Morgunblaðið - 22.12.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.12.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 Minning * * Hjalti Anminn Agústs- son vörubifreiðarsljóri Fæddur 26. október 1919 Dáinn 16. desember 1993 Þetta líf er alltaf að koma á óvart, ýmist þægilega og oft skemmtilega en líka óþægilega. Er maður ekki alltaf fyrirfram búinn að ímynda sér hlutina öðruvísi en raunin verð- ur á, eða einhvem veginn í annarri ; röð en þeir endanlega gerast? Þann- i ' ig var því farið með mig og vin minn, tengdaföður minn Hjalta Agústsson, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Hann var að sönnu i búinn að skila sínu og vel það en það var heilmikið eftir og margt ógert, það höfðum við rætt félag- arnir. Hvorugur hafði reiknað með því sem nú er orðið, - að minnsta kosti hafði hvorugur orð á því við hinn. Eg ætla ekki að reyna að lýsa honum fyrir þeim sem ekki þekktu hann, þeir sem kynntust honum muna hann og mig langar til að minnast hans eins og ég þekkti hann og fyrir það hvað hann var mér og mínum. Ég sakna hans. Hjalti Ármann Ágústsson var fæddur á Jófríðarstöðum í Hafnar- fírði hinn 26. október 1919. Foreldr- ar hans voru hjónin Ágúst Jóhann- esson (1893-1968) og Ágústa Ey- jólfsdóttir (1892-1962). Þau voru þrjú systkinin, tvíburabræðumir Hjalti og Pétur og nokkru yngri var systirin Fjóla. Þau em nú öll látin, Fjóla lést 1990 og Pétur sl. sumar. Kært var með þeim systkinunum, sérstaklega var náið samband með þeim tvíburabræðrunum og þegar Pétur féll frá var mínum manni bmgðið, svo mjög að ég minnist þess ekki að hafa í annan tíma séð hann sýna tilfínningar sínar. Hjalti mun snemma hafa kynnst allri almennri vinnu, bæði til sjávar og sveita, enda var skólagangán ekki löng á þeim tíma. Eins og aðrir sem þá vom komnir til vits og ára þá mundi hann þá kreppu sem ríkti í landinu á ámnum milli 1930 og 1940 og varð tíðrætt um hana. Eg held að honum hafí ekki þótt að við þessi yngri gerðum ós- anngjamar kröfur í dag en honum var í mun að upplýsk okkur um þau kjör sem fólk bjó við á þeim ámm og hvað menn þurftu að leggja á sig í baráttunni fyrir bættum kjör- um, t.d. á sjötta áratugnum þegar verkföll vora hvað lengst og hörð- ust. Nánast alla sína starfsævi vann Hjalti við vömbílaakstur. Upphaf þess má rekja til vinnunnar við gerð Reykjavíkurflugvallar a ámn- um eftir 1940. Hann vann til að byrja með við almenn verkamanna- störf en undi því ekki til lengdar. Hann var sjálfstæður og vildi standa á eigin fótum. Hann varð sér úti um vömbíl 1942 og hóf eig- in útgerð og vann við flugvallar- gerðina. Þá var mikil vinna og það hefur mínum manni líkað. Eins og , gefur að skilja var ekki verið að , kaupa nýja bíla á þeim ámm og ■ því mikið um bilanir. Er hætt við að lítið hafí verið um hvíld á stund- * um þegar eyða þurfti nóttinni í við- gerðir til að vera tilbúinn til áfram- haldandi vinnu næsta dag. Þegar bretavinnunni lauk gerðist hann félagi á vömbílastöðinni Þrótti þar sem hann starfaði til dauðadags og vom þá liðin full 50 ár frá því hann byrjaði vörabílaaksturinn. Hjalti kvæntist 1948 Guðfinnu Jensdóttur, ungri heimasætu frá Vogi í Skerjafírði. Guðfinna er dótt- ir þeirra hjóna Jens P. Hallgrímson- ar (1896-1979) sem kenndur hefur verið við Vog í Skerjafírði og Sigríð- ar Ólafsdóttur (1895-1985) frá Gesthúsum á Álftanesi. Heimili þeirra var lengst af í Skerjafírðin- um, þar sem þau byggðu sér hús á lóð