Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABROGÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
B 5
Prufukeyrsla á 5.000 hestafla
aðalvélinni í nýju Guðbjörgina
■■■^^■■■■■■■■■^■■■i HÚN er engin smásmíði,
Algeng stærð á vélum vélm sem fer um borð 1
í íslenskum togurum
er um 2-3000 hestöfl
nýju Guðbjörgina Jþeirrar
Hrannarmanna á Isafirði.
Vélin var prufukeyrð í
Krupp MaK verksmiðjun-
um í Kiel fyrir skömmu,
að viðstöddum m.a. þjónustustjóra og yfirvélsljóra Hrannar, þeim
Sigurþóri Sigurþórssyni og Víði Olafssyni. Þeir létu vel af rúmlega
fimm þúsund hestafla vélinni, sem verður farin að knýja nýju
Guðbjörgina í september á næsta ári og verður stærsta vélin í
stærsta fiskveiðiskipi íslenska flotans.
Hrönn hf. er nú með nýjan
frystitogara í smíðum í skipa-
smíðastöðinni Flekkefjord í Noregi
og kemur skipið í stað ísfisktogar-
ans Guðbjargar ÍS 46. Skipið er
hannað af Bárði Hafsteinssyni,
skipaverkfræðingi og samstarfs-
mönnum hans hjá Skipatækni hf.
Það verður um 2.100 tonn af
stærð, 68,31 metri að lengd og 14
metrar að breidd og því nær helm-
ingi stærri en tólf ára gömul Guð-
björgin. Frystilestin tekur yfir 400
tonn af frystum afurðum og frysti-
geta verður um 70 tonn á sólar-
hring. Fiskimjölsverksmiðja verður
um borð sem afkastar um 25 tonn-
um á sólarhring og einnig verður
rækjuvinnslubúnaður af fullkomn-
ustu gerð. Kaupverðið er um 1,3
milljarðar króna með öllum bún-
aði, Guðbjörgin verður tekin upp
í kaupverð nýja skipsins á um 370
milljónir króna, en auk hennar
verður að taka annan togara af
skrá vegna kaupanna á svo stóru
skipi.
og yfirihanni gæðaeftirlits verk-
smiðjanna, því Hrannarmenn vildu
að sjálfsögðu tryggja að þeir
fengju nákvæmlega það sem þeir
vildu.
Fimm þúsund hestöfl
Vélin heitir M 552C og verk-
smiðjan lofar minni olíubrennslu
og smurolíunotkun, einfaldara við-
haldi og betri endingu en á öðrum
vélum. Eyðslan er gefin upp um
Vélin prufukeyrð
Umboðsaðili Krupp MaK vél-
anna hér á landi, Atlas hf., efndi
til ferðar til Kielar til að sýna vél
skipsins starfsmönnum Hrannar
hf. sem fylgjast áttu með prufu-
keyrslu og slóst blaðamaður Morg-
unblaðsins í hópinn. Það vakti fyrst
athygli, þegar komið var að verk-
smiðjunum, hve umfang þeirra er
ótrúlegt. Þær teygja sig yfir
560.000 fermetra svæði og hvert
stórhýsið tekur þar við af öðru.
Hópnum var vísað inn í stóra
skemmu, þar sem tilbúnar skipa-
vélar af öllum stærðum stóðu í
löngum röðum. Sumar þeirra virt-
ust agnarsmáar innan um tröllin,
sem eru notuð til að knýja stærstu
skip heims.
Vél Guðbjargarinnar var að
finna innst í húsinu, þar sem prufu-
keyrslan fer fram. Það var undar-
legt að sjá flykkið vakna til lífsins,
en gleði vélstjóra, tæknifræðinga
og skipaverkfræðinga í hópnum
var ósvikin þegar þeir gátu farið
Steinþór Stemþórsson, þjónustustjóri hjá Hrönn hf. og Víðir Olafs-
son, yfirvélstjóri, líta yfir vélina í nýju Guðbjörgina við prufukeyrslu
í verksmiðjunum fyrir skömmu.
að lesa af mælum og snudda í
kringum urrandi vélina. Það var
augljóst að þeim leist vel á það sem
þeir sáu, enda stóðst vélin þessa
fyrstu skoðun að öllu leyti. Síðan
tóku við fundir með sölumönnum
180 grömm á kíolówattstund.
Fimm þúsund hestöflin knýja
skrúfu, sem verður 3,9 metrar í
þvermál og er áætlaður ganghraði
um 15 sjómílur. Algeng stærð á
vélum í íslenskum togurum er um
2-3000 hestöfl, svo töluverður
munur er þar á. Kostnaður við vél
sem þessa er auðvitað mikill, en
hún kostar um 115 milljónir króna.
Til viðbótar kemur svo ýmiss ann-
ar búnaður, s.s. gírar, svo segja
má að vélin tilbúin til notkunar
kosti hátt í 200 milljónir króna.
