Morgunblaðið - 27.03.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1994, Blaðsíða 31
31 kaþólskra á íslandi á haustdögum árið 1987. Hann tók við starfi þessu og þáði vígslu af O’Connor kardí- nála í New York. Vígslan fór fram í Dómkirkju Krists Konungs á Landakotshæð 6. febrúar 1988. Þetta var kirkja sú er varð embætt- iskirkja hans og þar sem „Cath- edra“ hans stóð næstu árin. Mánudaginn 28. mars 1994 safn- ast enn saman þeir sem voru við vígslu hans, bæði leikir og lærðir, innlendir og erlendir. Nú safnast þeir til að kveðja manninn og bisk- upinn, sem kom til starfa meðal landa sinna og frænda, þó fyrst og fremst meðal trúsystkina sinna, kaþólskra á íslandi. Þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast honum og njóta þjónustu hans, munu jafn- an minnast hans er þeir heyra góðs manns getið. Alfreð biskup fæddist í Banda- ríkjunum 18. júní 1928. Hann var sonur hjónanna Justine og Alfreðs J. Jolson. Afi hans var Guðmundur Hjaltason frá Nauteyri við ísafjarð- ardjúp, en faðir hans var fæddur í Noregi. Hann lauk heimspekiprófi frá Boston College og síðan guð- fræðiprófi og licenciat prófi frá Weston College í Boston. Meistara- prófi í hagfræði lauk hann svo frá Harvard og doktorsprófi í samfé- lagsvísindum frá Gregorian háskól- anum í Róm. Þá lauk hann einnig doktorsprófi frá Wheeling. Hann stundaði síðan kennslu og var pró- fessor við aðskiljanlega skóla, í Baghdad College, Irak, A1 Hikma háskólanum í írak, Boston College, School of Social Works, í Rhodesíu, St. Josephs háskólann í Philadelfíu og loks við Wheeling í Vestur-Virgi- níu. Hann hefir ritað fjölda greina um aðskiljanlegustu efni í erlend og innlend blöð og tímarit. Þekktasta ritverk hans verður þó ritgerð hans um starf prestsins og erfiðleika þess. Nefnist það ritverk: „The Role of The Priest". Hefir sá er þetta ritar oft séð vitnað til þess í t.d. skrifum kaþólskra presta í Nor- egi, en þar dvaldist hann um tíma er hann vann að þessu verki. Alfreð biskup var einnig þekktur sem bindindismaður og vann þeim málefnum gott gagn. Var hann meðal annars meðlimur í bindindis- félagsskap kaþólskra presta. Á sextugasta og sjötta aldursári var hann kallaður frá embætti sínu og góðum verkum meðal okkar. Þótt erfitt sé að skilja slíkt, er það Guð einn sem veit og skilur hver tilgangur þess er. Undir vald hans beygjum við okkur öll, ef til vill í nokkurri undrun, en skilyrðislausri hlýðni. Þannig felum við sál Alfreðs honum og biðjum fyrir henni. Við þökkum þann tíma er hann fékk að dvelja meðal okkar og hjálpa okkur og leiðbeina. Héðan af getum við aðeins goldið þá þökk, er við erum skuldug, með bæn. Guð blessi minningu hans. Fjölskyldurnar, Sig. H. Þor- steinsson og D.W. Martyny. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Úr Hávamálum. Þessi dagur 6. febrúar, fyrir sex árum var gleðiríkur og vakti meira að segja nokkra athygli. Þegar við nú rifjum hann upp, eiga orð ritn- ingarinnar í dag vel við: Dagar mínir eru hraðfleygari en vefja- skyttan, ... líf mitt er andgustur." Með þessum orðum byijaði Alfred J. Jolson biskup stólræðu sína 6. febrúar sl. Hveijum hefði dottið í hug sex vikum síðar væri hann all- ur. Hvernig kveð ég besta vin minn? Vorið er að vakna eftir veturinn, lífið vaknar eftir nóttina, en hvar finn ég annan eins vin? „A true friend is a gift from God.