Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
Fiskverð he/ma
Nóv. Des.
47.vJ 48.vJ 49. vJ 50.vJ 51 .vJ 52.V.I;
Aðeins fóm 67,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina
þrjá hér syðra þrjá fyrstu dagana í síðustu viku. Um
Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 32,4 tonn og meðal-
verðið 97,89 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 4,3 tonn á
96,33 kr./kg og um Fiskmarkað Suðumesja fóru 31,3
tonn á 106,05 kr./kg. Af karfa voru seld 17,5 tonn,
meðalverðið var 45,07 á Faxagarði og 20,00 syðra. Af
ufsa voru seld 715 kg, meðalverð í Hafnarfirði var 20,00
og 42,67 kr. hvert kíló á Suðurnesjum. Af ýsu voru seld
9,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðal-
verðið 179,55 kr./kg.
Eingöngu var
seldur fiskur
úr gámum í
Bretlandi í
síðustu viku,
samtals 199,7
tonná 146,08
kr./kg. Þar af
voru 70,2
tonn af þorski
á 185,36 kr./kg.
Af ýsu voru
seld 30,7 tonn
á 132.16 kr./kg
og 40,6 tonn af
kolaá 174,06
kr. hvert kíló.
Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku, Rán HF 4 seldi 131,4 tonn á
108,91 kr./kg. Þar af voru 110,3 tonn af karfa á 120,42 kr./kg og 31 kg af ufsa á
92,51 Okr.hvertkíló.
Japanir skoða kaup á hálfunnum
og fullunnum físki og fískafurðum
m^^^mma^^mmmammmi sjávarútvegur
ÚJoffj-í olííiiiíiíí tíPlfífíPT*! Japan hefur breyst
Úfœll SKdpdU lÆMlÆIl verulega á undanförn-
fyrir íslensk fyrirtæki um.áruni J,cir,cru
" " nu i somu stoðu og aðrar
miklar fiskneysluþjóðir að þá skortir fisk. Ofveiði hrjáir þá
heima fyrir og úthafsveiðar þeirra hafa dregist saman um
nærri helming á undanförnum fimm-árum en þær hafa séð
þeim fyrir rúmlega þriðjungi veidds afla. Núverandi staða ætti
að þýða að þeir skoði með opnari huga en áður kaup á hálfunn-
um eða fullunnum fiski en það er nokkuð sem skapað gæti
tækifæri fyrir íslendinga.
Þetta kemur m.a. fram í
skýrslu þeirra Gríms Valdimars-
sonar og Amar D. Jónssonar eft-
ir för þeirra tveggja til Japans
og Taiwan. Eins og greint var
frá í Verinu í síðustu viku fóru
þeir þessa ferð á vegum Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins
og Sjávarútvegsstofnunar Há-
skólans. Um fiskkaup Japana
segja þeir félagar í skýrslu sinni
m.a.: „Afstaða þeirra er ámóta
og mikilla fiskneysluþjóða sem
svipað er statt fyrir. Þeir vilja
helst fá hráefni .... Hráefni skil-
greina þeir sem ferskan físk,
helst lifandi, eða þá óunninn sjó-
frystan físk. Reyndar hafa þeir
slakað nokkuð á kröfum sínum
varðandi vinnslu annarra á und-
anfömum árum. Fiskurinn má
vera unninn að hluta og er út-
flutningur frystra síldarflaka
héðan dæmi um slíkt. Það ýtir
undir þessa breyttu afstöðu að
erfítt er að manna greinina heima
fyrir. Fólki fer hraðfækkandi í
sjávarútvegi og það 'sem alvar-
legra er, þeim fækkar mest sem
em á besta starfsaldri. Því má
segja að greinin eigi við öldmnar-
vandamál að stríða. Starfsfólki í
sjávarútvegi fækkaði úr tæplega
350 þúsund árið 1986 niður í 290
þúsund 1991. Hlutfall 60 ára og
eldri jókst úr 21% og í 30% á
sama tíma en karlmönnum á
aldrinum 23 til 39 ára fækkaði
úr 21% niður í 17%.“
Þeir Grímur og Örn telja að í
þessari stöðu séu Japanir nú opn-
ari fyrir kaupum á hálfunnum
og fullunnum fiski og þar séu
sóknarfæri fyrir íslendinga en
Japansmarkaður er nú þegar
þriðji mikilvægasti útflutnings-
markaður íslendinga.
