Morgunblaðið - 04.02.1994, Blaðsíða 1
b
Herbergió
kostar 10
|iúsiiii(l
a mánuói
ÆT
IBÚÐAREIGEMDUR sem eru
alvarlega að hugsa um að
skipta um íbúð, ættu að hafa í
huga þumalputtareglu sem seg-
ir, að það kosti u.þ.b. eina millj-
ón króna að stækka við sig um
eitt herbergi, t.d. við að fara úr
2ja herbergja íbúð í 3ja, eða úr
3ja herbergja í 4ra. Það eru að
sjálfsögðu engin vfsindi að baki
þessari reglu, en hún getur gef-
ið góða vísbendingu, segir Grét-
ar Guðmundsson í pistli sínum
í dag. Hann segir einnig að þeir
sem þurfa að fá eina milljón
króna að láni vegna ibúðar-
skipta, t.d. í húsbréfakerfinu,
geti reiknað með að greiðslu-
byrði þess láns sé um 6 þúsund
krónur á mánuði, miðað við
núverandi forsendur. Að með-
töldum rekstrarkostnaði sé ekki
óvarlegt að ætla að það geti
kostað um 10 þúsund krónur á
mánuði, að stækka við sig um
eitt herbergi, ef fjármagna þarf
íbúðarskiptjn með lánum.
FjölbýHshúsa-
ibúóir
Stóóugl
verólug en
samdratt-
III' ■ vió-
sldptum
VERÐLAG íbúða ífjölbýlis-
húsum í Reykjavík hélst
nokkuð stöðugt á síðasta ári,
samkvæmt nýjum útreikning-
um Fasteignamats ríkisins. Ef
bornar eru saman bráða-
birgðatölur úr 4. ársfjórðungi
1993 við sama tímabil árið áður
virðist raunverð á þessum
tímabilum standa svo til alveg
í stað, þ.e. verðlagið fylgir
hreyfingu lánskjaravísitölunn-
ar, að því er segir í f réttabréfi
stofnunarinnar. Veruleg fækk-
un varð á kaupsamningum sem
bárust Fasteignamati ríkisins
úr fyrstu 9 mánuðum ársins
1993. Þannig fækkaði samn-
ingum um fbúðir í fjölbýli um
200 eða um 10% og samning-
um um einbýlishús fækkaði um
80 eða um 30% miðað við fyrra
ár. Tölur um skil á samningum
eru ekki algildur mælikvarði á
veltuna en þykja engu að síður
gefa vísbendingu um samdrátt
á markaðnum á umræddu
tímabili. Samkvæmt tölum
fasteignamatsins yfir einbýlis-
hús hefur verðlækkunin orðið
4-6% á sl. ári.
Fermetpaverft í fjölbýlishúsum í Reykjavík frá 1984
til þriðja ársfjórftungs 1993, fast verðlag þriðja ársfjóðungs 1993 þús9^r
85
80
75
70
65
60
55
50
Aó stæklca vió sig
Deilískipn-
lag Borga-
hverfís
samþykkt
Nú sér brátt fyrir endann á
frágangi skipulags í Borg ■
arholti II í Reykjavík en þar hafa
verið skipulögð fjögur ibúða-
hverfi með alls um 10 þúsund
manna byggð. Búið er að ganga
frá Rimahverfi og hluta Engja-
hverfis, deiliskipulag fyrir
Borgahverfi var nýlega sam-
þykkt hjá Skipulagsnefnd borg-
arinnar og frágangur á Víkur-
hverfi er á lokastigi. Hluti hverf-
isins er skipulagður af arkitekt-
unum Þorsteini Helgasyni og
Herði Harðarsyni sem unnu
samkeppni Húsnæðisnefndar
Reykjavíkur um félagslegar
eignaríbúðir á sfðasta ári.
Hinn hluti hverfisins er
skipulagður af Gesti
Ólafssyni arkitekt og
skipulagsfræðingi og
greinir hann nánar frá
því ásamt Ólafi Hall-
dórssyni hjá Borgar-
skipulagi.
12
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR1994
HEIMILI
JMófgtmftfttfeli