Morgunblaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGINilR FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1993 ivivjivviuínu ru'mr u mm■ ■ m Góónr liljóiiibui'óni' fforsenda réttrar nýl- ingar á byggingum — segja hljóótæknifræöingarnir 8tefán Guójohnsen og Hannes 8igurósson SAMOFIN hönnun hljómburðar og hljóðkerfa er orðin mikilvægur þáttur í gerð allra stærri bygginga nú á dög- um. í sumum byggingum er gott hljóðkerfi forsenda yfir því, að unnt sé að nota þær í þeim tilgangi, sem þeim er ætlaður. Þetta á við um tónleikahallir, kirkjur og leikhús, þar sem hljómburðurinn skiptir höfuðmáli en einnig við um aðrar byggingar, þar sem margir koma saman t. d. skólabyggingar og veitingahús. Hljómburður skiptir líka miklu máli í margs konar atvinnuhúsnæði. Verksmiðjuháv- aði getur verið svo ærandi, að hann valdi heyrnarskaða, ef ekkert er að gert. Góð einangrun á milli íbúða og milli hæða þykir mikill kostur í fjölbýlishúsum nútímans og í skrifstofu- og þjónustubyggingum þarf fólk að geta unnið í friði ótruflað af hávaða, hvort heldur utan af götu eða annars staðar frá í sömu byggingu. Fyrirtækið Hljóð hf. í Reykjavík hefur látið mikið að sér kveða á þessum vettvangi hér á landi, en starfsemi þess nær til alhliða hljóð- tækni- og raftækniráðgjafar. — I _ því felst allt, sem varðar byggingar- hljóðtækni eða “akústík“ eins og það er kallað á erlendum tungu- málum, sagði Stefán Guð- eftir Magnús johnsen, rafeinda- Sigurðsson tæknifræðingur og eigandi Hljóðs hf. í viðtali við Morgunblaðið. — Með þessu er í fyrsta lagi átt við alls konar hljóm- burðarútreikninga og ráðgjöf um, hvemig hanna eigi byggingar til þess að fá réttan hljómburð miðað við fyrirhuguð not. I öðru lagi nær þetta til hljóðeinangrunar, þegar koma þarf í veg fyrir, að hávaði berist frá einum stað til annars í sömu byggingu, en það tengist einnig hljóðdeyfingu og hljómburði. — Fyrir utan þetta önnumst við hjá Hljóði hf. hönnun á hljóðkerfum og hvers konar hijóðbúnaði tengd- um flutningi af tónlist, tali og öðru slíku og raunar höfum við teygt okkur enn lengra og veitt ráðgjöf varðandi hvers konar rafeindakerfi í byggingum. Verðlaun fyrir Perluna Fyrr á þessu ári hlaut Hljóð hf. alþjóðleg verðlaun fyrir hljóðtækni- lega hönnun í Perlunni í Oskjuhlíð, en hönnuður þeirrar byggingar var Ingimundur Sveinsson arkitekt. Var þar um að ræða sameiginlega hönnun á hljóðtæknilegum eigin- leikum og hljómburði í byggingunni auk allra hljóðtæknilegra kerfa þar. Hljóð átti hér í samkeppni við mörg leiðandi hljóðtæknifyrirtæki á al- þjóðavettvangi. Þeir, sem unnu að þessu verkefni á vegum Hljóðs, voru auk Stefáns Guðjohnsens, sem stjórnaði verkinu, þeir Hannes Sig- urðsson og Viðar Geirsson. Hannes er rafeindatæknifræðingur eins og Stefán og báðir hafa þeir gert raf- eindatækni og hljóðtækni að sinni sérgrein. Viðar vann sem aðstoðar- maður m. a. við gerð AudoCad- teikninga. Perlan er eins og allir vita mikið hús og það er opið alveg frá kjallara upp á efstu hæð með misstórum opum