Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 B 3 KNATTSPYRNA Reuter Deildarbikarinn til Birmingham DEAN Saunders var einn í framlínu Aston Villa og kom mikið við sögu í úrsiitaleiknum á Wembley, lagði upp eitt mark og gerði tvö. Hér fagnar hann sigrinum með stjóranum Ron Atkinson. Aston Villa stöðvaði United í úrslitunum Annað tapAC Milan N APÓLÍ kom á óvart og vann meistara AC Milan 1:0 í ft- ölsku deildinni ífyrrdag. Þetta var annað tap sigurstrangleg- asta liðsins í deildinni í vetur. Paolo Di Canio gerði eina mark- ið 10 mínútum fyrir leikslok, plataði þijá vamarmenn uppúr skónum og skoraði með glæsilegu skoti. Hann fagnaði gífurlega og fór m.a. úr treyjunni, en fékk gula spjaldið fyrir. AC Milan átti fyrri hálfleik, en Giuseppe Taglialatela stóð sig vel í marki Napólí og varði m.a. glæsi- lega frá Marco Simone og Gianlu- igi Lentini, sem lék fyrsta heila leikinn eftir að hafa verið lengi frá vegna bílslyss. I seinni hálfleik gáfu leikmenn meistaranna eftir og Napólí náði tökum á miðjunni. Tórínó átti leikinn gegn Lazio, en gekk illa upp við mark mótheij- anna og jafnaði ekki fyrr en undir lokin. Tvisvar small .boltinn í slá Lazio eftir skot frá Andrea Silenzi og hann lét veija vítaspymu frá sér. Paul Gascoigne var með Lazio, en náði sér ekki á strik og var skipt út af í seinni hálfleik. Marseille gefur upp vonina MARSEILLE gerði 1:1 jafntefli við Montpellier í frönsku deildinni um helgina og er sex stigum á eftir PSG, sem hefur leikið 26 leiki í röð án taps. Sjö umferðir eru eftir og gaf Marseille upp vonina á titlin- um eftir jafnteflið. Auxerre er í þriðja sæti 10 stig- um á eftir PSG og á ekki möguleika frekar en Marseille. „Við getum kvatt allar titilvonir,“ sagði Jean-Louis, varaformaður Marseille. „París er á góðri sigl- ingu og sex stig er of mikið. Tak- markið er að halda öðru sætinu og sigra í bikarkeppninni." Evrópumeistararnir, sem sigr- uðu í síðustu fimm heimaleikjum, áttu í vandræðum með Montpellier og aðeins frábær inarkvarsla Fabi- ens Barthez kom í veg fyrir tap, en 20.000 áhorfendur voru ekki sáttir við jafnteflið og púuðu á heimamenn. BAYERN Múnchen er áfram efst í þýsku úrvalsdeildinni, en útlitið var ekki bjart í Hamborg. Stundarfjórðungi fyrir leikslok birti samt til, en þá jöfnuðu gestirnir og gerðu sigurmarkið áður en mínúta var liðin. Jörg Albertz skoraði fyrir heima- menn úr aukaspyrnu á 53. mín- ASTON Villa er deildarbikar- meistari í Englandi eftir 3:1 sig- ur gegn Manchester United á Wembley í fyrradag að við- stöddum liðlega 77.000 áhorf- endum. United sótti stift frá byrjun, en Villa stóðst álagið, var marki yfir í hálfleik og bætti öðru við áður en United náði að minnka muninn átta mínút- um fyrir leikslok. Dalian Atkinson braut ísinn um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Dean Saunders. útu, en Adolfo Valencia frá Kól- umbíu jafnaði með glæsilegu marki, lék inn í teiginn og skoraði í hornið ijær. Stuðningsmenn Bayern voru enn að fagna, þegar miðjumaðurinn Michael Sternkopf óð upp völlinn og skoraði með þrumuskoti úr þröngu færi. Leikurinn var góður og skemmtu 58.000 áhorfendur sér vel, en Saunders bætti síðan tveimur mörk- um við undir lokin, það seinna úr vítaspyrnu á síðustu mínútu eftir að Andrei Kanchelskis, sem lagði upp mark fyrir Mark Hughes skömmu áður, hafði varið með höndum. Kanchelskis fékk að sjá rauða spjaldið — fjórði brottrekstur- inn hjá United í síðustu fimm leikj- um. Frakkinn Eric Cantona var ekki eins og hann á að sér og virtist sem hann væri fyrst og fremst að hugsa um að bijóta ekki af sér og eiga á hættu þriðja rauða spjaldið í jafn heppnin var með gestunum. „Við þurftum á mikilli heppni að halda til að sigra og lengi vel leit ekki út fyrir að það tækist,“ sagði yfír- þjálfarinn Franz Beckenbauer. Frankfurt og Stuttgart gerðu markalaust jafntefli og því er Frankfurt tveimur stigum á eftir Bayern, en átta umferðir eru eftir. mörgum leikjum. Hughes fékk gott færi snemma í leiknum, en rétt missti marks og skömmu síðar skallaði Roy Keane að marki Villa en Mark Bosnich bjargaði vel. En Villa náði að koma lagi á varnarleik- inn og sótti til sigurs. Þetta var í fjórða sinn, sem Villa sigrar í úrslitum deildarbikarkeppn- innar, síðast 1977. Liðið hefur ekki staðið undir væntingum í vetur, en stjórinn Ron Atkinson, sem var áður hjá United, sagði þetta jafnast á við aðra sigra sína á Wembley. United var með 16 stiga forystu fyrir níu vikum, en Blackburn hefur ekkert gefið eftir. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu 16 deildarleikjum og hélt settu marki, þó Swindon næði forystunni snemma leiks. Shearer, sem hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum, jafnaði tveimur mínútum síðar og innsiglaði sigurinn úr umdeildri vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok, 30. mark hans á tímabilinu. Arsenal skaust í þriðja sætið með 1:0 sigri gegn Liverpool og hefur Arsenal leikið 13 deildarleiki í röð án taps. Paul Merson gerði íjórða mark sitt í fjórum leikjum og Roy Evans, stjóri Liverpool, hrósaði mótheijunum. „Liðið hefur sýnt að það er verðugur fulltrúi landsins í Evrópukeppni bikarhafa og ég vona að það haldi þar áfram á sömu braut. Fólk talar um leiðinlega Ars- enal, en það er kominn tími til að hætta því. Liðið verst vel og sóknar- leikurinn er eins góður og lijá öðr- um. George Graham hefur gert Óbreytt staða efstu liðaá Spáni DEPORTIVO er áfram með tveggja stiga forystu í spænsku deildinni, en liðið vann Bilbao 4:1 Barcelona átti í erfiðleikum með Tenerife í spænsku deild- inni og Real Madrid þurfti einn- ig að hafa mikið fyrir sigri gegn Valencia. Bebeto frá Brasilíu lét ökla- meiðsl ekki á sig fá og gerði tvö mörk fyrir Deportivo, en fór útaf 20 mínútum fyrir leikslok. Jose Soler tryggði Atletico Madrid fyrsta útisigurinn, þegar hann skoraði gegn Osasuna. Þetta var 1.800. deildarleikur Atletico og fyrsta mark Solers fyrir félagið, en það skaut Osasuna í neðsta sætið. Meho Kodro frá Bosníu skoraði úr vítaspyrnu fyrir Real Sociedad gegn Ray Vallecano og er þar með kominn með 21 mark, sem er met hjá félaginu. Það varð samt að sætta sig við jafntefli, því Antonio Calderon jafnaði fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Romario tryggði meisturum Barcelona sigur með marki um miðjan seinni hálfleik. Tenerife átti fyrri hálfleik, en Ronald Koeman skoraði fyrir heimamenn á 11. mín- útu. Argentínumaðurinn Oscar Dertycia jafnaði í byijun seinni hálfleiks og gestirnir voru óheppnir að ná ekki að jafna aftur undir lok- in, en þá fengu þeir tvö góð mark- tækifæri. Real Madrid átti leikinn gegn. Valencia, en andaði ekki léttar fyrr en íjórum mínútum fyrir leikslok, þegar Butragueno gerði sigurmark- ið. góða hluti og á hrós skilið." Tottenliam fagnaði fyrsta sigrin- um í síðustu 11 deildarleikjum, vann Everton 1:0 og er fimm stigum frá hættusvæðinu á botninum. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 28. desember. Anders Limpar fékk gott tækifæri til að jafna á síðustu mín- útu, en Ian Walker sá við honum. „Þegar ég gekk af velli sagði pabbi „vel gert“ en ég hef áhyggjur af því hvað mamma segir,“ sagði markvörðurinn og sonur Mikes Walkers, stjóra Everton. „Þetta var góð markvarsla hjá mér og ég var ánægður með að leggja mitt af mörkum í sigrinum. Onnur úrslit voru okkur hagstæð og sjálfstraust okkar er mikið,“ bætti hann við. Limpar, sem lék fyrsta leik sinn með Everton og var útnefndur besti maður leiksins, sagði að Everton félli ekki og Mike Walker tók í sama streng. „Við verðum að vera ákveðnari til að losna við fallbar- áttu, en við fömm ekki niður." Reuter GUIDO Buchwald hjá Stuttgart hefur betur í baráttu við Anthony Yeboah hjá Frankfurt í leik liðanna á laugardag, en þau gerðu markalaust jafntefli. Bayem með tvö mörk á innan við mínútu Blackburn nálg ALAN Shearer gerði tvö mörk, þegar Blackburn vann botnlið Swindon 3:1 í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Þar með er lið- ið aðeins þremur stigum á eftir Manchester United og jafnar metin með sigri gegn Wimbledon í kvöld, en toppliðin mætast um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.