Morgunblaðið - 03.03.1994, Side 12

Morgunblaðið - 03.03.1994, Side 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1994 Bróðir Clintons fær hlutverk út á nafnið ROGER Clinton, bróðir Bills Clintons Bandaríkjaforseta, er að gera það gott í B-myndum í Hollywood og á síðasta ári lék hann í tveimur myndum þar í bæ, „Pumpkinhead 2“, sem útleggst Graskershaus 2, og „National Lampoon’s Last Resort“ eða Síð- asta úrræðið. Roger er ekki ólíkur eldri bróður sínum, hann er með liðað dökkt hár, þéttvaxinn og hvolpslegur. í raun eru þeir einungis hálfbræður. Faðir Rogers ættleiddi Bill þegar móðir þeirra giftist honum. En það stendur ekki í vegi fyrir áformum Rogers, hann hyggst nýta sér skyldleikann út í ystu æsar. Yngri bróðir forsetans hefur leikið í tveim B-myndum í Hollywood auk þess sem honum býðst að halda fyrirlestra, skrifa bækur og semja tónlist Roger Clinton er 37 ára gamall, býr í Hollywood og er í sambúð. Frá því að bróðir hans var kosinn forseti hefur hann hingað til komið fram í auglýsingum, á tónleikum hingað og þangað um heiminn, hann hefur fengið boð um að skrifa ævisögu sína, hvatningabækur af ýmsu tagi, halda ræður og fyrir- lestra, leika í kvikmyndum og semja tónlist. Hann tekur öllum tilboðunum opnum örmum. Kom fyrst fram 16 ára Roger kom fyrst fram þegar hann var 16 ára gamall en þá söng hann á bar sem einnig bauð upp á nektarsýningar. Hann hefur ekki náð langt á tónlistarbrautinni en vonar að bráðlega verði breyting þar á. Hann hefur sungið víða eft- ir að Bill tók við embætti og lætur lítið á sig fá þó áhorfendur séu lítt hrifnir. Til dæmis tróð hann upp á Graskershaus - Skrímslið ræðst á bæjarstjóra smábæjarins í Suð- urríkjunum en þetta er annað tveggja hlutverka sem Roger hef- ur Ieikið í Hollywood. skemmtun á einum vinsælasta sumardvalarstað Bandaríkjanna og þar yfirgáfu áhorfendurnir sal- inn í kippum. Hann er með þijá umboðsmenn í vinnu sem reyna að útvega honum verkefni. Roger hefur vakið athygli fjöl- miðla vegna ýmissa hluta. Hann lenti nýlega í stimpingum á hafna- boltaleik í New York og hann stekkur auðveldlega upp á nef sér. Hann var eitt sinn háður kókaíni og sat í fangelsi fyrir sölu á efninu. Þessi fortíð hefur vakið athygli andstæðinga forsetans og starfs- menn Bills Clintons neita að tjá sig um Roger, það eina sem þeir vilja láta eftir sér hafa er: „Guð minn góður.“ Einn stuðnings- manna forsetans í Kaliforníu tekur dýpra í árinni og segir draum bróð- ursins um frægð og frama vera martröð forsetans. Það eina sem heyrst hefur frá forsetanum sjálf- um er að hann óskar bróður sínum alls hins besta. Bindur vonirvið kvikmyndirnar En það er við hvíta tjaldið sem vonir Rogers eru bundnar þessa dagana. Kvikmyndaframleiðend- urnir sem hafa ráðið forseta- bróðurinn í hlutverk eru auðvitað einnig að nýta sér bræðraböndin og auglýsa á áberandi hátt tengsl Rogers við forsetann. Æðsti draumur framleiðendanna er að Clinton komi á frumsýningu mynda þeirra eða jafnvel að fá að sýna myndirnar sem Roger leikur í í sýningasal Hvíta hússins. Starfsmenn þar á bæ eru á öðru máli og segja þetta vera harla ólík- legt. Auk þess að hafa leikið í tveim- ur B-myndum var Roger einnig fenginn til þess að semja lög í myndunum. Hann semur titillagið í Graskershausnum og í Síðasta úrræðinu flytur hann reggílag. Að vísu íeikur hann