Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 5
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
B 5
KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
Hraðlestin fór út af
sporinu á Nesiimu
KR-ingar unnu IBK ífyrsta sinn ítæp tvö ár ítvíframlengdum leik
KR-IINIGAR sigrðu Islands- og bikarmeistara IBK 121:116 ífyrsta
sinn ítæp tvö ár íjöfnum og æsispennandi leik sem þurfti að
tvíframlengja í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á sunnudagskvöld.
„Þetta var erfiðasti leikur sem ég hef spilað — ég er alveg bú-
inn. Þetta var mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið íliðinu," sagði
Hermann Hauksson KR-ingur eftir leikinn. Hann var hetja Vest-
urbæinga og gerði sex af síðustu
lengingunni.
Leikurinn var bráðskemmtilegur
allan tímann og ekki eyðilagði
það skemmtunina að fá tvívegis
framlengingu.
Valur B. Áhorfendur voru vel
Jónatansson með á nótunum og
skrifar stemmningin í hús-
inu eins og hún ger-
ist best suður með sjó.
KR-ingar byijuðu betur í fyrri
hálfleik og voru oftast fyrri til að
skora en íslandsmeistararnir voru
aldrei langt undan. Sama var upp
á teningnum í síðari hálfleik og
þegar 2 mín. voru eftir af venjuleg-
um leiktíma hafði KR 9 stiga for-
skot, 91:82. En Keflvíkingar sýndu
mikinn styrk síðustu mínúturnar
og gerðu 11 stig á móti tveimur frá
KR-ingum, sem gerðu mörg mistök
11 stigum liðsins í síðari fram-
í sókninni. Meistaramir fengu tæki-
færi til að klára leikinn, en Guðjón
Skúlason hitt ekki úr skoti sínu
þegar sex sek. voru eftir og því
þurfti framlengingu.
í fyrri framlengingunni var ÍBK
með frumkvæðið en KR náði alltaf
að halda sér inní leiknum og þegar
50 sek. voru eftir og staðan 105:106
fékk Albert tvö vítaskot fyrir ÍBK,
en hitti aðeins úr fyrra. KR náði
frákastinu og Hermann jafnaði
107:107 og því framlengt öðru
sinni. Keflavík komst í 114:116 með
tveimur körfum frá_Alberti Óskars-
syni í röð. Láms Árnason svaraði
með glæsilegri þriggja stiga körfu
og með henni var Keflavíkurhrað-
lestin stöðvuð. KR tók framúr og
og sigurinn í höfn, 121:116.
IMjarðvík hafði völdin
Njarðvíkingar unnu öruggan
sigur gegn slöku liði Snæ-
fells í „Ljónagryfjunni“ í Njarðvík
á sunnudagskvöld-
ið. Margir áttu von
á spennandi leik þar
sem tvö efstu liðin
í A og B riðli áttu
í hlut, en leikurinn
varð ekki einu sinni spennandi því
Njarðvíkingar tóku fljótlega öll
völd og Snæfellingar náðu aldrei
að ógna sigri þeirra. Lokatölur
urðu 103:70, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 52:35.
„Við náðu aldrei upp stemmn-
ingu hvort heldur var í vörn eða
sókn. Njarðvíkingar aftur á móti
sýndu mjög góðan leik og fengu
að leika á þeim hraða sem þeim
hentar. En þrátt fyrir þennan
mikla mun held ég að úrslitin gefi
samt ekki rétta mynd af getu lið-
anna því við eigum að geta miklu
meira en þetta,“ sagði Ríkharður
Hrafnkelsson liðsstjóri Snæfells
Björn
Biöndal
skrifar frá
Njarðvík
við Morgunblaðið eftir leikinn.
Lið Njarðvíkur var jafnt að
þessu sinni þar sem flestir komu
við sögu og fengu að leggja sitt
af mörkum. Njarðvíkingar urðu þó
fyrir áfalli, því þeir misstu Val
Ingimdunarson útaf í síðari hálf-
leik vegna meiðsla. Lið Snæfells
var vægast sagt ákaflega slakt svo
ekki sé meira sagt ef frá er talinn
Bandaríkjamaðurinn Chip Ent-
wistle sem var sá eini sem náði
að standa í Njarðvíkingum.
