Morgunblaðið - 16.11.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
B 3
KNATTSPYRNA
Höfumekki
náðað
nýta fær-
in okkar
- segir Eyjólfur Sverrisson, sem skoraði mark í
sínum 101. leik með Stuttgart, sem mátti þola
tap, 1:4, fyrir Bayer Leverkusen
EYJÓLFUR Sverrisson skoraði mark ísínum 101. leikfyrir Stuttg-
art, en það dugði ekki gegn Bayer Leverkusen á Gottlieb-Daiml-
er-leikvellinum í Stuttgart, því að gestirnir skoruðu fjögur mörk.
„Það var sárt fyrir okkur að tapa þessum leik, því að við lékum
mjög vel, en leikmenn Leverkusen skoruðu úr öllum fjórum skot-
unum sem þeir áttu að marki okkar," sagði Eyjólfur, sem skor-
aði mark sitt með skalla eftir sendingu frá Ludvig Kögl á 17.
mín. Eyjólfur lék sinn 100. leik gegn Karlsruhe í sl. viku.
ekki náð að skora. Fritz Walter
fékk mýmörg tækifæri gegn Le-
verkusen, en brást bogalistin. Ég
held það það sé aðeins tímaspurs-
mál hvenær við förum virkilega í
gang. Við verðum að vera þolinmóð-
ir í leikjunum fram að vetrarfríi og
safna stigum þannig að við missum
ekki af lestinni og koma síðan tví-
efldir til leiks eftir áramót og ná
þá góðri sigurgöngu.“
- Farið þið í æfíngabúðir í vetr-
arfríinu, eins og undanfarin ár?
„Já, en það er ekki ákveðið hvert
við förum. Við höfum fengið boð
frá Argentínu, Kanaríeyjum og
Portúgal.“
Stuttgart leikur næst gegn Dyn-
amo Dresden, sem hefur staðið sig
vel að undanfömu undir stjóm Sieg-
fried Held, fyrrum landsliðsþjálfara
íslands. Dresden gerði góða ferð til
Bremen um helgina, þar sem liðið
vann Werder Bremen 0:1.
Aðalvandamál okkar að undan-
förnu hefur verið hvað við
nýtum illa marktækifærin. Við
fengum tækifæri til að skora þrjú
mörk í byrjun leiksins. Sóttum
grimmt að marki Leverkusen, sem
fékk tvær skyndisóknir í fyrri hálf-
leik — og skoraði Brasilíumaðurinn
Paulo Sergio í bæði skiptin. Varnar-
menn okkar voru komnir of framar-
lega — til að auka sóknarþunga
okkar. Við byijuðum einnig mjög
vel í seinni hálfleik, en það sama
var upp á teningnum — leikmenn
Leverkusen fengu tvö tækifæri,
sem þeir nýttu. Bernd Schuster
skoraði þriðja markið beint úr auka-
spyrnu og síðan skoraði Sergio
fjórða markið," sagði Eyjólfur.
- Hver er ástæðan fyrir að sókn-
arleikurinn gengi ekki upp?
„Ég veit það ekki. Það eru þús-
und ástæður fyrir því. Við höfum
leikið vel að undanförnu, en höfðum
Eyjólfur Sverrisson lék á hægri kantinum gegn Bayem Leverkusen og
skoraði mark með skalla.
Brehme aftur í þýska landsliðið
Berti Vogts, þjálfari Þýskalands,
hefur kallað á Andreas Brehme
til liðs við sig fyrir vináttuleik gegn
Brasilíu í Köln á morgun, en leikur-
inn er jafnframt 600. landsleikur
Þjóðveija. Brehme, sem er 33 ára,
tilkynnti í fyrra að hann væri hætt-
ur að leika með landsliðinu — eða
eftir Evrópukeppni landsliða í Sví-
þjóð. Hann hefur leikið 74 lands-
leiki. Vogts ætlar Brehme stórt hlut-
verk á miðjunni í heimsmeistara-
keppninni í Bandaríkjunum á næsta
ári, þar sem Þjóðveijar fá það hlut-
verk að veija heimsmeistaratitlinn.
Landsliðshópur Þýskalands er
þannig skipaður:
Markverðir: Bodo Illgner (Köln),
Andreas Köpke (Númberg).
Varnarmenn: Guido Buchwald
(Stuttgart), Thomas Helmer (Bayern
Munchen), Jurgen Kohler (Juvent-
us), Lothar Mattháus (Bayern
Munchen), Michael Schulz (Dort-
mund).
Miðvallarspilarar: Stefan Effen-
berg (Fiorentina), Maurizio Gaudino
(Frankfurt), Thomas Hássler
(Roma), Andreas Möller (Juventus),
Andreas Brehme (Kaiserslautern),
Thomas Strunz (Stuttgart)
Sóknarleikmenn: Bernd Hobsch
(Werder Bremen), Jurgen Klins-
mann (Mónakó), Karlheinz Riedle
(Dortmund), Ulf Kirsten (Bayer Le-
verkusen).
Leikmenn Stoke
' r
buðu Jordan vel-
kominn með sigri
að var góð stemmning í kringum
leikinn gegn Leicester og ekki
skemmdi það að við náðum sigri,"
sagði Þorvaldur Örlygsson, landsliðs-
maður í knattspymu, eftir að Stoke
hafði lagt Leicester að velli, 1:0, á
heimavelli. Joe Jordan stjórnaði Stoke
í fyrsta deildarleiknum. Það var Nig-
el Gleghorn sem skoraði sigurmark
Stoke með skoti af 23 m færi —
knötturinn hoppaði yfír Gavin Ward,
markvörð Leicester, sem hafði haldið
marki sínu hreinu í yfír 400 mín.
