Morgunblaðið - 29.12.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 29.12.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1993 23 tNtoc&i Útgefandi mfrlftfeife Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr með vsk. eintakið. Ár vonbrigða og nýrra vona Heimurinn var um margt fullur bjartsýni í upphafi ársins 1993. Þeir draumar um betri og friðsælli tíð, sem urðu til við fall Berlínarmúrsins og hrun Sovétríkj- anna, lifðu enn góðu lífi, þrátt fyr- ir að víða um heim væru háðar blóðugar styrjaldir. Mikið var rætt um að nýft heimsskipulag væri að taka við þar sem Sameinuðu þjóð- irnar, með Bandaríkin í broddi fylk- ingar, myndu taka að sér eins kon- ar alþjóðlegt löggæsluhlutverk. Fyrst átti að stilla til friðar í Sómalíu, þar sem 300 þúsund manns höfðu soltið í hel vegna þeirrar borgarastyijaldar sem geis- aði í landinu. Stærsta verkefnið var hins vegar að binda enda á styrjöld- ina í fyrrverandi Júgóslavíu með hernaðaríhlutun, ef nauðsynlegt yrði. í byijun þessa árs voru einnig bundnar miklar vonir við jákvæða þróun í ríkjunum í austurhluta Evrópu. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika var talið víst að þau myndu nokkum veginn snurðulaust feta Ieið lýðræðislegra og efna- hagslegra umbóta. Ekki sist fögn- uðu menn því að Rússar hefðu hafnað alræðisstefnunni og væru nú orðnir að bandamönnum Vest- urlanda eftir margra áratuga kalt stríð. Eitt af því fáa sem skyggði á bjartsýnina var að ekki hafði tekist að ná samkomulagi um nýjan GATT-samning, þrátt.fyrir ítarleg- ar viðræður og Blair House-sam- komulag Bandaríkjamanna og Evr- ópubandalagsins í landbúnaðar- málum. Fríverslunarsinnar gátu þó huggað sig við það að ríkisstjórnir Bandarikjanna, Mexíkó og Kanada höfðu ritað undir samkomulag um sameiginlegan markað. Flestir hinna fögru drauma urðu hins vegar að engu árið 1993. Þetta reyndist vera árið sem sýndi mönn- um fram á að þó að ógnaijafnvæg- ið og kjarnorkuvopnakapphlaup risaveldanna séu úr sögunni er heimurinn kannski ekki endilega mikið öruggari og fallegri fyrir vik- ið. Hrakfarir sveita Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu og getuleysi evrópskra stjórnmálamanna gagn- vart átökunum í Bosníu benda til að í framtíðinni verði ekki bundnar svo miklar vonir við alþjóðasamtök á borð við SÞ. í lok síðasta árs birtust myndir af bandarískum her- mönnum sem í nafni Sameinuðu þjóðanna gengu á land í Sómalíu og tóku til við að dreifa matvælum til sveltandi íbúa. í lok þessa árs eru minnisstæðastar myndirnar af líki bandarísks hermanns, sem var dregið um götur Mogadishu í októ- ber eftir að átján landgönguliðar höfðu fallið í skotbardaga við sóm- alska skæruliða. Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir muni draga sveitir sínar til baka frá Sómalíu á fyrri hluta næsta árs og allt eins víst að allt verði þá með sama hætti og áður. Fátt bendir til að friðsamleg lausn náist varðandi Bosníu þrátt fyrir stöðugar friðarviðræður allt árið. Að öllum Iíkindum munu Serb- ar og Króatar skipta með sér bróð- urhluta landsins og úthluta músl- imum einhveijum skika, sem þeir verða að sætta sig við. Tilraunir SÞ til að stilla til friðar í Angóla hafa einnig mistekist og átök bloss- að þar upp að