ekki aðal- hlutverkin í þessum myndum, í Graskershausnum leikur hann bæjarstjóra í smábæ í Suðurríkjun- um sem er að reyna að halda fjár- hag bæjarins í horfinu og í frí- stundum leikur hann á hljóðfæri. Myndin segir frá skrímsli sem birt- ist í bænum til að hefna sín á lif- Bróðir forsetans - Roger Clinton hyggst nýta sér þau tækifæri til fulls sem honum bjóðast vegna hálfbróður hans í Hvíta húsinu. endum. Sem bæjarstjóri vonar hann að skrímslið komi bænum á landakortið og hann fái þannig verðskuldaða athygli. í Síðasta úrræðinu leikur Roger smábófa f Detroit sem hendir aðal- söguhetjunum tveimur út úr íbúð sinni. Helsta starf illmennisins er að brjóta hnéskeljar frá morgni til kvölds! Má gera það sem hann vill Þessar tvær kvikmyndir hafa nægt til þess að vekja athygli B- mynda framleiðenda á forsetabróð- urnum og það rignir yfir hann til- boðum um hlutverk, leikstjóm og að semja tónlist. Einn framleiðend- anna, Matt Devlin, hefur meira að segja boðið Roger að gera hvað sem hugurinn girnist. Einnig seg- ist hann hafa áform um að láta Roger leika á móti Heidi Fleiss í einni mynda sinna, en Heidi þessi öðlaðist skyndilega frægð þegar hún var handtekin fyrir að reka hóruhús sem sinnti þörfum hinna frægu og ríku. Roger myndi í henni leika háskólaprófessor sem gefur kvenkyns nemendum sínum lyf þannig að þær verða mjög lauslát- ar. Þó Roger hafi gengið vel í Holly- wood er ekki hægt að segja það sama um tónlistarferilinn. Honum bauðst samningur við Atlantic hljómplötufyrirtækið, en fyrirtæk- ið hætti við. Hann hefur þess í stað skrifað undir samning við smærra fyrirtæki, Pyramid. Ástæða þess að Atlantic hætti við er sögð sú að forsvarsmenn fyrir- tækisins héldu í upphafi að forset- inn sjálfur myndi hafa áhuga á hljómplötunni, en þegar svo var ekki misstu þeir áhugann. Fífl ef hann nýtti sér ekki tækifærin Roger hefur ekki miklar áhyggj- ur af því að hann lítillækki bróður sinn með hlutverkum sínum. Hann segir sem svo að ef hann nýtti sér ekki „aðstöðu bróður síns“, eins og hann orðar það myndu flestir álíta hann vera fífl. Hann segist ekkgjt hafa rætt leikferil sinn við eldri bróður sinn, hann ákveði sjálf- ur hvað hann vilji gera. Ef Bill eigi eitthvað vantalað við hann þá geti hann einfaldlega hringt. Roger gerir sér fyllilega grein fyrir hvers vegna honum bjóðist hlutverk, það sé eingöngu vegna nafnsins. En honum er alveg sama. „Þeir sjá leið til þess að þéna pen- inga og það sem ég þarf að gera er að sinna mínu starfi. Ef ég geri það ekki vill mig enginn vegna nafnsins lengur.“ BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Hús andanna ★★★'/i Afar vel gerð og leikin epísk stór- mynd. Bille August hefur lánast að - koma kjarna hinnar efnismiklu skáldsögu Isabel Allende eftir- minnilega til skila á hvíta tjaldinu. Mrs. Doubtfire ★★★,/j Gamanleikarinn Robin Williams fer á kostum í þessari bráðgóðu skemmtun um fráskildan föður sem dulbýr sig eins og roskna konu til að komast aftur inn á heimilið sitt. Gaman fyrir alla fjölskylduna. Aladdín (Sjá Bíóhöllina) BÍÓHÖLLIN Mrs. Doubtfire (sjá Bíóborgina) Demolition Man ★ ★ V4 Mikil keyrsla á köflum gera fram- tíðarsýnina „Demolition Man“ að skínandi afþreyingu þó að hún sé ekki par merkileg að öðru leyti. Skytturnar 3 ★ ★ Vi Dæmigerð Hollywoodútgáfa á sögu Dumas með þekktum leikurum