Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER Kerrigan fær70 milljónir Nancy Kerrigan, bandaríska skautadrottningin sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu eftir að ráðist var á hana á æfingu, hefur gert samning við ABC sjónvarps- stöðina, Disney fyrirtækið og framleiðanda í Hollywoocj, sem færir henni eina milljón dollara, sem svarar til 72 milljóna ís- lenskra króna — eftir því sem tímaritið Newsweek greindi frá í gær. í blaðinu kom fram að Kerrigan á að leika í sjónvarps- kvikmynd, sem sýnd yrði í maí í vor. Skv. samningnum verður einnig skrifuð bók um hana, hún mun koma fram í einhveij- um skemmtigarða Disney sam- steypunnar og hugsanlegt er að hafin verði framleiðsla á Nancy-brúðu. Greint var frá því að Kerrigan hefði sjálf lagt áherslu á að um fjölskyldumynd yrði að ræða; ekki yrði ein- göngu lögð áhersla á árásina sem áður var nefnd. m Reuter Islendingarnir við setninguna ÍSLENSKI hópurinn gengur inn við setningarathöfn leikanna í Lillehammer á laugardag. Ásta S. Halldórsdóttir er fánaberi. Bandaríkjamaðurinn Moe hreppti stóra vinninginn og Bill, eiginmaður hennar og forseti Bandaríkjanna, hringdi í hann úr forsetabílnum frá Arkansas. Fór erfiðu leiðina á toppinn TOMMY Moe-frá Bandaríkjun- um sigraði í bruni karla, fjórum hundruðustu úr sekúnduá undan norska „goðinu" Kjetil Andre Aamodt, en Kanada- maðurinn Ed Podivinsky varð í þriðja sæti. Þetta var fyrsti sig- ur Moes á stórmóti, en hann fékk tímann 1.45,75. Aamodt fór á 1.45,79 og Podivinsky á 1.45,87. Illloe er annar Bandaríkjamað- ■■■* urinn til að sigra í bruni á Ólympíuleikum, en Bill Johnson fagnaði sigri fyrir 10 árum. Austurríkismaðurinn Patrick Ortli- eb, sem átti titil að veija, varð að sætta sig við ijórða sætið og Marc Girardelli, sem keppir fyrir Lúxem- borg og hefur sigrað nánast alls- staðar nema á Ólympíuleikum, hafnaði í fimmta sæti. Moe, sem er 23 ára íbúi í Alaska frá Montana af norrænum ættum var næstur í röðinni á eftir Aamodt. Um 40.000 norskir áhorf- endur voru enn að fagna, þegar hann lagði af stað, en þeir þögn- uðu, þegar Bandaríkjamaðurinn kom í mark. „Spumingin var um að vera rólegur," sagði bandaríska hetjan. „Eftir æfinguna á laugar- dag vissi ég að ég ætti rnöguleika á að standa mig vel. Ég skíðaði ekki nógu vel, gerði nokkur mi- stök, en var ákveðinn. Þegar ég fór yfir endalínuna og sá að ég var með besta tímann vissi ég að þetta yrði stór dagur. Það er frábært að fagna fyrsta sigrinum í bruni á Ólympíuleikum." Moe fæddist í Montanaríki, en á ættir að rekja til Norðurlanda. „Ég á skyldmenni úr föðurætt í Ósló, en móðurættin kemur frá Svíþjóð." Aamodt átti erfitt með að sætta sig við annað sætið. „Ég ætlaði að sigra og á eftir að skoða vel hvar ég tapaði þessum fjórum hundruðustu. Ég gerði nokkur mistök, en samt var þetta mitt besta í vikunni." „AMERÍKA er stolt af þér,“ sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseti í símtali við Tommy Moe eftir sigurinn í brunkeppn- inni. Moe hefur náð hæsta tindi, en hann hefur ekki ávallt verið til fyrirmyndar og má segja að hann hafi valið erfiðu leiðina á toppinn. Moe sagðist hafa sveigt af réttri leið nokkrum sinnum á ungl- ingsárunum, en hann hélt sínu striki á laugardag. Tvisvar var hann rek- inn úr skíðaliði fyrir að reykja mar- íúana. „Ég var ekki fyrirmyndar- unglingur, aðeins venjulegur banda- rískur krakki. Ég hef lent í ýmsu og var ekki í hópi bestu nemenda í skóla. En ég hef fengið að finna fyrir því. Ég rak mig á og lærði af mistökunum, sem hefur styrkt mig.“ Moe sagðist eiga föður sínum margt að þakka, því hann hefði komið sér aftur á beinu brautina. „Ég væri ekki í þessum sporum, ef hann hefði ekki hjálpað mér. Hann hélt mér ávallt við efnið og fékk mig til að ná-áttum.