Morgunblaðið - 17.12.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.12.1993, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 17. DESEMBBR 1993 Markaðurinn Húsnæóismál í desember YFIRLEITT eru fasteigriaviðskipti með minnsta móti í kringum jól og áramót. Vaninn er að þá hugsi flestir um annað en íbúðar- kaup eða húsnæðismál almennt. Arstíminn kallar fram aðrar hugs- anir. Fasteignamarkaðurinn virðist hins vegar vera með allra líf- legasta móti nú. Af fjðlda umsókna um húsbréfalán að dæma, eru óvenju margir að hugsa um íbúðarkaup, miðað við árstíma. Fjöldi umsókna í desember stefnir í að verða síst minni en verið hefur á öðrum timum þessa árs. Það fer ekki á milli mála, að vaxtalækk- unin að undanförnu hefur aukið bjartsýni fólks. Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs Fleiri hugsa um húsnæðismál um þessar mundir en þeir sem hafa hug á íbúðarkaupum. Margir íbúðaeigendur eru í verulegum greiðsluerfiðleikum vegna lækk- andi tekna, veik- inda eða annarra ófyrirséðra ástæðna. Þessir aðilar verða að hugsa um hús- næðismál af iliri nauðsyn og vaxta- lækkun er líklega brýnust fyrir þá. eftir Grétar J. Guómundsson Aðstoð vegna greiðsluerfiðleika og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L • Landsbanki landsbref hf. Islands Löggilt veröbréfafyrirtaeki. Bankiallralandsmanna Aðili að Veröbréfaþingi íslands. Inndsbrcf hf. cm viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. Það hafa átt sér stað þáttaskil í lánakerfinu varðandi aðstoð við íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleik- um. Nýlega gerðu lánastofnanir samkomulag um aðgerðir til að leysa greiðsluvanda fólks sem á í verulegum erfiðleikum með að standa í skilum með lán til íbúðar- kaupa. Þetta samkomulag var gert að frumkvæði félagsmálaráðu- neytisins. Á árinu 1985 var íbúðareigend- um í fyrsta skipti veitt sérstök lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins vegna greiðsluerfiðleika. Slík lán voru veitt með stuttum hléum til ársins 1991. Allir sem að þessum málum hafa komið með einum eða öðrum hætti hafa gert sér grein fyrir því að greiðsluerfiðleikar íbúðareigenda yrðu ekki leystir fyrir fullt og allt með skuldbreyt- ingarlánum. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við að það sam- komulag sem lánastofnanir hafa nú gert um samræmdar aðgerðir til aðstoðar íbúðareigendum í greiðsluerfiðleikum verði skref í þá átt að lánveitingar lánastofnana verði almennt ábyrgari en þær hafa verið. Oft má fyrirbyggja greiðsluerfiðleika með skynsam- legum aðgerðum áður en lán eru tekin eða þau veitt. Greiðslumatið í húsbréfakerfínu er lögð mikil áhersla á að íbúðarkaupendur geri sér grein fyrir þeirri greiðslubyrði sem hlýst af fasteignaviðskiptum. Greiðslumatið í húsbréfakerfinu, sem allir kaupendur þurfa að fara í gegnum, er fyrst og fremst ráð- gjöf þeim til handa, ætlað að fyrir- byggja greiðsluerfiðleika. Greiðslumatið er ekki tilkomið af ástæðulausu. Það er rökrétt fram- hald af þeim greiðsluerfíðleikalán- um sem