Morgunblaðið - 15.01.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 15.01.1994, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1994 * 4L Öperuklúbburinn sýnir óperur Wagners ÓPERUKLÚBBUR Styrktarfélags íslensku óperunnar mun sýna upptökur af óperum Richards Wagners í vetur. Sýndar verða allar óperur Wagners sem settar eru á svið á Wagner-hátíðinni í Bayere- uth og eru upptökurnar frá sviði óperuhúss hátíðarinnar. Sýnt verður af mynddiskum (laserdiskum) og verða því hámarksgæði bæði á hljóði og mynd auk þess sem enskir skjátextar auðvelda skilning söngtextans. Fyrsta sýning klúbbsins verð- ur nk. sunnudag kl. 15, en þá verður sýnd uppfærsla Harry Kupfers af Hollendingnum fljúg- andi. Þessi uppfærsla var sett á svið í Bayreeuth árið 1978 og vakti þá mikið umtal og deilur vegna nýstárlegrar túlkunar, en verkið er látið gerast í hugar- heimi Sentu, sem danska sópr- ansöngkonan Lisbeth Balslev leikur. Aðrir söngvarar í aðalhlut- verkum eru Simon Estes í hlut- verki , Hollendingsins og Matti Salminen í hlutverki Dalands skipstjóra. Sýningarnar verða haldnar á Vesturgötu 36b. Vegna takmark- aðs sætafjölda eru þeir sem Richard Wagner hyggjast sækja sýningarnar beðnir um að láta vita á skrif- stofu íslensku óperunnar. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. Sýningar Óperuklúbbs- ins í vetur verða sem hér segir: Sunnudag 16. janúar kl. 15: Hol- lendingurinn fljúgandi. Sunnudag 30. janúar kl. 14: Tannháuser. Sunnudag 6. febrúar kl. 14: Lo- hengrin. Sunnudag 13. febrúar kl. 14: Tristan og Isolde. Nifl- ungahringurinn: Laugardag 26. febrúar kl. 15: Rínargullið. Sunnudag 27. febrúar kl. 14: Valkyrjan. Þriðjudag 1. mars kl. 19 : Siegfried. Fimmtudag 3. mars kl. 19: Ragnarök. Sunnudag 20. mars kl. 14: Meistarasöngv- ararnir. Föstudag 1. apríl kl. 14: Parsifal (ath. föstudagurinn langi). Niflungahringurinn: Laug- ardag 23. apríl kl. 15: Rínargullið og kynning. Sunnudag 24. apríl kl. 14: Valkyrjan. Þriðjudag 26. apríl kl. 19: Siegfried. Fimmtudag 28. apríl kl. 19: Ragnarök. Sinfomutonleikar Verk Hafliða Innnllutt á OL NORSKA Ólympíunefndin hefur óskað eftir því við Hafliða Hall- grímsson tónskáld að hann semji verk, sérstaklega ætlað fyrir sópransöngkonuna Ragnhild Sör- ensen og Norsku kammersveit- ina, til flutnings í Lille Hammer meðan leikarnir standa yfir. Að sögn Hafliða óskaði Ólymp- íunefndin eftir að valið væri Ijóð eftir heimsþekkt stórskáld og nefndi í því sambandi skáld eins og Goethe, Schiller og Shakespe- are. „Eftir mikla leit fann ég hins vegar mjög fallega sonnettu eftir Michelangelo," sagði Hafliði, „Hún fjallar um nóttina og hina miklu náðargjöf, svefninn „sem þerrar öll tár og afmáir um stund þjáningu og minningar hins liðna“, eins og segir í sonnettunni." Verkið nefnist Ríma og er sótt í titil bókarinnar Rími di Michelang- elo Buonarroti. Ríma verður flutt þrisvar sinnum í Noregi í febrúar nk., meðal annars í Ósló. Hafliði Hallgrímsson verður viðstaddur frumflutning verksins í Lille Hamm- er 20. febrúar í boði Norsku kamm- ersveitarinnar. Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson riðju „rauðu" áskriftartónleik- ar Sinfónfuhljómsveitar ís- lands voru haldnir í Háskólabíói sl. fimmtudag. Á efnisskránni vour verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Bruch, Stravinskíj, Tsjajkovskíj og Sibelíus. Einleikari var Jan Erik Gustavsson en stjórn- andi Osmo Vánská. Tónleikarnir hófust á hljóm- sveitarverkinu Ys og þys, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem frum- flutt var á fyrstu Listahátíðinni í Reykjavík, árið 1970. Ritháttur verksins er mjög skýr og var það sérlega vel flutt. Hljómsveitar- stjórinn lagði mikla áherslu á styrkleikabreytingar og er það reyndar eitt af því sem einkennir stjórn hans sérstaklega, allt frá að leggja áherslu á mjög veikan leik og vinna sig upp í fullan styrk, án þess þó að yfirkeyra nokkurn tíma. Veikur leikur býr oft yfir mikillí dramatík og jafnvel bældri spennu, sem fær sérstakt inn- tak þegar þessi átök brjótast fram í fullum styrk. Þessar and- stæður náði Vánská að draga fram í öllum viðfangsefnum tón- leikanna. Jan Erik Gustavs- son er frábær sellisti og lék hann Kol Nidrei eftir Bruch með mikl- um glæsibrag, bæði hvað snertir andstæð- ur í styrk og hendinga- mótun. Það er með ólíkindum hvað þessi ungi sellisti er þroskaður í túlkun, auk þess að hafa gott vald á hljóðfærinu. í seinna einleiksverkinu, Rókokkot- ilbrigðunum eftir Tsjajkovskíj, var leikur hans ekki síður glæsilegur og þrunginn af „músík“. Leikur spilanna er balletttónlist eftir Stravinskíj og eftir svolítið óvissa byrjun náði hljómsveitin sér á strik með prýðilegum leik og eins og fyrr segir var það skýr- leiki, bæði hvað varðar mótun tónhendinga og hryn, ásamt vel mótuðum styrkleikaandstæðum, sem einkenndi leik hljómsveitar- innar. Meginverk tónleikanna var sú sjöunda, í C-dúr, eftir Sibelíus. í efnisskrá eru tilteknar nokkrar frægar sinfóníur í C-dúr og sér- staklega nefnd sú „níunda" eftir Beethoven en hún er í d-moll og Pathetique-sinfónían eftir Tsjajkovskíj, sem er í h-moll, svo að þarna skakkar nokkru. Sú sjö- unda eftir Sibelíus er fallegt verk og þar fóru hljómsveit og hljómsveitarstjóri á kostum og það er at- hyglisvert að mótun Vánská á styrkleika- andstæðum gerir form verkanna sérlega skýrt, auk þess sem honum tókst að magna upp sterkar stemmningar í flæð- andi tónbálki Sibelíus- ar. Stjórnandi, hljóm- sveit og einleikari stóðu fyrir frábærum tónleikum, sem áheyr- endur kunnu svo sannarlega að meta. Jan Erlk Qustavsson „Leika í höndum harðir malmar" BJÖRGVIN Frederiksen sýnir í Geysishúsinu um 20 smíðisgripi sem hann hefur gert á síðari árum, einkum kertastjaka fyrir kirkjur og einstaklinga, en einnig nokkur óhlutbundin mynd- verk, fánastengur, verkfæri sem hann hefur fundið upp og fleira. Sýningin stendur til 23. febrúar. Björgvin er fæddur í Reykjavík 1914. Hann nam ungur vélsmíði hér heima og fór að svo búnu í eins árs tækninám í Danmörku. Sjálfstæðan rekstur í faginu hóf hann 23 ára gamall. Á styrjaldarár- unum dvaldi Björg- vin um tíma í Bandaríkjunum og kynnti sér hrað- frystivélar en í Danmörku aflaði hann sér vitneskju um kæliklefa og flutti hana til lands- ins fyrstur manna. Síðan vann hann á þessu sviði í yfir tvo áratugi. