Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
MIDVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
VERKFALL
pHjToo
2184
Morgunblaðlð/Rax
Sífellt hærra hlutfall af
þorskí fer á fískmarkaði
Ósaltað í um
14.000 tunnur
B ENN vantar um 14.000 tunnur
upp í þá síldarsölusamninga sem
gerðir voru á síðasta ári. Hins-
vegar á aðeins eftir að veiða um
10.000 tonn af sild og því allt
útlit fyrir að ekki náist að salta
upp í samninga annað árið í röð.
Gunnar Jóakimsson fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd-
ar segir að þetta sé alvarleg staða
sem geti stórskaðað síldarsölu-
samninga i framtíðinni.
Af þeim 100.000 tonnum af síld
sem búið er að veiða á vertíðinni
hafa um 60.000 tonn farið í
bræðslu þrátt fyrir tilmæli stjórn-
valda í haust um að vinnsla sildar
til manneldis hefði forgang. Að
vísu var sett löndunarbann á síld
til bræðslu skömmu fyrir jól en
Gunnar Jóakimsson segir að sú
ráðstöfun hafi komið af seint til
að breyta nokkru um.
Rúmlega 80.000 tunnur seldar
Að sögn Gunnars voru rúmlega
80.000 tunnur seldar á vertíðinni
sem er töluvert meira magn en náð-
ist að selja í fyrra. „Það er því mjög
slæmt fyrir okkur að lenda í þess-
ari stöðu aftur að geta ekki upp-
fyllt gerða samninga sökum þess
hve mikið af hráefninu hefur farið
í bræðslu,“ segir Gunnar. „Við töld-
um að menn hefðu lært af reynsl-
unni í fyrra en svo virðist greinilega
ekki vera."
ÚTFLUTNIN GUR á ísuðum
Útflutninguráísuðum
ViavcIti Vip-f11y* folliA iiyyi milli ara. Að sama skapi hcfur
pUI^Kl IieiUI ldlilU UIli gala hélztu fjögurra nytjateg-
32% milli síðustu ára und,a nkkar: Þ,orsks- ýsu.: ufsa
og karfa a mnlendum morkuð-
um aukizt mikið. Sala á þorski til JBretlands hefur dregizt mest saman,
eða um nærri 4.000 tonn og 32%. Útflutningur á ýsu hefur minnkað um
24% eða um 1.800 tonn og verð á henni lækkað um 15%. Sala á ufsa
hefur fallið um 20% eða rúm 700 tonn og samdrátturinn í karfanum er
5,6% eða rúm 1.300 tonn. Miðað við meðalverð á þorskinum ytra, hefur
verðmæti útflutnings á honum lækkað úr 1,8 milljarði króna í 1,1 eða
um 700 milljónir króna.
þorsksins fer á innlenda markaði. Verð
á þorskinum hér heima var að meðal-
tali 81 króna, sem er 8% lækkun milli
ára. Hæst fór verðið hér heima í 103
krónur í nóvember, en lægst 69 krónur
í apríl.
Útflutningur á ísuðum þorski til
Bretlands allt síðasta ár var 8.467 tonn,
en árið 1992 fluttum við 12.447 tonn
af ísuðum þorski á brezku uppboðs-
markaðina. Skýringin á samdrætti ligg-
ur meðal annars í lækkandi verði og
minni kvóta, en sala á ísuðum þorski
á þessa markaði hefur lækkað ört hin
síðari ár frá því útflutningur í gámum
náði hámarki fyrir nokkrum árum.
Samdrátturinn var nokkuð jafn allt
árið, en þó voru tveir mánuðir nú, sem
meira fór utan í, en í fyrra, febrúar
og september, en annars nam samdrátt-
urinn allt upp í 57% í einstökum mánuð-
um. Meðalverð á þorskinum ytra var í
krónum talið 134 fyrir hvert kíló, fór
hæst í 166 krónur í október, en lægst
í 96 krónur í júní.