úr landi Vogs, þar sem áður hét Baugsvegur, en nú er Bauga- * nes. Hjalti var af gamla skólanum þegar kom að heimilishaldinu og bamauppeldinu. Hann vissi til hvers var ætlast af honum sem húsbónda á sínu heimili, að vinna fyrir sér og sínum. Guðfínna var heimavið á þessum árum með börnin og hann sá um aðdrætti utan heimilis. Það var gæfa Hjalta að eiga aðra eins konu og hana Guðfínnu, sem hefur alltaf verið tilbúin að halda honum heimili og þjóna honum og bömun- um í anda þess sem hann var alinn upp við, þar sem verkaskipting milli karla og kvenna á heimilinu var í föstum skorðum. Þau áttu fallegt heimili og er ekki á neinn hallað þó fullyrt sé að þar er hlutur Guð- fínnu mestur. Hún hefur staðið við sitt, rétt eins og hann, og þegar fór að halla undan fæti síðustu ár og mánuði, hvort heldur var vegna minnkandi atvinnu eða heilsubrests hans, kom enn betur í ljós hvem styrk hann sótti til hennar. Hann var húsbóndinn á heimilinu og hon- um auðnaðist að halda þeirri reisn og virðingu allt til enda. Yngri konur hafa eflaust aðrar hugmyndir um hlutverk kvenna en ég veit fyrir víst að Guðfinna Jens- dóttir sér ekki eftir neinu og hefur aldrei talið eftir sér sporin í þágu velferðar heimilisins og fjölskyld- unnar. Börn þeirra Hjalta og Guðfinnu em fímm og barnabömin em orðin tíu. Elstur er Ágúst, búsettur á Nýja-Sjálandi, kvæntur þarlendri konu, Catherine Schaumkell, og eiga þau tvo syni. Næst er Sigríð- ur, eiginmaður hennar er Hörður Jóhannesson og eiga þau þijú böm. Þriðja í röðinni er Ágústa, eigin- maður hennar er Oddur Friðriksson og eiga þau tvö böm. Sólveig er næst yngst, hún á eitt bam, sambýl- ismaður hennar er Sigurður Bragi Guðmundsson. Yngst er María, sem á tvö börn, hennar éiginmaður er Óskar Finnsson. Þessi hópur, ásamt eiginkonunni, er það sem Hjalti Ágústsson lifði fyrir umfram allt annað þau ár sem ég hef þekkt hann, að viðbættri vinnunni sem var alla tíð skylda hvers manns að hans mati, - að vinna fyrir sér og vera ekki öðrum háður í efnalegu tilliti. Mér er enn í fersku minni þegar við sáumst fyrst í september 1973. Það var kvöldsett, úti var myrkur og kalt en hinni var hlýtt og bjart. Hann stóð þama í öllu sínu veldi, þéttvaxinn og hraustlegur og það glampaði á gráhvítt hárið. Hann rétti mér höndina, handtakið var fast en hlýtt og kveðjan einlæg; „Komdu sæll og blessaður og vertu velkominn til okkar.“ Þetta var upphafíð að vináttu sem staðið hef- ur í öll þessi 20 ár sem nú em lið- in. Velkomin til okkar sagði hann, - heimilið, eiginkonan og bömin vom honum allt, allir gestir dætr- anna vom um leið hans gestir, allir vinir þeirra urðu vinir hans. Hann var stoltur faðir og eigin- maður. Stoltur var hann þegar hann leiddi þær upp að altarinu til að gefa þær burt okkur þessum strák- um sem vomm komnir til að taka frá honum stelpurnar hans, stelp- umar sem þrátt fyrir allt vom hans mesta uppáhald. Hann var enn stoltari þegar þessar sömu stelpur, en þá orðnar ráðsettar, ólu honum afabömin. Hann var ekki margmáll, en hann var hreinskiptinn í öllum samskipt- um, menn vissu hvar þeir höfðu hann. Hann sagði svo margt með þögninni og jafnvel augnaráðinu að menn þurftu aldrei að vera í vafa. Það átti aldei neinn hjá honum. Þau vom samrýnd hjónin, Hjalti og Guðfínna, í vinahópi alltaf talað um þau sem eitt, Hjalta og Finnu. Aldrei var spurt um annað nema nefna hitt í leiðinni. Þegar þau töluðu hvort um annað vom oftar