Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 JMttrgmtMAfeÍto ■ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ BLAÐ adidas Arsenal leikur í Adidas FIMLEIKAR / NM I SVIÞJOÐ KNATTSPYRIMA: SAMRÆMDU PRÓFIN TEKIN Á ÍRLANDI / B8 Kristinn stóðsig mjög vel Arangurinn í fyrri umferð kom sjálfum mér mest á óvart,“ sagði Kristinn Bjömsson, skíða- maður frá Ólafsfirði, sem hafnaði í 6. sæti í stórsvigi á norska meist- aramótinu í Narvik í Noregi í gær. Hann var með næst besta tímann eftir fyrri umferð — 0,14 sek. á eftir Harald Cr. Strand Nielsen og 0,01 sek. á undan heimsbikarmeistaranum Kjetil Andre Aamodt, sem sigraði. Kristinn, sem hafði rásnúmer 27, sagði að það hafí allir verið mjög undrandi þegar hann kom niður á næsta besta tímanum eft- ir fyrri umferð. „Áhorfendur trúðu þessu varla. Mér gekk alveg rosalega vel í fyrri umferðinni — besta ferðin á ferlinum. Ég átti síðan í smá erfíðleikum í síðari umferðinni, en ég get ekki annað en verið ánægður því þetta er langbesti árangur minn til þessa,“ sagði Kristinn. Hann fékk tímann 2.15,26 mín. og var nákvæmlega þremur sekúndum á eftir Aamodt samanlagt og hlaut 21,00 (fis) stig fyrir frammistöðuna, en átti áður best 33,21 stig. Olympíu- meistarinn í tvíkeppni, Lasse Kjus, varð fjórði aðeins sekúndu á undan Kristni. Arnór Gunnars- son frá ísafirði hafnaði í 43. sæti af 90 keppendum og var tæplega 8 sekúndum á eftir Kristni. Þeir kepptu einnig í risasvigi á sama stað á sunnudag og hafnaði Kristinn þá í 18. sæti, um 5 sek- úndum á eftir Atla Sárdal, sem sigraði. Arnór varð í 35. sæti, 3 sek. á eftir Kristni. Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði náði besta árangri sínum í risas- vigi á norska meistaramótinu á sunnudaginn er hún hafnaði í 9. sæti og hlaut 49 (fís) stig sem er hennar besti árangur. Hún keppti síðan í stórsvigi í gær og hafnaði í 14. sæti (49,97 sig), rúmlega 6 sekúndum á eftir Anne Berge, sem sigraði. Theodóra Mathiesen úr Reykjavík fór útúr í stórsviginu í gær en hafnaði í 20. sæti í risasviginu á sunnudag- inn. Þau keppa öll í svigi á norska meistaramótinu í dag, en koma síðan heima til íslands til að taka þátt í Skíðamóti íslands sem verð- ur sett á Siglufirði annað kvöld. Elva Rut með verðlaunapeninginn frá Norðurlandamótinu. Morgunblaðið/Þorkell Elva Rut á verðlaunapall Elva Rut Jónsdóttur úr fimleika- félaginu Björk náði bestum árangri íslensku keppendanna á Norðurlandamótinu sem fram fór í Vásturás í Svíþjóð um helgina. Hún vann bronsverðlaun í keppni á jafn- vægisslá, hlaut 8,90 í einkunn. Elva Rut sagðist vera ánægð með bronsverðlaunin á sínu fyrsta ári í eldri aldursflokki, en hún vann einn- ig brons á jafnvægisslá á NM í fyrra en þá í yngri aldursflokki. „Ég stefndi á að komast í úrslit og gerði mér vonir um verðlaun og það tókst og því er ég mjög ánægð," sagði hún. Guðjón Guðmundsson komst í úr- slit í gólfæfingum og hafnaði í 5. sæti. Hann stóð sig einnig best í fjöl- þraut karla — hafnaði í 15. sæti af 20, Jóhannes N. Sigurðsson í 16. sæti og Gísli Garðarsson í 17. sæti. Nína Björg Magnúsdóttir var best í fjölþraut kvenna — í 14. sæti. Elva Rut varð í 16. sæti, Sigurbjörg Ólafs- dóttir í 18. sæti og Eva Bjömsdóttir í 19. sæti. Bæði karla og kvennaliðið höfnuðu í 5. og neðsta sæti í sveita- keppninni. KNATTSPYRNA / U-18 ARA LANDSLIÐIÐ „ítalir með leikaraskap „ÞAÐ hefði verið skemmtilegra að fara með sigur af hólmi, þar sem við vorum búnir að halda ítölum svo lengi frá okkur,“ sagði Bjarki Stefánsson, varnarleikmaður úr Val og fyrirliði piltalands- liðsins, sem hefur staðið sig vel á móti á Ítalíu. Liðið varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Ítalíu í gærkvöldi. ítalir náðu að jafna úr vítaspyrnu þegar tíu mín. voru til leiksloka. Strákarn- ir lögðu Svisslendinga að velli, 1:0, á laugardaginn. Við voram heppnir að fá ekki á okkur mark í byijun leiks, en náðum að komast yfir rétt fyrir leik- hlé. Það var greinilegt að það fór í taugarnar á leikmönnum Italíu að vera undir. Þeir fóru að leika gróft og vora með leikaraskap. Þeir höfðu heppnina með sér og náðu að jafna undir lokin. Þegar að er gáð er jafn- tefli sanngjöm úrslit,“ sagði Bjarki. Árangur íslenska 18 ára liðsins er góður — jafntefli gegn Itölum á þeirra heimavelli. Leikurinn í gær var mikill baráttuleikur og oft á tíð- um nokkuð grófur. Baráttan kom niður á gæðum knattspyrnunnar. Bjarnólfur Lárasson, ÍBV, skoraði mark íslands á 44 mín., eftir send- ingu frá Sigurbirni Hreiðarssyni. ís- lenska liðið lék með aðeins einn leik- mann í fremstu víglínu í seinni hálf- leik. ítalir fengu fjögur gul spjöld, en íslendingar þtjú. Næsti leikur ís- lenska liðsins verður gegn Kínverjum á morgun og sagði Bjarki að til að komast í úrslitakeppnina yrðu þeir að vinna stórt, en Italir unnu Kín- verja 5:0. Fyrsta mark Björgvins Fyrsta mark Björgvins Magnús- sonar fyrir ísland ti-yggði piltalands- liðinu 1:0 sigur gegn Sviss s.l. laugardag. Markið kom á 66. mín. og hefði íslenska liðið hæglega getað gert fleiri mörk. Ólafur Stígsson braust í gegn hægra megin og gaf inná markteiginn. Skot Sigui-vins Ólafssonar var hálfvarið, en Björgvin var á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Islenska liðið hefur Ieikið vel mið- að við að það hefur ekki leikið sam- an síðan í október. Bjarki Stefáns- son, fyrirliði, sem er rétt að jafna sig eftir meiðsli, hefur leikið mjög vel — stjórnað vöminni eins og her- foringi. SKIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.