Með sigrinum er Stoke komið í
sjötta sætið í 1. deild. „Við höfum
verið að fara hægt og sígandi upp
töfluna og það er viss stígandi í lið-
inu. Það er alltaf gaman þegar vel
gengur og ég hef skemmt mér vel
að undanförnu. Ég kann vel við mig
hjá Stoke, en hingað kom ég í nýtt
andrúmsloft. Það var gott að leika
undir stjórn Lou Macari, en við höf-
um fengið litla reynslu af Joe Jord-
an. Hann er rólegur og yfírvegaður
og kemur til með að miðla af reynslu
sinni sem leikmaður í Englandi og
á Ítalíu," sagði Þorvaldur.
Þorvaldur og félagar hans eru
komnir til Ítalíu, þar sem þeir leika
í kvöld gegn Padova í ensk-ítölsku
bikarkeppninni, en síðan leikur
Stoke gegn Pescara í desember. „Ef
við náum tveimur til þremur stigum
úr þessum leikjum, komumst við í
undanúrslitin," sagði Þorvaldur.
Þorvaldur Örlygsson er ánægður i herbúðum Stoke.
■ ÞÓRÐUR Guðjónsson fékk
góða dóma fyrir leik sinn með
Bochum gegn Mannheim. Boch-
um tapaði 0:1 á útivelli. Þórður
fékk tvö góð tækifæri til að skora
— skaut framhjá marki og þá varði
markvörður Mannheim ótrúlega
skot frá Þórði.
■ MICHAEL Sternkopf, sem tók
stöðu Hollendingsins Jan Wouters
á miðjunni hjá Bayern Miinchen,
var hetja félagsins gegn Karlsruhe
— skoraði í 1:0 sigurleik.
■ FRANKFURT mátti þola tap,
0:3, í Hamborg. Rald Weber, mið-
vallarspilari Frankfurt, var borinn
af leikvelli meiddur á ökkla og mun
mun hann ekki leika meira með lið-
inu á þessu ári.
■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn
Patrik Andersson, sem hefur verið
hjá Blackburn, var seldur til Bor-
ussia Mönchengladbach um helg-
ina á 46,5 millj. ísl. kr., en Black-
burn keypti hann fyrir ári frá
Malmö FF á 83,7 millj. kr.
■ HOLGER Fach, fyrirliði
Mönchengladbach, leikur ekki
með liðinu næstu fímm vikumar —
vöðvi í læri slitnaði.
■ SIEGFRIED Held, þjálfari
Dynamo Dresden, hefur gert það
gott að undanförnu, en lið hans
lagði Bayern Miinchen að velli í
bikarkeppninni í sl. viku og vann
síðan í Bremen á föstudag. Það
var hlegið að Held þegar hann tók
við Dresden, enda þótti félagið
ekki líklegt til afreka — ekki með
góðan mannskap og þá verða fjögur
stig tekið af félaginu í lok keppnis-
tímabilsins.
■ HELD hefur ekki verið yfírlýs-
ingaglaður í íjölmiðlum, eins og
aðrir þjálfarar — heldur hefur hann
látið lítið á sér bera og látið verkin
tala. Nú er rætt um það í Þýska-
landi, að Held verði ömgglega út-
nefndur þjálfari ársins, ef hann nær
að halda Dresden í úrvalsdeildinni.
■ CHRISTOPH Daum, þjálfari
Stuttgart, er ekki vinsælasti mað-
urinn hjá stuðningsmönnum félags-
ins. Nokkrir áhorfendur voru með
áletraðan borða um helgina — þeg-
ar Stuttgart lék gegn Leverkusen,
sem á stóð: „Ævintýrið er búið.
Farðu heim!“
■ LEIKMENN og stjórnarmenn
Stuttgart styðja við bakið á Daum,
sem sagði í viðtali að hann ætlaði
ekki að gefast upp.
■ BERND Schuster er geysilega
vinsæll á meðal leikmanna Lever-
kusen. Schuster lék mjög vel í
Stuttgart og þegar hann skoraði
mark beint úr aukaspyrnu, hljóp
markvörðurinn Riidiger Vollbom
sjötíu metra út úr markinu til að
fagna Schuster.
■ GERHARD Voack, forseti
Niirnberg, hefur þurft lögreglu-
vernd síðan hann rak þjálfarann
Willi Entenmann frá félaginu fyrir
helgi, þrátt fyrir að leikmenn og
stjórnarmenn félagsins vildu að
Entenmann yrði áfram. Voack
hefur fengið morðhótanir. Ástæðan
fyrir því að Voack rak þjálfarann,
var að Entenmann ráðfærði sig
ekki við hann fyrir leiki — um
hvernig liðið væri skipað.
■ BRASILÍSKI landsliðsmaður-
inn Bebeto, sem leikur með La
Coruna á Spáni, sagði um helgina
að hann ætlaði að fara heim til
Brasilíu eftir þetta keppnistímabil.
■ MARSEILLE hefur fengið lán-
aðan brasilíska landsliðsmanninn
Anderson da Silva frá Servette
frá Genf. Hann er 22 ára og var
markahæsti leikmaðurinn í Sviss
með 20 mörk. Da Silva hefur verið
líkt við Romario hjá Barcelona.
■ MARSEILLE hefur jþurft að
selja þijá Ieikmenn til Italíu að
undanförnu, til að bjarga fjárhag
félagsins — leikmennirnir sem eru
farnir eru Marcel Desailly, Paulo
Futre og Alen Boksic.