en ekki notuð orðin Mamma, þegar Hjalti talaði um Guðfinnu og Hann, þegar Guðfínna talaði um Hjalta. Þetta voru ekki bara orð, því að þau þýddu svo miklu meira. Hann var ákaflega farsæll í sínu starfi og eftirsóttur til vinnu. Hann var bóngóður og hef ég fyrir satt að hann hafí aldrei neitað neinum um neitt ef hann gat orðið við bón einhvers. Hann var um leið sjálf- stæður og trúði á sjálfan sig. Þess- ir tveir hans stærstu eiginleikar, þörfín fyrir sjálfstæðið og bóngæsk- an, eiga eflaust stærstan þátt í því hversu vel honum farnaðist á þeim vettvangi sem hann valdi sér að ævistarfí, þar sem hann var sinn eigin herra en um leið reiðubúinn að þjóna og liðsinna þeim sem til hans leituðu. í 50 ára starfí við vörubílaakstur henti hann ekki nema eitt óhapp í umferðinni sem orð er á gerandi; vömbíllinn valt á niðurleið á gamla veginum um Kamba. Slysið þýddi beinbrot og einhverra vikna spítalalega að boði lækna. Það varð aldrei nema ein vika, því minn maður fór þá út til að huga að kaupum á öðram bíl og tíminn of dýrmætur til að eyða honum á spítala. Á sama 50 ára tímabilinu tapaði hann ekki krónu vegna þess að hann hafði ekki feng- ið greitt fyrir sína vinnu, - hann tapaði reyndar 50 krónum fyrir 40 áram, en það var vegna þess að húsbyggjandinn sem hann ók fyrir lést áður en greiðsla var innt af hendi og hann gat ekki verið að mkka ekkjuna, stelpugreyið, eins og hann orðaði það sjálfur. Síðasta ferðin á vömbílnum var farin föstu- daginn 12. nóvember sl., fyrir einn af hans föstu viðskiptavinurn. Sú ferð stóð í nokkra klukkutíma og að henni lokinni vom kraftamir á þrotum og bflnum var lagt í síðasta sinn. Einhver hafði orð á því hvers vegna hann hafí verið að fara þessa ferð, svo sjúkur sem hann var þá orðinn. Það stóð ekki á svarinu; Ég gat ekki neitað manninum, hann þurfti að fá þetta fyrir helgina. Á þeim 20 árum sem við þekkt- umst töluðum við um margt, við töluðum reyndar um allt milli him- ins og jarðar. Við ræddum að sjálf- sögðu pólitík, vomm oft sammála, við hallmæltum sumum ríkisstjóm- um en vomm ánægðir með þá næstu. Við vomm yfírleitt ánægðir með frammistöðu okkar manna í sveitarstjómarpólitíkinni, við rædd- um heimsmálin og sögu lands og þjóðar. En við ræddum aldrei um dauðann, við ræddum aldrei um Guð eða eilífðina. Ég veit því ekki hvort hann hafði hugsað um hvað biði okkar að loknu þessu jarðlífí. Enda þótt hann hafí gert það þá veit ég að hann reiknaði ekki með því að það væri komið að því. Hann var að vísu búinn að leggja vörubíln- um en hann var líka búinn að ráð- gera ferð til sólarlanda rpeð vorinu eins og undanfarin ár. Þegar við kvöddumst að morgni fímmtudagsins 16. desember sl. var myrkur úti alveg eins og þegar við heilsuðumst fyrst kvöldið góða fyrir 20 árum. Það glampaði enn á hvítt hárið í daufum bjarma frá kerta- ljósi við rúmið. Síðasta handtakið var hlýtt sem forðum en lífskraftur- inn var á þrotum, nú mátti vinur minn ekki mæla. Hann kvaddi með þögn. Fyrir hönd okkar sem eftir stöndum og kynntumst honum og þekktum hann sem föður, tengda- föður og afa og ekki síst sem vin og góðan dreng vildi ég sagt hafa: Vertu sæll og blessaður og þakka þér fyrir allt og allt, við sjáumst kannski síðar. Hörður Jóhannesson. í dag verður jarðsunginn afí okk- ar, Hjalti Ármann Ágústsson. Það er erfítt að trúa því að svona sterk- ur og kraftmikill maður eins og hann afi var skuli yfírgefa okkur svo snemma. Minningarnar