Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
B 3
Eldisállinn er seldur lifandi á
heimamarkaði á 900 kr. kflóið
Álaeldisstöð á
Spáni heimsótt
ÁLLINN er nýög eftirsóttur í ýmsa
gómsæta rétti á Spáni, einna helst yfir
vetrarmánuðina þegar heitir matar-
miklir réttir eru vinsælir. Spánverjar
hafa til þessa veitt álinn i ám og vötnum
og einnig í hafinu en nú er í auknum mæli farið að rækta ála í
kerum. Eldisállinn vex hraðar og er laus við moldarbragð sem oft
vill einkenna villta álinn og er þess vegna eftirsóttari. Undirritaður
fékk tækifæri til að heimsækja álaeldisstöð á austurströnd Spánar
sem hefur náð góðum árangri í álaeldi.
Fyrirtækið hefur starfað í tæp
10 ár og hefur framleiðslan aukist
ár frá ári. Fyrirtækið hefur allt frá
bytjun lagt mikla áherslu á þróun
og rannsóknir á eldinu og hefur
með því vakið at-
hygli fyrir hag-
kvæmni í rekstri.
Sem dæmi má
nefna að fyrir
hvert kíló af fóðri
sem þeir nota fá
þeir um 670
Magnus , grömm af álum og
BjamiJons- & hvern vatnsrúm-
son skrifar metra .ala þeir allt
fráSpáni að 300 kíló af
álum. Nýtingin
hefur einnig verið
mjög góð, 80 af hundraði af þeim
seiðum sem koma inn skila sér sem
afurð. í dag eru þeir einnig að gera
tilraunir með eldi á öðrum tegund-
um svo sem vatnakarfa og hefur
það gengið vonum framar.
Seiöl úr Saragossahafinu
Fyrirtækið kaupir álaseiði sem
veidd eru í árósum og hafa staðist
gæðakröfur fyrirtækisins. Þangað
hafa þau komið úr Saragossahaf-
inu, en þar gjóta álar. Ferðalagið
tekur u.þ.b. 3 ár og vega seiðin
aðeins brot úr grammi þegar eldið
hefst. í sjónum nærast seiðin á ör-
smáum krabbadýrum og var eitt
aðalvandamálið í byijun að venja
þau á fiskafóður. Þetta var þó leyst
með því að gefa þeim þorskhrogn
sem flutt eru inn frosin frá Dan-
mörku. Síðar á þroskaskeiðinu fá
þau sérstakt fóður úr fískimjöli.
Eldið fer fram í stórum kerum
og myndar vatnið lokaða hringrás
úr kerunum í hreinsibúnað, þaðan
í hitastilli og súrefnisblöndun og
síðan aftur í kérin. Strangt eftirlit
er haft með öllum þáttum eldisins
og má þar fyrst nefna stærðarflokk-
un. Ef misstórir álar eru hafðir í
sama kerinu er hætta á að þeir stóru
éti þá minni. Hreinsun vatnsins er
einnig veigamikill þáttur, því álar
skila frá sér úrgangi sem er eitrað-
ur. Þess vegna er brýnt að hreinsa
vatnið með fullkomnum hreinsibún-
aði og koma í veg fyrir vannæringu
og jafnvel dauða. í náttúrunni er
hitastig síbreytilegt en til þess að
hámarksvöxtur eigi sér stað þarf
hitastig vatnsins að vera 26 gráður
á celcíus. Með þessum aðferðum
tekst fyrirtækinu að marghundruð-
falda stærð seiðanna og tekur það
um 18 mánuði að ná markaðsstærð
sem er um 150 grömm. I náttúr-
unni tekur það mun lengri tíma.
Alinn á dönskum
þorskhrognum
Álarnir eru seldir lifandi á heima-
markaði og er verðið í kringum 900
krónur kílóið, sem er hærra heldur
en á villta álnum. Álarnir eru borð-
aðir ferskir en ekki reyktir eins og
þekkist í Norður-Evrópu og þykja
herramannsmatur. Ársframleiðsla
fyrirtækisins er um 200 tonn og
stendur til að auka framleiðsluna
því markaðir í Þýskalandi og Hol-
landi hafa sýnt áhuga en þar er
állinn borðaður reyktur.
Björt framtíð
Þegar framkvæmdastjórinn var
spurður um framtíð álaeldis sagðist
hann líta mjög björtum augum á
möguleika fyrirtækisins. Fyrirtækið
hefur verið að auka sölu á heima-
markaði og fengið pantanir erlendis
frá en síðast en ekki síst þá hafa
fyrirtæki erlendis sýnt áhuga á að
kaupa þá þekkingu sem við höfum
verið að afla okkur, sagði hann.
Fyrirtækið hefur t.d. séð um upp-
setningu svipaðrar stöðvar í Tékkó-
slóvakíu og er í viðræðum við aðila
í Frakklandi og í Mexíkó um upp-
setningu á stöðvum.
Állinn er alinn í stórum kerum undir afar ströngu eftirliti.
Álinn borða Spánveijar ferskan, ekki reyktan, og þykir hann herra-
mannsmatur þannig.
