Morgunblaðið - 29.03.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.03.1994, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 19 (sóknar) 29 38 (sóknar) Bolta náð 20 17 Bolta náð 24 Bolta tapað 34 25 Bolta tapað 21 n í körfuknattleik: Staðan eftir tvo KEFLAVIK NJARÐVIK 32/44 30/56 GRINDAVIK AKRANES 45/59 35/48 27 Stoðsendingar 23 44 Villur 52 15/42 3ja stiga 17/42 Fráköst (varnar) 64 13/46 3ja stiga 16/40 Fráköst 44 (varnar) 26 Stoðsendingar 21 53 Villur 49 B FJÓRIR íslensku leikmannanna í piltalandsliðinu í knattspyrnu leika með erlendum liðum. M GUÐNI Rúnar Hclgason frá Húsavík leikur með Sunderland, en hann gerði samning við félagið á síðasta ári. Hann fékk atvinnu- leyfi í ársbyijun og hefur verið fasta- maður í varaliði félagsins síðan. ■ SIGURVIN Ólafsson hefur leik- ið með unglingaliði Stuttgart í vetur og er liðið á góðri leið með að vinna sinn riðil. I ANDRI Sigþórsson hefur leikið með unglingaliði Bayern Miinchen í vetur og hefur verið dtjúgur við að skora, er reyndar markahæstur með 15mörk. ■ BJÖRGVIN Magnússon leikur með liði Werder Bremen, en fjöl- skylda hans býr í Bremerhaven. ■ ANDRI og Björgvin eru aðeins 17 ára og verður því áfram í pilta- landsliðinu á næsta ári. ■ ÓLAFUR Þórðarson frá Akra- nesi var valinn besti maður íslands í æfingaleiknum í Japan um síðustu helgi og var sérstaklega verðlaunað- ur. ■ ALEX Ferguson, stjóri Manc- hester United, sagði eftir tapið gegn Aston Villa í úrslitum deildar- bikarkeppninnar að sennilega væri ógjömingur að sigra í öllum þremur ensku mótunum á sama tímabili. „Ég hef aldrei talað um að ná þrenn- unni og hef látið öðrum það eftir,“ sagði hann. ■ MANCHESTER United hefur leikið 50 leiki á tímabilinu og aðeins tapað fjórum. ■ ANDREI Kanchelskis frá Úkraínu fékk að sjá rauða spjaldið og missir af bikarundanúrslitaleik United gegn Oldham eins og Eric Cantona og Roy Keane. „Eg átti ekki að fá rauða spjaldið," sagði hann. „Þetta er í fyrsta sinn, sem það gerist og ég er ekki ánægður." I FERGUSON sagðist sennilega hafa stillt upp röngu liði. „Ég hefði átt að láta Bryan Robson, Brian McClair, Lee Sharpe og Dion Dublin leika, en þeir voru í liðinu í byijun keppninnar og komu okkur áfram. Hjátrúin varð undir og ég Serði mistök." I UNITED hefur 18 sinnum fagn- að sigri í einni eða annarri keppni, en aldrei á ári, sem endar á fjórum — og nú er 1994. ■ RON Atkinson, stjóri Aston Villa, sagðist hafa haft á tilfinning- unni síðan í september að Villa færi alla leið. „Við höfum sýnt okk- ar bestu hliðar í leikjum þessarar keppni." ■ ATKINSON sagðist hafa tekið áhættu með því að stilla fimm mönn- um upp amiðjuna og hafa Dean Saunders einan frammi. „Saunders nær eyðilagði planið. hann átti að hlaupa um og opna færi fyrir aðra, en ekki að skora tvisvar sjálfur." FREISTING Iþróttamaður, sem ætlar sér langt — stefnir að því að kom- ast í fremstu röð — lifir ólíku lífi en þorri almennings. Hann æfir samkvæmt fyrirfram ákveðnu iangtíma skipulagi, hugar vand- lega að næringunni og gætir þess að fá nóga hvíld. Byggir stöðugt upp líkama og sál, bætir við það sem fyr- ir er. Nánast engin frávik frá skipulagðri dagskrá koma til greina, aðhaldið er nær algjört, aginn í fyrirrúmi. Þegar vel gengur, áfanga er náð, glæst- um sigri fagnað, er hetjan hyllt og viðkomandi verður „okkar“ á svipstundu. Allir vilja eiga hlut í velgengninni, tengjast sigrinum á einn eða annan hátt. Á sigurstundu vill oft gleymast að mikil vinna liggur að baki og almennt gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað íþróttamaðurinn þarf að leggja á sig til að ná á topp- inn eftirsótta. „Þetta er hans val“ er gjaman viðkvæðið meðan á göngunni erfiðu stendur, „en okkar maður er bestur" hljómar víða, þegar efsta þrepinu er náð. Böm og unglingar vilja gjam- an feta í fótspor íþróttamann- anna, sem gera garðinn frægan. í leik, á æfingum og 5 keppni blundar í mörgum að vera eins og fyrirmyndin, reynt er að líkja eftir henni og gleðin leynir sér ekki, þegar vel tekst til. í huga barnsins, unglingsins og jafnvel almennings jafnast fátt á við það að vera íþróttastjarna. Málið er ekki eins einfalt og það virðist. Margir afreksmenn í íþróttum hafa lýst lífi sínu sem allt að því óbærilegu, þó þeir séu yfirleitt sammála um að tilfinn- ingin að upplifa það að vera best- ur sé engu h'k. Þeir segja að kalt sé á toppnum og einmanalegt og nær öllu verði að fórna til að eiga möguleika á að komast alla leið. Það geti verið þess virði, en eigi alls ekki við alla. Þegar