KR-ingar börðust vel í þessum
leik, gáfust aldrei upp. Liðið er á
mikilli uppleið og stór munur á lið-
inu frá því í fyrstu umferðunum.
Lazlo Nemeth þjálfari er greinilega
að gera góða hluti og verður KR
að teljast til alls líklegt miðið við
þennan leik. Nikolic, Grissom,
Guðni, Hermann og Lárus léku all-
ir mjög vel. Keflvíkingar léku einn-
ig vel, en heilladísimar voru ekki
þeirra megin í lokin. Bow var þeirra
bestur en Kristinn, Albert, Guðjón
og Jón Kr. léku einnig vel.
„Við áttum að gera út um leikinn
í venjulegum leiktíma, en við gerð-
um þá nokkur mistök og þeir jöfn-
uðu. En við sýndum það í framleng-
ingunni að við erum í mjög góðri
æfingu enda búnir að æfa stíft síð-
an í júlí. Það er góður andi í liðinu
og þetta er allt á uppleið. Ég vil
koma á framfæri þakklæti til stuðn-
ingsmanna KR og vonandi halda
þeir áfram að mæta á leiki og styðja
við bakið á okkur,“ sagði Lárus
Árnason, Ieikstjórnandi KR-inga.
Morgunblaðið/Bjarni
Einbeiting
MIRKO Nikolic, Serbinn í liði KR-inga, átti mjög góðan leik á móti íslands- og
bikarmeisturum ÍBK á sunnudaginn. Hér á hann sendingu og virðist Albert Óskars-
son ekki alveg vera með á nótunum. Á minni myndinni er fyrirliði KR-inga, Guðni
Guðnason, einbeittur á svip. Hann fékk skurð á ennið í síðari hálfleik, lét það ekki
á sig fá — lék út allan leikinn.
Fimmti sigur Grindvíkinga í röð
Grindvíkingar fögnuðu fimmta sigri sín-
um er þeir lögðu Val að velli í síð-
asta leik í milliriðlakeppninni 109:81 í
Grindavík. Þar með hafa
Frímann Þeir unnið alla leiki sína við
Úlafsson liðin úr A-riðlinum.
skrífar Grindvíkingar náðu fljótt
góðri forystu og var eins
og Valsmenn kæmust ekki almennilega í
gang. Meðan heimamenn röðuðu niður
körfum hittu þeir illa eða komu varla skoti
á körfu. Gestirnir tóku þó góðan kipp um
miðbik hálfleiksins og náðu að minnka
muninn í 7 stig og var það mest fyrir góða
frammistöðu Brynjar Sigurðssonar sem
barðist af krafti og skoraði góðar körfur
af miklu harðfylgi. Heimamenn juku mun-
inn á ný og voru 10 stigum yfir í hálfleik.
Þessi munur hélst með liðunum lengstum
í seinni hálfleik þó að heimamenn hittu vel
úr þriggja stiga skotum sínum. Hjörtur
Harðarson, sem hafði gert tvö stig í fýrri
hálfleik, tók sig til og gerði fjórar þriggja
stiga körfur á stuttum tíma. Smám saman
jókst munurinn og úrslitin sanngjarn
heimasigur í lokin.
„Það hefur loðað við okkur að vanmeta
liðin sem eru með fá stig og við ákváðum
að láta slíkt ekki gerast í kvöld og fimmti
sigurinn í röð er í höfn. Það er góð stemmn-
ing í hópnum og menn eru ákveðnir í að
standa sig enda þýðir ekki annað,“ sagði
Guðmundur Bragason, þjálfari Grindvík-
inga.
Heimamenn áttu allir ágætan dag og
nýttu vel breiddina í liðinu með því að láta
alla taka þátt. Hjá Val átti Brynjar Sigurðs-
son mjög góðan leik í fyrri hálfleik en var
ekki eins áberandi í þeim seinni. Booker
var dijúgur en hitti illa fyrir utan og Ragn-
ar bjargaði andlitinu með góðum seinni
hálfleik.