eru margar og góðar. Afí og amma fóru til útlanda um hverja páska sl. 15 ár. Við krakkarnir biðum alltaf spenntir eftir því að töskumar væm opnaðar þegar þau komu heim úr þessum ferðum, því að það brást ekki að allir í fjölskyldunni fengu glaðning, bæði ungir og gamlir. Við viljum þakka afa fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Jólin verða öðmvísi án hans. Allt lífíð verður öðmvísi án hans. I afmælisdagabókinni okkar er þetta ljóð við afmælisdaginn hans afa, sem var 26.október: Æviloljuni líður nær, lífs að dregur hausti. Einhver dapur dauðablær dimmum skugga á lífið slær. Bátinn minn ég bind í hinzta nausti. (Haligrímur á Dagverðará.) Hjalti og Lára. Hjalti Ágústsson vörubílstjóri Bauganesi 37 í Skeijafirði lést á Borgarspítalanum þann 16. desem- ber 74 ára að aldri. Foreldrar Hjalta vom Ágúst Jóhannesson og Ágústa Vilhelmína Eyjólfsdóttir, sem bjuggu um árabil á Grund í Skeija- fírði við Þverveg, sem nú kallast Einarsnes. Það hús var í nágrenni við hús foreldra minna, Vog við Baugsveg, sem nú er nefnt Bauga- nes. Húsmóðirin Ágústa var tíguleg myndarkona, sem bjó Qölskyldu sinni eftirminnilega hreint og smekklegt heimili, þótt ekki væri úr miklu að spila á þessum ámm. Pétur var tvíburabróðir Hjalta og minnist ég þess að hafa oft átt í erfíðleikum við að greina þá sundur áður fyrr, svo líkir vom þeir. Pétur lést fyrir um hálfu ári. Fjóla dóttir þeirra hjóna var jafnaldra Guðfínnu systur og mikil vinkona hennar frá bamaskólaaldri og meðan hún lifði, en Fjóla lést fyrir nokkmm ámm. Ágúst stundaði smáútgerð þegar ég man fyrst eftir æskuheimili Hjalta rétt fyrir heimsstríð. Hann var hlýr og aðlaðandi maður og við strákarnir, þá um fermingaraldrur, sóttumst eftir að komast með hon- um út í rauðmaganetin eða á þyrskl- ingsveiðar. Um þetta leyti man ég eftir Hjalta í hópi jafnaldra sinna um tvítugt, sem þegar höfðu stigið ýmis meiriháttar manndómsspor og vom orðnir fullorðnir ungir menn sem við strákarnir litum upp til og áttum eftir að kynnast síðar. Á þeim ámm sem ég og bræður mínir fómm að heiman einn af öðr- um takast ástir með Hjalta og syst- ur okkar Guðfínnu, þau gifta sig og stofna til búskapar í húsi sem þau reistu sér á hluta lóðar sem foreldrar mínir áttu og létu þeim í té og lá næst þeirra eigin lóð. Með því að greiða götu ungu hjónanna tel ég að foreldrar mínir hafí stigið hið mest heillaspor sem kom ekki aðeins Hjalta og Finnu til góða heldur líka og ekki síður foreldmm mínum. Um 30 ára skeið var heim- ili Hjalta og Finnu þeim mikil stoð og hamingjuuppspretta. Þetta á ekki síst við Sigríði mömmu sem naut ómetanlegrar hjálpar Finnu systur og dætra hennar, meðan heilsan leyfði henni að dvelja í gamla húsinu, Vogi. Og pabbi hafði ýmislegt til Hjalta tengdasonar síns að sækja til aðstoðar, þegar hann hafði ekki lengur neina hjálp frá okkur bræðmnum. Ég hef lengi gert mér ljóst að við bræður stönd- um í mikilli þakkarskuld við Hjalta heitinn og Finnu og systur fyrir allan stuðninginn og umhyggjuna sem þau og börn þeirra veittu pabba og mömmu. Hjalti heitinn hafði vörubílaakst- ur að lifibrauði í meira en fjóra áratugi. Honum famaðist vel í því starfí. Ég vissi að hann vann sér traust og vináttu margra sem hann vann fyrir og það leiddi til þess að hann vann sig í gegnum erfið tíma- bil í rekstri vömbílsins, þegar illa áraði og knappt var um vinnu. Þörf er fyrir gætna menn og dómgreind- argóða við akstur allra