Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 12
GOLF FATLAÐIR Sigrún setti flögur heimsmet íslenskir íþróttamenn fengu 20 gullverðlaun Sigrún Huld Hrafnsdóttir úr Ösp setti fjögur heimset í sundi á móti fatlaðra og þroskeheftra í Sví- þjóð um helgina. Einnig fékk Sigrún Huld fern gullverðlaun og ein brons- verðlaun. Bára B. Erlingsdóttir úr Ösp setti eitt heimsmet í flokki þroskaheftra og Ólafur Eiríksson setti íslandsmet í flokki hreyfihaml- aðra. Sigrún Huld setti heimsmet sín í 200 metra skriðsundi, synti á 2.36,88 mínútum, 100 m bringusund synti hún á 1.28,55, 100 m baksund synti hún á 1.24,74 og 100 m skriðsund fór hún á 1.10,79. Bára setti heims- met í 50 m flugsundi þegar hún synti á 38,80 sekúndum og Ólafur setti Islandsmet í 50 metra fíugsundi en hann synti á 29,70. íslensku íþróttamennirnir sönkuðu að sér verðlaunum á mótinu, fengu 20 gullverðlaun, 10 silfurverðlaun og fímm sinnum urðu okkar keppendur í þriðja sæti. Flest unnust verðlaunin í sundkeppninni en í borðtennis fengu keppendurinir eitt gull, Jón G. Haf- steinsson, eitt silfur og fjóra brons- peninga og í bogfimi tvö silfur og eitt brons. Sigrún Huld og Einar Þór Einars- son úr IFR voru atkvæðamest kepp- enda, fengu fern gullverðlaun, Karen Friðriksdóttir, ÍFR, fékk þrenn gull- verðlaun eins og María Jónsdóttir, ÍFR. Ólafur fékk tvenn gullverðlaun og ein fengu Bára, Gunnar Þór Gunn- arsson. Kristján J. Aðalsteinsson og Eva Þ. Ebenezerdóttir. FRJALSAR Heimsmet Bretinn Colin Jackson setti heims- met í 60 m grindahlaupi í lands- keppni Bretlands og Bandaríkjanna í fijálsíþróttum innanhúss í Glasgow s.I. laugardag. Jackson, sem á heims- metið í 110 m grindahlaupi utan- húss, hljóp á 7,35 sekúndum, en met Bandaríkjamannsins Gregs Fosters frá því í janúar 1987, 7,36 sekúndur. Landsmót með sama sniði KORFUKNATTLEIKUR Landsmótið í golfí verður haldið á Akureyri í sumar og verður það með sama sniði og í fyrra. Þetta var samþykkt á- ársþingi Golfsambands íslands sem fram fór í Reykjavík um helgina. Þar kom meðal annars fram að sex nýir golfklúbbar gengu í GSÍ á síðasta tímabili og hefur klúbbum aldrei fjölgað eins mikið á einu ári. Þingfulltrúar samþykktu að hafa landsmótið með sama sniði og var í Leirunni í sumar. Mótið verður á Akureyri 24. til 29. júlí, vikuna fyrir verslunarmannahelgina. Samtök atvinnukennara í golfi, IPGA, tengist nú Golfsambandinu með svipuðum hætti og Landssamtök eldri kylfinga hafa gert undanfarin ár og á næsta þingi er gert ráð fyrir að samtök vallarstarfsmanna geri slíkt hið sama. Vallarstarfsmenn' funduðu í tengslum við þingið og settu á laggirnar nefnd til að und- irbúa stofnun félagsins. Ályktað var um landsliðsmál og stjórn GSÍ falið að koma á landsliðs- nefnd sem hefði með öll landsliðin að gera auk þess sem hún mun vinna að stefnumótum í landsliðsmálum. Ákveðið var að halda áfram þeirri uppbyggingu sem verið hefur á ungl- ingastarfi GSÍ og einnig að leggja áherslu á að fjölga konum í íþrótt- inni, en á síðasta ári bytjuðu um 200 konur að stunda golf. Suðurnesjamennirnir Jón Pálmi Skarphéðinsson og Júlíus Jónsson skiptu um sæti í stjóminni. Júlíus verður í aðalstjórn en Jón Pálmi í varastjórn. Reuter Scottie Pippen í sérflokki SCOTTIE Pippen, sem hefur verið í skugga Michaels Jordans allan feril sinn, naut sín sérstak- lega vel í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Pippen var útnefndur maður'teiksins, skoraði 