Morgunblaðið - 15.01.1994, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1994
MICHAEL JÓN CLARKE BARITONSÖNGVARI Á LJÓÐA METSÖLUBÆKUR OG
TÓNLEIKUM GERÐUBERGS MARKAÐSSETNING
nokkur kvæði séu
nefnd.
Vart þekkja margir
tónleikagestir lagið
sem Michael syngur
við tunglþuluna. Það er
eftir Björgvin Guð-
mundsson og kemur á
óvart eins og fleira sem
hann samdi. Atli Heimir
Sveinsson er svo höf-
undur tveggja laga sem
hljóma í Gerðubergi og
Óliver J. Kentish jafn
margra. Hann er góð-
kunningi Michaels og
landi, einnig búsettur
til margra ára á íslandi.
Þá er þriggja enskra
tónskálda ógetið;
Henry Purcells, Rogers
Quilters og Ralphs
Vaughan Williams.
Ljóðatónleikarnir hefj-
ast með lögum þeirra.
Michael Jón Clarke
kom til íslands fyrir 21
ári og kynntist fljótt
eiginkonu sinni, ak-
ureyrskri í húð og hár.
Þau hafa búið í
heimabæ hennar síðan
og vilja helst ekki ann-
ars staðar vera. „Ég er enginn stór-
borgarmaður," segir Michael og á
við Reykjavík. „Hingað suður er
gott að koma öðru hvoru, en ekk-
ert jafnast á við lífsgæðin í litlum
og rólegum bæ eins og Akureyri.
Þar er tilveran örugg og náttúran
MICHAEL Jón Clarke
baritonsöngvari kem-
ur fram á Ijóðatónieik-
um í Gerðubergi i dag.
Hann ætlar fyrst að
syngja rómantísk lög
eftir ensk og íslensk
tónskáld en fara síðan
í Ijóðasöngva eftir
Schubert og þunga
þanka Brahms. „Fjórir
alvarlegir söngvar"
síðarnefnda tón-
skáldsins fjalla um
dauða, sorg og rang-
læti. En líka um kær-
leika sem textinn segir
sterkara afl en trú og
von.
O rahms hefur bibl-
íutexta við söngvana;
predikun Salomons,
Jesú Sýraks bók og Kor-
intubréf. Rómantísku
Ijóðin við lög Schuberts
eru eftir skáldin Scho-
ber og Lúbeck og sjálf-
an Goethe. Annar höf-
undur og engu ófrægari
á kvæði sem Michael
syngur fyrr á tónleikun-
um, það er William Shakespeare
og verður þá ekki beðið um öllu
meira. Þó fæst sitthvað til viðbót-
ar; Fagra veröld Tómasar Guð-
mundssonar, Heimþrá Jóhannesar
úr Kötlum og Tunglið tunglið taktu
mig eftir Theodóru Thoroddsen svo
við þröskuldinn og þetta er óviðjafn-
anlegt fyrir barnafólk eins og okk-
ur. Auðvitað er erfitt að vera söngv-
ari á Akureyri — verkefnin bjóðast
í höfuðborginni. Fólk veit af manni
en gleymir eða vílar kannski fyrir
sér fyrirhöfn eða kostnað. Samt hef
ég haft nóg að gera, komið talsvert
fram auk söngkennslu. Ef framhald-
ið verður í svipuðum dúr þarf ég
ekki að kvarta, verkefnin hafa náð
frá flókinni miðaldatónlist til óperu
og nútímaverka út í söngleiki."
Michael kenndi í mörg ár á fiðlu
í Tónlistarskólanum á Akureyri, en
sjálfur stundaði hann nám í fiðluleik
og söng við Trinity tónlistarháskól-
ann í London og síðar lllinois-
háskóla í Bandaríkjunum. Hann
segir að þáttaskil hafi orðið fyrir
þrem árum þegar hann fór aftur í
söngnám. „Fyrstu árin hafði ég
sungið kontratenór á Akureyri og
ekki fengið mörg tækifæri eins og
gefur að skilja. Eg ákváð að skipta
yfir í baritón og söng í Carmina
Burana. Síðan fékk ég sama hlut-
verk í íslensku óperunni hér fyrir
sunnan og ákvað að fara enn í
skóla. Það varð óperudeild tónlist-
arháskólans í Manchester og eftir
það finnst mér allt hafa gerst frekar
hratt. Bæði tónleikar og meiri söng-
ur, í Ástardrykk Donizettis og Töfra-
flautunni eftir Mozart og síðast
Leðurblökunni. Nú er að koma að
æfingum Óperudraugsins hjá Leik-
félagi Akureyrar.