nýju. Nýjar ógnir hafa líka birst á árinu og ber þar kannski fyrst að nefna Norður-Kóreu og þann möguleika að veruleikafirrt alræð- isstjórn landsins hafi náð því marki að framleiða kjamorkuvopn. í Austur-Evrópu hafa mál heldur ekki þróast á jafn snurðulausan hátt og menn dreymdi um á Vestur- löndum. Lífskjör, sem aldrei voru mjög beysin, hafa hrunið og at- vinnuleysi er gífurlegt. Þetta hefur haft í för með sér að umbótasinnuð öfl hafa átt erfitt uppdráttar og í kosningum í Litháen, Póllandi og Rússlandi hafa flokkar, stofnaðir á grundvelli gömlu kommúnista- flokkanna, fagnað góðu gengi í kosningum. Jafnvel í austurhluta Þýskalands hafa kommúnistar unn- ið sigra. Þróun mála í Rússlandi og raun- ar flestum fyrrum lýðveldum Sov- étríkjanna er sérstakt áhyggjuefni. í október kom til blóðugra bardaga í Moskvu eftir að andstæðingar Borísar Jeltsíns á þingi hertóku þinghúsið. Tveimur mánuðum síðar fékk flokkur undir forystu lýð- skrumarans Vladímírs Zhír- ínovskíjs mest fylgi er fyrstu lýð- ræðislegu kosningarnar voru haldnar í landinu. En árið 1993 hefur ekki einung- is einkennst af átökum og von- brigðum. í Suður-Afríku hafa full- trúar hvíta minnihlutans og blökku- manna náð samkomulagi um nýja bráðabirgðastjórnarskrá og kosn- ingar á næsta ári. Má raunar segja að yfirráð hvíta minnihlutans hafi liðið undir lok á þessu ári. Þá náðu leiðtogar ísraela og Palestínu- manna óvæntu samkomulagi um frið og sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í borginni Jer- íkó. Ef til vill hillir jafnvel einnig í fyrsta skipti undir frið milli mót- mælenda og kaþólikka á Norður- írlandi. Á síðustu stundu náðist einnig eining um nýtt GATT-sam- komulag og hafa því vonir um hag- vöxt og velmegun á næstu árum aukist. Í Japan og að nokkru leyti á Ítalíu gerðu kjósendur upp við þá spillingu, sem viðgengist hefur í stjórnkerfum þessara ríkja, allt frá lokum síðari heimsstyijaldar- innar, og ríkjum Evrópubandalags- ins tókst loks að staðfesta Maas- tricht-samkomulagið. Þetta mótsagnakennda ár varð því einnig til að auka bjartsýni á mörgum sviðum þó að á heildina litið hafí það dregið úr björtustu vonum manna. Horfnar eru skýja- borgirnar og draumsýnirnar en í staðinn hefur tekið við hógværari, jarðbundnari heimssýn, sem líklega er traustari grundvöllur til árang- urs. Ferðablað Los Angeles Times Sagt frá ferð til Islands á forsíðu í FERÐABLAÐI bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times sem kom út 26. desember sl. er sagt frá ferð um ísland sem blaðakon- an Jeanne K. Hanson fór með ferðaskrifstofunni Add Ice Travel í febrúar sl. Greinin byrjar á forsíðu ferðablaðsins, sem er að mestu tekin undir hana, heil síða er inni í ferðablaðinu auk þess sem vísað er á greinina á forsíðu aðalblaðsins. Með henni fylgja níu litljósmyndir auk tveggja lítilla korta sem sýna hnattstöðu íslands og staðina sem ferðalangarnir heimsóttu á íslandi. Að sögn Einars Gústavssonar, forstöðumanns skrifstofu Ferðamála- ráðs í New York, er Los Angeles Times með stærstu dagblöðum Bandaríkjanna og sé greinin því frábær landkynning fyrir ísland. í greininni, sem öll er hin lofsam- legasta, er lýst dagsferð sem blaða- konan fór ásamt manni sínum með ferðaskrifstofu Arngríms