Morgunblaðið - 27.03.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Stórmeistari í heimsókn 47 verði að breyta um stfl, en Senna hefur ekið með McLaren og lét þar eins og kóngur í eigin ríki. Hann kemst tæpast upp með slíkt hjá Frank Williams, manninum sem hefur rekið besta Formula 1 lið heims síðustu ár, þrátt fyrir að vera bundinn hjólastól eftir umferðarslys eftir eina keppnina. Williams liðið hefur 221 starfsmann í vinnu og i höfuðstöðvar liðsins eru í Englandi. i >,Það verður gaman að fást við nýju bílana, sem eru ekki eins tækni- væddir. Ég þarf að laga bílinn tals- vert til, breyta afstöðu stjórntækja og laga fjöðrunina. Það verður ný reynsla að stilla bílnum upp fyrir hvetja braut, mun meiri vinna en síðustu ár,“ sagði Senna í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu á Estroil kappakstursbrautinni. „Bíll- inn er hraðskreiður, við náum í dag nærri 320 km hraða, sem er meira i en náðist á brautinni í fyrra. Ég þurfti að gæta þess að fara ekki of geyst, því ég er enn að læra á bílinn. Ég ætla ekki að byija á ein- hveiju stórkostlegu óhappi hjá nýju Hði, þá er betra að slá aðeins af.“ Keppnisliðin eru mun jafnari í ár, Benetton, Ferrari og McLaren verða öll sterk í ár. „Eg þarf að læra betur á Williams bílinn og lið- ið í kringum hann, sem skiptir miklu máli í harðri keppni. Ég var í mörg ár hjá McLaren og þekki alla fram- kvæmd mála þar. Nýi bíllinn reynir mikið á líkamlegan styrk og það hefur mikið að segja að rafstýrða fjöðrunin er ekki leyfð, heldur bara venjuleg fjöðrun. Líkamlegt ásig- komulag skiptir því miklu máli,“ sagði Senna. Hann hefur eigin þjálfara hvað likamlegu hliðina varðar og metur andlegan styrkleika mikils. Það er líklega enginn sem getur einbeitt sér betur en Senna í og fyrir keppni, hann lokar sig frá öllu nema því nauðsynlegasta áður en hann legg- ur af stað. „Það þýðir ekki að eiga í einhveiju fjölskylduvandamáli á miðju keppnistímabili eða vera ást- fanginn. Hugur þinn verður að vera við kappaksturinn, þú verður alltaf að gefa 100% af þér til að ná árangri. Ég geri allt til að ná árangri, en tek þó ekki glæfralega áhættu. Ég gerði það á fyrstu árun- um, en þykist hafa þroskast sem ökumaður." 41 sigur á ferlinum Senna hefur unnið 41 kappakst- ursmót og varð heimsmeistari 1988, 1990 og 1991. Hann segir titlana ekki skipta öllu máli, heldur það að vinna hvert mót fyrir sig. Fyrsta keppni ársins er í heimalandi hans, Brasilíu, þar sem hann á tugmilljón- ir áhangenda. „Mér finnst ekkert þægilegt að byija á heimavelli, þar sem allir vilja að þú vinnir. Það hefði verið gott að fá meiri tíma til að venjast nýja bílnum. Ég ek með nýjum manni í liði og það tek- ur tíma að venjast honum. Það tek- ur á taugarnar að aka með öðrum ökumanni í sama liði á samskonar bíl. Eini ökumaðurinn sem ég hef átt erfitt með að ná saman við er Alain Prost. Ég átti góðar stundir með Mika Hakkinen, sem nú ekur á McLaren, Gerhard Berger og öðr- um. Prost er sá eini sem hefur ver- ið erfiður, eða ég erfiður honum,“ sagði Senna. Frank Williams hefur mikið álit á Senna og sagði: „Senna er sá fljót- asti í heimi á Formula 1 bíl. Hann ekur hratt við allar aðstæður á öll- um brautum. Damon Hill á eftir að læra ýmislegt af Senna og báðir geta orðið heimsmeistarar.“ Will- iams liðið leggur allt undir, liðið náði heimsmeistaratitli í fyrra og hefur því mikinn meðbyr í heimi auglýsinga. Liðið bauð 400 blaða- mönnum á kynningu á Estoril kapp- akstursbrautinni á Spáni, sem segir meira en mörg orð hve áhugi fjöl- miðla á þessari íþrótt er mikill. Það er því mikið álag á ökumönnum, sem þurfa að svara ólíkustu spurn- ingum. Á hverri keppni eru 800- 1.000 blaðamenn og þeir slást um að ná viðtölum og myndum af bestu köppunum, því tíminn er naumur. Oft minnir baráttan á dýragarð, slíkur er atgangurinn. En Formula 1 er engu lík. Þar er fylgst með mönnum sem leggja lífið að veði á yfir 300 km hraða meirihluta árs- ins. Keppni um að vera fljótastur er nútímafólki í blóð borin, hvort sem það er á tveimur jafnfljótum, hestum, skíðum eða á kappaksturs- bílum. Hvað vinsældir varðar, er Formula 1 toppurinn í íþróttaheim- inum þegar talað er um keppni um að vera fljótastur einhveija vega- lengd. Good Year flytur þúsundir dekkja á milli kappakstursmótanna sextán, sem fram fara á hveru keppnistímabili. Sérstakir dekkjaflutningabílar með innbyggð dekkjaverkstæði sjá keppnisliðunum fyrir dekkjum. Vinna tugir tæknimanna við hveija keppni með tilheyrandi tækjabúnaði. - L liimil IV, ■' ■■ »1 >íi! 10 ijivöi' I i : !!!'.•’ j i : Jóhann Hjartarson tefldi fjöltefli á Eyrarbakka Eyrarbakka. JÓHANN Hjartarson, einn sterkasti skákmaður á Islandi, var í heimsókn á Suðurlandi dagana 22. og 23. mars. Jóhann hélt fyrirlestur og tefldi fjöltefli á Eyrarbakka sl. þriðjudag. Mættir voru til leiks um 40 nem- endur frá Eyrarbakka og Stokks- eyri, auk nokkurra fullorðinna skákmanna. Honum til stuðnings voru félagar í SSON (Skákfélagi Selfoss og nágrennis). Þátttakend- ur í fjölteflinu voru á aldrinum 7 til 15 ára, auk hinna fullorðnu. Að sögn Tómasar Rasmus sem bar hitann og þungann af undir- búningi þessa atburðar, voru menn ákaflega ánægðir með heimsókn- ina. Fjölteflið fór þannig að tveir náðu jafntefli við meistarann, þeir Ingimundur Sigurmundsson, for- maður SSON, og Erling Tómasson, nemandi í 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka. Aðra andstæðinga lagði Jóhann að velli. Mjólkurbú Flóamanna veitti öll- um keppendum Kókó og kókó- mjólk, sem var vel þegið. Skák er stunduð af kappi í Barnaskólanum undir leiðsögn Tómasar Rasmus, sem telur víst að nú aukist áhuginn enn meir. Óskar Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins 398kr./kg. ínœstuvershm *Leiðbeinandi smásöluverð Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstu verslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.