Morgunblaðið - 07.01.1994, Síða 3
C 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
Hákarlar sýkjast líka af
krabbameini, segir yfirmaður
Smithsonian-stofnunarinnar í Bandaríkjunum
HÁKARLABRJÓSK hefur verið selt hér um nokkurt skeið og sum-
ir hafa haldið því fram að það dragi úr vexti krabbameina og hafi
fyrirbyggjandi áhrif. Guðrún S. Eyjólfsdóttir hjá Lyfjaeftirliti ríkis-
ins segir að fullyrt hafi verið, meðal annars í tengslum við markaðs-
setningu á hákarlabrjóski hér á landi, að hákarlar fái ekki krabba-
mein. Upplýsingar sem koma fram í Scientific American sýna hins
vegar fram á hið gagnstæða.
Úr myndasafni
Foreldrar bera hvorki ábyrgð á
drykkju né vímufíkn barna sinna,
þó flestir hafi tilhneigingu til að
ásaka sjálfa sig.
stöðvum? Er áfengisútsala þar?
Kaupa unglingarnir áfengi þar eða
fá þeir einhvern fullorðinn til að
kaupa fyrir sig?
—Hverfa lyfin úr lyfjaskápnum
smátt og smátt? Lyfjaskápurinn er
ein helsta vímuefnauppspretta barna
og unglinga.
—Er áfengið á heimilinu (ef þú átt
vín) útþynnt? Hafa gestir þínir ein-
hvern tímann minnst á „óvenjulega
léttar blöndur" þegar þú hefur
blandað eins og venjulega?
—Hverfa hlutir af heimilinu?
—Hefur unglingurinn verið tekinn
af lögreglu vegna ölvunar við akst-
ur?
—Hefur hann/hún einhvern tíma
talað um sjálfsvíg eða reynt að svípta
sig lífi? ■
Brynja Tomer
Sumir hafa einnig tröllatrú á
hákarlalýsi, sem hefur verið á
markaði um nokkurn tíma. „Há-
karlalýsi er ólíkt þorska-og ufsalýsi
að því leyti að það er mjög A-víta-
mínríkt en inniheldur lítið af D-
vítamíni. Hætta á ofskömmtun á
A-vítamíni er umtalsverð, sé há-
karlalýsis neytt, þar sem margfald-
ur hæfilegur dagsskammtur af
A-vítamíni getur verið í 1 grammi
af lýsinu. Til samanburðar má
nefna að í 1 teskeið af lýsi eru
rúmlega 4 grömm. I þorska-og
ufsalýsi er A- og D-vítamín hins
vegar í hæfilegu magni miðað við
þarfir nútímamannsins."
Ruslakista hafsins?
í umræðu um meint gagn eða
skaðsemi hákarlalýsis er oft vitnað
til þess að forfeður okkar tóku
hákarlalýsi. Guðrún segir: „Það
hefur margt breyst síðan þá og
ekki er víst að það sem hentaði
fyrr á öldum henti í dag. BeTida
má á að mengun af völdum líf-
rænna efna, svo sem PCB var
óþekkt á þeim tímum. Hákarlar lifa
oft á menguðum hafsvæðum og
hákarlinn er mjög feitur. í fítunni
safnast fyrir fituleysanleg efni eins
og PCB. Hákarlinn hefur því oft
verið nefndur ruslakista hafsins."
Vitað er um a.m.k. 20 hákarla
sem greinst hafa með krabbamein.
Í októberhefti bandaríska vísinda-
ritsins Scientific Aamerican er
greint frá þessum upplýsingum og
í því sambandi vitnað í John C.
Harshbarger hjá Smithsoninan-
stofnuninni, en þar eru haldnar
skrár yfir æxlismyndanir í lægri
dýrategundum.
Ekki alls fyrir löngu kom út bók
í Bandaríkjunum þar sem I. William
Lane og Linda Comac færa rök
fyrir því að hákarlabijósk hafi
fyrirbyggjandi áhrif meðal annars
með tilliti til krabbameina og auk
þess sem það dragi úr vexti krabba-
meina.