Rhodesí ham
Oruggt hjá
Tindastóli
Tindastóll sigraði Skallagrím
84:80 á Sauðárkróki á sunnu-
dagskvöld. Fyrri hálfleikur var slakur
hjá báðum liðum,
Frá Bimi mikið um mistök, og
Björnssyni á til marks um það var
Sauðárkróki staðan aðeins 10:10
þegar ellefu mín.
voru eftir af hálfleiknum. Skalla-
grímsmenn höfðu lengstum frum-
kvæðið, en þegar fjórar mín. voru
eftir af fyrri hálfleik skoraði Lárus
glæsilega þriggja stiga körfu fyrir
Tindastól, Ingvar lék sama leikinn í
næstu sókn, og þannig náðu heima-
menn fjögurra stiga forystu. Gestirn-
ir svöruðu þegar og náðu að komast
tveim stigum yfir og voru þar að
verki Birgir Mikaelsson og Gunnar
Þorsteinsson, bestu menn Skalla-
gríms. Ingvar skoraði síðan þriggja
stiga körfu og forysta Tindastóls í
hléinu var eitt stig.
Peter Jelic, þjálfari, hefur örugg-
lega lesið vel yfir sínum mönnum í
Ieikhléi, því allur annar bragur var á
leik Tindastóls eftir það. Liðið náði
mest 18 stiga forystu og hélt því
forskoti mest allan tímann. Undir
lokin náðu Skallagrímsmenn að saxa
á forskotið og munaði þar mest um
Birgi Mikaelsson, sem var yfirburða-
maður. Henning Henningsson, Gunn-
ar Þorsteinsson og Alexander Ermol-
inskí börðust einnig vel. Allir leik-
menn Tindastóls léku vel í seinni
hálfleik. Ingvar, Lárus, Buntic og
Ómar voru bestir, Páll vann vel og
einnig Hinrik, sem átti þó köflóttan
leik.
TILÞRIFAMIKIL fráköst Johns
Rhodes og seigla Akurnesinga
gladdi helst augað þegar Hauk-
ar lögðu nýliðana í úrvalsdeild-
inni, IA, naumlega að velli
79:76 f Hafnarfirði á laugardag-
inn en úrslit leiksins réðust
ekki fyrr en undir lok leiksins
enda gáfust Skagamenn aldrei
upp.
Heimamenn tóku mikinn sprett í
byijun og náðu nokkurra stiga
forskoti en tókst engan veginn að
■■■■m hrista af Skagamenn
Stefán sem jöfnuðu og kom-
Stefánsson ust yfir. Enn einn
skrifar sprettur hjá Haukum
með fimm stigum frá
Guðmundi Björnssyni tryggði Hafn-
firðingum sex stiga forskot í leikhléi.
Eftir hlé var sama upp á teningn-
um, Haukar spiluðu vel í nokkrar
mínútur og náðu forystunni en Akur-
nesingum tókst jafnt og þétt með
góðri baráttu að hala inn stig og
loks ná forystunni. Á endasprettin-
um voru þó Haukar sterkari, þó
ekki mætti miklu muna.
„Þeir höfðu engu að tapa, hafa
tapað illa undanfarið og voru því
villtir og æstir í þessum leik, því
hvað er betra til að ná sér á strik
en að sigra liðið við toppinn. Við
þurftum því að leggja okkur alla í
leikinn, líkamlega og sálarlega,"
sagði John Rhodes sem var allsráð-
andi undir báðum körfunum og átti
skemmtilegar stoðsendingar. Bræð-
urnir Jón Arnar og Pétur Ingvars-
synir, Sigfús Gizurarson og
ekki síst Bragi Magnússon
léku vel á köflum en Hauk-
arnir voru einhvern veginn
ekki alveg á tánum í þessum
leik.
Skagamenn geta gengið
með höfuðið hátt frá leiknum,
góð barátta og þolinmæði
skilaði þeim langt og örlítil
heppni í lokin hefði getað
skilað þeim alla leið gegn einu
af hærra skrifuðum liðum
úrvalsdeildarinnar. „Við
sýndum í þessum leik að við
getum staðið okkur og höfum
karakter. Við lékum án Har-
alds Leifssonar og ef við leik-
um alla okkar Ieiki svona,
kvíði ég ekki falli en við verð-
um þá að spila alla leikina
svona. Við töpuðum á því að
Haukarnir breyttu vörninni
og við vorum nógu lengi að
átta okkur til að þeir kæmust
yfir, þó við næðum þeim yfir-
leitt,“ sagði Ivar Ásgrímsson
þjálfari og leikmaður Skaga-
manna, sem átti stórlejk. Þó
Dwayne Price væri stiga-
hæstur með 24 stig bar ekki
mikið á honum en þess meira
á baráttunni hjá hinum.