íþróttamaður tekur þá ákvörðun að helga sig íþrótt sinni Afreksmaður í íþrótt- um verður að ganga hægt um gleðinnar dyr til að ná sem lengst lokar hann á margar aðrar dyr. Hann veit að hveiju hann gengur dags dag- lega og venur sig á að láta ekki á sig fá þó ekki gefíst tími til afþreyingar, sem öðrum finnst eðlileg og sjálfsögð eins og að fara reglulega í bíó eða leikhús, hitta vini eða kunningja utan íþróttanna, fara á skemmtistaði, hringa sig í faðm ijölskyldunnar. Afneitun þessara athafna að miklu eða öllu leyti kemst uppí vana, en einna erfiðast er að vera afreksmaður í íþróttum á stórhá- tíðum eins og páskum, sem nú fara í hönd. Þeim fylgja gjaman miklar freistingar í mat og drykk og það sem einu sinni er komið ofaní mann verður ekki svo auð- veldlega aftur tekið. Þetta vita þeir, sem taka íþrótt sína alvar- lega, og hegða sér samkvæmt því, en hinir, sem sjá stjömumar í hillingum og láta sig dreyma um að komast á stallinn, falla oftar en ekki fyrir freistingum, sem fylgja páskum, fermingar- veislum og öðrum mannfagnaði. Það er í sjálfu sér eðlilegt, því enginn hefur á móti því að borða góðan mat og fá sér aftur og aftur á diskinn. Sællífið er dá- samlegt meðan á því stendur, en afreksmaður í íþróttum getur ekki leyft sér að taka þátt í því. Þar skilur á milli þeirra bestu og hinna. . , , Stemþór Guðbjartsson Hvað ætlar sundkonan BRYIMDÍS ÓLAFSDÓYTIR að gera við aukinn frítíma? Fer íjúdóog saumaskap BRYNDÍS Ólafsdóttir tilkynnti eftir íslandsmeistaramótið innanhúss í sundi fyrir 10 dögum að hún væri hætt sem landsliðskona í greininni. Hún hefði æft og keppt í sundi í 12 ár og kominn væri tími til að snúa sér að öðru. Hún hefur verið í sviðsljósi íslensks sundlífs um árabil, en hverf- ur nú af sjónarsviðinu. Bryndís sótti um skólavist í íþróttakennaraskóla íslands í fyrra og fékk inni, en ákvað að ■■■■■I fresta náminu Eftir eitt ár og vonast Steinþór til að komast í Guöbjartsson skólann næsta haust. En hvemig er að hætta allt í einu sem keppn- iskona í greininni, sem hefur átt hug hennar allan? „Ég sakna ekki ströngu æfing- anna, en það er einkennileg til- finning að eiga ekki eftir að fara í keppnisferðir til útlanda og þá koma stóru mótin óneitanlega upp í hugann. Félagsskapurinn í kringum þetta var aldrei stór hluti hjá mér, en samt var hann til stað- ar. Þetta er erfitt, en ég á eftir að vera viðloðandi sundið og held áfram að æfa létt til að fá ekki fráhvarfseinkenni." Hvað ætlar þú að fara að gera og hvað hefur þú verið að gera með sundinu að undanförnu? „Fyrst og fremst er ég að hugsa um að fara að vinna mér inn ein- hveija aura, en það hef ég ekki getað gert samfara því að vera á fullu í sundinu. Síðan í nóvember hef ég unnið við að aðstoða fatl- aða stúlku og svo hef ég verið tilsjór.armaður með þroskaheftri stúlku. Þetta er ekki alveg fullt starf, en of mikið til að synda á fullu með því.“ Hefurðu hug á að stunda aðrar íþróttir? „Mér fínnst gaman að lyfta og held því áfram, en svo hef ég æft júdó vikulega síðan í haust, svona Morgunblaðið/Þorkell Bryndís Ólafsdóttir er hætt keppni sem landsliðskona í sundi, en held- ur áfram í íþróttum, æfir sund, júdó og lyftingar. til að fá smjörþefínn af greininni. Þetta er spennandi íþrótt og ég hef alltaf haft áhuga á henni, en ég ætla bara að læra, ekki keppa, því júdómenn eru með þeim fá- tækustu, sem til eru, og ég ætla mér ekki í aðra skuldasúpu." Hvað með önnur áhugamál? „Ég hef aldrei haft tíma til að sauma föt á sjálfa mig, en nú ætla ég á námskeið'og fara að gera eitthvað í þessa veru. Svo langar mig til að fara á leirnám- skeið og ýmiss önnur námskeið, sem ég hef aldrei getað farið á, og síðan gefst mér tími til að elska manninn minn.“ Hver er helsta breytingin við að hætta í landsliðinu? „Ég finn fyrst og fremst fyrir fijálsræðinu. Nú get ég farið á ball, skroppið í sumarbústað í þijá daga, gert ýmislegt án þess að vera stöðugt að hugsa um hvað ekki má, gæta þess að meiðast ekki og svo framvegis. Áður gerði ég ekkert nema æfa, vinna, æfa aftur, borða og sofa, en nú opn- ast ýmsir aðrir möguleikar. Ég er hamingjusöm yfir því að hafa náð settu marki og ég hef haldið áfram að æfa eftir að ég hætti í landsliðinu, en það er ekkert sem segir að ég verði að fara á æf- ingu. Ég hef áfram áhuga á íþróttum og held mér í formi, en er ekki bundin. Til dæmis man ég ekki hvenær ég var síðast heima á páskum og það eru mik- il viðbrigði að fá að njóta lífsins í faðmi tjölskyldunnar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.