Morgunblaðið - 04.02.1994, Side 28

Morgunblaðið - 04.02.1994, Side 28
í': MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1994 28 B u> <S> w Einbýlishús 62 55 30 SÍMATÍMI LAUGARDAG KL. 10-13 Fallegt einb. 180 fm m. samb. bílsk. 4 svefnherb. Parket. Arinn. Hitalögn í stétt- um. Skipti mögul. ARNARTANGI - MOS. Stórgl. eínbhús 140 fm ásamt 52 fm tvöf. bílsk. 4 svefnherb. Parket, flls- ar. Góð staðsetn. VerS 13,9 mill). ÁRTÚNSHOLT - EINB. Nýl. steinsteypt einbhús 193 fm á tveimur h»Sum m. 32 fm bii;4- A 1. hœð er hol, stofa, borðstofa, húsbherb., eldhús, þvhús. Á 2. haað er4 herb., snyrting, bað. Hagst. lán. VÍÐITEIGUR - MOS. Stórt eínbhús 160 fm ásamt 65 fm bílsk., 3 metra hurðir, 4 svefnherb., stór stofa. Áhv. 4 mlllj. Verð 12,6 m. DVERGHOLT - MOS. Fallegt vel staðsett einbhús 140 fm ásamt 32 fm bdsk. 4 herb. Skipti mögul. Verð 11,6 mlllj. VESTURHÓLAR - TÆKIF. Stórt einbhús 175 fm ásamt 23 fm bflsk. 5 svefnherb. Mögul. á 2ja herb. fb. I húsinu. Skíptl mögul. Verð 12,8 millj. DALATANGI - MOS. Vorum áö fá i einkasölu á þessum vinsæla stað fallegt raðh. 87 fm. 3ja herb. Sérinng. og garður. V.8,6 m. BRATTHOLT - MOS. Rúmg. parhús á tveimur hæðum 160 fm. 3-4 svefnherb. Fallegur garður. Góð staðsetn. NJARÐARHOLT MOS. Fallegt einb. 140 fm m. 32 fm bílsk. á þessum vinsæla stað. 4 svefnherb. Heitur pottur. Áhv. hagst. lán. Verð 12,7 millj. Mjög fallegt raðh. 145 fm á tveimur hæðum m. 28 fm bllsk. Suðurgarð- ur. Góð staðsetn. Áhv. 3,0 mlllj. Verð 11,6 millj. OKKUR VANTAR EIGNIR Á SKRÁ Vantar: 2ja og 3ja herb. íbúðir í Vesturbæ. Vantar: 3ja eða 5 herb. íbúð í Háaleitishverfi. Vantar: 4ra-5 herb. íbúð í Ártúnsholti. Vantar: 4ra-5 herb. íbúðir í Grafarvogi. UGLUHÓLAR - 2JA Falleg rúmg. 1. hæð í litiu verönd. Verð 2ja herb. ib., 6 fjölbbúsi. Parke 5,6 mlllj. Laus 5 fm á t. Sér- strax. MIÐHOL1 stakl.íb. 42 fr millj. - MOS. 1 n á 1. hæð Vt Jý eln- rð 3,8 VESTURBÆR - 3JA Rúmg. 3ja herb. íb. 92 fm á 2. hæð í þrib. Laus strax. Hagstætt verð 6 mlllj. MARKHOLT - MOS. Til sölu 3ja herb. ib. 81 fm á 2. hæð. Sérinng. Verð 5,4 millj. BJARTAHLÍÐ - MOS. Rúmg. ný 4ra herb. ib. 90 fm, m. sérírmg.Mögut. húsbr. 4,6 millj. 5% vextir. Verð 7,0 mlllj. TJARNARBRAUT - HF. Rúmg. 3ja herb. ib. 80 fm á jarðh. Sér inng Parket. Áhv. 3,6 millj. Verð 6,6 millj. I smíðum BJARTAHLÍ Eitt hús eftir a nýbyggðu raðht Ð - MOS. f þessum vinsælu isum 125 fm með 24 fm bflsk. FuJ Fokh. að innan. Ib. að utan, máluð. Verð 6,7 millj. EIÐISMÝRI - SELTJ. i byggingu 200 fm raðh. á 2 hæðum. Selst fullb. utan, fokh. innan. LEIRUBAKKI - TÆKIF. Vorum að fá í sölu byggingarétt 2. hæð á þremur íbúðum. Hagstætt verð. Teikningar á skrifstofu. