Morgunblaðið - 07.01.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 07.01.1994, Síða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Okkar heitir króna, hvað heitir þeirra? Argéntfna peso Austumki shillingur Belize dollar Bólivla pula Eþfópía binr Filippseyjar peso Gabon CFA-franki Gíbraltar pund Guatemala quetzal Indónesía rúpfa Japan yen Jórdanfa dinar Kfna yuan Kongó franki S-Kórea won Lesotho maluti Madagascar franki Mósambik metical Nepal rúpía Níger franki Panama dollar Reunioneyjar franki Slóvakía komna Úganda sillingur Yemen ríal FERÐIR UM HELGINA ÚTIVIST UM HELGINA efnir Útivist til gönguferðar að þremur kirkjum. Þessari ferð var frestað um sl. helgi vegna veðurs en er farin nú 9. janúar kl. 9.30. Kirkjurnar þrjár eru Hvalsneskirkja, Hallgríms- kirkja í Saurbæ og Hallgríms- kirkja í Reykjavík. Sigurbjörn Einarsson biskup mun fjalla um æviferil sr. Hallgríms Péturssonar. Heimsótt verða bæjar- stæði og skoðaðir munir og minjar sem Hallgrími tengjast. Staðfróðir fylgdarmenn verða í gönguferðum og prestar kirknanna taka á móti hópnum og sögustund verður í Hvals- neskirkju og Hallgrímskirkju i Saurbæ. Helgistund er í Hallgríms- kirkju í Reykjavík í ferðalok. Ekið er fyrst að Bæjarskeijum og gengið að Hvalsneskirkju og þaðan ekið í Hvalfjörð og að Saurbæ. Kl. 14 er hægt að koma í ferðina í Hval- Qörð við Umferðarmiðstöðina. Þar er gengið frá Vatnaskógi að kirkjunni. Langferðabíll fylgir hópnum allan tímann og loks er ekið í bæinn og staðnæmst í Hallgrímskirkju. Stans- að verður tvisvar á leiðinni til að snæða nesti og ferðinni lýkur um kl. 19. Fí A árinu 1994 verður áhersla á fjölskylduferðir hjá FÍ í tilefni árs fjölskyldunnar og erðaátaksins „ísland, sækjum það heim“. Önnur Ljósmyndin/Páll Stefánsson Hallgrímskirkja í Saurbæ ferð ársins er sunriud. 9. janúar og gengið um Álftanes. Farið er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13 og ekið að Bessastöðum. Það er við hæfi að byija fyrstu dagsgöngu þessa lýðveldisafmælisárs á þeim slóðum. Bessastaðir koma oftar við sögu á árinu, því farin verður lýð- veldisganga frá Bessastöðum til Þingvalla i 8 áföngum er hefst 17. apríl. Fá býli eiga sér jafn litríka sögu og Bessastaðir og var lengi höfuðset- ur konungsvaldsins. Bessastaða- kirkju er getið snemma á öldum, en núverandi steinkirkja var reist í lok 19. aldar. Að Bessastöðum var Lærði skólinn í byijun 19. aldar. Frá lýð- veldisstofnun 1944 hafa Bessastaðir verið forsetasetur. Álftanes er láglent og vogskorið á milli Skeijafjarðar og Hafnarfjarð- ar, nær skorið að landi þar sem Skógtjöm og Lambhúsatjöm koma saman. Tjarnirnar ásamt fjömm og gmnnsævi em með auðugu lífríki. Gengið er með tjörninni að Bessa- staðaskansi. Á Skansinum var reist bráðabirgðavirki til varnar Tyrkja- ráninu 1727 og endurhlaðinn síðar á 17. öldinni og komið fyrir fallbyssum. Sá frægi Óli Skans er kenndur við þennan stað. Á Bessastaðanesi er ijölskrúðugt fuglalíf og víða er mikið af farfuglum. Haldið er yfír garðinn á Duggu- slóð, út á Eyrarodda og fylgt strönd- inni um utanvert nesið hjá Akrakoti, Kasthúsatjörn, Hrakhólmum að Hliði hjá Skógtjörn. Hliði er jarðhiti í skeri sem kemur upp á stórstraumsfjöm. Sagt er að sjómenn hafi fyrmm soð- ið sér rauðmaga í Hliðslaug. Loks er farið fyrir Skógtjöm í átt að Hausastöðum þar sem einn fyrsti T- Hvalsneskirkja heimavistarbamaskólinn var stofnað- ur 1791. Áætlaður göngutími em 2-3 klst. ■ ... ot í Sikiley hann rær ÞÚ ert að spinna á þýskan rokk þér það illa gengur ekki snýst hann ærið oft út í Sikiley hann rær. Þótt rokkurinn rói út í Sikiley í þessum gamla húsgangi hafa til- tölulega fáir íslendingar róið þang- að enda er sá staður ekki ofarlega í hugum manna þegar þeir hugsa sér til hreyfings. Fyrir allmörgum árum munu íslenskar ferðaskrif- stofur hafa skipulagt ferðir til Sikil- eyjar en ferðamennska hefur átt frekar erfitt uppdráttar í eyjunni upp á síðkastið. Sikiley er jú vagga Mafíunnar og höfuðborgin Palermo hefur jafnframt verið höfuðborg þessa glæpaveldis sem teygir anga sína út um allan heim. Því finnst sjálfsagt mörgum ferðamönnum best að halda sig í hæfilegri fjar- lægð frá þessu svæði. En Sikiley býður upp á margt forvitnilegt, sérkennilegt landslag, stærsta eldfjall Evrópu, sól og bað- strendur, ijölskrúðugt mannlíf, merkilega sögu og byggingar henni tengdar, og ekki síst