Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Bandarísk fyrirtæki fjárfesta í sjónvarpsiðnaði í Evrópu FRANSKA fyrirtækið Hamster Productions framleiðir mikið af frönsku sjónvarpsefni sem nýtur vinsælda þar í landi. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Pierre Grimbalt, segir að helsta markmið þess sé að búa til sögur og festa þær á filmu fyrir franska áhorfendur. Þetta er í fullu samræmi við það sem Frakkar lögðu áherslu á í GATT-viðræðunum, þegar þeim tókst að hindra óheftan aðgang bandarisks afþreyingarefnis inn í Evrópu. Þó svo að Frökkum hafi tekist að halda til streitu kröfum um áframhaldandi niðurgreiðslur og kvótakerfi á bandarískt afþreyingarefni, er Bandaríkjamönnum ekki alls varnað. Þó þeir þyrftu að hlítá ströngum reglum um útsend- ingu bandarísks efnis eins og að meirihluti þess efnis sem sýnt er í sjónvarpi i Evrópu þurfi að vera framleitt þar, þá hafa bandarísk fyrirtæki fjárfest verulega í evrópskum fyrirtíekjum og þannig þá fótfestu í álfunni. Bandarísk fyrirtæki hafa undanfarið fjárfest í öllum stigum sjónvarpsmarkaðarins í Evrópu. Til dæmis á Capital Cities/ABC fyrirtækið, eitt stærsta fjölmiðlafyr- irtæki í Bandaríkjunum, 30% hlut í Hamster Productions. Capital Cities/ABC skiptir sér ekki af því efni sem Hamster framleiðir, en fyrirtækin hafa náið samstarf á nánast öllum öðrum sviðum. Þau skiptast á handritum og leita sam- eiginlega að heppilegum viðfangs- efnum. „Það líður varla sá dagur að við spáum ekki í hvað ABC myndi gera Þrátt fyrir að Bandaríkja- menn þurfi að hlíta ströngum reglum um sölu afþreyingar- ef nis til f lestra Evrópulanda sitja þeir ekki auðum höndum og fjárfesta nú á öllum sviðum iðnaðarins í okkar sporum,“ segir Grimblat. „ABC er mjög nýtískulegt fyrirtæki og þeir vita vel hvert stefnir í sjón- varpsmálum um heim allan. Ég hef það á tilfinningunni að við séum hluti af fjölskyldunni í þessu sam- starfi.“ Þróunin vekur ugg Þessi þróun hefur vakið ugg meðal sumra Evrópubúa því svo virðist í sjónvarpsheiminum að GATT samningarnir hafi misst marks. Bandaríski afþreyingaiðn- aðurinn lítur ekki lengur á Evrópu eingöngu sem stað þar sem hægt er að selja efni framleitt í Holly- wood, heldur keppast bandarísk fjölmiðlafyrirtæki um að fjárfesta í síbreytilegum og ört vaxandi sjón- varpsmarkaði álfunnar. Þau hafa fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða sjónvarpsefni, sjónvarpsstöðvum, kapalstöðvum, gervihnattastöðv- um, fjarskiptafyrirtækjum og í skemmtanaiðnaði. Fjárfestingar í Evrópu eru nú þýðingarmestu fjárfestingarnar hjá bandarískum fyrirtækjum, sem sí- fellt eru að leita að nýjum fyrirtækj- um um heim allan til að fjárfesta í. Þau hafa einnig leitað fyir sér í Suður-Ameríku og margir fyrir- tækjafrömuðir í íjölmiðlaheiminum líta vonaraugum til Kína sem helsta markaðar framtíðarinnar, auk ann- arra Asíulanda. En hvorki Asía né Suður-Ameríka eru enn nógu efnuð tii þess að geta staðið undir svipuð- um vexti og nú er í Evrópu, auk þess sem auglýsingamarkaður þess- ara álfa er ómótaður. Miklar breytingar í Evrópu Sjónvarpsiðnaðurinn stendur nú frammi fyrir miklum breytingum í Evrópu þar sem ríkisrekin fyrirtæki eru á undanhaldi, sjónvarpsstöðvar sem byggja afkomu sína á auglýs- ingum spretta upp, meira er fram- leitt af afþreyingarefni og áhorf- endur hafa úr sífellt meiru að velja. Evrópsku fyrirtækin hafa mikla þörf fyrir íjármagn, tæknikunnáttu og sjónvarpsefni sem bandarísku fyrirtækin eiga nóg af. Einnig er markaður í Evrópu mjög stór, til dæmis búa í 12 stærstu Evrópu- löndunum um 350 milljónir manna, en alit í allt búa um 650 milljónir manna vestan Rússlands og marga þeirra þyrstir í fréttir og afþrey- ingu. I flestum tilfellum hafa banda- rísku fyrirtækin fjárfest með áköf- um evrópskum fjárfestum og hlíta víða ströngum skilyrðum um eign- arhluta erlendra fyrirtækja. Þrátt fyrir þetta er ekki nokkur vafi á því að bandarísk fyrirtæki hafa sí- fellt meiri áhrif innan Evrópu með því að ijárfesta á öllum sviðum iðn- aðarins. Sá möguleiki að bandarísk fyrir- tæki eigi stærstan hluta þess bún- aðar sem þarf til að sjónvarpa efni inn á heimilin og hafi auk þess mikil áhrif á gerð sjónvarpsefnis veldur mörgum ráðamönnum í Evr- ópu áhyggjum og gæti leitt til þess í framtíðinni að enn strangari regl- ur yrðu