Morgunblaðið - 29.12.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.12.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 7 > > í > 300 aðilar hafa gert samninga um debetkortin N ÝÁRSKVÖLD Ekki skylt að gefa viðskiptavini til baka BJARNI Finnsson formaður Kaupmannasamtakanna segir að bank- amir eigi enn ósamið við 90% af kaupmönnum og þjónustuaðilum í landinu um svokölluð debetkort. Eitt af því sem samtökin hafa ekki viljað kyngja er að geta ekki gefið viðskiptamanni sem greiðir með debetkorti til baka án þess að greiða af þvi þóknun til bankanna ef viðskiptamaðurinn leggur hærri upphæð út fyrir vöru eða þjónustu en hún kostar. Bankarnir hafa ákveðið 500 kr. lágmarksupphæð fyrir hveija færslu. Af um 1.200 aðilum sem bjóða upp á rafræna greiðsluþjónustu hafa um 300 aðilar gert samning um debetkort. „Þegar menn skilja að það eru kaupmennirnir sem þurfa að greiða þóknun til bankanna fyrir að gefa viðskiptavininum til baka vita þeir hvers vegna við viljum ekki sætta okkur við þau kjör sem bankarnir bjóða,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þóknun kaup- manns til bankanna af hverri færslu geti numið frá 0,3 til 1,2% af heildarupphæðinni miðað við veltu. „Það kemur ekki til greina að ég sem kaupmaður taki á mig kostnaðarauka af því að þjóna við- skiptavininum með því að láta hann hafa pening úr mínum kassa til baka. Það er ekkert skrítið að við göngum ekki til samninga við bankana á þessum nótum,“ segir Bjarni. Auk þess þurfa notendur kortanna að greiða 10 kr. af hverri færslu til bankanna. Dæmt til að mistakast „Ég get ekki séð annað miðað við samstöðuna í okkar hópi en að markaðssetning debetkortanna sé dæmd til að mistakast hjá bönkunum. Því meira sem þeir auglýsa því erfiðari verður róður- inn. Almenningur hleypur ekki til því mér sýnist hann vera orðinn upplýstur um þetta mál. Notandi þarf að greiða fast færslugjald og annan kostnað," segir Bjarni. Helgi Steingrímsson hjá Lands- banka íslands segir að kaupmenn og þjónustuaðilar sem gert hafi samning um notkun debetkorta skuldbindi sig til að greiða við- skiptavinum til baka ef keypt er fyrir lægri upphæð en sem nemur lágmarksupphæð hverrar færslu, eða 500 kr. Kaupmönnum sé hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir greiði til baka ef um hærri upp- hæðir er að ræða eða hvort færð sé inn sama upphæð og fyrir þá vöru eða þjónustu sem verið er að kaupa. Helgi segir að af um 1.200 aðil- um sem eru með rafræna greiðslu- þjónustu taki þegar um 300 aðilar við debetkortum. GbÆSILEG NÝÁRSHÁTÍÐ Strengjakvartett skipaður Guðnýju Guðmundsdóttur á fiðlu, Marteini Frewer á fiðlu, Helgu Þórarinsdóttur jpXif á víólu og Richard Talkowsky á selló leikur ljúfa Jkvöldverðartóna fyrir matargesti. Signý Sæmundsdóttir og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands flytja Vínartónlist. Glæsileg danssýning undir stjórn Hermanns Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika fyrir dansi Vínarvalsa og polka eftir Strauss og Lehár. // Hljómsveitarstjóri er Páll Pampichler Pálsson. Veislustjóri er Hermann Ragnar Stefánsson. Húsið opnað kl. 19. Tekið á móti gestum með kampavíni. Verð kr. 5.800,- Fyrir aðra en matargesti eftir kl. 23 kr. 1.800,- Athugið! Verð á veitingum óbre Dansað til kl. 4. ikim; Miöasala og borðapantanir daglega kl. 10-17. Sími 687111. Gisting: Við bjóðum sérstakt nýárstilboð á gistingu. 4.500 krónur fyrir tveggja manna herbergi á nótt með morgunmat. Matseðill: Freyðivínstónuð humarsúpa með tjómatopp og kavíar. Nautalundir með koníakssveppasósu, smjörgljáðum jarðeplum og léttsteiktu grœnmeti. Hátíðarterta með rómanoffsósu ogferskum ávöxtum. i i I I I I I í I 'móf ahugvekja. 'ypis hdPpdrdetti F,^SýningHssR Fjölskylduskemmtun við Risaflugeldamarkaðinn Mörkinni 1, gegnt /V\ fMcDonalds I ■ 1™ kl.: 18:00- 19:30 *SVE,, Hjálparsveit skáta Reykjavík LANDSBJORG Landssamband björgunarsveita gegnt McDonald s Flugeldasyning Afsláttarmiðar frá McDonald's fylgja öllum Fjölskyldupökkum frá Hjálparsveit skáta Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.