Frá því er greint í viðtali Scient-
ific American við John C. Harsh-
barger að ekki séu til upplýsingar
um það hvort tíðni krabbameins
meðal hákarla sé svipuð og hjá
öðrum dýrategundum. Dæmi séu
um hákarla með ýmiskonar krabba-
mein, m.a. brjóskkrabbamein og
krabbamein í lifur.
í greininni er jafnframt vitnað í
ummæli Judah Folkman sem rann-
sakað hefur æxlismyndun og vinn-
ur á rannsóknastofu við Harvard
læknaskólann. Hann segir engar
rannsóknir hafa sýnt fram á að
hákarlabijósk geti læknað krabba-
mein. „Miðað við þá vitneskju sem
við höfum nú um hákarlabijósk
þyrftu sjúklingar að taka meira en
100 kíló af bijóski til að áhrifa
færi að gæta,“ er haft eftir honum.
Greint er frá því að bandaríska
krabbameinsstofnunin hafi kannað
áhrif hákarlabijósks á nokkra
krabbameinssjúklinga en niður-
stöður bendi ekki til að btjóskið
hafi dregið úr sjúkdómnum. A hinn
bóginn er haft eftir Charles Sim-
one, lækni í New Jersey að sumir
sjúklinga hans sem hafa tekið há-
karlabijósk, hafi fundið góð áhrif
af bijóskinu. ■
BT
Hákarlinn er ekki frýnilegur, en
sumir hafa tröllatrú á áhrifa-
mætti brjósks og lýsis.
Góð heilsa verður
aldrei keypt út í apóteki
HÉRLENDIS hafa svokallaðar óhefðbundnar lækningar verið mik-
ið til umræðu að undanförnu. Og sitt sýnist hverjum. Það fer ekki
á milli mála að áhugi almennings er mikill þó að grasalækningar
séu ólöglegar hér og flokkist undir skottulækningar, það sem kall-
að er óhefðbundnar lækningar.
Anna Rósa Róbertsdóttir lærði
grasalækningar í Englandi í 4 ár
og hefur þess vegna ekki farið
varhluta af þessari umræðu hér
sem erlendis. „Grasalækningar eru
fyrsta lækningaaðferð mannsins,
fyrstu heimildir um grasalækning-
ar eru frá 2700 f. K. Þessi lækn-
ingaaðferð hefur gengið mann
fram af manni í árþúsundir. Mér
finnst alltaf skjóta svolítið skökku
við þegar talað er um grasalækn-
ingar sem óhefðbundna lækninga-
aðferð og læknavísindi nútimans
sem hefðbundna lækningaaðferð
þegar þessu eru í raun öfugt far-
ið.“ Hún segir grasalækningar alls
ekki fara halloka fyrir þessari
umræðu. „Þvert á móti. Eg hef
fundið fyrir auknum áhuga fólks
bæði hér og í Englandi. Þar er
mjög sterk hefð fyrir grasalækn-
ingum, breska grasalæknafélagið
var stofnað 1864 og er virt stofn-
un. Grasalækningar hafa alltaf
verið löglegar þar og almenningur
hefur mikinn áhuga á þeim. “
Grasalækningar er óvenjulegt
nám.Er þetta sé kannski í ættinni
eða var það hugljómun? „Nei,“
segir Anna Rósa og skellihlær,
„þetta er ekki í ættinni, en kannski
var þetta einhvers konar hugljóm-
un. Eg sá viðtal í Morgunblaðinu
við Arinbjörgu Lindu Jóhannsdótt-
ur grasalækni, hringdi í hana og
fékk upplýsingar. Hálfu ári síðar
var ég byijuð í námi. Áhuginn
fyrir jurtum hafði reyndar alltaf
verið fyrir hendi, en ég vissi ekki
að hægt væri að læra grasalækn-
ingar.
Skólinn er í Sussex í S-Englandi
og heitir „The School of Herbal
Medicine“. Hann er eini skólinn
sinnar tegundar í Bretlandi og þó
víðar væri leitað. Námið var erfitt
og voru miklar kröfur gerðar, við
byijuðum 26 en vorum aðeins 15
sem lukum námi í mínum bekk.