settar um erlenda fjárfest- ingu og dreifingu sjónvarpsefnis. Gervitungl öflug áróðurstæki Síðasta haust bönnuðu belgísk og frönsk stjórnvöld Turner Broad- casting að senda út TNT og Car- toon Network á þeim forsendum að þrátt fyrir að þættirnir og mynd- irnar væru talsettar, væri meiri- hluti þess sem sýnt var ekki fram- leitt í þessum löndum. En þrátt fyrir þetta hafa um 100 þúsund heimili í Frakklandi aðgang að stöð- inni í gegnum gervihnött sem virðir engin landamæri. „Gervitungl sem sýna eirigöngu bandarískt sjónvarpsefni í Evrópu er áróðurstæki," segir Alain Car- ignon, Ijarskiptaráðherra Frakk- lands, og boðar að eitthvað þurfi að gera til að stemma stigu við þessari þróun. En þrátt fyrir þessi varnaðarorð eru þær fjárhæðir sem hingað til hafa verið ijárfestar í Evrópu ekki verði miklar, alla vega ekki miðað við suma samninga sem gerðir eru í þessum iðnaði, og enn er ekki útséð um hversu miklum hagnaði fyrirtækin geta átt von á. Bandarísku fyrirtækin hafa litlar áhyggjur af menningarlegum áhrif- um þessarar þróunar, enda hafa flest þeirra mestan áhuga á að fjár- festa í þeim búnaði sem þarf til að endurvarpa efninu og þá sérstak- lega ljósleiðurum sem eru að valda byltingu í þessum efnum. Þróunin lengst komin í Bretlandi Einna lengst er þróunin komin í Bretlandi þar nánast engar tak- markanir eru á fjárfestingu er- lendra aðila auk þess sem fjar- skiptareglur hafa verið einfaldaðar mjög. Þetta hefur leitt til þess að Bretland er orðið nokkurs konar tilraunastofa fyrir samvinnu síma- fyrirtækja og afþreyingaiðnaðarins. Bresk kapal- og símafyrirtæki eru smátt og smátt að renna saman í eina sæng undir leiðsögn banda- rískra fyrirtækja, sem vonast til að geta notað niðurstöður þaðan til að auðvelda sömu þróun í Bandaríkj- unum. Sama fyrirtækið getur því flutt símtöl og sjónvarpsefni um sömu Ijósleiðara og þannig fengið afnotagjald frá tveimur notendum samtímis til að leggja frekara ljós- leiðarakerfi um landið. Eru Banda- ríkjamenn að stíga fyrstu skrefin í þessari þróun núna. Hingað til hafa gervihnettir verið nánast eina leiðin til að sjónvarpa öðrum rásum en þeim sem leyft er að sjónvarpa á jörðu niðri í Bret- landi en nú eru neytendur farnir að nýta sér ljósleiðarana í auknu mæli. Tvennt hefur unnist í Bretlandi með aukinni notkun ljósleiðara. í fyrsta lagi er verið að þróa nokkurs konar rafræna myndbandaleigur sem áhorfendur geta nýtt sér heima úr stofu auk þess sem símakostnað- ur hefur lækkað í kjölfar harðnandi samkeppni við British Telecom- munications, helsta símafyrirtæki Breta. Aðrar Evrópuþjóðir hafa fylgst vel með þessari þróun þó svo að ekki er búist við því í bráð að regl- ur verði rýmkaðar. Á móti kemur að fyrirtækin þurfa á því ljármagni og þeirri tækniþekkingu að halda sem bandarísk fyrirtæki geta veitt. Hversu „evrópsk" eiga fyrirtækin að vera? Eitt verða bandarísku fyrirtækin þó að gera upp við sig en það er hversu „evrópsk" þau vilja verða, því auðvitað er eitt af markmiðun- um með aukinni fjárfestingu í Evr- ópu að fá aðgang að markaði þar með sjónvarpsefni sem framleitt er í Bandaríkjunum. NBC sjónvarpsstöðin keypti til dæmis samevrópska sjónvarpsstöð síðastliðið haust og kallast hún NBC Super Channel. Meirihluti efn- isins sem þar er sýndur eru þættir sem NBC framleiðir í Bandaríkjun- um og sýndir eru hjá sjónvarpsstöð- inni vestra. Disney fyrirtækið hefur aftur á móti kosið að framleiða hluta af þeim barnaþáttum sem stöðin selur í Evrópu í samvinnu við þarlent þáttagerðarfólk, til að sníða þættina að siðum, venjum og tungumálum viðkomandi landa. Fyrirtækið hóf í fyrra samstarf við Spánveija, Frakka, Þjóðverja og ítali um gerð barnaþátta, auk þess sem það á fjórðung í bresku sjónvarpsstöðinni GMTV. Önnur fyritæki eins og Capital Cities/ABC hafa hins vegar kosið að fjárfesta á eins mörgum sviðum fjölmiðlaheimsins eins og kostur er og eiga nú hluti í fyritækjum sem framleiða sjónvarpsefni í Frakk- landi, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni. Einnig hefur það sett pen- inga í íþróttastöðina ESPN auk frekari fjárfestinga í sjónvarps- stöðvum í Þýskalandi og í Skandin- avíu. Gervihnettir - Franski fjarskiptaráðherrann telur að það stafi tals- verð ógn af efni sendu út um gervihnött.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.