á milli hæða. Þar af leiðandi berst hljóð mjög auðveldlega frá ein- um hluta hússins til annars. Bygg- ingin er þar að auki nær eingöngu úr steini, gleri og málmi, sem öll eru mjög hörð efni, eins og kallað er á fagmáli. Þetta er mjög neikvætt fyrir góðan hljómburð, því að harðir fletir hafa í för með sér langan ómtíma, en ómtími hljóðs er sá tími, sem líður frá því að hljóð myndazt og þar til það deyr út. Með sérstökum ráðstöfunum tókst þeim félögum engu að síður að skapa mjög góðan hljómburð í Perlunni. Þetta var m. a. gert með því að hafa ómtímann á fyrstu og fimmtu hæð það langan, að tónlist og söngur gætu notið sín en jafn- framt það stuttan, að talað mál skiljist vel. Allt hljóðkerfi Perlunnar er tölvu- stýrt og hefur stýrikerfið yfirum- sjón með öllum þáttum hljóðkerfis- ins svo sem hljóðblöndun, staðsetn- ingu hljóðgjafa, hljóðnemum fyrir uppköll, leiðum þeim, sem hljóðið á að berast, uppköllum, bakgrunn- tónlist, neyðartilkynningum, o. fl. Þetta hljóðkerfið vaktar sig sjálft alsjálfvirkt. Ónnur nýbygging, þar sem þeir félagar, Stefán og Hannes, komu við sögu er nýja Morgunblaðshúsið, en hönnuður'þeirrar byggingar var Helga Gunnarsdóttir arkitekt. — Vinnan þar var mjög markviss og byrjað á því að kanna allar grund- vallarforsendur, segir Stefán. — Húsið er byggt í umhverfi, þar sem ríkir mikill hávaði frá bílaumferð og jafnvel loftumferð líka. Við byijuð- um á því að grafa prufuholur í berg- ið undir núverandi nýbyggingu og mæla titring annars vegar frá um- ferðarþunganum úti á Reykjanes- braut og hins vegar frá prentvélan- iðnum í prentsmiðjunni. Þetta var nauðsynlegt til þess að fínna út, hvað valda kynni hávaða í nýbygg- ingunni. Á grundvelli þess var síðan ákveðið að skilja að nýbygginguna og prentsmiðjuna, sem áður var MorgunblaðiðSverrir Hannes Sigurðsson og Stefán Guðjohnsen. Mynd þessi er tekin í Grafarvogskirkju, en fyrsti áfangi hennar var vígður sl. sunnudag. Þeir Hannes og Stefán hönnuðu hljómburðar- og hljóðkerfi kirkjunnar, sem reynzt hefur mjög vel og notuðu þar m. a. tölvuforrit, sem gerir það kleift að sjá öll endurköst á hljóði frá einum stað til annars. komin upp, til þess að draga úr yfír- færslu á titringi frá vélunum í prent- smiðjunni yfír í nýbygginguna. Þetta eru því í rauninni tvær aðskildar byggingar, í stað þess að vera ein bygging steypt saman vegg í vegg. Við þurftum líka að ákveða, hvers konar gler ætti að vera í byggingunni, en glerið deyfír hljóð. í sama tilgangi ákváðum við, að komið skyldi upp hljóðmön um- hverfís húsið til þess að minnka umferðarhávaða. Ennfremur var lögð afar mikil áherzla á að hljóð- deyfa hin ýmsu rými í húsinu. Þar sem þar er um stór opin rými að ræða, þar sem margir vinna, þá voru þau hljódeyfð mjög vel og síð- an hljóðeinangruð frá þeim stöðum, þar sem einhver hávaði kann að vera til staðar. Sú spuming vaknar, hvort við íslendingar séum á eftir á þessu sviði. — Að mínu mati hefur þessum þætti ekki verið nægilegur gaumur gefínn í gegnum tíðina, segir Stef- án. — Skilningur á nauðsyn á góðum hljómburði í byggingum hér hefur þó farið vaxandi. Sjálfur hef ég starfað við ráðgjöf á þessu sviði í fímmtán ár og Hannes hefur starfað við þetta fyrirtæki í fímm ár. Fjölnota íþróttahöll — Við höfum glímt við margs ■ ---------------------------.