En enginn lifir af söng á (slandi.
Menn verða að hafa viðurværi af
kennslu eða einhverju öðru líka.
Raunar er tónlistarkennsla svo illa
launuð að ég get varla talað um
það. Nú er ég orðinn alltof neikvæð-
ur og það er hægt að tala um svo
margt skemmtilegt. Til dæmis
þetta land sem heldur manni ótrú-
lega fast. Ég hef tvisvar reynt að
flytja héðan og komið aftur f bæði
skiptin ákveðinn í að vera.
Auðvitað þarf fólk að komast til
útlanda öðru hvoru og þá er líka
gott að snúa aftur til staðar þar sem
hægt er að lifa eins og manneskja.
Ég vil ekki eiga heima í hálfgerðu
búri eins og í mörgum borgum eða
þá í ferðatösku á hótelum til þess
að syngja einhvers staðar. Þannig
líf er ekki gott fyrir nokkra fjöl-
skyldu. Hver og einn gerir upp við
sig hvað honum finnst mikilvægt
og ég velkist ekki í vafa.“
Þ.Þ.
Hópurinn sem flytur Trúarlega konserta og Kafflkantötu um helglna.
GLEÐIN er aðalstef tónleika sem haldnir verða í
Reykjavík og Skálholti nú um helgina. Fjórir
söngvarar og hópur hljóðfæraleikara flytja trúar-
leg verk eftir Schiitz sem sjaldan heyrast og ver-
aldlega tónlist eftir Bach; Kaffikantötu nánar til
tekið; unnendum þess drykkjar til yndisauka.
Fyrri hluti tónleikanna fer fram í kirkju en hinn
síðari í stofu þar sem gestum verður boðið sér-
blandað rjúkandi kaffi og konfekt með.
Tónleikarnir í dag, laugardag, verða í Áskirkju og
safnaðarheimili kirkjunnar en sunnudagstónleikarn-
ir í Skálholtskirkju og skóla staðarins. Þeir hefjast
klukkan 15 báða dagana. Aðgangseyrir er þúsund
krónur en 500 fyrir skólafólk.
Flytjendur verða Margrét Bóasdóttir sópran,
Sverrir Guðjónsson kontratenór, Guðlaugur Vikt-
orsson tenór og Ragnar Davíðsson bassi. Með
þeim leika á barokkhljóðfæri Rut Ingólfsdóttir, Lilja
Hjaltadóttir og Svava Bernharðsdóttir, allar fiðlu-
leikarar auk þess sem Svava leikur á víólu á tónleik-
unum, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Richard
Korn bassaleikari og Guðrún Óskarsdóttir orgel-
og semballeikari.
Heinrich Schutz og Johann Sebastian Bach telj-
ast meðal helstu meistara þýskra trúartónskálda.
Þó heyrast verk Schútz ekki oft og lög hans fyrir
einsöngsraddir örsjaldan hér á landi. Fluttir
verða sex trúarlegir konsertar hans í kirkjun-
um; kvartett, dúettar og einsöngsverk. Þeir
túlka gleði trúarinnar.
Annars konar gleði ríkir í þeirri tónsmíð
Bachs sem heyra má um helgina. Hún staf-
ar af kaffidrykkju, sem mun hafa komist í tísku í
tíð þessa mikla tónskálds. í Kaffikantötu, bmw
211, lofsyngur ung stúlka drykkinn og lætur að-
finnslur föður síns sem vind um eyru þjóta. Hann
telur sig þó í lokin eiga ráð sem dugir og í Ijós
kemur hvort það hrífur.
Þ.Þ.
SUNGIIM OG LEIKIN TOMLIST
EFrTRTcHÍjT^^ACt^^
Ofifkiá
bókamarkaði
eftir Jóhann Hjálmarsson
I NORRÆNUM blöðum sérstaklega verður vart við áhyggjur vegna
hins alþjóðlega bókamarkaðar, einkum þýddra metsölubóka frá engil-
saxneska heiminum. Gustaf Widén, bókmenntaritstjóri Hufvudstads-
bladet í Helsingfors, skrifaði nýlega grein um efnið og fullyrti: „Það
hve bækur enskumælandi þjóða eru ríkjandi á bókamarkaðinum í
Finnlandi og Svíþjóð er til langs tíma að líta ógnun við þjóðmenning-
una.“
Iþjóðlegar bókastefnur, eins-
og til dæmis í Frankfurt, eru til
vitnis um þróun sem skelfir ekki
aðeins Finna. Markaðsstefna
stóru forlaganna ræður ferðinni
með þeim árangri að sömu met-
söluhöfundar eru efstir á listum
hvarvetna á Vesturlöndum. Sam-
kvæmt því sem Widén skrifar er
markaðssetningin svo örugg að
hafi stóru forlögin í Bandaríkjunum
ákveðið að leggja kapp á útgáfu
einhverrar spennusögu má ganga
að því sem vísu að sagan verði
einnig metsölubók á Norðurlönd-
um.