í hveiju felst námið?
Við lærum lyfjagrasafræði,
grasafræði, efnafræði, lífrænni
efnafræði, sjúkdómafræði, lífeðl-
isfræði, iíffærafræði og nudd.
Lyfjajurtafræðin er mikilvæg grein
og okkur er kennt að þekkja jurt:
irnar og lækningamátt þeirra. í
^kólanum er einnig garður þar sem
ræktaðar eru flestar jurtir sem við
notuðum. Á síðustu 2 árunum
vinnum við með reyndum grasa-
læknum á stofu í London sem skól-
inn og breska grasalæknafélagið
rekur. Þá tökum við sjúklinga að
okkur og ákveðum meðferð í sam-
ráði við kennara. Þannig vinnur
maður undir ströngu eftirliti kenn-
ara.
Þetta er sem sagt enginn skottu-
læknaskóli?
„Nei,“ segir hún ákveðin, „nám-
ið er kennt á vísindalegum grunni
og er leitast'við að fara eins djúpt
í námsefnið og ástæða þykir.
Kennararnir eru vel menntaðir og
auk grasalækna, kenna nálast-
ungulæknar, hnykklæknar, efna-
fræðingar, hefðbundnir læknar og
sjúkraþjálfarar." Það leynir sér
ekki brennandi áhugi hennar á
faginu. En hvernig er að starfa
sem grasalæknir?
„Sem grasalæknir lít ég á mann-
eskjuna sem heild, ég leita ekki
eingöngu að einkennum sjúkdóms-
ins og reyni að lækna þau, heldur
horfi ég á alla líkamsstarfsemina.
Þannig má segja að ég leitist við
að finna og lækna orsök sjúkdóms
en ekki einkenni. Hver meðferð er
einstaklingsbundin og ég nota
aldrei fyrirfram ákveðnar lyfja-
blöndur heldur gef hverjum og ein-
um sér blöndu. Eins gef ég ráð
varðandi mataræði, lífsstíl og
hreyfingu, og reyni þannig að fá
fólk til að taka ábyrgð á eigin lík-
ama og heilsu. Það finnst mér
vera mjög mikilvægur þáttur í allri
meðferð.“ Talið berst að jurtum
og náttúru og ég verð undrandi
þegar Anna Rósa segir að hér á
okkar hijóstruga landi séu meira
en 70 tegundir jurta sem nýtast í
grasalækningar og að sérstaða
þeirra felist í svo til ómengaðri
náttúru þar sem jurtirnar vaxi villt-
ar. „Ég hef þá trú að vegna þessa
séu íslenskar jurtir jafnvel kraft-
meiri en þær sem vaxa í Eng-
landi, en íslensk náttúra er við-
kvæm og það þarf að fara varlega
í tínslu til að skemma ekki við-
kvæman gróðurinn." Anna Rósa
tínir grös þurrkar þau og geymir
þannig. Þá býr hún til olíu úr fersk-
um jurtum til að búa til áburði.
„Já íslensk riáttúra er ótrúlega
auðug. Fólk verður oft hissa þegar
ég segi frá „arfategundum" og
lækningamætti þeirra. Ég nota ís-
lenska haugarfann í að búa til
ferskan áburð sem reynist vel við
húðútbrotum og þá sérstaklega
exemi og stillir hann einnig kláða.
Þetta á líka við um njóla sem er
góður við húðútbrotum og er líka
hægðalosandi."
En hvað geturðu gert fyrir ís-
lendinga sem þjást af svefnleysi
og streitu?