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, var m.a. forseti Landssambands iðnaðarmanna og lengi í skólanefnd Iðnskólans og í borgarstjórn. Þannig hefur vettvangur Björg- vins verið margbreytilegur. Um hann var sagt fyrir nokkrum árum: „Leika í höndum harðir málmar, honum lítið elli tálmar." Það ætti því ekki að koma mjög á óvart að hann skyldi hafa snúið sér að smíð- um listaverka á efri árum. Viðfangs- efnin eru fjölbreytileg líka; sum verk Björgvins fylgja stranglega ákveðn- um fyrirmyndum meðan önnur fylgja engum öðrum fyrirmælum en þeim sem búa í brjósti hagleiks- mannsins. Öll eiga verk Björgvins það sameiginlegt að vera nákvæm- lega og alúðlega unnin og bera því vitni „hugvits og hagleiks höldi slyngum". Bjorgvin Edda Jónsdóttir Edda Jönsdðttir hlýtur norræn vatnslitaverðlaun NÝLEGA var tilkynnt að Edda Jónsdóttir hljóti vatnslitaverðlaun Nordiska AkvarellSállskapet og verður hún fyrsti verðlaunahafi félagsins. Verðlaunin eru kennd við hið þekkta breska fyrirtæki Winsor & Newton sem framleiðir olíu- og vatnsliti. Verðlaunaveitingin fer fram í Listasafninu í Malmö í febrú- arbyrjun þegar AkvarellSállskapet heldur aðalfund sinn. Verðlaunin eru tíu þúsund sænskar krónur. í greinargerð dómnefndar segir: „Vatnslitamyndir Eddu Jónsdóttur eru kraftmiklar en engu að síður viðkvæmar og dæmi um hvernig þróa má vatnslitatæknina. Hinar stóru myndir hennar geta í senn verið samanþjappaðar og dimmar en um leið búa þær yfir sérkenni- legri og flöktandi birtu. Þær eru formsterkar og áleitnar og sýna næma tilfinningu fyrir efninu. í vatnslitamyndum Eddu er samspil andstæðna sem gerir þær heil- steyptar og' forvitnilegar." Verðlaunin eru veitt í tengslum við farandsýninguna Norrænar vatnslitamyndir sem hófst í Nor- ræna húsinu í Reykjavík í júní í fyrra og lauk í Kaupmannahöfn í nóvem- ber síðastliðnum. AkvarellSállskap- et í Svíþjóð átti frumkvæði að sýn- ingunni, en á henni áttu verk 27 norrænir listamenn frá 5 löndum. Fulltrúar íslands auk Eddu Jóns- dóttur voru Eiríkur Smith, Guð- munda Andrésdóttir, ' Hafsteinn Austmann og Karólína Lárusdóttir. Guðríður Hrafnhildur Tónleikar í Borgarneskirkju SÖNGTÓNLEIKAR verða í Borgar- neskirkju á morgun sunnudag klukkan 16. Þar koma fram Hrafn- hildur Guðmundsdóttir mezzó- sópran og Guðríður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari. ÆT Aefnisskránni eru íslensk þjóð- lög, lagaflokkurinn Frauenli- ebe und leben eftir Schumann, lög eftir spænska tónskáldið Granados og Frakkana Satie og Hahn. Einnig óperuaríur eftir Gounod og W.A. Mozart. Hrafnhildur lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún hefur sungið einsöngshlutverk í (slensku óperunni, komið fram sem einsöngvari með íslensku hljóm- sveitinni og á Listahátíð í Reykjavík. Guðríður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún hefur haldið tónleika bæði hér á landi og erlendis, ýmist sem einleik- ari eða með öðrum tónlistarmönn- um. Hún hélt einleikstónleika í Borg- arneskirkju í febrúar 1991. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Norræna húsið Þór Ludwig Stiefel sýnir til 23. jan. Kjarvalsstaðir Geoffrey Hendricks og Magnús Kjartansson sýna til 13. feb. Gallerí Sólon Islandus Vignir Jóhannsson sýnir til 18. jan. Gallerí Úmbra Ingibjörg Jóhannsd. sýnir til 26. jan. Nýlistasafnið Magnús Pálsson sýnir til 23. jan. Gerðuberg Norræn barnasýning og samsýn. 12 karlkyns listamanna til 13. feb. Gallerí Greip Magnús Sigurðars., Margrét H. Blöndal og Asmundur Ásmundss. sýna til 2. feb. Gallerí Sævars Karls ívar Brynjólfss. sýnir til 2. feb. Mokka kaffi Hringur Jóhannesson sýnir. Onnur hæð Sýning á verkum Stanley Brown. Götugrillið Guðm. R. Lúðvíkss. sýnirtil 10. feb. Tilveran Hafnarfirði Gunnar Jóhannsson sýnir til 8. feb. Café 17 Agatha Kristjánsd. sýnir. Veitingahúsið 22 Ljósmyndasýn. Sigfúsar Pétursson- ar til 7. feb. Stöðlakot Dröfn Guðmund. sýnir til 23. jan. Gallerí Listinn 10 listamenn sýna til 15. jan. Geysishús Björgvin Fredriksen og 49 lista- menn sýna til 16. jan. Sundlaugin Laugardal Þorsteinn Joð. Vilhjálmsson sýnir Ijóðið Djúpt til 15. feb. TONLIST Laugardagur 15.janúar Tónl. Sinfóníuhl. æskunnar í Há- skólabíói kl. 14. Píanótónl. David Enns í Norræna húsinu kl. 16. Mich- ael Jón Clarke með ljóðatónl. í Gerðubergi kl. 17. Sunnudagur 16. janúar Hrafnhildur Guðmundsd. mezzó- sópran og Guðríður St. Sigurðard. píanól. með tónl. í Borgarneskirkju sun. 16. jan. kl. 16. Mánudagur 17. janúar Tríó Ólafs Stephensen á Sólon ís- landus kl. 22. LEIKLIST Borgarleikhúsið. Eva Luna; sun. 16. jan., fim., fös. Ronja ræningjadóttir; sun. 16. jan. kl. 14. Spanskflugan; lau. 15. jan. Elín Helena kl. 20; lau. 15. jan. Þjóðleikhúsið Blóðbrullaup kl. 20.30; frums. fös. 21. jan. Seiður skugganna kl. 20; frums. lau. 15. jan., sun., fös. Mávurinn kl. 20; lau. 15. jan. Aliir synir mínir kl. 20; fím. 20. jan., fös. Kjaftagangur kl. 20; lau. 22. jan. Skilaboðaskjóðan kl. 14; lau. 15. jan., sun. íslenska óperan Évgení Ónegín kl. 20; lau. 15. jan., lau. 22. jan. Leikfélag Akureyrar Góðverkin kalla kl. 20.30; lau. 15. jan. Frú Emilía leikhús Nemendaleikhúsið: Konur og stríð kl. 20; sun. 16. jan., sun., þri., fim. íslenska leikhúsið Býr íslendingur hér kl. 20; lau. 15. jan., lau. 22. jan. Leikfélag Hafnarfjarðar Bugsy Malone; lau. kl. 20., sun. kl. 16. Leikfélag FEB Margt býr í þokunni; alla mið. og lau. kl. 16 og sun. kl. 20.30. Leikfélag Þorlákshafnar Týnda teskeiðin í Félagsheimili Kópavogs sun. 16. jan. kl. 20.30. KVIKMYNDIR MIR Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó, sun. 16. jan. kl. 16. UMSJÓNARMENN LISTA- STOFNANA OG SÝNINGAR- SALA! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.