——W—' Þeir Stefán og Hannes hafa m. a. séð um hönnun á hljómburði í hátíðasalnum í Selárskóla. Sá salur nýtist bæði fyrir kennslu og alls konar uppákomur og leikstarfsemi í skólanum. Salurinn hentar jafnframt afar vel til flutnings á kammertónlist fyrir um 150 áheyrendur og er sennilega með betri sölum, sem völ er á hér í borg í því skyni. konar verkefni á þessu sviði á und- anförnum árum og svo er að sjá, sem þau fari vaxandi, heldur Stef- án áfram. — Eitt áhugaverðasta hljómburðarverkefnið, sem við vinnum núna að, er íþróttahöllin á Akureyri, en Akureyringar hafa mikinn áhuga á að gera hana að fjölnotahúsi, þannig að auk þess að nota húsið sem íþróttahöll, verði einnig hægt að nota það sem 1.000 manna sal fyrir klassíska tónlist og sem 2.500 manna sal fyrir popp- tónleika. Fjárhagsáætlun fyrir þetta verkefni er nú í undirbúningi og ekki ólíklegt, að það verði fram- kvæmt í vor. Höllin nýtur þess að hafa form, sem er mjög hentugt fyrir tónleika. Fyrir klassíska tónist verður salur- inn stilltur á tvo vegu, annars veg- ar fyrir symfóníutónlist og hins vegar fyrir klassíska óperutónlist. Þetta er gert með því að koma fyr- ir lausum einingum. Við mjókkum salinn og hagnýtum okkur það bogadregna form, sem er á loftinu, en breytum endurkasthorninu frá því með þessum lausu einingum. Það sem máli skiptir er að koma í veg fyrir, að fólk skynji hljómburð- inn eins og tvö hljóð. Þá verður til bergmál og það er það, sem þarf að forðast. í framtíðinni verður vafalítið meira um það, að íþrótta- húsin verði fjölnota hús og notuð t. d. sem samkomuhús og tónlistar- hús. Þeir Stefán og Hannes vinna nú að hönnun á hljómburði í þremur nýjum kirkjum. Ein þeirra er Vídal- ínskirkja í Garðabæ, en arkitekt þar er Skúli Norðdahl. Hinar eru Grens- áskirkja, en arkitekt þar er Jósef Reynis og sú þriðja er Grafarvogs- kirkja, en arkitektar þar eru þeir Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson. Á Akureyri vinna þeir Stefán og Hannes að hönnun á hljóðkerfí í Glerárkirkju og gert er ráð fyrir, að það verði tekið í notkun fyrir jól. — Fyrsti áfangi af Grafarvogs- kirkju var vígður á sunnudag og að mati allra, sem á hlýddu, reynd- ist hljómburður þar með ágætum, segir Hannes, sem nú hefur orðið. — Þessi kirkja er stórt hús og því er þetta mjög krefjandi verkefni. Þar notum við m. a. tölvuforrit, sem gerir það kleift að sjá öll end- urköst á hljóði frá einum stað til annars. Pólskur heyrnartækni- fræðingur, sem lengi hefur starfað í Svíþjóð, hannaði þetta forrit, sem nefnist Simul 3. Þetta forrit hefur reynzt mjög vel og við notuðum það einnig við hönnun á hljóm- burði í Perlunni. En við höfum líka hannað hljóð- kerfi í kirkjur, sem eru með svo- nefndum sjálfvirkum hljóðblöndur- um. Þá þarf