Skagamenn keyra mikið á
sömu sex mönnunum og leik-
urinn hefði ekki mátt vera
mikið lengri því fjórir af þess-
um sex voru komnir með fjór-
ar villur þegar fimm mínútur
voru til leiksloka.
htóm
FOLK
TENNIS
Þakka fyrir lexíuna
- sagði Gustafsson sem var nánast niðurlægður af Sampras
Heuter
Pete Sampras frá Bandaríkjunum sigraði í Evrópubandalagsmóitnu um
helgina. Hér er hann með demantspaðan, sem er verðlagður á 70 milljónir
króna, og mun varðveita hann í eitt ár.
PETE Sampras frá Bandaríkj-
unum sigraði Svíann Magnus
Gustafsson með ótrúlegum yf-
irburðum í úrslitum á Evrópu-
bandalagsmótinu ítennis sem
lauk í Antwerpen í Belgíu á
sunnudag. Það tók Sampras
aðeins 53 mínútur að gera út
um leikinn, 6:1 og 6:4.
Sampras, sem er 22ja ára, hafði
mikla yfirburði í leiknum og
sýndi og sannaði hvers vegna hann
er efstur á heimslistanum. Þetta
var áttundi sigur hans á árinú.
Hann komst í 5:0 í fyrsta setti og
það tók hann aðeins 18 mínútur
að klára settið 6:1. Það var aldrei
spurning hver var betri í síðara
settinu en Gustafsson náði að
hanga í 35 mínútur. Svíinn, sem
er í 19. sæti á heimslistanum,
getur vel við unað því hann vann
Michael Stich og Boris Becker í
8-manna úrslitum og undanúrslit-
um.
Ótrúlegt ár
„Þetta ár hefur verið ótrúlegt
hjá mér,“ sagði Sampras. „Ég leik
betur og betur með hveiju móti.
Ég vann tvö stærstu mót ársins,
Wimbledon og opna bandaríska
og nú þetta. Þessi leikur var í
mínum höndum frá upphafi og ég
leyfði honum aldrei að komast inní
leikinn," sagði Sampras sem fékk
rúmlega 11 milljónir í verðlaunafé
og demants-skreyttan gulltennis-
spaða til varðveislu í eitt ár. Tenn-
isspaðinn vinnst til eignar ef sami
maður vinnur hann þrisvar. Verð-
mæti spaðans er um 70 milljónir
og er Ivan Lendl sá eini sem unn-
ið hefur þessi eftirsóttu verðlaun
til eignar, árið 1985.
„Pete er bestur. Hann hefur
allt. Ég þakka honum fyrir þessa
lexíu sem ég lærði í dag,“ sagði
Gustafsson, sem lék í fyrsta sinn
gegn Sampras. „Hann verðskuldar
að vera í efsta sæti heimslistans."
■ SIGFÚS Gizurarson, leikmað-
ur Hauka í körfubolta, var rekinn
af leikvelli gegn Val síðastliðinn
þriðjudag, fyrir brot á Guðmundi
Guðjónssyni Valsara, og segja
dómarar að það þýði sjálfkrafa
tveggja leikja bann. Engu að síður
lék Sigfús með gegn Skagamönn-
um um helgina því aganefnd fund-
ar á þriðjudögum og skýrsla 3óm- ;
ara í leik Vals og Hauka verður
þar af leiðandi ekki tekin fyrir fyrr
en í dag, þriðjudag.
■ REYNIR Kristjánsson er lið-
stjóri hjá úrvalsdeildarliði Skaga-
manna í körfubolta. Eftir leikinn
gegn Haukum á laugardaginn fór
Reynir niður í búningsklefa á stutt-
an fund með liði sínu, IA, en dreif
sig síðan uppí sal til að þjálfa liðið
sitt, Hauka, því hann þjálfar tvo
flokka hjá því liði. Reyndar er
Reynir úr Hafnarfirði og spilaði
lengi með Haukum.
■ BJARNI Felixson, íþrótta-
fréttamaður RÚV, var heiðursgest-
ur á leik KR og ÍBK á sunnudags-
kvöld. Hann heilsaði leikmönnum
fyrir leik ásamt lukkudýri KR-inga,
Rauða Ljóninu, sem setti skemmti-
legan svip á leikinn.