“ Eftir að Moe hafði verið vikið úr skíðaliði öðru sinni tók faðirinn til sinna ráða og fór með strákinn frá Montana til Alaska, þar sem hann lét hann í byggingavinnu. Strákur sá fljótt að mun skemmtilegra væri að keppa á skíðum og hann snerti ekki framar við eiturlyfjum. Foreldrar hans rétt náðu til Lille- hammer til að sjá soninn sigra og faðirinn var hreykinn. „Þegar hann var átta ára eða svo missti hann annað skíðið í miðri keppni. En hann hélt áfram og náði nærri því í mark — og tlminn var heldur ekki slæm- ur. Þá hugsaði ég með sjálfum mér: „Þessi strákur hlypi niður brautina, ef hann þyrfti þess.“ Hann hefur lagt mikið á sig og á þetta skilið. Ég efast um að nokkur skíðamaður eigi eins margar mílur að baki og hann.“ Moe fór óvenjulega leið til Lille- hammer. „Eftir keppni í Chamonix tók ég mér vikufrí og fór til Kanarí- eyja. Ég var þreyttur eftir fimm vikna töm á skíðunum, að skíða á hverjum degi. Ég æfði mig lítillega, spilaði golf og gekk um í heitum sandinum.“ ■ VEGARD Ulvang sór ólympíu- eiðinn fyrir hönd íþróttafólksins og sagðist hafa verið taugaóstyrkari en fyrir nokkra keppni. Honum tókst samt vel til og talaði blaðalaust, en var með skrifaðan texta í vasanum. ■ HOLLENDINGAR mótmæltu áformum um að leika tónlist meðan á keppni í skautahlaupi stæði yfír og voru mótmælin tekin til greina. ■ VERÐLA UNIN að þessu sinni eru unnin úr grágrýti, skreytt með gulli, silfri eða bronsi. ■ MANUELA Di Centa var nærri búin að missa af skíðagöngunni. Hún týndi keppnispassa sínum og varð að fara í aðalstöðvarnar í Lille- hammer til að fá nýjan skömmu fyrir keppni, þar sem hún kom, sá og sigraði. ■ AKSTUR einkabíla er bannaður í Lillehammer frá klukkan sex á morgnana til níu á kvöldin meðan á leikunum stendur. Þetta hefur skapað mikla vinnu fyrir leigubíla og hefur verið rætt um að bæta 50 bílum við þá 120, sem eru fyrir, en venjulega eru um 40 leigubílar í borginni. ■ LAMINE Gueye frá Senegal er eini keppandi Afríku í alpagrein- um. Hann sleppti hliði í bruninu og var dæmdur úr leik. ■ FRANZHeinzerírá Sviss, einn fremsti brunkappi á árum áður, missti annað skíðið, þegar hann var að leggja af stað og þar með var draumurinn úti. ■ CONNOR O’Brien, sem hefur keppt fyrir Bretland og Kanada, en er nú fulltrúi Eistlands, komst aðeins lengra, en missti skíði í miðri brautinni og fór útaf. ■ HUBERTUS von Hohenlohe frá Mexíkó var ákaft fagnað, þegar hann kom í mark, meira en sjö sek- úndum á eftir sigurvegaranum. Hann var með þriðja lakasta tímann. ■ SURYA Bonaly frá Frakk- landi, sem sýndi listir sínar á skautasvellinu í Laugardal fyrir ÓL í Albertville, er sigurstrangleg í listhlaupi á skautum. Evrópumeist- arinn mætti á opnunarhátíðina, en fór síðan til Pralognan í frönsku ölpunum, þar sem hún ætlar að æfa sig fyrir keppnina. „Þar get ég æft eins og ég vil, en í Lillehammer fæ ég minna en tvo tíma á dag.“ ■ EDDIE „ Örn “ Edwards, skíða- stökkvari frá Englandi, reyndi að komast inná æfingasvæði stökkvar- anna í fyrradag, en fékk ekki að- gang, þar sem hann var ekki með passa. ■ EDWARDS sagðist eiga að keppa, en þegar honum var ekki hleypt inn sagði hann að dómararn- ir vildu koma í veg fyrir að hann yrði' með, því þeir óttuðust að hann stykkj# of langt. ■ „ÖRNINN“ sagðist vera tilbú- inn í slaginn. „Ég er með þotuhreyf- il í bindingunum,“ sagði maðurinn með þykku gleraugun, sem vakti athygli fyrir óvenjulegan „stökkstíl" á OL í Calgary og fékk ekki að vera með í Albertville. Breska ólympíunefndin sagði kappann á eigin vegum. ■ JOHNNY Albertsen er 16 ára skíðamaður og yngsti keppandinn áÓlympíuleikunum í Liileham- mer. Honum brá við komuna, þegar í ljós kom að hann var skráður í brun, en ekki stórsvig. Mistökin voru leiðrétt og strák létti, enda aldrei keppt í bruni. ■ LILLEHAMMER hefur nánast verið á kafi í snjó að undanfömu. Bæjarstarfsmenn hafa varla undan að losa sig við snjóinn úr bænum og er gömul gijótnáma í grendinni þegar orðinn yfirfull af snjó. Lille- hammer hefur notað þessa náinu undir snjó undanfarin ár, en þetta er fyrsta sinn sem hún fyllist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.