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Skúlatúnl 6, s. 625530. SMIÐJAN Þakid einansraó innanvert SMIÐJUGREININ í dag er framhald af síðustu smiðjugrein, sem birtist 28. janúar sl. Ekki reyndist vera rúm fyrir þriðju og síð- ustu myndina sem átti að fylgja þeirri grein. Ég vænti þess að sú mynd birtist nú. Þar sjáum við hvernig búið er að festa þak- gluggana á sinn stað, áður en gengið var frá þeim með blikki og þakjárnið var lagt á. Húsið er fal- legra eftir end- urgerð þaksins, auk þess að vera sterkara og betur angrað. ein- Hér má greinilega sjá festingar hinna nýju þak- glugga. Sperrurnar voru of grannar í þessu húsi svo að þörf var á að styrkja þakið. Áður er búið að geta þess að lagðir voru listar yfír borðaklæðningu þaksins, 50 x 50 mm. Að innan- verðu voru settir stólar undir hverja sperru. Þeir hvíla á límtrésbitum sem lagðir voru á loftbitana, um 1 m. frá útveggjum. Stólarnir voru tryggilega festir með járnum, bæði í efri og neðri enda, svo og límtrésbitarnir við loftbitana. Brýnt er að styrkleiki þakviða sé gefinn upp af verkfræð- ingi, samkvæmt stærðfræðilegum útreikningum. Við munum öll eftir --J- fréttum í fjölmiðlum sem heyrast oft, þegar stormur hefur geysað: Þak fauk af húsi í óveðrinu. Þegar rok skellur á húsinu myndast mik- ið sog á þaki þess og því meira sem þakið er flatara. Það hriktir í öllum þakviðum og stundum myndast allmikill titringur í þa- kviðum. Þess vegna þarf að reikna út vindþol þaksins, ekki síður en burðarþol í sambandi við snjó- þyngsli. Eftir að þakstólar höfðu verið festir og styrkur þaksins var talinn geta þolað alia storma, var -4 sett steinullareinangrun inn á milli í öll sperrubil. Sperrurnar eru 125 mm breiðar og var einangrunin látin fylla jafn mikið. Samtals er þakið nú einangrað með 175 mm einangrun. 50 mm utan þakborða og 125 mm inni á milli sperra. I einangruninni mætist hiti og kuldi og þar sem það skeður verð- " ur ávallt að reikna með rakaþétt- ingu. Það er því nauðsynlegt að setja svonefnda rakasperru innan á einangrunina. I rakasperruna er notaður plastdúkur sem negldur er neðan á sperrurnar, eða tvöfald- ur innanhússpappi. Þar sem skara þarf plastdúkinn eða pappann, þarf að gæta þess að skörunin sé rétt, þ.e. að daggartár renni niður hallann að utanverðu. Þegar við horfum á skörunina innan frá, þá þarf efri lengjan að lenda á bak við lengjuna sem kemur neðar. Grindur í skilrúm Nú, þegar búið er að ganga vel frá rakasperrunni, vanda þarf sér- staklega frágang við glugga, þá er hafíst handa við að stúka fyrir herbergjum í risinu. Húsið sem ég er hér að lýsa, hefur það hátt ris að það verður íbúðarris. Ég vil leggja áherslu á nauðsyn vand- virkni við þetta verk. Reyndar er það kjörorð sem allir smiðir hljóta að tileinka sér. Það kemur okkur til góða síðar við klæðningu inni í þakhæðinni að herbergin séu jöfn og laus við hornskekkjur. Annars verður erfitt að sníða plötur innan á súðina. Skilrúm eru smíðuð úr trégrind sem klædd er á með gifs- plötum, sumstaðar er notaður pan- ill. Hér þarf að minna á rör eða leiðslur sem leggja þarf í risið. Eigi leiðslur ekki að sjást, þá þarf að koma þeim fyrir í grindum á bakvið klæðninguna. Varhugavert er að leggja rör, hvort heldur sem um er að ræða rafmagnsrör eða vatnsrör, utan við rakasperruna. Það mundi valda skaða. Getur slíkt valdið rakaskemmdum og/eða út- leiðslu