Her- mannssonar frá Reykjavík og upp á Kjalveg með viðdvöl í Hvera- gerði, við Kerið, Gullfoss og Lang- jökul. Þar var gerður stuttur stans og á leiðinni til baka var komið við í kaffi á Hótel Geysi í Haukadal. Hanson segist hafa þurft að beita eiginmann sinn fortölum til að fá hann til að samþykkja „vetrar-saf- aríferð" til íslands en eftir að hafa heyrt endalausar lýsingar á því að ísland væri fallegasta land í heimi, þar sem landslagið tæmdi hugann en færi aldrei úr minningunni, féllst hann loks á að fara í ferðina. Frábær landkynning Einar Gústavsson segir ísland hafa fengið mikla athygli í fjölmiðl- um vestanhafs að undanförnu og sé þar m.a. að skila sér markvisst markaðsstarf starfsfólks Ferða- málaráðs í Bandaríkjunum. Einar segir að þessi grein í Los Angeles Times sé mikil viðurkenning og gífurleg landkynning fyrir fsland því blaðið sé eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna. Það sé mjög virt og til marks um það kosti heilsíðu- auglýsing í blaðinu um 65.000 Bandaríkjadali eða yfir 4,6 milljónir ísl. króna. W ls\v>» ÍOftWj *>*«*»#«* «»«. 16* twrfOUíX*MfeýMÍM RÍ.VkjAVllt-, :<;M.AKI»-On tl.iy Jn'áirr (hW ««>%»• wffll i. lctll-tiKÍ wj>, tiH> Huon. lt hflJ l»c<n tlri*' /iioy tll moming in Kirj kjavilr, lii.uviíng ih<- inmuttiiios- Thc vtnkitcfort:, ilit: tciii|icrjtuic bfld m<ht<i M dcKfvc', j winur t'i Jt tlut Irtti ttudc llilt <»>:iStfy irx' wjrmcisi |ilfl<* kt *11 <tf Kt»r»|tv úir tnc <itv. Tbw «c hwH’J ú«m our ptlot ihv kt v>M»l tii 3 *t«»p Jt Kcfljvfk InUiitU' IMHUt aitá t»C HVIC WÍMTktl. My huHltund jri<i 1 íw«l plttnnctl itw a two- Jny trip u> L'.i>n<i thit |w»i FVIiritJiy, <m *>ur w»v i»>i»c<(rj| iii<>iv <J-t>H ol :«vt. :<ui rimcr.t itui GíúgcoiKKtlv «n Norray. 'J Itc ttwln jitiGty v> js ui bc MMncthinjf >m<i«wl rhfsmnv wliirt [VI r<sj<l flbmtt wbiln vp.itiofl, b-ylðiut thc »uinm<r bcfortr. IVpKí j>s wc'tl uk<* j dip in yne <if thv viilvaiiicjib' Iicjivi) ovkIoot tvtimming jh>ii1> >n R*.yk}Jtik“tbc '>11« siiuw.n in biai'Aiirc citrHOv <mm«oi:>:<K<, Forsíðan FORSÍÐA ferðablaðs Los Angeles Times er að mestu tekin undir umfjöllun um „vetrar-safaríferð“ til íslands í febrúar sl. íslendingar seinteknir Hanson segir m.a. frá því að hér sé fólki raðað eftir skírnarnafni í símaskránni og að íslendingar séu ekki að flíka tilfínningum sínum en séu mjög vingjarnlegir eftir að kynni hafi tekist með þeim. Hanson fer nokkrum orðum um bílana sem Add Ice Travel hefur yfír að ráða og tækjabúnaði þeirra. Hún lýsir t.d. lórantæki sem stað- setur bílana með 5 cm nákvæmni með aðstoð gervihnatta. Hanson er yfir sig hrifín af Gullfossi vegna þess hve náttúrulegur staðurinn sé. Þar séu engin mannvirki og ekkert rusl og hún segist beinlínis hafa tárast yfír fegurð staðarins. Með greininni fylgja upplýsingar um hótel og veitingastaði í Reykja- vík, stutt lýsing á eins og tveggja daga ferðum sem Add Ice Travel býður upp á og upptalning á ýmsu því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í Reykjavík. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarð- ar sameinast kaupfélaginu Kaupfélagið átti meginhluta hlutafjár í frystihúsinu HRAÐFRYSTIHÚS Fáskrúðsfjarðar verður sameinað Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar frá og með næstu áramótum. Akvörðun um þetta var tekin á sijórnarfundi hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar í nóv- emberbyijun og samhljóða ákvörðun var samþykkt á stjórnar- fundi Hraðfrystihússins sama dag. Kaupfélagið tekur við öllum eignum og skuldum, réttindum og skyldum Hraðfrystihússins frá og með 1. janúar nk. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar var stofnað 1940 af Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar og nokkrum ein- staklingum en fljótlega varð Kaup- félagið nær því eini eigandi félags- ins og hefur það verið frá upphafi rekið við hlið þess. Kaupfélags- stjórar Kaupfélags Fáskrúðsfírð- inga hafa jafnframt verið fram- kvæmdastjórar Hraðfrystihússins. Kaupfélagið var stofnað 1933 og eru félagsmenn um 200. Velta 1,2 milljarðar Samkvæmt samstæðureikningi Kaupfélagsins og Hraðfrystihúss- ins í árslok 1992 var bókfært eigið fé félaganna 481,3 milljónir kr. Heildarvelta félaganna var um 1,2 milljarðar kr. og að jafnaði voru starfsmenn tæplega 200. Gísli Jónatansson sem verið hef- ur framkvæmdastjóri félaganna síðastliðin 18 ár verður áfram kaupfélagsstjóri eftir sameiningu félaganna. SAMNINGURINN UM EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Hömlum aflétt af samning- um um skammtímafjármagn SAMNINGURINN um Evrópska efnahagssvæðið sem tekur gildi nú um áramótin miðast meðal annars að auknu frelsi á fjár- magnsmarkaði. Á íslandi hafa síðustu misseri verið samþykkt- ar lagabreytingar vegna samn- ingsins og nú um áramótin verða allar takmarkanir á svo- nefndum langtímahreyfingum felldar niður, og fyrstu skrefin stigin til svipaðra breytinga á skammtímahreyfingum. Þá á vátryggingastarfsemi að verða fijáls að miklu leyti við gildis- töku EES en á Islandi hefur lögum um vátryggingar ekki enn verið breytt til samræmis við EES-samninginn og því verða áfram talsverðar tak- markanir á þeirri starfsemi hérlendis þar til lögunum hefur verið breytt. Eitt markmið EES-samningsins er að afnema gjaldeyriseftirlit sem hefur bein áhrif á fjármagnsflutn- inga og aðrar óbeinar hindranir. Síðustu misseri hafa verið stigin skref í fijálsræðisátt hérlendis hvað þetta varðar og nú eru gjaldeyris- viðskipti vegna inn- og útflutning vöru og þjónustu að fullu frjáls. Fjármagnshreyfingar, það er flutningar á fé milli landa sem ekki tengist viðskiptum með vöru og þjónustu, eru orðnar fijálsar að mestu en nú um áramótin falla niður síðustu takmarkanir á svo- nefndum langtímahreyfingum 0g þá verður meðal annars hægt að fjárfesta ótakmarkað í erlendum verðbréfum. Um áramótin verður einnig byij- að að aflétta takmörkunum á skammtímahreyfingum og er gert ráð fyrir að því verði lokið í byijun næsta árs. Skammtímahreyfingar íjármagns eru einkum viðskipti með verðbréf og lán til skemmri tíma en árs, og innlegg og úttektir af bankareikningum. Frjálsræði í fasteignaviðskiptum Fasteignaviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu teljast einnig til fjármagnshreyfínga og á því sviði hefur Island fengið undanþágu, heimild til að viðhalda ótímabundið banni við fjárfestingu erlendra að- ila í útgerð og fiskvinnslu. Þá hafa íslendingar einnig fengið frest til að breyta löggjöf sinni um íjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnu- rekstri og fasteignakaup erlendra aðila. Fyrir jólin samþykkti Alþingi breytingar á.lögum um fjárfestingu erlendra aðila. Þær breytingar voru til að koma til móts við lágmarks- kröfur EES-samningsins meðan verið er að endurskoða íslenska löggjöf um þessi efni og eru ríkis- borgarar aðildarríkja EES þar með undanþegnir ýmsum takmörkunum á fjárfestingu í atvinnurekstri hér á landi. Meginreglan í fjármálaþjónustu er að starfsleyfi nægi, sem þýðir að stofnun sem hefur leyfi til að starfa í eigin heimalandi geti sett á stofn umboð og útibú í öðrum EES-ríkjum og veitt þar þjónustu án þess að fá til þess sérstök leyfí. Eftirlit með stofnunum fer fram í heimalandi fyrirtækjanna hvar svo sem þau starfa á efnahagssvæðinu. Búið er að breyta lögum um banka- starfsemi og verðbréfamarkað hér- lendis til samræmis við þetta. Tryggingalög tefjast Vátryggingastarfsemi fellur undir EES-samninginn, þar á með- al líftryggingar, bílatryggingar og almennar tryggingar. Svipaðar reglur eiga að gilda um fyrirtæki á þessu sviði og banka, það er að segja að vátryggingafélag sem hefur starfsleyfi í heimalandi sínu getur hafíð starfsemi hvar sem er í EES, svo framarlega sem það til- kynnir viðkomandi stjórnvöldum um það. Fyrirtækið verður að mestu leyti undir eftirliti landsins sem gaf út starfsleyfi þess, en þarf að undirgangast tryggingalög gestaríkisins að öðru leyti. Þá eiga ríkisborgarar innan EES að geta keypt hverskonar tryggingar hvar sem er á svæðinu. Hérlendis hefur lögum hins veg- ar ekki enn verið breytt með tilliti til EES-samningsins og því getur ísland í raun ekki uppfyllt samn- inginn hvað þetta varðar. Sam- kvæmt núgildandi lögum verður að fá leyfí tryggingaráðherra til að kaupa aðrar tryggingar en líf- tryggingar erlendis og erlend félög verða að fá starfsleyfi hér á landi. Því gilda starfsleyfi evrópskra fé- laga ekki hérlendis 0g starfsleyfi íslenskra félaga gilda ekki erlendis fyrr en þessum lögum verður breytt. Einkaréttur afnuminn Frumvarp um breytingar á lög- um um vátryggingar hefur legið fyrir en ekki er lokið breytingum á því, meðal annars vegna nýrra tilskipana sem Evrópubandalagið hefur samþykkt og búist er við að verði teknar inn í EES-samninginn. Þessar tilskipanir gera meðal annars ráð fyrir því að fijálsræði í vátryggingastarfsemi verði aukið frá því sem var þegar EES-samn- ingurinn var gerður. Þá er einnig gert ráð fyrir að fella verði niður einkarétt og skattaívilnanir sem tryggingafélög í ákveðnum tryggingagreinum hafa notið. í EES-samningnum vai tímabundin undanþága fyrir starf- semi Húsatryggingar Reykjavíkur sem sér . um brunatryggingar á höfuðborgarsvæðinu og Viðlaga- tryggingar íslands. Þá hefur Brunabótafélag íslands haft einka- rétt á brunatryggingum utan Reykjavíkur. Talið er að þetta fyrir- komulag fái ekki staðist til lengdar. Þá þarf að fella niður einkarétt sem bátaábyrgðarfélög og Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum hafa notið. Bátaábyrgðarfélög hafa haft einkarétt á að tryggja báta undir 100 tonnum að þyngd, og Sam- ábyrgðin hefur haft einkarétt á endurtryggingu þessara báta. Samkvæmt upplýsingum úr Tryggingaeftirlitinu á að taka þessi mál fyrir mjög fljótlega