af yngri kynslóðinni. Ungu skytturnar eru aldrei leiðinlegar enda góður hasar f frásögnínni. Aladdín ★ ★ ★ '/2 Gamla góða ævintýrið leiftrar af frásagnargleði og íslenska talsetn- ingin með Ladda í broddi fylkingar er óaðfinnanleg. Fyrirtaks fjöl- skylduskemmtun. HÁSKÓLABÍÓ í nafni föðurins ★ ★ ★ ★ Áhrifamikil og stórkostlega vel leik- in harmsaga feðga sem sendir voru í fangelsi fyrir sprengjuárás sem þeir aldrei frömdu. Þungur áfellis- dómur yfir bresku réttarkerfi. Mynd sem lætur engan ósnoitinn. Sagan af Qiuju ★ ★ ★ Heillandi kínversk dæmisaga úr sveitinni um staðfasta konu sem leitar réttar síns og leggur á sig ómælt erfiði fyrir einfalda afsökun- arbeiðni. Leið Carlitos ★ ★ ★ Vel leikin og skemmtilega gerð mynd um glænamann sem fær ekki flúið fortíð sína. A1 Pacino er frá- bær í titilhlutverkinu og Brian De Palma gerir marga góða hluti í leik- stjórninni. Undir vopnum ★ Gamansþennumynd sem hvorki er fyndin né spennandi heldur miklu frekar hallærisleg. Vanrækt vor ★ ★ ★ Bráðskemmtileg dönsk mynd um endurfundi gamalla skólabræðra. Krydduð dönskum húmor og raun- sæi. Ys og þys út af engu ★ ★ ★ Ærslafull, fjörug, fyndin og skemmtileg útgáfa Kenneths Bra- naghs á gamanleik Shakespeares. Góður leikur hjá bragðgóðum leik- hópi. Skáldið lifir góðu lífi í höndum Branaghs. LAUGARÁSBÍÓ Dómsdagur ★ ★ ★ B-mynd sem kemur á óvart sakir spennu og hraða í frásögn. Fínasti veruleikaflótti sem segir frá fjór- menningum á hröðum flótta undan glæpalýð í fátækrahverfi stórborg- ar. Banvæn móðir ★★ Jamie Lee Curtis fær tvær stjörnur fyrir að halda haus í trylli sem nánast er ein gömul tugga. Hinn eini sanni ★ ★ ★ Áætlega gerð, vel leikin og spaugi- leg saga um fólk sem hefur skilið en vonar innst inni að ekki sé öllu lokið. Gott leikaralið í prýðilegri rómantískri gamanmynd. REGNBOGINN Far vel frilla mín ★ ★ ★ ★ Hrífandi og minnisstæð mynd um óvenjulegan ástarþríhyrning á róst- urstímum í Kína. Snilldar vel leikin og leikstýrð. Flótti sakleysingjans ★★ Nokkuð spennandi mynd um flótta strákpolla undan bandóðum morð- ingjum. Ótrúverðug frásögn og þunn í roðinu. Kryddlegin hjörtu ★★★*/2 Ástríðufull, vel leikin og gerð mynd. Mexíkóskt krydd í tilveruna. Maður án andlits ★ ★ ★ Ágætlega heppnuð frumraun Mel Gibsons á leikstjórasviðinu segir ljúfsára sögu af brothættri vináttu manns sem lent hefur utangátta í samfélaginu og drengs sem tekst að opna leið að honum. Píanóið ★ ★ ★ Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni t óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífi hennar. Gott mál. SAGABÍÓ Svalar ferðir ★ ★ Vt Bráðsmellin gamanmynd um fjóra jamaíkabúa sem taka þátt í brun- sleðakeppni á vetrarólympíuleikum. Ótrúleg saga en sönn. Hús andanna (sjá Bíóborgina). STJÖRNUBÍÓ Fleiri pottormar ★ Þriðja myndin um kjarnafjölskyld- una hans Travolta og nú tala Diane Keaton og Danny DeVito fyrir nýju gæludýrin á heimilinu. Síðbúin jóla- mynd. í kjölfar morðingja ★ ★ V2 Það fer lítið fyrir frumleikanum í þessari lögreglumynd en keyrslan er góð og fínir taktar í kvikmynda- töku. Öld sakleysisins ★★★★ Stórkostleg bíómynd eftir Martin Scorsese um ást í meinum á meðal broddborgara New York. á síðustu öld. Leikurinn frábær. Nú hlýtur Scorsese að vinna til Óskarsins, það er löngu orðið tímabært.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.