Sala þorsks á innlendu mörkuðunum
•varð nú nærri þriðjungi meiri en í fyrra
og nam alls 47.710 tonnum. Allt árið
1992 fóru 36.654 tonn um íslenzku
markaðina og er aukningin því alls rúm
11.000 tonn. Þannig var aukningin
heima fyrir mun meiri en samdrátturinn
ytra, sem þýðir að sívaxandi hlutfall
Svipuð þrðun í ýsunni
Þróunin í ýsunni er á sama veg og
í þorskinum. AIls fóru nú utan 5.682
tonn á móti 7.477 tonnum í fyrra.
Samdrátturinn nemur 24% og verðið
lækkar um 15,9% í krónum. Það var
að meðaltali 127 krónur í fyrra, en 151
árið 1992. Hæst fór ýsuverðið ytra í
171 krónu að meðaltali í janúar, en
lægst í 100 krónur í júni.
Ysusalan á innlendu fiskmörkuðun-
um varð 12.217 tonn í fyrra á móti
10.240 og er aukingin hér heima meiri
en samdrátturinn ytra. Magnið jókst
um 20,5% eða 2.077 tonn. Verð var
að meðaltali 100 krónur á kíló og lækk-
aði um 2% milli ára. Hæst fór verð á
ýsu hér heima í nóvember, 125 krónur
að meðaltali, en lægst í 75 krónur í
júní.
FOLK
Atkinson til
IS í Hull
Sigurður
dórsson
Hall-
Steve Atkinson
Sigurður í
þróunarsetrið
■ SIGURÐUR Halldórsson
hefur verið ráðinn til starfa í
Þróunar-
setriIs-
lenzkra sjáv-
arafurða.
Sigurður,
sem er vél-
fræðingur að
mennt mun
einkum
starfa við til-
raunaframleiðslu. Sigurður er
fæddur í Reykjavík 30. júlí
1962. Hann lauk sveinsprófi
í rennismíði 1982 að loknu
verklegu námi í Vélsmiðjunni
Héðni og bóklegu nárni við
Iðnskólann í Reykjavík. Sig-
urður starfaðÍAiið rennismíði
hjá Héðni hf. í tvö ár. Hann
hóf nám við Vélskóla Islands
árið 1984 og lauk þaðan grófí
sem vélfræðingur 1992. Á
þessu tímabili starfaði hann
einnig sem vélfræðingur hjá
Landspítalanum. Þróunar-
setur Íslenzkra sjávarafurða.
hefur starfað að vöruþróun
undan farin misseri.
ICELAND Seafood Ltd.,
dótturfyrirtæki íslenzkra
sjávarafurða
í HuII í Eng-
landi hefur
ráðið Steve
Atkinson í
starf sölu-
stjóra. Steve
er fæddur í
Hull 21. jan-
úar 1969. hann er menntaður
i Hull og hefur starfað við fisk-
sölu síðustu ár. Hann hóf störf
hjá Smales Fish Merchants,
sem lærlingur, en varð síðan
sölustjóri fyrir Yorkshire og
Humberside-svæðið og
gegndi því starfi í tvö ár. Þá
hóf hann störf hjá IFPL, fyrir-
tæki Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Grimsby, þar
sem hann starfaði þar til í apríl
síðastliðnum. Steve mun ann-
ast sölu á hefðbundnum afurð-
um á Bretlandsmarkaði.