afar lítið til þess að stjórna kerfinu, eftir að búið er að stilla það. Þá er einungis kveikt á einum hnappi og síðan sér hljóm- kerfið sjálft um það sem eftir er. Hannes var spurður að því, hvort sumar opinberar byggingar væru lítt hannaðar fyrir hljómburð? — Það er nokkuð misjafnt, segir hann. — Við höfurh unnið að hönnun og endurbótum á hljómburði í nokkrum skólum m. a. í hátíðasalnum í Selár- skóla. Sá salur nýtist bæði fyrir kennslu og alls konar uppákomur og leikstarfsemi í skólanum. Salur- inn hentar jafnframt afar vel til flutnings á kammertónlist fyrir 150 áheyrendur og er sennilega með betri sölum, sem völ er á hér í borg í því skyni. Þetta sýnir, að skilningur á þýð- ingu góðs hljómburðar er mun meiri hér en áður var. Við höfum líka unnið að grunnhönnun og endurbót- um á nokkrum íþróttahúsum með tiliti til hljómburðar og hljóðdeyf- ingar. Áður var meira um það, að þá fyrst væri farið að gera eitt- hvað, þegar vandamálið var komið- í ljós. Nú er farið að leita lausna fyrirfram. í íþróttahúsinu í Grafarvogi og íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiholti önnuðumst við hljóðtækn- iráðgjöf í samráði við arkitektinn Guðmund Þór Pálsson. Að okkar ráði voru þar gerðar sérstakar ráð- stafanir á göflum húsanna, sem hefur í för með sér mjög jafna hljóðdreyfingu og kemur í veg fyr- ir endurkastshögg á milli gafl- veggja. Hannes víkur siðan að hávaða- mengun á vinnustöðum og segir: — Þar er víða pottur brotinn. Við ís- lendingar höfum það samt fram yfir mörg önnur lönd, að hér er lít- ið um stóriðnað, en honum fylgir gjarnan mikill hávaði, bæði út í umhverfið og líka á vinnustöðunum sjálfum. Yfirvöld hér á landi hafa verið mjög virk á þessu sviði. Vinnu- eftirlitð hefur t. d. mjög vandaðan hljóðmælibúnað og mælir þar, sem um er beðið til þess að greina vand- ann og gefa leiðbeiningar, svo að hávaðinn fari ekki yfír viss mörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborg- ar vinnur líka að því að mæla háv- aðamengun á vinnustöðum og einn- ig hávaðavandamál inni í íbúðar- húsum jafnt sem hávaðaáreiti utan frá. En þegar kemur að úrlausnum, er gjarnan leitað til hljóðtækniráð- gjafa. Við hér höfum fengið mörg slík verkefni. Nefna má, að þegar ís- landsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Hús verzlunarinnar, reiknuðum við út og stjórnuðum nauðsynlegum aðgerðum þar til hljóðdeyfingar og hljóðeinangrunar, sem hafa reynzt mjög vel. Leita þarf lausna á hönnunarstigi En er þetta dýr þjónusta? — Hún kann að virðast dýr, en með því að leita lausna varðandi hljómburð á hönnunarstiginu, verður við- bótarkostnaðurinn af hljóðtækni- legum aðgerðum sáralítill miðað við þann kostnað, sem fylgir þeim, ef þær eru framkvæmdar eftir á. Þá geta þær kostað stórfé. Miðað við þann ávinning, sem fæst af réttri hljóðhönnun og tilheyrandi ráðstöfunum, áður en ráðizt er í byggingaframkvæmdir eða sam- hliða þeim, þá er þetta því ekki dýr þjónusta. Kostnaðurinn vegna hennar er að mínu mati einungis óhjákvæmilegur þáttur í