Morgunblaðið - 04.02.1994, Side 2

Morgunblaðið - 04.02.1994, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIUIR FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1994 Verslun i mióbænum Vettvangur húsbréfaviðskipta Hjá okkur færðu ráðgjöf og þjónustu í húsbréfaviðskiptum. Vertu velkomin(n). í Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna LANDSBRÉF HF. Löggilt verObréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi fslands. Fasteignasala, Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 OPIÐ LAUGARDAG KL. 12-15 GULLENGI - NÝJAR (BÚÐIR Höfum til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. ib. í 6-íb. höEl. Ib. seljast fullfrágengnar meö vönduðum tnnréttingum. Afhendlngatími mare/aprfl nk. Gott verð. BOLHOLT - ATVINNUHÚSNÆOI Vorum aö fé i sölu mjög gott 360 fm verslunarhúsrweöi. Getur eínnig hent- að undir aðra starfsemi. Góðar Innkeyrsludyr. 2ja herb. ÖLDUGATA Falleg 35,5 fm einstakl.íb. á 1 Sérinng. Verð 2,9 millj. Laus. 1. hæð. FÁLKAGATA Vorum 86 fá í sölu 2j8 h8it >, 65 fm ib. á 1. hœð. Ágæt fb. HAMRABORG Glaesil. 2ja herb. 60 fm endaíb. á 5. hæð. Parket. Flísal. bað. Stórar suð- ursv. Fráb. útsýni. Bílahús. LAUGARNESVEGUR Góö 2ja herb. 66 fm íb. á 2. hæð. Góð- ar svalir. Otsýni yfir Sundin. Laus. 3ja herb. HAMRABORG Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 70 fm ib. á 2. hæð. NÝBÝLAVEGUR Mjög góð 3ja herb. íb. á 1. hæð í þrib- húsi ásamt innb. bílsk. Sérinng. KLEPPSVEGUR 118 Til sölu mjög falleg 3ja herb. 83 fm fb. á 3. hæð I lyftuhúsl. Park- et. Stórar suðursvalír. Húsvörður sem sér um alla sameign. Frá- bært útsýni. Áhvilandi 4,0 millj. Skipti é mlnnl eign koma tll greina. SKÚLAGATA Stórglæsil. 3ja herb. 102 fm íb. á 2. hæö. Stæði í bílahúsi. (Eign fyrir 60 ára og eldri). Laus. Lækkað verð. FÁLKAGATA Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. 83 fm íb. ó 1. hæð. Góð suður- verönd. 4ra—6 herb. UÓSHEIMAR Falleg 4ra herb. 83 fm íb. á 2. hæð. Sérinng. af svölum. Vel umgengin og góð eign. BOGAHLÍÐ Vorum að fá i sölu 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Tvennar svalir. Húsið er allt nýviðgert. VESTURBÆR Til sölu 4ra herb. 96 fm ib. á 2. hæð. Góöur bílsk. DALSEL 4ra herb. 106 fm ib. á 2. hæð. Bflskýli. Góð eign. ENGIHJALLI Glæsil. 4ra herb. ib. á 8. hasð. Parket. Mikið útsýni. Laus fljótl. Verð 7,5 millj. Alfaskeið Mjög góð 4ra-5 herb. 115 fm endaíb. auk bílsk. Skipti á minni eign í Hafnarf. koma til greina. ÁLFHEIMAR Góð 4ra herb. 107 fm íb. ó 3. hæð. Aukaherb. i kj. Gott hús. Góð sameign. Laus. NEÐSTALEITI Stórgl. 4ra-5 herb. 121 fm fb. á 3. hæð. Parket. Þvherb. og búr inrtaf efdh. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Stæðl í lokuðu bftahúsl. Skipti é stœrri eign æskil. ENGJASEL 5-6 herb. 154 fm ib. á einni og hálfri hæð. Stæði í bílhúsi. Fráb. útsýni. HOLTAGERÐI Vorum að fá í sölu efri sérh. f tvibh. með innb. biisk. samt. 140 fm. Góð eign. LAUGARNESVEGUR Neðri hæð og kj.'f tvibhúsi samt. 125 fm. Á hæðinni eru 2 saml. stofur, svefn- herb., snyrting og eldhús. f kj. 2 stór svefnherb., hol og baðherb. 