ökutækja og þá ekki síst hinna stóm öku- tækja okkar tíma. Stundum skiptir aksturshæfni og snarræði sköpum. Ég veit að Hjalti ók sínum stóra vöruflutningabíl áfallalítið áratug- um saman, en ekki áfallalaust. Ekki líður úr minni fjölskyldunnar sú hætta sem hann komst í fyrir um 15 áram, þegar hann ók bíl sín- um fullhlöðnum timbri niður Kamba. í miðri brekku biluðu heml- ar bflsins. Á réttu augnabliki og réttum stað tókst Hjalta að bjarga lífí sínu með því að aka útaf þann- ig að bíllinn með hinum stóra timb- urfarmi lagðist á hlið ofan vegar. Hjalti og Guðfínna eignuðust fímm mannvænleg börn: Ágúst Vil- helm, Sigríði, Ágústu, Sólveigu og Maríu. Þegar þörf var orðin knýj- andi tókst Hjalta og Finnu að stækka hús sitt svo að hinar glæsi- legu heimasætur höfðu góð þroska- skilyrði fram til gjafvaxta aldurs. Það hefur satt að segja verið eitt af því ánægjulegasta í lífínu að fylgjast með uppvexti barna þeirra og eiga margar glaðar stundir á þessu stóra heimili, þegar efnt var til fagnaðar á merkidögum í lífi fjöl- skyldunnar. Fráfall Hjalta mágs míns vekur þessa aðfaradaga jóla margar gamlar og nýjar endurminningar um fólkið mitt í Skeijafírðinum. Ljósin sem tendrast hafa í því minn- ingasafni, verða drúgur hluti af helgihaldi þessara jóla. Ég sendi Guðfínnu systur og allri fjölskyldu hennar samúðarkveðjur okkar Erlu og fjölskyldu okkar. Ólafur Jensson. Hjalti Ágústsson verður í dag til foldar færður. Hann var fæddur á Jófríðarstöðum í Hafnarfírði ásamt tvíburabróður sínum Pétri sem er nýlátinn, sonur hjónanna Ágústs Jóhannessonar og Ágústu Vilhelm- ínu Eyjólfsdóttur. Ég kynntist Hjalta og Pétri frændum mínum 1948. Náin kynni okkar Hjalta urðu þegar við bund- umst æskuvinkonum úr Sketjafirði, hann Guðfínnu Jensdóttur og ég Kristínu Kjæmested. Úr þessu mynduðust fjölskyldutengsl og vin- átta sem áttu djúpar rætur. Hjalti var dugnaðarmaður að hvaða verki sem hann gekk. Hans aðalatvinna var vömbílaakstur og hóf fyrst að keyra fyrir Magnús Skúlason sem hafði vinnu fyrir bíl sinn á stríðsár- unum við gerð Reykjavíkurflugvall- ar. Fljótlega upp úr þessu nær Hjalti sér í bíl og gengur í Þrótt. Þar ekur hann hartnær hálfa öld í súru og sætu við góðan orðstír. Þau hjón- in Hjalti og Guðfinna voru sérstak- lega samstillt og vinnusöm. Hún bjó manni sínum fagurt heimili enda listamanneskja í höndunum og kann allt til verka og hafði alla þá eðlis- kosti sem góða húsmóður getur prýtt og frábærlega góða skapgerð. Þessi blessuðu hjón Hjalti og Guð- fínna áttu svo sannarlega miklu bamaláni að fagna. Þau eignuðust einn son og fjórar dætur, barna- bömin eru tíu, allt mannvænlegt fólk og góðir þjóðfélagsþegnar. Ég bið guð að halda verndar- hendi yfír eiginkonu og niðjum. Steingrímur Nikulásson. Hjalti Ágústsson mágur minn og vinur er dáinn. Hann var ekki allra, en þeir sem áttu hann að vini vissu hvert þeir áttu að leita ef eitthvað bjátaði á. Hjalti var traustur og góður heimilisfaðir og það átti líka vel við hann þegar ættingjar og vinir áttu samvemstundir á heimili þeirra Finnu - þá ríkti gleðin ofar öllu. Hann var lánsamur í lífí sínu, eignaðist sína „draumadís" og ynd- isleg börn og barnaböm sem bera heimili og fjölskyldulífi fallegt vitni. Við Selma söknum hans og vott- um Guðfínnu systur minni, bömum þeirra og skylduliði öllu samúð okk- ar - en góðar minningar lifa ætíð. Ketill Jensson. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.