bygginga- kostnaðinum. — Það er nánast regla nú út um víða veröld, að hljómburðurinn eða “akústíkin" er mikilvægur hluti af hönnun á öllum meiri háttar bygg- ingum, segir Hannes ennfremur. — Þó má nefna einstök tilvik, þar sem í íþróttahúsinu í Grafarvogi og iþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breið- holti önnuðust þeir Stefán og Hannes hljóðtækniráðgjöf i samráði við arkitektinn Guðmund Þór Pálsson. Þar voru gerðar sérstakar ráðstafanir á göflum húsanna, sem hafa í för með sér mjög jafna hljóðdreyfingu, en hún kemur í veg fyrir endurkast á milli gaflveggja. þetta hefur ekki verið gert en þá oftast með slæmum afleiðingum. Sem dæmi má nefna byggingu þýzka sambandsþingsins í Bonn. Þegar hún var byggð, var ekki talin þörf á sérstökum ráðstöfunum. Af- leiðingin varð sú, að hljóðkerfín, sem átti að nota inni í byggingunni, virk- uðu svo illa vegna langs ómtíma, að fólk þoldi blátt áfram ekki við inni í henni. Ástandið var það slæmt, að þingið varð að flytja út. Nú er loksins búið að vinna á þessu bót með svimandi kostnaði. I-----J---------------------1 ■ ~ félagHfasteignasala IIIJSYANGUR -£t faste/gnasala “ BORGARTÚNI 29, 2. HÆÐ. FAXNÚMER 621772. 62-17-17 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00 Opið laugardaga frá kl. 11.00-14.00 Lokað sunnudag - (lokað í hádeginu). Einbýlishús Sérhæðir Einbýli óskast í Gbæ Höfum kaupanda (sem búlnn er að solja) að góðu oinbhúsi á einnl hæð f Qarðabæ. Lághoit-Mos. 1756 125 fm fallegt og vel við haldið einb. á einni hæð ásamt ca 70 fm bílsk. 4 svefnherb., stofur o.fl. Fallegur garður. Skipti mögul. á minna. Verð 12 millj. Hlíðarvegur - m/bflsk. 1778 Ca 95 fm einb. í Kópavogi ásamt 32 fm, bílsk. Laust nú þegar. Bílsk. innr. sem íb. í dag. Áhv. ca 4 millj. V. 8,2 m. Hverfisgata 1746 Vel byggt einb. við Hverfisgötu samtals um 200 fm auk geymsluriss. Mikil lofthæð. Garður. Skiptímögul. á minna. V. 10,5 m. Barrholt- Mos. 1719 Ca 142 fm falleg einb. við Barrholt með 70 fm fokh. kj. Bílsk. Skipti mögul. á minni eign. Verð 13,5 m. Bjargartangi - Mos. 1706 144 fm fallegt einb. með 50 fm bílsk. ásamt fokh. kj. með 3ja metra lofthæð. Hús með mikla mögul. Verð 13 millj. Skipti mögui. á 4ra herb. íb. í Reykjavík. Ásbúð-Gbæ 1546 244 fm einb. á tveimur hæðum. Stór bílsk. Skipti mögul. Verð 15 millj. Bugðutangi - Mos. 1308 300 fm einbhús á tveimur hæðum m. bílsk. við Bugðutanga. Skipti á minni eign mögul. Raðhús Logaland - m. bflsk. 1658 202 fm fallegt endaraðhús ásamt bílskúr. . Parket. Flísalagt bað. Fallegur suðurgarður. Verð 13,9 millj. Suðurás-nýtt 1550 192 fm raðhús á tveimur hæðum. Bílsk. Fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 9,4 millj. Seltjarnarnes 1631 Efri sérhæð í tvíb. við Melabraut. Parket. Þvherb. og búr innaf eldhúsi. Laus. Áhv. 4 millj. húsbréf. Skipti á minni eign mögul. Skipasund - laus 1692 85 fm björt og góð efri sórhæð í þríb. Sér- hiti. Fallegt hús. Laus. V. 7,5 m. Rauðalækur 1715 Ca 137 fm góð íb. á 1. hæð með bílsk. Tvennar svalir. Verð 10,5 millj. Austurbrún - laus 1551 110 fm góð laus sérhæð í vel byggðu húsi. Stórar stofur. Bílskúr. V. 9,9 m. Safamýri - m. bflsk. 