raf straums. Áður en skil- rúmin eru klædd er gott að byija á að klæða súðina. Hér kemur reyndar til eitt atriði sem rétt er að benda á. Þar sem um er að ræða heila þaksúð er skiptist á fleiri en eitt herbergi má vel klæða súðina alla í heilu lagi, áður en skilrúmagrindur eru smíðaðar. I dyraopin í skilrúmunum má síðan setja hurðir með körmum, áður en klætt verður á grindurnar með plötum. Þar sem hurðirnar þykja vera fyrir, á meðan klætt er, má sem best taka hurðina af hengslunum á meðan þiljað er inn- an herbergisins. Grindur í skilrúm ppu yfirleitt smiðaðar úr fremur grönnum efniviði, 65 x 45 mm. Þó verður styrkleikinn að fara eft- ir stærð herbergis og lofthæð. Skilrúm má ekki svigna við það eitt að maður halli sér upp að því. Ef fyllt er inn í skilrúmið með stein- ull, dregur það mjög mikið úr því að hljóð berist á milli herbergja, svo framarlega að vel sé fyllt út í öll bil og horn. Seinlegt og vandasamt Það er ótrúlega seinleg vinna að innrétta og k|æða þakhæð. Þótt verkið sé unnið af vönum og góðum fagmanni, þá er varla vinnandi vegur að vera einn við slíkt verk. Mikið af vinnunni er í því fólgin að vinna upp fyrir sig, að lyfta plötum og annarskonar ídæðningu upp að lofti og festa hana þar. Ekki nægir að lyfta hverri plötu einu sinni því oft þarf að bera sömu plötuna mörgum sinnum við, áður en hægt er að festa hana á sinn stað. Allt verður það miklu léttara ef tveir hjálpast að við verkið, ann- ar hjálpar til við að halda undir efnið á meðan mátað er eða á meðan efnið er fest upp. Ekki er verkinu lokið þótt skilrúm og loft hafi verið klædd. Gólf verða lögð viðarklæðningu, nema gólfið í bað- herberginu, þar verða notaðar flís- ar á gólfíð og nokkuð upp á vegg- ina. Aðrir veggir verða ýmist mál- aðir eða veggfóðraðir og panillinn verður litaður svolítið með olíuá- ferð. Þegar lokið verður endurgerð og einangrun þessarar þakhæðar, sem ég hefi;verið að segja frá, má vissulega segja að þakhæðin hafi verið endurbyggð. Einhver kann að spyrja hvort það borgi sig að leggja út í svo dýrar lagfæring- ar á gömlu húsi? Þeirri spurningu svaraði ég að hluta til í upphafí fyrri greinar. Þar benti ég á að sparaður hita- kostnaður getur á skömmum tíma greitt niður kostnað við að ein- angra betur og við að laga hitunar- kerfi húss. Hvert skal leita? Þeir sem ætla sér að bæta hús sitt eða íbúð á einn eða annan hátt þurfa auðvitað að leita ráða hjá mönnum sem sérþekkingu hafa á þessu sviði. Þó nokkuð margir byggingameistarar hafa nú sérhæft sig í ýmiskonar viðgerðum hús- næðis og starfrækt eru viðgerðafyr- irtæki er taka að sér viðgerðir húsa. Það fer einnig eftir því hversu umfangsmikil viðgerðin er, t.d. ef það snertir breytingu á útliti húss, eins og ég var að lýsa hér. Einnig ef auka þarf styrk hússins, svipað og ég lýsti hér að framan varðandi of veika þakviði. Þegar svo hagar til er óhjákvæmilegt að leita til teiknistofu, byggingafræðings, arkitekts eða verkfræðings. eftir Bjarna Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.