“ Ég kynntist Alfred biskup þegar hann tók við embætti hér á landi. Okkur varð strax mjög vel til vina. Hann var þannig. Það var strax ijóst að hér var mikill kærleiks mannvin- ur á ferð. Hann var alltaf nærri ef eitthvað bjátaði á, þegar ég átti við veikindi MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 að stríða studdi hann mig ávallt í baráttunni. Þegar faðir minn lést sýndi hann slíkan skilning á sorg okkar að aðdáunarvert var. Það verður skrýtið að halda páska án hans og jólin sem hann kallaði sín íslensku jól. Sú yndislega hefð skap- aðist eftir að Alfred biskup kom til landsins að hann eyddi aðfanga- dagskvöldunum hjá okkur, síðan var farið í miðnæturmessu og eftir messu var öllum kirkjugestum boð- ið í heitt súkkulaði og smákökur hjá Alfred biskup. Alfred biskup var stórhuga og lét ekki standa við orðin tóm. Hann var ekki hjá okkur á íslandi nema í sex ár en notaði tíma sinn til hins ýtrasta. Páll II páfi sótti okkur heim; kirkja á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði byggð; viðbygging reis við Landakotsskóla; lóðin við kirkju Krists konungs frágengin; hlunn- indi og allur aðbúnaður kaþólsku prestanna á íslandi stórlega bættur o.m.fl. Alfred biskup heilsaði öllum sem á hanns vegi urðu, hann kom sannarlega sem ferskur andblær fyrir kaþólsku kirkjuna á íslandi. Hjá Alfred biskup var ekkert kynslóðabil. Mikill vinskapur varð með honum og Vilhelm, syni mín- um, sem hann fermdi sumarið 1988. Þeir fóru oft saman í sund og bíó. Þeir fóru saman í sumarfrí til Sant- iago De Compostella á Spáni og hittu þar páfann, þaðan fóru þeir til Portúgals og Englands. Þessi ferð var syni mínum slíkt ævintýri að hann geymir þær minningar ævilangt í hjarta sínu. Vilhelm hef- ur misst mikið eins og öll fjölskyld- an. Jesús sagði „Leyfið börnunum að koma til mín“. Alfred biskup opnaði öllum heim- ili sitt, sérstaklega ungu kynslóð- inni, sem fann í honum mikinn fé- laga. Hann lét setja upp körfubolta- grind á bílskúrinn og við enda bisk- upshússins á Hávallagötunni. Því var kannski ekki vel tekið af öðrum íbúum hússins en Alfred biskup horfði fram á veginn. „Það er æskan sem tekur við,“ sagði hann og bað okkur jafnframt að biðja fyrir íslensku þjóðinni og einkum því að fleiri Islendingar fengju köllun til preststarfa og klausturlífs, svo að fleiri synir og dætur þessarar þjóðar yrðu til þess að þjóna söfnuði okkar. „Þakkið fyrir þá fórnfúsu þjónustu, sem kynslóðir presta og klausturfólks hafa lagt fram. Þetta fólk fór að heiman með gleði í hjarta og ætlaði sjálfu sér ekki annan ávinning en að fá að boða fagnaðarerindið.“ Heiðarlegri og elskulegri manni hef ég ekki kynnst, urðum við öll ríkari af návist hans. Starf síns vegna þurfti hann að ferðast mikið en hann gaf sér alltaf tíma til að senda okkur póstkort frá sínum mörgu viðkomustöðum. Ég kynntist móður hans og syst- ur í heimsóknum þeirra til Islands og var aðdáunarvert samband hans við móður sína, Justine E. Jolson, en hún lést hér á landi 1990. Alfred J. Jolson biskup var söfn- uði sínum til mikils sóma. Við erum fátækari, því Guði þóknaðist að kalla þjón sinn aftur til sín. Það verður mjög erfitt að fylla það stóra skarð sem myndaðist við fráfall Alfred biskups. Elskulegri systur hans, Mary Kelly, og öðrum ættingjum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Við skulum öll biðja fyrir Kaþólsku kirkjunni okkar á íslandi. Kærar^ kveðjur. Ásta Denise Bernhöft. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns og biskups, Als Jolsons. Við hittumst fyrst fyr- ir sex árum er hann var vígður til biskupsembættisins. það tókst strax með okkur vinátta, er óx og dafn- aði með árunum og verður það skarð aldrei fyllt. Ég ætla ekki að rekja ættir hans né menntun, aðrir fróðari mér munu eflaust gera það. Það var mikil gæfa fyrir kaþólska söfnuðinn á Islandi að fá mann eins og A1 Jolson fyrir biskup, dugnaður- inn og eljan var slík að ekki hafði þekkst annað eins hjá þessum litla söfnuði. Með ósérhlífni ferðaðist hann vitt og breitt, bæði innanlands og utan til að styrkja og kynna söfnuðinn, gætti þess að kynnast öllum með- limum og bauð vináttu og aðstoð ef með þurfti. Fyrir hans tilstuðlan kom páfinn í heimsókn til íslands, einnig er vert að nefna að margir aðrir hátt- settir kirkjunnar menn komu til landsins, bæði biskupar og kard- inálar og núna síðast hans hágöfgi John O’Connor, kardinálinn af New York. Barngóður var hann með ein- dæmum og sást það best á því hvernig