Við erum greinilega á sömu
braut hvað þetta varðar. Erlendar
metsölubækur eru áberandi á ís-
lenskum bókamarkaði. Það merkir
þó ekki alltaf að um lélegar bækur
sé að ræða.
Menn hafa fagnað úrvalsbók-
menntum í íslenskum þýðingum:
Ódysseifi, Gargantúa, Hringa-
dróttinssögu, Cortázar og mörg-
um fleiri. Miklu skiptir að merkar
bækur séu vel þýddar og veiga-
minni bækur að minnsta kosti
sómasamlega. Með því er spornað
gegn óheppilegum áhrifum, m.a.
frá enskunni.
Metsölubækur og
bókmenntaafrek
Stundum eru metsölubækur
jafnframt kynntar sem bókmennta-
afrek. Þetta er þó sjaldgæft. Met-
sölubækur eiga það yfirleitt sam-
eiginlegt að gleymast fljótt. Að
þessu sinni má nefna tvær þýddar
skáldsögur - metnar til afreka:
Drauma Einsteins eftir Alan Light-
man (útg. Vaka-Helgafell) og Eld-
hús eftir Banana Yoshimoto (útg.
Bjartur).
Báðar þessar skáldsögur eru vel
skrifaðar og óvenjulegar. Bók-
menntalegt gildi þeirra liggur þó
ekki í augum uppi, en liklegt er að
Eldhús endist betur.
Ljóst er að það freistar höfunda
að komast inn á stóran markað
stóru forlaganna. Meðal íslenskra
höfunda virðist það aðeins Ólafur
Jóhann Ólafsson sem getur gert
sér vonir um slíkt. 'Forlag hans hér
heima, Vaka-Helgafell, hefur árum
saman unnið að því að greiða fyrir
bókum hans erlendis og nú eru
þær væntanlegar í enskum og
þýskum þýðingum.
Að sögn íslenskra útgefenda er
enski markaðurinn erfiður við-
fangs, en margir íslenskir höfundar
hafa komið út á Norðurlöndum,
Þýskalandi, í Frakklandi og víðar.
Hættumerki
Meðal hættumerkja verður að
telja að vandaðir höfundar fari al-
farið að laga sig að markaðnum,
en þess eru nokkur dæmi. Útgáfu-
stjórar og bókmenntaráðgjafar
risaforlaganna hafa þá tekið að sér
leiðsögn, beinlínis kennt höfund-
um að skrifa metsölubækur sem
eru auglýstar sem slíkar, jafnvel
löngu áður en þær koma út. Á hitt
er svo að líta að ekki sakar að
góðir höfundar skrifi þær bækur
sem lenda á metsölulistum, en
töluvert framboð er af rithöfundum
sem kunna þessa list og stunda
hana.
(slenskir rithöfundar hljóta í vax-
andi mæli að fá girnileg tilboð frá
útgefendum, en einkum eru það
viðtalsbækur og ævisögur, enn
sem komið er að minnsta kosti,
sem segja má að eigi heima í þess-
um flokki. Undanskilja verður þó
verk sem samin eru af listrænum
metnaði eða eiga að öðru leyti
brýnt erindi við samtíðina.
Það verður varla hjá því komist
að forlög séu rekin á svipaðan
hátt og önnur fyrirtæki. Með ýmis
dæmi í huga er íslendingum tamt
að líta á þetta frá öðru sjónarhorni
og halda fram menningarhlutverk-
inu fyrst og fremst. Eitthvað hlýtur
það að hafa að segja enn því að
ekki verða allar bækur met-
sölubækur.
Útgáfa erlendra skáldverka í ís-
lenskum þýðingum er styrkt af
norrænum og innlendum þýðinga-
sjóðum og hefur það í mörgum
tilvikum ýtt undir útgáfu bóka sem
ekki eiga sér mikla söluvon þrátt
fyrir gæði.
Fleiri styrkja bókaútgáfu eins og
aðrar greinar menningarinnar,
enda verður svo að vera. Menning-
arviðburðir eru sjaldan í takt við
markaðslögmálin.