Mikil kröfuharka
Þeir Grímur og Örn fjalla
nokkuð um neytendamarkaðinn
í Japan í skýrslu sinni og segja:
„Kröfuharka Japan í gæðamálum
nálgast á stundum viðskipta-
hindranir. Þegar framboð er nóg
fínna þeir vömnum allt til foráttu
og þá oft í verðlækkunarskyni.
Ekki verður þó hjá því komist
að bera virðingu fyrir ríkri gæða-
vitund þeirra. Ferskleiki sjávar-
afurðanna, réttur litur og áferð
em atriði sem hinn almenni neyt-
andi metur mikils. Ef allt er sam-
kvæmt settum reglum em þeir
tilbúnir að borga vemlega hátt
verð fyrir vömna. Einnig vekur
athygli hve íhaldssamir japanskir
neytendur virðast vera hvað
varðar fisktegundir, stærðir o.fl.
Nýjum tegundum eða pakkning-
um er tekið af mikilli tortryggni
og jafnvel erfitt að fá fyrirtæki
til að reyna fyrir sér með þær á
markaði nema þær geti hugsan-
lega komið í staðinn fyrir vömr
sem skortur er á. Taka verður
tillit til þess hve fískneysluhefðin
er rík hjá þessari þjóð. Helst af
öllu vilja þeir fá þær fisktegundir
sem þeir hafa sjálfír veitt og
matreitt í gegnum aldirnar og
samdóma álit þeirra sem við
ræddum við var að ótilneyddir
breyttu þeir ekki út af vananum
í þeim efnum. Japan eins og
reyndar flest þjóðríki heims
ganga nú í gegnum þrengingar.
En þrátt fyrir samdráttinn verður
að hafa í huga að þeir eru ein
ríkasta þjóð heims í hagrænu til-
liti og fískneysla á íbúa er með
því hæsta sem þekkist. Það er
því ekki nokkram vafa undirorpið
að Japan er einn athyglisverðasti
markaður íslendinga fyrir fískaf-
urðir þrátt fyrir landfræðilega
íjarlægð. Það sem ef til vill er
enn mikilvægara fyrir okkur er
að þar í landi em ýmsar fískteg-
undir og afurðir eftirsóknarverð-
ar sem ekki er hefð fyrir á mörk-
uðum í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Þar að auki em japanskir
neytendur tilbúnir til að greiða
geysihátt verð fyrir fískafurðir
sem em í miklum metum séu
gæði þeirra mikil.“
Tilbúnir réttir í sókn
„Þróunin á markaðinum fyrir
fískafurðir er greinileg (sjá töflu).
Áherslan er á ferskan físk og þá
helst lifandi en einnig virðast til-
búnir réttir í sókn m.a. „bikar-
réttir" þar sem heitu vatni er
blandað saman við innihald bik-
arsins sem annaðhvort er kraftur
eða þurrkað kornmeti, grænmeti
eða fískur/kjöt. Japanir eru mjög
vanafastir þegar kemur að mat-
arvenjum eins og áður er getið
og þrátt fyrir ótrúlegt úrval af
matvælum og fiski á markaðinum
eru þeir aðeins tilbúnir að neyta
þeirra vara sem þeir þekkja og
þeir vilja hafa vömna eins og
þeir eru vanir að hafa hana.
Verð og gæði em nátengd. Til
dæmis vom seld þarna (á físk-
markaðinum í Tókýó, innskot
blm.) svil á 7.500 jen/kg en svil
sem litu nánast eins út vom seld
á 1.000 jen/kg.
iAPAN
Fiskafurðir
víða boðnar
ÞAÐ VAKTI athygli þeirra Gríms
Valdimarssonar og Arnar D. Jóns-
sonar hve víða fiskur var boðinn
til sölu í Japan, jafnt í stórmörk-
uðum sem á götuvögnum. Má telja
víst að víða í Evrópu fengist ekki
leyfi til þannig sölu á viðkvæmum
sjávarafurðum t.d. óvörðum
hrognum útstilltum á palli á miðri
göngugötu. Samt var mikið hrein-
læti viðhaft og smekklegar útstill-
ingar einkennandi.