Húsnæðisstofnunin veitti á árunum 1985 til 1991. Fyrir nokkrum vikum var hér í blaðinu viðtal við ung þýsk hjón sem voru að undirbúa húsbygg- ingu. Þau höfðu gert nákvæma áætlun sem átti að gera þeim kleift að ráðast í bygginguna innan ákveðins tíma. Nákvæmnin í áætl- unum þessa fólks virtist allt önnur en vanalegast er að sjáist hér á landi og mun meiri en gert er ráð fyrir í greiðslumatinu í húsbréfa- kerfinu. Árangurinn af greiðslu- matinu er hins vegar farinn að skila sér, sem sést m.a. af því sam- komulagi sem lánastofnanir hafa gert um aðstoð við íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleikum. LAUFÁSl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 Magnús Axelsson fasteignasali Auður Guðmundsdóttir, sölumaður Anna Fríða Garðarsdóttir, sölumaður. Daníel Erlingsson, sölumaður. Seijendur! ‘lol,,,rn eftlr öllum gerðum eigna á skrá. LAUFÁSl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 SAMTENGD SÖLDSKRÁ ASBYRGI EIGNASALA\ [LAITAS I Einbýlis- og raðhús FAGRABREKKA V.1S.5M. Mjög fallegt ca 200 fm einbýl- ishús. Á efri hæð er ca 125 fm íbúð. Herbergi með sér- snyrtingu I kjallara og inn- byggóur tvöfaldur bílskúr. ♦ ♦ + FÍFUSEL V. 12,5 M. Ca 200 fm raðhús á þremur hæð- um með möguleika á ibúð í kjall- ara. Stæði í bílskýli. Skipti á 4ra herbergja íbúð í Breiðholti koma til greina. ♦ ♦ ♦ ♦ Búhamrar ♦ Hjallasel ♦ Hnjúkasel ♦ Kirkjubraut ♦ Krókabyggð ♦ Lágaberg ♦ Lindarbyggð ♦ Logaland ♦ Miklabraut ♦ Njálsgata ♦ Norðurbrún ♦ Núpabakki ♦ Rauðagerði ♦ Réttarholtsvegur ♦ Unufell V. 9,0 m. V. 14,0 m. V. 17,7 m. V. 16,0 m. V. 9,25 m. V. 27,0 m. V. 13,8 m. V. 14,8 m. V. 10,9 m. V. 19,0 m. V. 26,0 m. V. 13,2 m. V. 25,0 m. V. 8,8 m. V. 11,5m. 4ra herb. og stærri TJARNARBÓL V. 7,8 M. Sérstaklega falleg 115 fm 4ra her- bergja íbúð á 1. hæð. Parket á gólfum í stofu og herbergjum. HÁALEITI GÓÐSKIPTI Ca 100 fm ágæt endaíbúð á 3. hæð í blokk. Ibúðinni fylgir góður bílskúr með kjallara. Skuldlaus. Laus strax. ♦ ♦ ♦ ♦ Álfheimar V. 12,0m. ♦ Ástún V. 7,8 m. ♦ Austurströnd V. 9,5 m. + Básendi V. 10,5 m. ♦ Bergþórugata V. 6,8 m. ♦ Bólstaðarhlíð V. 7,9 m. ♦ Dalsel V. 8,0 m. ♦ Eikjuvogur V. 9.150 þ. ♦ Fellsmúli V. 8,3 m. ♦ Gunnarsbraut V. 11,5 m. ♦ Hrafnhólar V. 8,3 m. ♦ Hrísmóar V. 12,0 m. ♦ Klettaberg V. 8,3 m. ♦ Ljósheimar V. 8,1 m. ♦ Markarvegur V. 11,0 m. ♦ Neðstaleiti V. 13,5 m. ♦ Njálsgata V. 6,6 m. ♦ Rauðalækur V. 11,8 m. ♦ Safamýri V. 8,1 m. ♦ Stelkshólar V. 7,4 m. ♦ Stóragerði V. 7,5 m. ♦ Súluhólar V. 7,6 m. ♦ Tjarnarstígur V. 11,0 m. 3ja herb. STÚKUSÆTI Á KR-VÖLLINN Glæsileg 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í KR-blokkinni. Besta útsýni í bænum. Sér- smíðaöar innréttingar. Laus strax. FROSTAFOLD V. 8,9 M Ca 80 fm glæsileg endaíbúð á 3. hæð. Sérsmíðaðar innréttingar. Suðursvalir. Geymsla er í íbúð. Bíl- skúr. Áhvílandi í hagstæðum lán- um 4,7 millj. ♦ ♦ * HJARÐARHAGI V.6,8M. íbúð fyrir Vesturbæinginn og Háskólamanninn. Ca 80 fm snyrtileg (búð á 3. hæð i fjöl- býlishúsi. Sérsmíðuð pale- sandersinnrétting í eldhúsi. Svalir