30 fm bilsk. AUSTURGERÐI - KÓP. Sérhæð (efri hæö) 130 fm auk 28 fm btlskúr. Mög góð eígn. Skipti á mínni eign mögul. Einbýli raðhús BLEIKARGRÓF Til sölu einbhús (timburh.) hæð og ris samt. 219 fm. 70 fm bílsk. Skipti á minni eign. KÁRSNESBRAUT Glæsil. nýl. einbhús 160 fm auk 45 fm biisk. Sólstofa. Fréb. útsýni. Skipti á minni eign mögul. BERJARIMI - A BESTA STAÐ Vorum að fá í sölu nýtt parh. á tveimur hæðum m. innb. bílsk. samt. 168 fm. Vel hannaö hús. Fráb. útsýni. FANNAFOLD Endáraðh. 165 fm ósamt 26 fm innb. bílsk. 4 svefnherb., sjónvherb., sólskáli o.fl. Áhv. 4,5 millj. FAGRIHJALLI Vorum að fó í sölu parh. á 2 hæðum ásamt bflok. Samt. 170 fm. Ekki fullb. hús, lítil útb. reykAs Glæsil. endaraðh. ó tveimur hæðum 198 fm. Mjög vandaðar innr. Parket. 5 svefnh. 37 fm sórb. bílsk. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðv&rsson hdi., Brynjar Fransson. SKIPTIÐ VIÐ FAGMANN if Félag Fasteignasala Gull og Demantar flýja Ingólfstorglð RÚMLEGA sex áratuga veru gullsmíðaverk- stæðisins Gull og Demantar í kvosinni er að ljúka, en eigandinn, ívar Þ. Björnsson letur- grafari og gullsmiður, hefur fest kaup á hús- næði að Skólavörðustíg 2 þar sem Halldór Sigursson gullsmiður var áður til húsa. Gulí og demantar eru nú í Aðalstræti 7. Ástæðu flutninganna má rekja til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á svæðinu og leiða að sögn Ivars til þess að forsendur til verslunarrekst- urs þar eru brostnar. „Ég tel að þetta svæði í kringum Ingólfstorg sé dautt,“ segir Ivar. „Hér var áður töluverð umferð, bæði gangandi fólks og bíla, en nú sést varla nokk- ur maður. Borgaryfirvöld hafa ekkert tillit tekið til verslunarreksturs hér á svæðinu og það er hreinlega verið að fæla okkur burt. Það hefur engan tilgang lengur að reka verslun hér enda byggjum við afkomu okkar á viðskiptum við fólk. Hér vantar fólkið.“ ívar fær húsnæðið á Skólavörðustíg afhent um miðjan mánuðinn, en uppsagnarfrestur á húsnæðinu í Aðalstræti rennur út 1. maí. „Við förum uppeftir fyrir vorið,“ segir ívar. „Við erum ekki að fara langt og því vona ég að við höldum viðskiptavinum okkar sem flestir vinna hér nálægt. Aðrir eiga ekki leið hingað lengur. Ég get nefnt sem dæmi að um síð- ustu jól sá ég varla andlit hérna inni sem ég þekkti ekki fyrir. Fólk sem er á röltinu í Austurstræti snýr til baka þar sem Ingólfstorg byijar enda mætir því þar veggur og ekkert sem gefur til kynna að þarna séu verslanir. Þá leggja menn ekki bílum hér lengur en áður notuðu 60-80 bílar stæðin hér á hveijum klukkutíma. Það leiddi af sér ákveðinn umgang sem skilaði sér.“ Markaðurinn íbúöarskipti Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölum hefur óvenju mikið ver- ið að gera hjá þeim að undanförnu, miðað við árstíma. Margir virð- ast vera að íhuga fasteignaviðskipti um þessar mundir. Sumir segja að ungt fólk, sem hefur hug á að festa kaup á sinni fyrstu íbúð, sé meira í íbúðarhugleiðingum en oft áður. Þetta má eflaust rekja að mestu leyti til vaxtalækkunarinnar í lok síðasta árs. Nákvæmar upplýsingar að er athyglisvert, að margir sem starfa á fasteignamarkaði segjast merkja, að þeir sem eru í íbúðarhugleiðingum leggi meiri áherslu á, en oft gerðist áður, að vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í. Fólk vill fá nákvæmar upp- lýsingar um greiðslubyrði og annað sem tengist íbúðarkaupum