I skýrslunni segir m.a.: „Það sem
vakti aðdáun okkar voru gæðin á
ferska fiskinum. Nánast allur sá
ferski fískur sem við sáum leit út
fyrir að vera nýveiddur. í 7/11 versl-
un var okkur tjáð að ný sending
af ferskum vörum kæmi í verslunina
fjórum sinnum á dag. Ófrávíkjanleg
krafa um ferskleika hefur leitt af
sér mjög þróað dreifingarkerfi sem
í sjálfu sér væri þess virði að skoða.
Mjög víða er lifandi fiskur boðinn
til sölu, krabbar (pakkaðir í sag)
og eldisfiskur að ógleymdum skel-
fiskinum.
Einnig kom á óvart hve mikið
er af þurrkuðum og söltuðum físk-
afurðum á markaðinum. Þar er
hálfþurrkuð hrognafull loðna aðeins
ein tegund af mörgum. Þurrkaður
saltfiskur sást víða. Einnig er mikið
um soðinn fisk sem pakkaður er í
lofttæmdar umbúðir. Þannig vara
hefur takmarkað geymsluþol og á
undir venjulegum kringumstæðum
að geymast í kæli. Þessari vöru er
þó víðast stillt út án kælingar og
virðist ekki koma að sök, sennilega
vegna öflugs dreifingarkerfis."
Auk þessa vakti fyölbreytt úrval
af þara athygli þeirra félaga og
telja þeir þess virði að íslendingar
skoði þann möguleika. Helst virðist
unnt að koma íslenskri purpura-
himnu á þennan markað en rauðir
þörungar eru í hæsta verðflokki.
1.752
1.651 fi 1f
1500
þús.
tonn
1000
500
Heildar-
aflinn
Sjávaraflinn 1984 til 1993
'84 '96 ’88 '90 '92
700
þús.tonn
600
500
400
300
200
100
50
0
Botnfisk-
aflinn
DDDDDDD
Tölumar
1993
eru
áætiaðar
Þorskur
'84 '96 '88 '90 '92 '84 '96 '88 '90 '92
UFSi
Sala ufsa á
fiskmörkuðum 1993
Hækkandi verð
á karfanum ytra
ÚTFLUTNINGUR á ufsa á upp-
boðsmarkaðina í Bremerhaven
og Cuxhaven í Þýzkalandi hef-
ur verið að dragast saman und-
anfarin ár. Þar ræður verð-
lækkun ytra mestu. Lækkun i
mörkum nemur 13,6% en 5,1%
sé talið í krónum. Alls fóru
2.970 tonn af ufsa utan í fyrra,
en 3.698 tonn árið 1992 og er
samdrátturinn milli ára 19,7%.
Verð var nú að meðaltali 75
krónur en 79 krónur 1992. Nú
fór verðið hæst í 117 krónur í
janúar og lægst í 55 krónur í
júní. Ufsasalan á innlendu
mörkuðunum jókst hins vegar
um 7,8% milli ára og varð alls
10.574 tonn í fyrra. verð lækk-
aði hins vegar um 20% og var
aðeins 32 krónur að meðaltali.
KARFI
Sala karfa á
fiskmörkuðum 1993
fÞumaífingursíeglansegir aðfiskverö'
verði að vera 40-50 kr. hærra í útlönd-
80 um en heima svo borgi sig að flytja
Jskinn út, sama hver tegundin er.
63
FMAMJ J ÁSOND
NOKKUR stöðugleiki hefur
náðst i útflutningi á ísuðum
karfa til Þýzkalands, enda
hækkaði verðið þar að meðal-
tali í fyrra, um 1,5% i mörkum
11,9% í krónum. Alls fóru
22.487 tonn utan, sem var 5,6%
samdráttur frá árinu 1992.
Verð var að meðaltali 113 krón-
ur og fór hæst í 140 krónur í
desember. Hér heima voru seld
4.804 tonn, sem er aukning upp
á 15,6% frá árinu 1992 og verð-
ið hækkaði um 10% og var að
meðaltali 44 krónur. Hæst fór
verðið í 65 krónur í nóvember,
en lægst i 36 í júní.