börn löðuðust að honum. Hann hafði alltaf tíma til að sinna þeim hvort heldur í leik eða starfi. Hann mundi alltaf eftir þeim á ferðalögum sínum og átti alltaf eitt- hvað í pokahorninu er hann kom heim aftur. Við vorum harmi slegin er við fréttum andlát hans. Sárt er að missa svo góðan vin í blóma lífsins. A1 Jolson var hógvær maður og lítillátur. Skyldurækinn svo af bar og trúr í öllu er hann tók sér fyrir hendur og gleymist ekki þeim, sem kynntust honum. Stephanle Scobie. Við viljum með örfáum orðum minnast biskups okkar er lést mánudaginn 21. mars sl. Alfreð var mjög mikill vinur allra og kom vel fram við alla. Það er okkur minnisstætt að þegar við komum til messu tók hann ætíð vel á móti okkur. Hann kyssti okkur á kinnina og bauð okkur svo velkom- in. Hann hefur stutt okkur mikið og verið okkur til halds og trausts gegnum árin. Þótt við höfum aðeins þekkt hann í sex ár, eða frá því hann tók við embætti biskups, er þetta okkur mikill missir. Það var alltaf gaman að hitta hann því alltaf var hann glaður í bragði. Við hlökkuðum til að vinna með honum. Mánudagskvöldið 21. mars sl. barst okkur sú harmafregn að Al- fred vinur okkar væri látinn. Eng- inn af okkur hafði hugmynd um að hann myndi hverfa á brott vegna þess að okkur var sagt að hann væri á batavegi. En nú er hann hjá Guði og megi hann hvíla í friði. Við þökkum hon- um fyrir vel unnin störf. Við sendum öllum ættingjum hans, vinum og öllum kaþólskum á íslandi okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Einnig viljum við láta fylgja með Davíðssálm sem okkur þykir fallegur og þykir vænt um: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir íjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Píló í Reykjavík, Píló á Suðurnesjum. + Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR TORFASON, Víðimel 50, Reykjavík, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Hulda Þórarinsdóttir, Viggó Guðmundsson. lnnilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför, ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR S. HARALDSSONAR, áður til heimilis að Álfaskeiði 27. Sigríður Magnúsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnarson, Haraldur Magnússon, Margrét Pálsdóttir, Gunnar Magnússon, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sveinn Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, Laugarnesvegi 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30. Gísli V. Guðlaugsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Hringbraut 109, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Stefánsson, Björgvin Árnason, Rakel B. Ragnarsdóttir, Ragnar Björgvinsson, Sigriður Helgadóttir, Guðjón I. Eiríksson, Brynja Helgadóttir, Helga Helgadóttir og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar og tengdamóður, EMMU ELÍASDÓTTUR, frá Syðra-Laugalandi. Fyrir hönd systkina hinna látnu og allra afkomenda Broddi Björnsson, Kristín Pétursdóttir, Þóra Björnsdóttir, Sveinn Sveinsson, Hjördfs Björnsdóttir, Magnús Aðalsteinsson, Óttar Björnsson, Steinunn Gísladóttir, Heiðbjört Björnsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Björn Björnsson, Birna Guðjónsdóttir. Mánuði eftir að Alfreð Jolson var vígður biskup í Kristskirkju, gekk ég á fund hans, því að hann var að leita eftir kennara í íslensku. Þetta var í byijun marsmánaðar fyrir sex árum. Með stálblik í aug- um, brjóstvasann fullan af pennum, stjórnsamur og ákveðinn, þannig kom hann mér fyrst fyrir sjónir. En það var annað, sem ég tók ekki síður eftir: næstum yfirþyrmandi einsemd þessa manns. Hingað var hann kominn í þetta framandi land, var einn í stóru, hálfmyrkvuðu húsi og þurfti að leita sér aðstoðar til að læra mál fólksins, sem hann SJÁNÆSTU SÍÐU Sigurlaug Sigurðardóttir, Kristín Eiríksdóttir, Sigurður Pálmar Gísiason, Helga Sigurðardóttir, Björn Jónsson, Gunnar Kristinn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.