Jú það er rétt, vinnuálagið hér
gerir það að verkum að menn þjást
oft af magabólgum, streitu og
svefnleysi. Garðabrúða er jurt sem
ég nota mikið, hún hefur bæði
róandi og b'ólgueyðandi áhrif.“
Einhvern tímann hef ég heyrt að
næstum því annar hver Islendingur
þjáist af gigt eða vöðvabólgu. Er
eitthvað í túnfætinum heima sem
nýtist til lækninga á þessum sjúk-
dómum? „Kannski ekki alveg i
túnfætinum heima, en áburður úr
birki eða valhumli með piparmyntu
og einiberjaolíu útí, er dæmi um
áburð sem reynist vel við vöðva-
bólgu. Ég er lærður nuddari og
notast við ilmolíur sem eru góðar
við bólgum í vöðvum og liðum.
Þegar um vöðvabólgu eða liðagigt
er að ræða er mjög gott að nota
nudd ásamt lyfjagjöfum innvortis."
Einhvern veginn finnst manni
þetta hljóma vel, enda er sífellt
verið að tönnlast á náttúru hitt og
náttúru þetta, heilsu og hollustu
... en hvað hafa lyf grasalækna
fram yfír „hefðbundin lyf“? „í
grasalækningum eru jurtirnar not-
aðar eins og þær koma fyrir í nátt-
úrunni. Það er mismunandi eftir
tegundum hvort nýtt er t.d. rótin,
blöðin, fræin eða blómin. í tilbún-
um lyfjum sem oft eru unnin úr
jurtum, eru virk efni einangruð og
eru þá ekki lengur í sínu náttúru-
lega jafnvægi, gagnstætt því að í
grasalækningum eru jurtirnar ein-
göngu notaðar i sínu náttúrulega
formi enda em öll virku efnin sam-
verkandi. Tilbúnum lyfjum fylgja
oft miklar aukaverkanir en slíkt
er nánast óþekkt í grasalækning-
um svo lengi sem nægileg þekking
á verkum þeirra býr að baki.“
Hvernig er samstarf við hefð-
bundna lækna í Englandi?
„Það er mjög mismunandi, en
við reynum alltaf að halda góðu
samstarfi því ekki er óalgengt að
meðferð í grasalækningum sé höfð
samhliða meðferð á hefðbundnum
lækningum. Allt hefur sín takmörk
og mér finnst æskilegt að sam-
starf geti verið á milli grasalækna
og annarra því svo sannarlega
geta ólíkar lækningaaðferðir bætt
hvor aðra upp. í skólanum var
mikil áhersla lögð á að við lærðum
að þekkja okkar takmörk og hve-
nær við ættum að vísa sjúklingum
frá okkur. Við þekkjum einkenni
hættulegra sjúkdóma og hvenær
fólk ætti að fara í frekari rann-
sókn.“ Þú fæst sem sagt ekki við
öll tilfelli eða alla sjúkdóma sem
rekur á fjörur þínar?
„Nei, ef einhver kæmi til dæmis
til mín með augljós einkenni af
heilahimnubólgu myndi ég vísa
honum samstundis til læknis, en
slíkt væri ólíklegt því venjulega
fáumst við mikið við bæði lang-
tímasjúkdóma og sjúkdóma sem
nútímalæknavísindin eiga stund-
um ekki nógu góð svör við, svo
sem húðsjúkdóma, meltingarsjúk-
dóma og gigtarsjúkdóma. Til okkar
kemur einnig fólk sem vill leita
nýrra leiða til lækninga, fólk sem
hefur prófað margt en grasalækn-
ingar reynast svo þrautarlending-
in. Meðferðin í grasalækningum
tekur lengri tíma en í hefðbundn-
um lækningum og krefst því mikill-
ar þolinmæði af sjúklingum. Þetta
er ekkert sem gerist einn, tveir og
þrír eftir vikuskammt af grasatei."
Ertu með einhver góð ráð handa
okkur? „Jú, ég held að við verðum
að gera okkur grein fyrir því að
góð heilsa er ekki keypt tilbúin í
pilluboxi út úr apóteki eða ekkert
þurfi að hafa fyrir að ná í ef mað-
ur hefur misst. Heilsuna verðum
við að umgangast með ábyrgð og
aðhlynningu frá degi til dags allt
árið um kring.“ ■
Þcrný Jóhannsdóttir
Höfundur er nemi í mannfræði við HÍ.