Morgunblaðið - 07.01.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
C 5
Dagmæðrum hefur
fækkað um rúmlega 30% en
einkareknir leikskólar njóta vinsælda
í LOK þessa mánaðar verða tveir leikskólar opnaðir á vegum borgar-
innar, Engjaborg við Borgarholt í Grafarvogi og Rauðaborg við
Viðarás í Seláshverfi. Á Engjaborg er ekki enn fullskipað því hverf-
ið er nýtt og fólk er víða ekki flutt inn. Á Rauðaborg er verið að
raða niður börnum þessa dagana.
Auk þessara tveggja leikskóla
sem verða opnaðir í janúar taka
þrír aðrir leikskólar til starfa á
vegum borgarinnar með vorinu og
að minnsta kosti tveir einkareknir
leikskólar verða opnaðir nú í janúar
í Reykjavík. Á döfinni er að opna
að minnsta kosti annan einkarekinn
leikskóla á næstu mánuðum og i
Kópavogi eru uppi hugmyndir um
nýjan einkarekinn leikskóla líka.
Það bjóðast því nokkur hundruð
pláss á leikskólum á næstu mánuð-
um, eftirspurnin er enn mikil og á
einkareknu leikskólunum er þegar
orðið ’ upppantað vissa hluta dags-
ins.
Dagmæðrum hefur fækkað um
31% á tveimur árum
Sömu sögu er ekki að segja af
dagmæðrum. Hjá Dagvist barna í
Reykjavík fengust þær upplýsingar
að það væri langt síðan eftirspurn
eftir plássum hjá dagmæðrum hefði
verið jafn lítil og um þessi áramót.
Þess eru dæmi, sérstaklega úr
Breiðholti og Árbæ, að dagmæður
hafi hætt að undanförnu sökum
skorts á börnum í gæslu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá samtökum
dagmæðra voru 411 dagmæður
með leyfi fyrir tæpum tveimur
árum. I dag hefur þeim fækkað
niður í 282, sem samsvarar rúm-
lega 31% fækkun.
Ágústa Hjaltadóttir daggæsiu-
fulltrúi hjá Kópavogsbæ segir að
árið 1989 hafi dagmæður verið um
90 í Kópavogi. Núna, fimm árum
seinna, eru dagmæður orðnar 50.
Þeim hefur stöðugt verið að fækka
og þær fimmtíu dagmæður sem eru
starfandi geta margar hæglega
tekið við fleiri börnum. Það er eng-
inn biðlisti hjá dagmæðrum í Kópa-
vogi.
En hver er skýringin á þessari
fækkun dagmæðra? Leikskólum
hefur fjölgað og algengt er að börn-
in komist að strax um tveggja ára
aldur. Margar konur eru atvinnu-
lausar og byija á að taka börnin
úr gæslu þegar þær eru heima og
í þriðja lagi er verið að opna einka-
rekna leikskólar í æ ríkara mæli,
leikskólar sem taka við börnum
allt frá átta mánaða aldri. Þá eru
grunnskólar farnir að bjóða upp á
viðveru á undan og eftir skóla og
dagmæður missa því líka af þeim
börnum sem komin eru á skólaald-
ur.
Einkareknir leikskólar
Leikskólinn Vinaminni sem verð-
ur opnaður 14. janúar næstkom-
andi er einkarekinn. Dvalartími er
sveigjanlegri en hjá leikskólum
borgarinnar og börnin eru allt nið-
ur í 8 mánaða gömul þegar þau
eru tekin inn. Það verða 30-35
börn á leikskólanum, alls 20 börn
í einu.
Það eru Marít Guðnadóttir, Sól-
veig Einarsdóttir og Guðríður Jóns-
dóttir fóstrur sem standa að leik-
skólanum, en þær tvær fyrrnefndu
voru starfandi á leikskólanum
Hálsaborg fram til þessa.' Þegar
er fullbókað hluta dagsins hjá þeim.