Yfirstærð fyrir framtíðina
Víðir Ólafsson, yfirvélstjóri á
Guðbjörginni, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki veitti af
stórri vél í nýja skipið, enda væri
það mjög breitt, 3 metrum breið-
ara en gamla Guðbjörgin, og mót-
staðan í sjó því meiri. „Þá þarf
mikla raforku til frystingarinnar
og hún er tekin út af vélinni,“ sagði
hann. „Þessi vél gerir okkur líka
kleift að vera að veiðum í verra
veðri en ella. Hingað til hafa skip
verið smíðuð með tilliti til ríkjandi
aðstæðna, en þróunin er sú að
skip stækka sífellt. Við tökum
þetta skip því ef til vill í yfirstærð
miðað við ástand mála í dag, en
þar með er líka tryggt að það
stenst fyllstu kröfur lengur. Til
samanburðar má nefna, að vélin í
Guðbjörginni er 3200 hestöfl og
var ekki fullnýtt fyrir nokkrum
árum, en nálgast að vera það núna.
Trollin og hlerarnir stækka og
þyngjast og það kallar á stærri
vél. Það er því betra að leggja upp
með vél sem er of stór í fyrstu.“
Víðir segir að einnig þurfi að
líta til þess að íslensk skip sæki í
æ ríkari mæli á fjarlægari mið.
„Þetta skip tryggir að við þurfum
ekki að takmarka okkur ef slíkir
möguleikar bjóðast. Stærri vél þýð-
ir líka minna viðhald, því ef alltaf
er keyrt á fullu þá slitnar vélin
fyrr. Þessi vél snýst 500 snúninga
á mínútu, en algengur snúnings-
hraði véla í togurum hér er 700
og slitið hlutfallslega meira. Þá er
viðhald léttara, til dæmis eru út-
blástursventlar í sérstöku húsi og
hægt að fjarlægja þá og vinna við
þá án þess að taka húddið af vél-
inni. Þetta er að vísu ekki nýtt af
nálinni, en er mjög tímasparandi,
því það þarf að slípa ventlana á
5000 tíma fresti,“ sagði Víðir
Ólafsson, yfirvélstjóri. hann bætti
því við, að þessi vél væri sú þriðja
sem Hrönn hf. fengi frá MaK og
hinar hefðu báðar reynst mjög vel.
Krupp MaK hefur selt um 720
vélar af gerðinni M 552 og systur-
vélinni M 551 og eru þessar vélar
samtals 2,5 milljón kílóvött.
Einbeita sér að framleiðslu díselvéla
„AÐALFRAMLEIÐSLA okkar
nú eru díselvélar í skip og raf-
stöðvar, en áður fékkst fyrir-
tækið einnig við framleiðslu á
léttum skriðdrekum, ýmsa vara-
hluti í kafbáta og eimreiðar. Sá
hluti starfseminnar var seldur
fyrir tveimur árum og ein
ástæðan var sú, að sumir við-
skiptavina fyrirtækisins voru
óánægðir með að skipta við fyr-
irtæki sem tengdist vopnafram-
leiðslu. ímynd fyrirtækisins leið
fyrir þann hluta starfseminn-
ar,“ sagði Homeyer, upplýs-
ingafulltrúi Krupp MaK verk-
smiðjanna í samtali við Morgun-
blaðið.
Verksmiðjurnar hófu starfsemi
í Kiel árið 1866 og hafa verið þar
síðan, en fengist við ýmis konar
framleiðslu. Um aldamótin voru
starfsmenn þegar orðnir 1.000
talsins. Árið 1921 hófst fram-
leiðsla á díselvélum í skip, sem
fyrstu 30 árin vom merktar stóru
D-i, tákni Deutsche Werke, en svo
hét verksmiðjan þá. Slíkar vélar
er enn að finna í fullu fjöri víða
um heim. Veltan í díselvélafram-
leiðslunni á þessu ári er áætluð
16 milljarðar króna, en þar við
bætist svipuð velta systurfyrirtæk-
isins Krupp Verkehrstechnik, sem
framleiðir eimreiðar.
Fjórði stærsti framleiðandi
helms
Homeyer sagði að skipaiðnaður-
inn væri stærsti viðskiptavinur
fyrirtækisins. „Við framleiðum
vélar af stærðinni 900 til 10.000
kílóvött og erum fjórði stærsti
framleiðandi heims á þessu sviði,“
Homeyer, upplýsingafulltrúi
Krupp MaK verksmiðjanna.
sagði hann. „Vélarnar eru einnig
mikið teknar í raforkuver, til dæm-
is í Saudi-Arabíu, Indónesíu og
Kína. Fimmtán hundruð manns
starfa við framleiðsluna hér í
Kiel.“
Homeyer sagði að um 180 vélar
yrðu framleiddar í verksmiðjunum
á þessu ári. „Við framleiðum sjálf-
ir 55% vélarhlutanna, en kaupum
aðra hluta frá öðrum framleiðend-
um, til dæmis útblásturskerfi og
setjum vélarnar saman hér. Vélin,
sem fer í íslenska frystitogarann,
er ekki aðeins notuð í stór fisk-
veiðiskip, heldur einnig ferjur.