afbragðs mat og vín fyrir sælkerana. Bitbein Sikiley er nokkuð stór eyja í Miðjarðarhafinu, beint fyrir framan tána á ítalska stígvélinu og stein- snar frá Túnis í Afríku. Vegna legu sinnar hefur eyjan verið bitbein ýmissa stórvelda sem vaxið hafa upp við Miðjarðarhafið og það hefur haft sín áhrif á sikileyska menn- ingu. Sikiley fékk nafn sitt af Siklum, fomum ítölskum þjóðflokki sem settist þar að um árið 1000 fyrir krist. Þijúhundruð árum síðar stofnuðu Grikkir nýlendu austantil á eyjunni og háðu marga hildi við Fönikíumenn sem settust að á vest- urhlutanum. Síðar náðu Rómveijar yfírráðum yfír Sikiley en á 9. öld, eftir mikið umrót og innrásir villi- mannaþjóða eins og Vísigota og Húna, tóku Arabar völd í eyjunni á 9. öld. Tveimur öldum síðar gerðu Normannar innrás og réðu Sikiley þar til í upphafí 15. aldar þegar Spánveijar náðu þar völdum. En 1860 vann italska frelsishetjan -í f- g í £ y ~ Í,. í . f i (f v\ » % Garibaldi Sikiley undir Ítalíu og skömmu eftir síðari heimsstyijöldina fékk Sikiley loks takmarkaða sjálfs- stjóm en er eftir sem áður hluti af ítalska ríkinu. Fjölskrúðugur menningararfur Það er ekki skrít- ið, í ljósi þessarar sögu, að íbúar Sikil- eyjar vilji vera sem sjálfstæðastir enda kalla þeir sig Sikil- eyinga en ekki ítala þótt þeir séu ítalskir ríkisborgarar. ítalir sem búa á megin- landinu verða þann-" ig að sýna vegabréf þegar þeir koma til Sikileyjar. Og sag- Peningaspil á götu í Palermo. an skýrir einnig fjölskrúðugan menningararf Sikileyinga. A eyj- unni má sjá leifar af grískum hofum og hringleikahúsum, kirkjur frá tímum Normanna og hallir og kirkj- ur í barokkstíl frá tímum Spán- verja. Þá bera ýmis staðanöfn keim af arabísku. Samfélagið virðist vera lagskipt. í stærstu borgunum er framhliðin nýtískuleg með stórum verslunum, skrifstofubyggingum, veitingahús- um og blaðavögnum eins og í öðrum ítölskum borgum og fólkið er vel til fara. En aðeins innar kemur annað landslag í ljós með hrörlegum húsum og örmjóum gamaldags göt- um þar sem gangandi fólk getur varia mæst. Og þar eru fisk- og grænmetissöluskúrar mun meira áberandi en fataverslanir. I bæjum meðfram strandlengjunni að norðan skiptast á á nýtískulegar verksmiðj- ur og fornlegar saltnámur og inni í landi eimir enn eftir af forna bændasamfélaginu sem mafían spratt úr. Höfuðborgin, Palermo, ber vitni um fornan glæsileik og ríkidæmi, en einnig fátækt og eymd. Þar er margt að skoða: kirkjur og hallir, fjölskrúðugt mann- líf og í búðar- glugga. Eins_ og annarstaðar á Italíu er verðlag frekar hátt á Sikiley og vandaðar merkja- vörur eru dýrar en einnig má finna ýmsan varning á lágu verði. Þó verða ferðamenn að gæta sín í verslunarferð- um í miðborg Pal- ermo, því mikið er um smáþjófnað. Fiskur og pasta Sikileyingar leggja eins og aðrir ítalir mikið upp úr mat og drykk. Fisk- ur er þar í aðalhlut- verki þótt mat- reiðslan sé nokkuð ólík því sem íslend- ingar eiga að venj- ast. Tegundirnar eru líka nokkuð framandi og það Morgunblaðið/GSH tekur íslendinginn til dæmis nokkra stund að venjast djúpsteiktum heil- um sardínum, kolkrabba og rækjum í skelinni. Þá er sérkennilegt sam- sull af hveitikornum og maukuðum fiski ekki árennilegt en þó merki- lega bragðgott. Aðalmatfiskurinn á norð- vesturhluta eyjamnar er sverðfiskur, pesce-spada, sem yfir- leitt er borinn fram grillaður og bragðið minnir nokkuð á stórlúðu. Pasta er þjóðarréttur ítala en ég er á því að enginn hafí smakkað almennilegt pasta fyrr en hann hefur komið til Sikileyjar. Sikiley- ingar fara sínar eigin leiðir í pasta- sósugerð, til dæmis búa þeir til sardínusósu með kjörvelbragði. Með þessu drekka þeir sikileysk vín sem eru býsna fjölbreytileg. Þá eru þeir einnig stoltir af ábætisvínum sínum svo sem Marsala sem komst í tísku í Bandaríkjunum á tímum uppanna. Ég vona að i þessari stuttu um- fjöllun um Sikiley hafi mér tekist að koma því til skila, að eigi fólk þess kost, er tímanum vel varið í skoðunarferð til Sikileyjar. ■ Guðmundur Sv. Hermannsson Grísk hof og kirkjur frá tím- um Normanna bera fyrir augu á Sikiley. Hofið á myndinni er við Segesta á vesturhluta eyj- unnar en kirkjan er í Cefalu á norðurströnd- inni. Fisksöluskúr við höfnina í Palermo. Sverðfisk- urinn er vinsælastur enda kostar kílóið það sama og ýsan hér, að um 450 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.