„Við vildum prófa og sjá hvernig
þetta gengi hjá okkur. Þörfin er
mjög mikil, sérstaklega fyrir börn
fram að tveggja ára aldri.“ Marít,
Sólveig og Guðríður segjast fyrst
og fremst starfa eftir uppeidisáætl-
un fyrir leikskóla og byggja á
reynslu sinni og því þróunarstarfi
sem þær hafa tekið þátt í fram til
þessa.
Örkin hans Nóa heitir einkarek-
inn leikskóli sem verður opnaður
um miðjan janúar í vesturbænum
við Brunnstíg. Það eru þær Hulda
Ásgeirsdóttir og Fríða Jónsdóttir
fóstrur og Guðbjörg B. Guðmunds-
dóttir þroskaþjálfi sem standa að
stofnun hans.
Ástandið hefur verið slæmt í
vesturbænum segja þær \og eru
með stofnun leikskólans að koma
til móts við þarfir foreldra í vestur-
bænum. Börnin verða frá eins árs
og upp í sex ára og hægt að fá
gæslu fyrir börnin í fimm og upp
í átta tíma.
„Hvern dag skipuleggjum við
sérstaklega, en í heildina munum
við leggja ríka áherslu á tónlist,
leikræna tjáningu og hreyfingu,“
segir Hulda. í hverri viku mun tón-
menntakennari koma og fylgjast
með tónlistaruppeldinu.
Löngu uppselt á tíu rétta
málsverð til styrktar félagi matreiðslumeistara
NÆSTA laugardagskvöld
streyma tugir prúðbúinna velvild-
armanna klúbbs matreiðslumeist-
ara í Víkingasal Loftleiða. Þar
verður hátíðarkvöldverður félags
matreiðslumeistara borinn fram
en til margra ára hefur slíkur
málsverður verið haldinn til fjár-
öflunar fyrir klúbbinn.
Auk ijáröflunar er tilefnið líka að
matreiðslumeistararnir vinni saman
og sýni hvað í þeim býr en í félagi
matreiðslumeistara eru um 60 félag-
ar og nálægt helmingur þeirra tekur
þátt í matargerðinni, að taka á móti
gestum og aðstoða í salnum.
Boðið er upp á tíu rétta matseðil
og tveir til þrír matreiðslumeistarar
sjá um hvern rétt. Kvöldverðurinn
hefst klukkan 18 og síðan er verið
að borða framundir miðnætti. Það
er erfitt að komast að á hátíðar-
kvöldið og yfirleitt er það sama fólk-
ið sem mætir ár eftir ár, styrktarfé-
lagar og velvildarmenn klúbbsins og
heiðursgestur undanfarin ár hefur
verið frú Vigdís Finnbogadóttir.
Að sögn forseta klúbbsins, Jakobs
H. Magnússonar matreiðslumeist-
ara, kostar tíu rétta málsverður með
víni tíu þúsund krónur. Nemendur
úr Söngskólanum syngja fyrir gesti
undir borðhaldi. Ár hvert er lista-
maður fenginn til að gera listaverk
sem síðan er brennt á matardiskana
Leikskólagjöldin á Vinaminni og
Örkinni hans Nóa verða hærri en
á leikskólum borgarinnar.
Þörfin er mest hjá 0-2 ára
börnum
Nú eru um 900 börn frá 2-5 ára
á biðlista hjá Dagvist barna í
Réykjavík og sá listi á eftir að stytt-
ast mikið eftir að búið er að raða
börnum á þessa fimm leikskóla
borgarinnar sem verið er að opna
á næstunni.
Þörfín er hinsvegar enn mjög
mikil fyrir börn frá 0-2 ára og á
skrá hjá Dagvist barna í Reykjavík
eru um 700 börn á þessum aldri.
Hinsvegar getur þessi tala verið
villandi því margir foreldrar skrá
börnin snemma til að geta verið
viss um að fá pláss þegar tveggja
ára aldri er náð.
Enn getur borgin aðeins boðið
einstæðum mæðrum og sumu
námsfólki vistun fyrir börn á þess-
um aldri.