Fiskiðnaðurinn við
Humber sýnir batamerki
FISKIÐNAÐURINN við ána Humber í Bretlandi, einkum í
hafnabæjunum Hull og Grimsby, hefur að undanförnu sýnt
nokkur batamerki eftir erfiða tíma. Umsvifin eru þó enn
undir meðallagi síðustu ára. Sömu sögu er hins vegar ekki
að segja frá Grampian-héraði í Skotlandi, þar sem helztu
fiskihafnirnar þar eru. Þar hefur batinn látið á sér standa
og kenna sumir fiskframleiðendur því um, að miki sé um
landanir á „svörtum" fiski, sem fari annað til sölu og vinnslu.
búnum afurðum hafa aukizt
síðustu þrjá mánuði og eru
þær nú taldar vel viðun-
andi. Þrír fjórðu fyrirtækj-
anna í könnuninni voru með
pantanir sem svöruðu til
mánaðarframleiðslu, en
einn sjötti fyrirtækjanna var
með bókaðar pantanir upp
á þriggja mánaða fram-
leiðslu. Þá hefur framboð á
fiski til vinnslu aukizt, en
reyndar er búizt við því að
það dragist saman á ný í
vetur.
Framleiðslukostnaður á
hveija framleidda einingu
hefur aukizt lítillega, þrátt
fyrir að fyrri könnun gæfi
til kynna að framleiðslu-
kostnaður færi lækkandi.
Nú er búizt við enn hækk-
andi kostnaði næstu mánuði.
Meðalverð lækkaði hratt í
haust og er reiknað með því
að sú þróun verði viðvarandi
fram eftir vetri.
Það er brezka sjávarút-
vegsblaðið Fishing News,
sem skýrði frá þessu í lok
desember. Þar kemur í ljós,
að frá því í ágúst hefur stað-
an heldur batnað, en munur-
inn er mikill eftir svæðum,
svo sem milli Humber og
Grampian. Á Humbersvæð-
inu hefur verið töluverður
bati, en illa hefur gengið hjá
Skotunum í Grampian. Blað-
ið segir að sé lesið milli
Iínanna megi sjá að ólögleg-
ur fiskur sé sennilega skýr-
ingin á slakri stöðu í Skot-
landi. Verði ólöglegar land-
anir ekki stöðvaðar, muni
ekki takast að ná jafnvægi
á mörkuðunum þar.
Sé litið á heildina, kemur
í ljós að pantanir á unnum
fiski og framleiðsla er enn
undir meðallagi, en ekki í
jafnmiklum mæli og þegar
staðan var síðast könnuð, í
ágústmánuði. Birgðir af til-
Smálúða og reyktur lax
með rjómasoðnu spínati
SOÐNINGIN í dag kemur frá Ilauki Kr. Eyjólfssyni
matreiðslumanniáveitingahúsinu Horninu í Hafnar-
stwetí. Haukur lærði á Hótel
MNÁmmMÍhméJULJI Óðinsvéum og lauk þaðan námi
árið 1990. Haukur hefur m.a. unnið á Café Paris, Pizza-
húsinu og Hótel Eddu á Reykjanesi. í réttinn sem er
forréttur fyrir fjóra þarf:
300 gr roð- og beinlaus
smálúðuflök
200 g reyktan lax
200 g frosið spínat
1 stk. lauk
1/4 1 ijóma
2 msk. snýör
salt og pipar
Smálúðan er skorin í fingurstóra bita. Laxinn er skor-
inn í þunnar sneiðar og þeim vafið um lúðubitana. Þeim
er svo raðað í botn á potti og vatni hellt í þannig að
rétt fljóti yfir. Kryddað með salti og pipar. Suðan látin
koma hægt upp og soðið í 2 mínútur. Þá er potturinn
tekin af og látinn standa í 3-4 mínútur. Síðan er fiskur-
inn tekinn upp og raðað á disk og síðan kældur I u.þ.b.
klukkustund.
Sósan er löguð þannig að laukurinn er látinn mýkjast
í smjörinu og síðan er spínatinu bætt við og soðið áfram.
Rjóminn settur út í og soðið í 5 mínútur og kryddað
með salti og pipar. Síðan er sósan sett á disk og fisk-
bitunum raðað ofan á. Gott er að bera þennan rétt fram
með nýbökuðu brauði eða ristuðu brauði.