Hingað var til dæmis að berast
fyrir nokkrum dögum pöntun frá
nörsku fyrirtæki, sem vill kaupa
þessar vélar í stórar farþegafeijur
og fara fjórar slíkar vélar í hvert
skip. Stærsta skipið, sem er með
vél frá okkur, er 60 þúsund tonna
flutningaskip. í því eru tvær M
601 C vélar, sem eru þær stærstu
sem við framleiðum.“
LANDAMR
YTRA
Þýzkaland
Vika 1 (3.-7.1.
3.1. Engey RE 1 Bremerhaven
5.1. Sveinn Jónsson KE 9
Bremerhaven
6.1. Kambaröst SU 200
Bremerhaven
Vika 2 (10.-14.1.)
10.1. Skagfirðingur SK 4
Bremerhaven
11.1. Hegranes SK 2 Bremerhaven
12.1. Haukur GK 25 Bremerhaven
Vika 3 (17.-21.1.)
17.1. Viðey RE 6 Bremerhaven
19.1. Dala-Rafn VE 508
Bremerhaven
20.1. Bessi ÍS 410 Bremerhaven
Vika 4 (24.-27.1.)
24.1. AkureyRE3 Bremerhaven
25.1. Drangey SK 1 Bremerhaven
26.1. Rán HF 4 Bremerhaven
Vika 5 (31.1.-4.2.)
31.1. Engey RE 1 Bremerhaven
2.2. Skafti SK 3 Bremerhaven
3.2. Höfðavík AK 200 Bremerhaven
Vika 6 (7.-11.2.)
7.2. Skagfirðingur SK 4
Bremerhaven
9.2. Ásbjörn RE 50 Bremerhaven
10.2. Már SH 127 Bremerhaven
Vika 7 (14.-18.2.)
14.2. Viðey RE 6 Bremerhaven
16.2. Klakkur SH 510 Bremerhaken
17.2. Ólafur Jónsson GK 404
Bremerhaven
Vika 8 (21.-25.2.)
21.2. Akurey RE 3 Bremerhaven
23.2. Gnúpur GK11 Bremerhaven
24.2. Rán HF 4 Bremerhaven
Vika 9 (28.2.-4.3.)
28.2. Engey RE 1 Bremerhaven
1.3. Dagrún ÍS 9 Bremerhaven
2.3. Haukur GK 25 Bremerhaven
Vika 10 (7.-11.3.)
7.3. Skagfirðingur SK 4
Bremerhaven
9.3. Jón Baldvinsson RE 208
Bremerhaven
10.3. Sturlaugur H. Böðvarsson AK
10 Bremerhaven
Vika 11 (14.-18.3.)
14.3. Viðey RE 6 Bremerhaven
16.3. Drangur SH ðllBremerhaven
17.3. Sólberg ÓF12 Bremerhaven
Vika 12 og 13 (21.3.-31.3.)
21.3. Akurey RE 3 Bremerhaven
23.3. Guðbjörg ÍS 46 Bremerhaven
24.3. Hegranes SK 2 Bremerhaven
25.3. Rán HF 4 Bremerhaven
25.3. Kolbeinsey ÞH 10
Bremerhaven
26.3. Otto N. Þorláksson RE 203
Bremerhaven
27.3. Ólafur Jónsson GK 404
Bremerhaven
28.3. Engey RE 1 Bremerhaven
Vika 14 (4.-8.4.) 4.4. er frídagur.
5.4. Skagfirðingur SK 4
Bremerhaven
Vika 15 (11.-15.4.)
11.4. Viðey RE 6 Bremerhaven
14.4. Björgúlfur EA 312
Bremerhaven
Vika 16 (18.-22.4.)
18.4. Akurey RE 3 Bremerhaven
21.4. RánHF4 Bremerhaven
Vika 17 (25.-29.4.)
25.4. Engey RE 1 Bremerhaven
27.4. Óskar Halldórsson RE 157
Bremerhaven
Vika 18 (2.-6.5.)
2.5. Skagfírðingur SK 4
Bremerhaven
5.5. Már SH 127 Bremerhaven
Vika 19 (9.—13.5.) 12.5. er frídag-
ur.
9.5. Viðey RE 6 Bremerhaven
Vika 20 (16.-20.5.)
16.5. Akurey RE 3 Bremerhaven
19.5. Hafnarey SU 110
Bremerhaven
Vika 21 (23.-27.5.) 23.5. frídagur
18.5. Skafti SK 2 Bremerhaven
Bretland
Vika 1 (3.-7.1.) 3.1. er frídagur.
4.1. Kristbjörg VE 70 Hull
5.1. Skafti SK 3 Hull
6.1 Ottó Wathne NS 90 Hull
Vika 2 (10.-14.1.)
10.1. Drangey SK 1 Hull
12.1. MárSH 127 Hull