H ÓLAFUR Gottskálksson, sem
leikur með ÍBK, tróð svo hraustlega
i aðra körfuna í upphitun fyrir leik-
inn að hún féll saman. Það tók smá
tíma að koma henni í lag aftur og
varð fimm mínútna seinkun á leikn-
um vegna þessa.
■ TVO vantaði hjá Skallagrími,
sem venjulega eru í byrjunarliði.
Elvar Þórólfsson og Ari Gunnars-
son voru báðir í leikbanni.
BLAK / ÍSLANDSMÓTIÐ
Loksins hafðist það hjá KA
Guðmundur H.
Þorsteinsson
skrifar
Leikmenn KA náðu loksins að
hafa sigur í oddahrinu en það
þurfti langa og stranga úrslitahrinu
gegn HK á Akureyri
um helgina. Þetta
var sannkallaður
hörkuleikur þar sem
bæði liðin áttu
ágæta spretti. Það tók fimm hrinur
að klára leikinn en úrslitahrinan
leiksins var sú lengsta eftir nýju
reglunum í blakinu. KA tryggði sér
sigur í leiknum með því að vinna
úrslitahrinuna 21-19 þar sem taug-
ar leikmanna voru þandar til hins
ítrasta.
Sálfræðilegt
Stefán Jóhannesson þjálfari KA
var að vonum ánægður með sigur-
inn og sagði að þetta hefði fyrst
og fremst verið sálfræðilegur sigur.
„Við höfum oft verið komnir í 2-0
á móti HK en ekki náð að fylgja
því eftir. Við vorum afslappaðir í
oddahrinunni og vorum meðal ann-
ars undir 13-11 en náðum að halda
haus núna og klára dæmið.“
Þetta var fyrsti heimasigur KA
á árinu en liðið hafði tvívegis tapað
3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir gegn
Þrótti R. og Stjörnunni. Guðbergur
Egill Eyjólfsson uppspilari HK fer
í leikbann eftir leikinn þar sem
hann fékk rautt spjald fyrir að hafa
í frammi mótmæli við dómara leiks-
ins Kristján Sigurðsson, sem hafði
góð tök á leiknum. Magnús Aðal-
steinsson stóð sig mjög vel í hávörn
KA manna og náði einum sjö stigum
í leiknum sem er mjög gott.
Enn vinnur Stjarnan
Stjarnan lagði Stúdenta öðru
sinni á stuttum tíma, nú í odda-
hrinu. Stúdentar höfðu forystu fyr-
ir fjórðu hrinuna, 2-1 en framhaldið
varð heldur endasleppt hjá Stúdent-
um sem misstu frumkvæðið þegar
Morgunblaðið/Bjarni
Hávörn Stjörnunnar
HÁVÖRN Stjörnunnar var sterk í leiknum gegn Stúdentum. Hér ná þeir Emil Gunnarsson, Eiríkur B. Þorsteinsson og
Örn Kr. Arnarson að veijast skelli frá Búlgaranum Dravko Demirev, þjálfara og leikmanni ÍS.
mest reið á og Stjörnupiltarnir voru
ekki lengi að nýta sér slaka mót-
töku Stúdenta. Sigur Stjörnunnar
var sanngjarn og verðskuldaður þar
sem Gottskálk Gizurarson og Emil
Gunnarsson voru bestir, en hjá
Stúdentum bar Zdravko Demirev
uppi leik sinna manna en dugði
ekki til. Marteinn Guðgeirsson aðal-
dómari leiksins stóð sig mjög vel
með áberandi slaka línuverði sem
eru að verða lenska í Garðabænum.
íslandsmeistarar Víkings
töpuðu á Neskaupstað
Kvennalið Þróttar N. gerði sér
lítið fyrir um helgina og lagði ís-
lands- og bikarmeistara Víkings
tvívegis um helgina. Ef fram heldur
sem horfir er liðið líklegt til frekari
afreka í vetur og möguleiki á titili
gæti verið fyrir hendi ef liðið spilar
af sama krafti og undanfarið. Þetta
var þriðji tapleikur Víkinga í röð
og það þarf leita langt aftur til að
finna aðra eins frammistöðu á þeim
bænum.