eftir ára- mótin þannig að hægt verði að fjalla um lagabreytingar sem tryggja starfsleyfí erlendra trygg- ingafélaga og aukið fijálsræði í tryggingum á vorþingi. Hins vegar eru breytingar á einkarétti hér- lendra tryggingafélaga erfiðara mál. Hver er árangurinn af efna- hagsstefnu ríkisslj órnarinnar? eftirFriðrik Sophusson íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu misseri. Á tímabilinu 1991-1994 er talið að þjóðartekjur á mann rýrni um allt að 10%. Meginskýringin á 'eínahagssamdrættinum er stórfelld skerðing á þorskafla og mikil verð- lækkun á útflutningsmörkuðum. Samdrátturinn hefur óhjákvæmilega bitnað á atvinnurekstri og heimilum og valdið nokkru atvinnuleysi. Til að bregðast við þessum erfiðlei- um og draga úr áhrifum þeirra hefur ríkisstjórnin gripið til margvíslegra efnahagsráðstafana. Skattar á fyrir- tækjum hafa verið lækkaðir til að styrkja stöðu atvinnulífsins. Raun- gengi krónunnar hefur verið lækkað til að tryggja betrí samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Útgjöld til atvinnu- skapandi verkefna hafa verið aukin til að hamla gegn vaxandi atvinnu- leysi. Jafnframt verður virðisauka- skattur af matvælum lækkaður um næstu áramót til að lækka fram- færslukostnað heimilanna. Aðgerðir skila árangri Upp á síðkastið hafa birst ótvíræð merki um að aðgerðir ríkisstjórnar- innar séu farnar að skila umtalsverð- um árangri. Verðbólga er nú minni en í flestum viðskiptalöndum íslend- inga. Viðskiptahalli heufr minnkað verulega og er nú minni en um langt árabil. Af þessum ástæðum hefur erlend skuldasöfnun verið stöðvuð og á þessu og næsta ári munu erlendar skuldir lækka að raungildi í fyrsta sinn frá árinu 1970. Rekstrarskilyrði atvinnuveganna hafa batnað og raun- gengið er með hagstæðasta móti. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist nokkuð hefur tekist að halda því í skefjum, meðal annars með útgjöld- um til atvinnuskapandi verkefna. Loks hafa 'vextir lækkað og þola nú samanburð við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjunum. I _ með- fylgjandi töflu sést hvernig ísland kemur út í samanburði við Evrópuríki OECD. (Sjá töflu.) Samdráttur í efnahagslífinu og sér- stakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar (aukin útgjöld til framkvæmda og lækkun skatta) hafa veikt stöðu ríkis- sjóðs. Þrátt fyrir það hefur tekist að draga úr ríkisútgjöldum, m.a. með sparnaði og aðhaldi í rekstri, og er hallinn nú talsvert lægri en árið 1991. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar og ábyrgri afstöðu aðila vinnumarkaðar- ins hefur myndast betra jafnvægi og meiri stöðugleiki í efnahagslífinu en „Flest bendir til þess að stefna ríkisstjórnarinn- ar hafi þegar skilað árangri. Sú verndun og uppbygging fiskistofna sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir mun von- andi skila afrakstri á næstu árum. Meðal ann- ars þess vegna er spáð hagvexti á árunum 1995 og 1996.