29 stig og þaraf fimm þriggja stiga körfur fyrir lið Austurdeildar, sem vann 127:118, tók 11 fráköst og „stal“ boltanum fjórum sinnum. Á myndinni fyrir ofan eru Pippen og Karl Malone í baráttu undir körfunni, en til hiiðar er hann með verðlaun sín, sem maður leiksins. ■ Umsögn / B9 BORÐTENNIS Kjartan meðal þeirra bestu í Danmörku HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT Mótanefnd fór að ráðum stjómar HSÍ Kjartan Briem, borðtennismað- ur, náði því takmarki um helg- ina að komast í hóp úrvalsleik- manna í Danmörku þar sem hann æfir og leikur auk þess sem hann stundar þar nám. Þetta er þriðja ár Kjartans í Danmörku. „Þetta er ákveðinn áfangi hjá mér. Ég hef aldrei átt möguleika á að komast í „elítu- flokkinn" fyrr en núna, en til að komast í þennan flokk verða menn að standa sig þokkalega vel á nokkrum mótum,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið. í úrvalshópnum eru 32 spilarar í upphafi hvers keppnistímabils og síðan vinna menn sér inn punkta á sérstökum mótum og á slíku móti um helgina náði Kjartan takmark- inu. „Eg stóð mig raunar ekkert allt of vel á þessu móti, en gekk þó það sæmilega að ég náði nógu mörgum puntktum til að færast upp um flokk. Ég hef leikið með 1. flokki og í meistaraflokki en héðan í frá leik ég aðeins í elítuflokki og verð því alltaf að keppa við þá bestu,“ sagði Kjartan. Hann sagði að stefnan væri að standa sig vel og halda sér í hópi þeirra bestu en til þess þyrfti hann að æfa vel og standa sig. ÞEss má geta að þegar íslenskir borðtennis- menn fara til Danmerkur hafa þeir verið settir í 2. deildina og Kjartan er sá fyrsti til að ná upp í úrvals- flokk. Á mótinu um helgina, sem er eitt af þremur stærstu mótunum í Danmörku, lék Kjartan til úrslita í tvíliðaleik. „Við töpuðum naumlega 21:17 og 21:19, en þetta var samt ágætt hjá okkur." Mótanefnd HSÍ ákvað um helg- ina að bikarúrslitaleikur ÍBV og Víkings í kvennaflokki fari fram í íþróttahúsinu við Austurberg laug- ardaginn 19. febrúar, en karlaleikur FH og KA verði í Laugardalshöll 5. mars. Stjórn HSÍ lagði til að leik- irnir yrðu þessa daga til að hægt væri að sýna þá í beinni útsendingu Sjónvarpsins, en samkvæmt móta- skrá áttu þeir að fara fram 20. febr- úar. Mótanefnd hafði beinar útsend- ingar að leiðarljósi, sem gæfu félög- unum og HSI. auknar tekjur, auk þess sem þær gerðu öllum lands- mönnum mögulegt að fylgjast með leikjunum. Éyjamenn og FH-ingar settu breytingarnar ekki fyrir sig, en Vík- ingar og KA-menn voru ekki sáttir við gang mála. Sigurður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, sagði við Morgunblaðið að kvennaliðin sætu ekki við sama borð, því Víkingur ætti deildarleik annaðkvöld, en IBV sæti hjá og ekki hefði verið tekið í mál að fresta deildarleiknum. Sigurður sagði enn- fremur að verið væri að setja kven- fólkið skör neðar með því að setja úrslitaleikinn á í íþróttahúsið við Austurberg, auk þess sem hluti af Eyjaliðinu æfði þar með Ármanni. Þá væru tekjumöguleikar vegna beinnar útsendingar ofreiknaðir, því fyrir vikið yrði aðsókn minni. Sigurður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vildi fara eftir mótabókinni, „en við verðum að sætta okkur við þetta og það þýðir ekkert að gráta. Nú setjum við allt á fullt og mætum tilbúnir með lið og stuðningsmenn á settum degi.“ ITALIA: X X 1 111 111 1211 ENGLAND: 1 X X 1X2 11X 12X2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.