í 8uðaustur. Áhv. ca 3,9 millj. í hagstæðum lánum. ♦ ♦ ♦ NEÐSTALEITI V.11.3M. Stórglæsileg ca 117 fm íbúð á þessum vinsæla stað. Vand- aðarinnréttingar. Suðursvalir. Mikið útsýni til suðurs. Stór og góð sameign. Bílskýli. Áhv. ca 1,6 millj. í hagstæöum lánum. ♦ ♦ ♦ ♦ Asparfell V. 5,8 m. ♦ Álfholt V. 8,8 m. ♦ Álftamýri V. 6,8 m. ♦ Ásgarður V. 6,6 m. ♦ Bergþórugata V. 4,5 m. ♦ Dvergabakki V. 6,2 m. ♦ Eyjabakki V. 6,8 m. ♦ Frakkastígur V. 3,8 m. ♦ Framnesvegur V. 6,2 m. ♦ Háaleitisbraut V. 8,1 m. ♦ Hátún V. 7,1 m. ♦ Hellisgata V. 5,2 m. ♦ Kleppsvegur V. 6,8 m. ♦ Langholtsvegur V. 6,3 m. Opið mán.-fös. kl. 9-18. Sfmatimi lau. og sun. ki. 1-3. ♦ Miðvangur ♦ Nesvegur ♦ Rauðagerði ♦ Sogavegur ♦ Sólheimar ♦ Æsufell V. 6,5 m. V. 4950 þ. V. 7,3 m. V. 5,4 m. V. 9,5 m. V. 5,8 m. 2ja herb. KJARTANSGATA V. 5,3 M. Ca 60 fm rúmgóð íbúð á 1. hæð í steinhúsi. Tilvalið fyrir Iðnskóla- nemann. ♦ ♦ 4 » REYKÁS V.6.5M. Ca 70 fm góð og snyrtileg íbúð með sér þvottahúsi. Góð verönd út af stofu. Laus strax. ♦ ♦ ♦ ♦ Blöndubakki V. 5,4 m. ♦ Gerðhamrar V. 7,2 m. ♦ Krummahófar V. 4,6 m. ♦ Samtún V. 5,9 m. ♦ Víkurás V. 4,0 m. Sumarbústaður HÚSAFELL Ca 40 fm sumarbústaður í Húsa- fellsskógi. Verð 2,1 millj. Má greið- ast með verðtryggðu skuldabréfi til langs tíma. Iðnaðarhúsnæði TANGARHÖFÐI NÝTTÁSKRÁ Ca 480 fm iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum með þremur inn- keyrsludyrum. Sérinngangur er á aðra hæð hússins. Verð 35 þús. pr. fm. FÉLAG ípASTEIGNASALA Þýzkaland Sænsli byggmga- fyrirtæld keppa rið DÖNSK verktaka- og bygginga- fyrirtæki, sem haslað hafa sér völl I Þýzkalandi, mega búast við harðri samkeppni frá Svíum eftir áramótin, þegar Evrópska efnahagssvæðið er orðið að staðreynd, en það hefur m. a. í för með sér, að sænskir iðnaðar- menn geta leitað sér atvinnu í Þýzkalandi. Sum stór byggingafyrirtæki í Svíþjóð hafa þegar látið til sín taka í Þýzkalandi, en fram að þessu hafa þau þurft að notast við vinnuafl á hveijum stað í fram- kvæmdum sínum. Samdráttur í byggingaframkvæmdum í Svíþjóð og veruleg gengislækkun sænsku krónunar á síðasta ári hafa leitt til þess, að sænskur byggingariðn- aður er orðinn mjög samkeppnis- hæfur og farinn að leita að verkefn- um erlendis. Byggingakostnaður sænskra byggingafyrirtækja á fer- metra er líka talsvert fyrir neðan það, sem tíðkast bæði hjá dönskum og þýzkum byggingafyrirtækjum. Sænsku stórfyrirtækin Siab og Skanska reikna með því að ná til sín margs konar verkefnum í Þýzkalandi, þegar þau geta farið að nota þar sænskt vinnuafl. Hjá Siab er þegar hafínn undirbúningur að því að flytja 500 sænska iðn- aðarmenn til Þýzkalands á næsta ári. Ástæðan fyrir því, að það eru einkum dönsk fyrirtæki, sem mega búast við harðri samkeppni frá þeim sænsku, er fyrst og fremst sú, að gera má ráð fyrir, að sænsku fyrirtæki leiti sér fótfestu á sömu svæðum og dönsku fyrirtækin, það er í sambandsfylkjunum Slésvík- Holstein, Mecklenburg-Vorpom- mern og í Berlín og svæðinu þar í kring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.