“ verið hefur um langt árabil. Minni lánsfjárþörf ríkisins ásamt sérstökum aðgerðum á peningamarkaði hefur skapað skilyrði til þeirrar vaxtalækk- unar sem orðið hefur að undanförnu. Hagvöxtur framundan Flest bendir til þess að stefna ríkis- stjórnarinnar hafi þegar skilað árangri. Sú verndun og uppbygging Samanburður milli íslands og Evrópuríkja OECD árið 1994 ísland OECD Verðbólga, meðalhækkun framfærsluvísitölu milli ára 2,5 5,5 Atvinnuleysi, hlutfall af heildarmannafla 5,0 11,4 Halli hins opinbera, % af VLF 3,1 6,3 þar af ríki 2,5 Skammtímanafnvextir (ríkisvixlar), % 5,4 5,4 Hagvötur, % -2,0 1,5}- Utgerðannenn og Har- aldur bjóða í SR-mjöl TVÖ tilboð bárust í öll hlutabréf ríkisins í SR-mjöli hf. sem stofnað var upp úr Síldarverksmiðjum ríkisins. Tilboðin voru frá hópi út- gerðarmanna og annarra fjárfesta og Haraldi Haraldssyni í Andra og fjárfestum á hans vegum. Ekkert fékkst uppgefið um efni tilboð- anna í gærkvöldi. Fulltrúar seljendanna áttu trúnaðarviðræður við fulltrúa beggja kaupendahópanna síðdegis í gær. Friðrik Sophusson fiskistofna sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir mun vonandi skila af- rakstri á næstu árum. Meðal annars þess vegna er spáð hagvexti á árunum 1995 og 1996. Þrátt fyrir ytri áföll og erfiðieika í efnahagsmáium hefur íslensku þjóðinni því tekist betur en mörgum öðrum að feta sig út úr erfið- leikunum. Höfundur er fjármálaráðhcrra. Akureyrarbæ var einnig gefinn kostur á að bjóða í fyrirtækið. Bærinn skilaði ekki tilboði fyrir lok tilboðs- frests í gær en sendi í staðinn bréf þar sem óskað var eftir lengri fresti til að skila inn tilboði. Ekki hefur Fleiri innbrot voru framin í borg- inni í fyrrinótt. Meðal annars var sælgæti fyrir 12 þúsund krónur stol- ið úr söluturni við Freyjugötu. Síðdegis í fyrradag var tilkynnt verið tekin afstaða til erindis Akur- eyrarbæjar, en í gærkvöldi var talið ólíklegt að hægt yrði að verða við ósk hans þar sem tvö tilboð bárust fyrir tilskilinn tíma. Benedikt Sveinsson hrl, stjórnar- um innbrot í Grandaskóla en þaðan hafði verið stolið sjónvarpi og mynd- bandstæki. RLR vinnur að rannsókn málsins. formaður Sjóvá-Almennra trygginga hf., og Jónas A. Aðalsteinsson hrl. eru forsvarsmenn tilboðs loðnuút^ gerðanna. Að því stendur 21 útgerð- arfyrirtæki með liðlega helming loðnukvótans í landinu, Draupnissjóð- urinn hf., Þróunarfélag íslands hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Þá hafa sveitarfélögin fimm þar sem verksmiðjur fyrirtækisins eru staðsettar, starfsmannafélögin og ol- íufélögin þijú lýst yfir stuðningi við kaup þessa hóps á fyrirtækinu. Haraldur Haraldsson hefur verið ófáanlegur til að segja frá því hveijir standi með honum að tilboðsgerðinni. Trúnaðarviðræður Fulltrúar ríkisins og Verðbréfa- markaðar íslandsbanka hf. áttu síð- degis í gær viðræður við báða aðila, meðal annars til að kanna trúverðug- leika tilboðanna. Tilboðsgjafarnir sögðust í gærkvöldi ekki geta veitt upplýsingar um efni tilboðanna eða viðræðurnar við fulltrúa ríkisins vegna þess að þess hefði verið óskað af hálfu seljandans að viðræðumar væru trúnaðarmál. Teknir við innbrot TVEIR menn á tvítugsaldri voru staðnir að innbroti í verslun við Hverfisgötu. Þegar að var komið voru mennirnir að gera sig líklega til að láta greipar sópa. Þeir voru færður í fangageymslu. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot í gleraugnaverslun við Austurstræti og að sögn lögreglu lék grunur á að sömu menn hefðu verið að verki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.