1678 Ca 132 fm vönduð sérhæð. Bílsk. Fráb. staösetn. Verð 11,5 millj. Helgaland - Mos. 1637 Góð 90 fm efri sórh. í tvíb. Bílsk. Skipti mögul. á minna. Verð 7,9 millj. 4-5 herb. Hraunbær 1772 108 fm glæsil. endaíb. á 3. hæð með suð- ursv. Nýtt eldhús. Parket á herb. Hús og sameign nýstandsett. Skiptl mögul. á minni eign. Verð 8,2 millj. Laugarnesvegur 1702 92 fm falleg íb. á 2. hæð. 3 herb., stofa o.fl. Stórar svalir. Verð 7,5 millj. Eskihlfð 1777 101 fm íb. á 3. hæð i góðu fjölb. 2-3 svefn- herb., 2 stofur ásamt íbherb. á jarðhæð með aðgangi að snyrtingu. Verð 7 millj. Hallveigarstígur 1677 95 fm gullfalleg íb. á tveimur hæðum. Suð- ursv. Laus. Verð 8,5 millj. Laugateigur m. láni 1695 97 fm falleg íb. á 1. hæð í þríb. Parket, stórt eldh. m/nýl. innr. og tækjum. Áhv. 3,5 millj. húsnlán. Engjasel - m. bflg. 1755 Ca 110 fm gullfalleg 5 herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölb. Rúmg. svefnherb. Nýtt parket á stofu. Suðursv. Mikið útsýni. Björt íb. ó eftir- sóttum stað. Verð 8,5 millj. Frostafold 1734 Ca 102 fm góð íb. á 2. hæð. Parket. Þvotta- herb. í íb. Áhv. langtímalán ca 4.750 þús. Verð 8750 þús. Veghús - m. bflsk. 1773 165 fm íb. á 3. hæð og risi ásamt bílsk. Stórar suðursv. íb. er tilb. u. trév. V. 7,6 m. Efstasund - laus 1759 Ca 90 fm falleg lítið niðurgr. íb. í tvíb. Allt sér. Góð staðsetn. Áhv. 4,0 millj. V. 6,6 m. Hjarðarhagi - m. bflsk. 1735 Ca 102 fm endaíb. á 2. hæð í fjölb. ásamt 25 fm bílsk. Stutt í skóla og þjónustu. Áhv. 4 millj. Verð 8,5 millj. Skipti á 2ja herb. íb. koma til greina. Bólstaðarhlíð - m. láni 1709 121 fm falleg íb. á 1. hæð. 3-4 svefnherb., borðst. og stofa. Parket og flísar. 23 fm bílsk. Góð lán áhv. Verð 9,3 millj. Lundarbr. - Kóp. 1414 93 fm glæsil. íb. á 1. hæð í nýl. viðgerðu fjölb. Allar innr. og gólfefni endurn. Fallegt baðherb. Áhv. 3 millj. Verð 7,2 millj. Engihjalli - Kóp. 1231 93 fm falleg íb. á 2. hæð. Parket. Suðursv. Áhv. 3,5 millj. húsnlán. Verð 7,5 millj. Nýbýlav. - m. bflsk. 1340 Ca 84 fm falleg íb. á 2. hæð. Suö-vestursv. 40 fm bílsk. Sérþvhús. Sérhiti. V. 8,9 m. Ljósheimar - lyftuh. 9990 Ca 115 fm falleg íb. á efstu hæð. Stórar svalir. Áhv. 6 m. Verð 7,9 millj. Kleppsvegur-laus 1555 91 fm falleg íb. á jarðhæð. Gott hús. Áhv. 3,5 millj. húsnlán. V. 6,8 m. Engihjalli-m. láni 1521 Ca 100 fm falleg íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Parket. Áhv. 2,6 millj. Verð 7,7 millj. Stelkshólar - laus 1533 105 fm góð íb. á 3. hæð. Parket. Nýl. flisar á baðherb. Mögul. á 4 svefnherb. Laus. Verð 7,8 millj. Skiptimögul. á minnieign. Þingholtsstræti 1679 Ca 80 fm lúxusíb. á 4. hæð í lyftuhúsi. 2 stofur með parketi, forstofa og sólstofa með Ijósum flísum. Austursv. Fráb. útsýni yfir Tjörnina og miðborgina. Laus. V. 7,9 m. Laugarnesvegur 1559 84 fm falleg Ib. á 2. hæð. Suðursv. Ahv. 1,5 millj. byggsj. 3ja herb. Jörfabakki 1642 Falleg 74 fm íb. á 2. hæð. Suðursv. Rúmg. stofa. Hús nýviðgert. Verð 6,3 millj. 