Þeir foreldrar sem þurfa pössun
fyrir börn á þessum aldri verða því
að leita til dagmæðra og í auknum
mæli til einkarekinna leikskóla
hlaupi ekki ættingjar og vinir und-
ir bagga með þeim.
Að sögn Bergs Felissonar hjá
Dagvist barna hefur öll áhersla
fram til þessa verið lögð á að bjóða
börnum á leikskólaaldri upp á
lengri vistun og fleiri pláss og Berg-
ur ,bendir á að með vorinu ættu
um 87% þeirra 2-5 ára barna sem
sækja um á leikskólum borgarinnar
að vera komin með pláss. ■
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Steinar Davíðsson og Vilhjálmur Hafberg matreiðslumeistarar eru
hér að matreiða ál sem verður borinn fram á laugardagskvöldið.
sem gestirnir taka síðan með sér
heim. Gestirnir fá Iíka vín- og mat-
seðladiskana með sér heim. Það er
Kristjana Samper sem hannar lista-
verkið að þessu sinni. Við inngang-
inn í Víkingasalinn verða upplýstar
klakastyttur og matreiðslumeistarar
í fullum skrúða sem taka á móti
gestum sínum. ■
grg
FIGURFORM USA(
®
/ / / \
/:/// : V-V/
/ .fietri íðan,\ \
/ betra úllit og
fallegra iikamsform
með FIGURFORM
/ / usa@ \
fíá Svensson \
Þriggja vikna skammtur á
sérstöku kynningarveröi
aðeins kr. 1.990,-
Lífrænt krómefnasamband (Chromium picolinate)
sem oft er kallað „fitubrennarinn"
(a Super Fat Burner) og var þróað af
vísindamönnum við Bandaríska
landbúnaðarráðuneytið, sem fékk á því einkaleyfi
(Us. patent. no. 4.315.927).
Rannsóknir bandarísku vísindamannanna
dr. Muriel Gilmann og Gary W. Evans,
en niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli,
fjölluðu m.a. um getu FIGURFORM USA® til að:
★ Sefa hungurkenndina og minnka ásókn t sætindi.
★ Byggja upp vöðvana og auka þrekið.
★ Brenna líkamsfitu.
FIGURFORM USA®:
★ Hefur verið rannsakað og þróað í samvinnu við
bandarísk yfirföld (USDA).
★ Milljónir Bandaríkjamanna hafa hagnýtt sér þessa
merkilegu uppgötvun fyrir heilsu sína og útlit.
★ Inniheldur réttan dagskammt af Chromium picolinate,
1600 mikrógrömm.
★ Aukaávinningurfyrir íþróttafólk við uppbyggingu
líkamans.
★ Samfelld sigurganga í Bandaríkjunum.
Þitttækifæri núna!
★ FIGURFORM USA® er aðeins selt hjá SVENSS0N
með einkaleyfi.
Belis
Heilsuvörur hf.
Póstverslun sími 667580.
Opin kl. 9-18, sfmsv. e. lokun
Svensson®
Heilsubúðin í Mjódd,
sími 74602.
Opið mánud. -
föstud. kl. 13-18,
VILTU GRENNAST?
Zero 3 kúrinn er árangursríkur og
sívinsæll megrunarkúr.
Nú einnig í endurbættum útgáfum:
Zero 3 - sá eini sanni
Zero 3 - með C vítamíni
Zero 3 Taille - árangursríkara Zero með
aukajurtakrafti
Zero 3 Forte- sterkur, fyrir mikla matmenn
Svensson®
heilsubúðin I Mjódd,
Opiö mónud. - föstud. kl. 13-18
Pöntunarsími 667580
Arshátíbartilbob -10-25% afsláttur
✓ Föröunarvörur
✓ Skartgripir
✓ Töskur og veski
Á föstudögum í janúar veitir Gréta Boöa,
föröunarfræöingur, fáögjöf um liti og föröun.
Muniö á morgun - langur laugardagur.
Opiö til kl. 17.00. Laugavegi 80, sími 611330
NHNRI