áð- ur en ákvarðanir eru teknar. Fyrstu íbúðarkaup Fólk er oftast reiðubúið til að leggja hart að sér þegar það kaupir sína fyrstu íbúð. Algengt er að fyrstu íbúðarkaup séu erfíð fyrstu fjögur til fímm árin. Að þeim tíma liðnum tekst mörgum að losna undan þungri greiðslubyrði skammtímalána. íbúðarskipti Það reynist mörgum hins vegar erfiðara að skipta um íbúð en þeir gerðu ráð fyrir, þó svó að ekkert sérstakt komi upp. Þar kemur margt til. Þeir sem eiga íbúð, og hafa losn- að undan þungri greiðslubyrði vegna kaupa á henni, hafa oft komið sér upp ákveðnum lífsvenjum, sem þeir eiga e.t.v. stundum erfitt með að breyta. Það er ekki nóg að kanna eingöngu hvaða lánamöguleikar eru fyrir hendi. Það þarf einnig að taka með í reikninginn hvernig lántökur minnka það ráðstöfunarfé sem fyrir hendi er í neyslu. Kostnaður við íbúðarskipti Áður en íbúðareigendur fara al- varlega að hugsa um að skipta um íbúð, getur verið ágætt. að hafa í huga þumalputtareglu sem segir, að það kosti u.þ.b. eina milljón króna að stækka við sig um eitt herbergi, t.d. við að fara úr 2ja herbergja íbúð í 3ja, eða úr 3ja herbergja í 4ra. Það eru að sjálfsögðu engin vísindi að baki þessari reglu, en hún getur gefið góða vísbendingu. Þeir sem þyrftu að fá eina milljón króna að láni vegna íbúðarskipta, t.d. í húsbréfakerfinu, geta reiknað með að greiðslubyrði þess láns sé um 6 þúsund krónur á mánuði, mið- að við núverandi forsendur. Einnig ber að hafa í huga að rekstrarkostn- aður er vitaskuld meiri eftir því sem íbúðin er stærri. Ekki er óvarlegt að ætla, þegar á heildina er litið, að það geti kostað um 10 þúsund krónur á mánuði, að stækka við sig um eitt herbergi, ef kaupandinn þarf að fjármagna íbúðarskiptin með lánum. Þá getur verið ágætt fyrir íbúðareiganda að spyija sjálfan sig þeirrar spurningar, hvort hann geti lagt þessa fjárhæð til hliðar. Ef svo er ættu íbúðarskipti að vera auð- veld. Ef svo er hins vegar ekki, er nauðsynlegt fyrir viðkomandi að gæta vel að hvetju hann þarf að fórna af sínum lífsvenjum til að ná settu marki. Betri áætlanir Greiðslumatið í húsbréfakerfínu á sinn þátt í því að fólk skoðar nú vel, og betur en oft áður, hvað það hefur í för með sér að festa kaup á íbúðarhúsnæði. En ýmsar breytingar hafa einnig átt sér stað hjá innláns- stofnunum, sem hafa án efa átt sinn þátt í því að fólk er nú oft vel upp- lýst um greiðslubyrði lána og annað sem viðkemur fjárskuldbindingum. Öll upplýsingagjöf hefur stóraukist hjá bönkum og sparisjóðum með þjónustufulltrúum, ýmiss konar að- stoð við áætlanagerð og hinum mis- munandi sparnaðarleiðum sem boðið er upp á. Þetta er án efa farið að skila sér í öruggari fasteignavið- skiptum. Fast- eigna- sölur í blaðinu Agnar Gústafss. 16 Ás 24 Ásbyrgi 22 Berg 28 Borgareign 20 Eignaborg 24 Eignahöllin 26 Eignamiðlunin 6-7 Eignasalan 14&15 Fasteignamark. 13 Fasteignamiðlun 17 Fasteignamiðstöðin 10 Fjárfesting 18 Framtíðin 7 Garður 20 Gimli 8-9 Hátún 2 Hóll 12 & 14 Hraunhamar 19 Húsakaup 27 Húsið 22 Húsvangur 3 fbúð 20 & 26 Kaupmiölun 27 Kjörbýli 9 Kjöreign 23 Laufás 16 Lyngvík 26 Óðal 11 Séreign 21 Skeifan 5 Stakfeil 27 Valhús 21 Þingholt 4 eftir Grétor J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.