Alþýðublaðið - 20.11.1920, Side 2

Alþýðublaðið - 20.11.1920, Side 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Brezka kolamálið. (Nl.) IV. Hvað Asquith viðvikur, þá er vitanlega fjarstæða að hann sé með þjóðnýtingu námanna til þess að afla sér lýðhylli, því það er vafalaust rétt sem hr. H. H. seg- ir i grein sinni í Mgbl., að mikill meiri hluti brezku þjóðarinnar sé á móti því að námurnar séu þjóð- nýttar. Mundi það þá vera kæn- legt bragð til lýðhylli að tjá sig fylgjandi þjóðnýtinguf Hr. H. H. .nefnir ekkl einu orði í Mgbl.grein sinni hvers vegna námumennirnir vilji að námurnar séu þjóðnýttar, og má segja, að getsakir þær sem hann gerir Asquith séu í fullu samræmi við það, því honum dettur auðsjáanlega ekki í hug, að til séu nein skynsamleg rök með þjóðnýtingu, m. ö. o , hefir aðeins skoðað málið frá annari hliðinni. Þar sem mál þetta verðar bráð- lega rætt ítarlega hér í biaðinu, skal ekki farið hér nánar inn á rökin fyrir þjóðnýtingu brezku námanna, en aðeins tekið fram, að málsvarar þjóðnýtingarinnar halda því fram, að reksíurinn verði ódýrari og kolaframleiðslan meiri. Sem stendur er tala brezku kola- námanna 3300, reknar af samtals 1452 námuféíögum, sem hvert rek- ur sínar námur eítir eigin geð- þótta, án nokkurrar heildarstjórn- ar, og fjöldi af þessum félögum rekur námurnar eftir úreltu fyrir- komulagi, sumpart af afturhalds semi, en sumpart af því, að það fer ekki altaf saman hagur þjóð- arinnar, sem er að fá sem mest kol, og hagur námueigendanna, sem er að græða sem mest (og það er langt frá því að námueig- endur græði altaf því meira, sem meiri kol eru framleidd). V. Hr. Helgi Hermann getur þess réttilega, að námueigendur álíti að það verði tekjumissir fyrir sig ef námurnar verði þjóðnýttar. Það er það sem er ástæða þeirra til þess að vera á móti því. Hr. H. H. talar um að margir hlutabréfaeig- endur í kolanámum séu .tiltölu- lega fátækir menn". En það minn- ir heizt til mikið á það, að þegar verið var að ræða um afnám þræla- haldsins í Bandaríkjunum, þá var talað um hvað óréttlátt væri að afuema þrælaha'.d, þar eð það væru margar fátækar ekkjur, sem ekki hefðu annað að lifa á en þrælana1 Annars má geta þess, að tekj- ur námueigendanna hafa hækkað um helming síðan fyrir stríð, og eru nú um 26 milj. sterlingspunda (473 milj. kr. með venjulegu ster- lingsverði). Það má því segja að gróði námueigendanna sé vægast talað gifurlegur. Hinsvegar hefir kaup námu- manna aðeins stigið um 125%, en vörur stigið eftir því sem stjórn- in hefir gefið upp um 162%. Þeir hefðu því ekki náð raunverulega sama kaupi og þeir höfðu fyrir stríð, þó þeir hefðu fengið 2 shil- lings daghækkun þá sem þeir fóru fram á, því kauphækkun hefði með þeirri viðbót ekki komist nema í 155%. ijverjum má trða? (Kafli úr bréfi) — Altaf er Moggi að básúna það, hve afskaplegt ástand rfki í Rússlandi, og nú er stóri Moggi búinn að fá Þorvald litla Árnason frá ísafirði í lið með sér. Moggi verður feginn að fá Þorvald fyrir heimildarmann, en Þorvaldur hefir svo tvo ónafngreinda verkfræðinga fyrir sínar heimildir, sem líklega má gera ráð fyrir að séu til, cn eflaust eru einhverjir spekúlantar eða fjárbrallsmenn, sem mist hafa spón úr askinum sínum við það, að alþýðan og andansmennirnir náðu völdunum úr höndum maura- púkanna. Svona auðvaldshrafnar eru í öllum löndurn, þar sem eitthvert æti er að fá, en krunka auðvitað og bera sig aumlega, þegar þeir ekki fá að kroppa feitu bitana í næði og eru reknir burtu. í sumar sem leið kom Jón Helgason fþróttamaður, sem kvænt- ur er rússneskri konu og dvalið hefir öll strfðsárin f Rússlandi, f kynnisför til Akureyrar. Jón er ekki bolsivíki og vildi ekkert um Aígreidðla blaðsíns er í Alþýðuhúsinu við' Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að kotna í blaðið. Áskriftargjald ein lir*. á \ mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm„- eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skii til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Alþbl. er blað allrar alþýðu! Rússland tala, en ekki leizt honum það betur á sig hér á íslandi, e« f Rússlandi, að hann kærði sig um að flytja hingað heim búferlum,. má þó gera ráð fyrir að enginn, sem á annars úrkosta, dvelji lang- dvölum f því víti, sém Moggi og verkfr. hans Þorvaldar segja að sé í Rússlandi. Aðvitað hlýtur ástandið þar að5 vera slæmt. Hvernig væri nú hér á landi, hefðum við íslendingar engar samgöngur haft við útlönd í mörg ár? Það þarf ekki að lýsa þvf, og enginn neitar því, að þrátt fyrir opin höf fyrir okkur íslend- inga, er dýrtíðin mest hér á landi,, af öllum nærliggjandi löndum, lfk- lega Rússlandi meðtöldu. Ófriðar- bölið, sem Rússland hefir átt við* að striða, sfgur ekki eins þungt á ógæfuhlið þjóðarinnar rússnesku,- eins og afturhaldsstjórn Jóns- Magnússonar pínir íslendinga og: þjakar; má eflaust þakka þa& verklýðsstjórninni rússnesku. En hvað sem annnars má segjat um Rússa, þá trúa liklega fleiri því, sem reyndir og gætnir nafn- greindir óvilhallir enskir aðals- og stjórnmálamenn segja, eftir margra ára veru þar, en því, sem ein- hverjir ónafngreindir auðvalds- hrafnar krunka, þó það krunk sé bergmálað af manni, sem uppvís hefir orðið um brot á skriflegri drengskaparyfirlýsingu. Vitar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.