1 L if Guðmundur Tómasson, Helgi M. Hermannsson, Hjálmtýr i. Ingason, 'jteinunn Gísladóttir, Þórunn Þórðardóttir, Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur - fasteignasali. if Þverholt 1667-8 Stórglæsil. nýuppgerðar íbúðir við Þverholt. Sjá myndir og umfjöllun í sl. tölubl. Húsa og hýbýla. Rauðalækur 1761 Ca 99 fm björt og lítið niðurgr. kjíb. Ný eld- húsinnr. Góður garður. Verð 6,9 millj. Hagamelur - laus 1465 70 fm falleg íb. á 3. hæð í nýl. fjölb. Park- et. Skipti mögul. á minni eign. Suðurvangur - Hf. 1768 Glæsil. íb. á 3. hæð með góðu útsýni. Hátt til lofts í stofu og eldhúsi. Áhv. 4,9 millj. byggsj. Verð 8,5 millj. Miðborgin - laus 1511 77 fm glæsil. mikið endurn. íb. við Lauga- veg. Stílhreinár innr. og flisar. Dúfnahólar 1345 76 fm góð íb. á 2. hæð. Fráb. útsýni. Vest- ursv. Bílskplata. Verð 5,9 millj. Sólvallag. - m. láni 1733 85 fm góð ib. á efri hæð í þríb. Laus. Áhv. ca 5,5 millj. góð lán. V. 7,2 m. Hagamelur - laus 1628 Ca 82 fm falleg íb. á 1. hæð. Parket. Suður- verönd. Verð 7 millj. Háaleitisbraut 1742 Góð kjíb. í fjölb. Baðherb. nýl. flísalagt. Áhv. 2,2 millj. Verð 5,9 millj. Álfheimar - nýtt 1697' Tvær glæsil. íb. á jarðhæð í góðu traustu fjölbhúsi. Lausar nú þegar. Hverfisgata - m. láni 1684 Falleg og mikið endurn. ca 80 fm íb. á 2. hæð í fjórb. 2 rúmg. svefnherb., stór stofa, nýtt bað og eldhús. Áhv. ca 3,8 millj. Verð 6,5 millj. Leifsgata 1755 91 fm rúmg. og falleg íb. á efri hæð í tvib. Húsi og ib. mikið endurn. Verð 7 millj. Skipti mögul. á stærri eign. Freyjugata m. iáni 1217 78,4 fm góð íb. á 3. hæð. Parket. Áhv. 2,3 millj. Verð 6,0 millj. Skipti mögul. á minna. 2ja herb. Smyrilshólar 1560 53 fm glæsll. íb. á jarðhæð m. sórgarði. Parket. Laus. Áhv. 1,9 millj. Verð 4950 þús. Laugarnesvegur 1618 Ca 70 fm björt og falleg íb. á 3. hæö í góðu fjölb. Vestursv. Fallegt útsýni. Verð 5,9 millj. Asparfell 1754 Ca 45 fm falleg einstaklíb. á 7. hæð í lyftu- húsi. Parket og flísar. Gott útsýni. Hús og sameign nýmálað og endurn. Verð 3,9 millj. Frostafold - m. láni 1437 91 fm falleg íb. í litlu fjölb. á 1. hæð. Þvherb. og búr í íb. Áhv. 4,5 m. húsnl. Brávallagata 1614 74 fm íb. í kj. Nýstandsett, nýl. rafmagn, gler og gluggar. Laus. Áhv. 1 millj. bygg- sjóður. Nesvegur 1680 Ca 46 fm risíbúð í 5-íb. húsi. Góð staðsetn- ing. Getur losnað fljótlega. Verð 4,2 millj. Vindás-laus 1699 60 fm falleg fb. á 1. hæð. Allar innr. úr eik. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Verð 5,4 millj. Víkurás - m. láni 1564 Ca 60 fm góð íb. á jarðhæð í litlu fjölb. Áhv. 2,7 millj. Verð 4,9 millj. Tryggvagata 1689 56 fm íb. í lyftuhúsi. Einstakt útsýni yfir höfnina. Suðursv. Laus. Áhv. 3,1 millj. húsnLán. Fálkagata 1583 Falleg ca 40 fm ósamþ. íb. á jarðhæð í nýl. húsi. Áhv. 2,1 millj. Verð 3,7 millj. Kaupendur Athugið að í flestum tilvikum koma eigna- skipti til greina. Upplýsingar og rnyndir af öllnm eignum í myndasal. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.