Norskur saltfiskur sækir á á Spáni
NORSKUR saltfiskur sækir nú á á spænska
markaðnum að sögn fiskimálafulltrúa Nor-
egs á Spáni. Hann segir í samtali við norska
sjávarútvegsblaðið Fiskeribiadet að gæði
norska saltfisksins séu vaxandi og það ráði
úrslitum.
Ivar Schjölberg, fiskimálafulltrúi Noregs í
Madrid, segir að þróunin sé öll til bóta fyrir
norska saltfiskseljendur. Hins vegar hafí það
verið staðreynd að norskur saltfiskur hafi haft
slæmt orð á sér á spænska markaðnum hin
síðari ár og það hafi sérstaklega átt við á þeim
mörkuðum, sem hæsta verðið greiddu. Fyrir
nokkrum árum var viðhorfið á þessum mörkuð-
um það að kaupa aldrei norskan saltfisk og
kaupendur sneru sér til íslands til að fá bezta
fiskinn. Nú segir Schjölberg, að þessi þróun
sé að snúast Norðmönnum í vil.
„Það er nauðsynlegt að við sofnum ekki á
verðinum og látum okkur nægja þann árang-
ur, sem náðst hefur. Það er hægt að gera enn
betur og markmiðið verður að halda gæðum í
hámarki allt árið,“ segir Schjölberg. Hann seg-
ir ennfremur að annar þáttur geti bætt stöðu
Norðmanna enn frekar, en það er niðurskurður-
inn á þorskkvóta okkar Islendinga.
Síðan segir svo í frétt norska blaðsins:
„Kvótaniðurskurðurinn er íslenzkum sjávarút-
vegi afar erfíður og dregur verulega úr físk-
framboði frá sögueyjunni. Þessi staðreynd hef-
ur meðal annars leitt til þess að íslenzk fyrir-
tæki hafa lýst áhuga sínum á kaupum á norsk-
um saltfiskverkunum. í Noregi er staðan þver-
öfug. Þorskkvótar eru að aukast og ríður því
á enn frekar en áður að að framleiða sem mest
í hæsta gæðaflokki. Schjölberg segir að nú sé
tiltölulega lítið framboð af norskum saltfiski á
spænska markaðnum og hafi það leitt til verð-
hækkunar. „Nú höfum við tækifærið. Það verð-
um við að notfæra okkur út í yztu æsar,“ segir
Schjölberg."
Hitt og þetta
Kynningá
mjölvinnslu í
fiskiskipum
■ HÉÐINN hf. og Stord Int-
ernational A/S bjóða til ráð-
stefnu og kynningar á sam-
byggðum mjölverksmiðjum
um borð í vinnsluskipum.
Ráðstefnan verður haldin á
Hótel Loftleiðum þann 14.
febrúar næstkomandi, og
verða eftirtalin atriði tekin
fyrir: Kynning á Stord Inter-
national og Héðni hf; Mögu-
leikar á vinnslu fiskúrgangs
um borð; Fiskmjölsferlið,
massastreymi og nýölnýting;
hæfileg stærð verksmiðju,
hagkvæmni og lýsisvinnsla.
Þá verður farið um borð í
Þreney, hið nýja vinnsluskip
Granda hf, og skoðuð Stord-
nýölverksmiðja þar. í frétt
frá fyrirtækjunum segir að
hér gefist aðilum í sjávarút-
vegi og áhugamönnum um
fullvinnslu um borð tækifæri
til að kynnast þeim mögu-
leikum, sem nýölvinnsla um
borð i fiskiskipi gefur. Stord
International hafi afgerandi
forystu í framleiðlsu sam-
byggðra verksmiðja og hafi
yfirburðaþekkingu á því
sviði.
Þátttöku skal tilkynna Gunn-
ari Pálssyni eða Guðmundi
Sveinssyni hjá Héðni hf. fyrir
10 janúar næstkomandi.
Pungapróf í
Siglingaskóla
■ NÁMSKEIÐ Siglingaskól-
ans til 30 rúmlesta réttinda,
„pungaprófið“ svo kallaða, á
vormisseri hefst 10. janúar
næstkomandi og lýkur 4.
marz. Kennt er á mánudög-
um og miðvikudögum klukk-
an 19.00 til 23.00. Skólinn
býður einnig upp á námskeið
þar sem kennt er á daginn
frá klukkan 09.00 til 15.00
og auk þess fjögur kvöld frá
19.00 til 23.00. Það námskeið
hefst 13. janúar og lýkur 25.
sama mánaðar. Umsjón með
námskeiðunum hefur Bene-
dikt H. Alfonsson, skólastjóri
Siglingaskólans, en hann er
einnig aðalkennari skólans.
Námsgreinar eru siglinga-
fræði, siglingareglur, stöð-
ugleiki skipa, sigingatækni,
skyndihjálp, fjarskipti, vélin
og veður. Áuk þess fara nem-
endur á slysavarnanámskeið
fyrir smábátasjómenn í
Slysavarnaskóla sjómanna.
Auíiin sjóþyngd / Auklnn styrkur / Auklð nuddþol / Aukið öryggi
4’