vin og Elliðaársvæðið að kynna sér
af eigin sjón og raun hvað þarna er
á ferðinni. Það er ekki nóg að friða
Fossvogsdalinn og Elliðaársvæðið ef
umhverfinu er spillt með þeim hætti
sem hér hefur verið lýst.
STEINUNN BJARMAN,
Smiðjuvegi 15,
Kópavogi.
Endurskoðun goð-
fræðilegra fyrirbæra
Frá Heimi Pálssyni:
Morgunblaðið er vel til þess fall-
ið að vekja nýstárlegar hugsanir
innra með manni, hvort sem maður
þjáist af mörðum svala þann daginn
eða ekki. Mér var bent á að mynda-
sögukálfurinn 27. október hefði
spurt börnin hinnar mikilvægu
grundvallarspurnignar: „Hvað köll-
um við afkvæmi gyltunnar og gölts-
ins?“
Þetta er merk aðgerð til þess að
losa tunguna við úrelta beygingu
svokallaðra u-stofna og fer vel á
að velja reiðskjóta Freys ástarguðs
til að riða á vaðið. En það kallar á
frekari endurskoðun goðfræðilegra
fyrirbæra eins og höttsins hans
Oðins og köttanna hiennar Freyju.
Þá mætti kannski byija svona:
Ég var úti með rakkann á rölti
er rakst ég á Frey þar á tölti
hann var ofan frá hötti
í úlpu úr kötti
og hann reið hinum gullbyrsta gölti.
Með afmæliskveðju
til Morgunblaðsins.
HEIMIR PÁLSSON
ágætu andans menn. Sumir hafa
ekki skilið, að mál þeirra átti að
berast öðrum og vera farvegur
þekkingar, alveg eins og bókar-
texti, sem við lesum í ró og næði.
Það er mikil ókurteisi gagnvart
áheyrendum að bjóða þeim upp á
lágt og óskýrt tal fyrirlesara. Jafn-
vel enginn hátalari notaður, eða það
rangt staðsettur gagnvart ræðu-
manni, að hann sé ónothæfur.
Hvað er til ráða í þessu efni?
Öllum er leiðbeint um raddlestur í
skólum skyldunámsins. En er fólki
kennt að skila máli sínu til ann-
arra? Mikilvægt er að kenna fólki
þetta. Skóli sem skilar nemendum
sínum út í lífið illa talandi, er léleg-
ur skóli, hversu mörg tungumál sem
hann 'leitast við að kenna nemend-
um sínum.
Nokkrar stéttir þurfa öðrum
fremur að leggja áherslu á góðan
framburð málsins. Nefni ég þar til
kennara, presta, málflutningsmenn,
erindreka, útvarpsfyrirlesara og
sjónvarpsmenn. Það fólk, sem starf-
ar hjá hinum svokölluðu ljósvaka-
miðlun: sjónvarpi og útvarpi, er
yfirleitt.vel mælt á íslenska tungu.
Flestir prestar, sem ég hef hlýtt á
bæði í kirkju og útvarpi, bera bæri-
lega fram þann texta, sem þeir
flytja áheyrendum sínum. En í víð-
feðmum kirkjum ætti ekki að líð-
ast, að ræðumaður flytji mál sitt
án hljóðnema, sem veitt getur orð-
um hans þann styrk, að heyrast
megi jafnvel, hvar sem setið er;
jafnvel á bekk frammi við dyr.
Ég hef oft hlýtt á góða fyrirles-
ara og glaðst yfir flutningi efnis,
sem ég átti ekki erfítt með að veita
viðtöku. En því miður hef ég þurft
að sitja undir óskýrmæltum, lág-
mæltum og illa lesandi fyrirlesur-
um. Og það er mikil þraut, skal ég
segja ykkur, lesendur góðir! Þetta
gildir jafnt okkar ástkæra ylhýra
mál og erlendar tungur. Sá fyrirles-
ari, sem talar þannig til fólksins,
er á hann hlýðir og væntir sér mik-
ils þar af, er að svíkja það. Hann
heyrir væntanlega til sín sjálfs! En
meira þarf til. Þarna gildir það að
gefa öðrum hlutdeild í andlegum
auði. Mál, sem er illa flutt, gagnast
engum, hversu vel sem það híefur
verið orðað og mikil vinna í það
lögð.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28,
Reykjavík.
/
Pennavinir
Frá Brasilíu skrifar 27 ára karl-
maður með margvísleg áhugamál:
Antonio Rizzo,
Rua Rio Branco 5,
24040-080 Niteroi,
Rio de Janeiro,
Brazil.
Tvítugur Egypti sem safnar frí-
merkjum, mynt, póstkortum, hefur
gaman af teiknun:
Sherin Hassan Mohamed,
Alex. Sidi Besher-Kebly,
Hoda A1 Islam St.,
Amam Mashaa Balat Fahim,
Egypt.
LEIÐRÉTTIN G AR
Mynd frá
Arskógum
Röng mynd birtist með frétt á
bls. 4 í laugardagsblaði um afhend-
ingu íbúða aldraðra við Lindargötu.
Myndin var af borgarstjóra þegar
hann ávarpaði íbúa og gesti við
afhendingu þjónustuíbúða í Árskóg-
um 6-8 í Suður-Mjódd en þær voru
einnig afhentar á föstudag.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Athugasemd
Gunnar Stefánsson bókmennta-
færðingur og leiklistargagnrýnandi
Tímans vill taka fram að hann ei
ekki höfundur að greininni Sagar
sem Súsanna skildi ekki, sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær.
Kópavogs vegna og þín kjósum við athafna-
og framkvæmdamanninn Gunnar Birgisson
í 1. sæti í prófkjörinu 6. nóvember. Sýndu
hug þinn í verki og taktu þátt í áframhald-
andi uppbyggingu og gatnagerð.
Gunnar í 1. sæti!
Stuðningsmenn.
ÁLSTIGAR
0G ÁLTRÖPPUR
Nóvembertilboð
Bjóðum 20% afslátt
af nokkru magni af álstigum
og áltröppum, sem við framleiðum.
Vönduð íslensk framleiðsla.
10 ára ábyrgð.
Frí heimkeyrsla á höfuðborgarsvaeðinu.
Sendum í Póstkröfu um allt land.
Pailar hf.
Dalvegur 24, 200 Kópavogur,
símar 42322 og 641020.
Gróðurefiiafræði eðagmfefhafræði
I*ú átt val!
Mest allt yfirborð innanhúss er klætt gerviefiium,
plastmálningu, akrýllakki og ýmiskonar plastefiium.
Livos er hinn kosturinn, hrein náttúruefni í stað
gerviefna. í áratugi hefur Livos safnað þekkingu aldanna
og færir okkur hrein náttúruefiii á veggi, gólf og
húsgögn sem skapa heilnæmt loft innan húss eins og
heilsa okkar og bamanna okkar á skilið.
Viðarbútur með venjulegu viðariakki GlærtviðarlakkfráWíox erbúiðtil úr
frá efnaiðnaðinum. Fræin spíra illa. 150 þekktum og hættulausum efnum.
Fræinspíravel.
Þessi mynd er næm' 20.000 ára gömul.
Hún er fimm metra há og var máluð á
hellisvegg í dal þar sem nú er Frakkland
með hreinunriáttúrulitum,
-Náttúruvörurfráíí'ww hafafrábæra
endingu.